Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 3

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 3
JÖLABLAÐ DAGS 3 ÞORKELL BJÖRNSSON: • • Þorkell Björnsson. Það mun hafa verið um 1930 að bændur á Jökuldal fóru að búa til áfengt öl. Ölið varð landsfrægt og gekk undir nafninu Jökuldalsölið. Það var búið til á fjölda mörgum bæjum, og blessaður presturinn okkar, séra Sigurjón á Kirkjubæ, ölkær maður, kallaði þá bæi kot- rassa, sem ekki var bruggað á. Ég held að þessi bruggkunnátta hafi borizt upp á Jökuldal frá Norðfirði eða Neskaupstað og bændur voru ákaflega námfúsir og fóru fljótlega að reyna sjálfir, hver fyrir sig. Efnið í ölið var malt, syk- ur og lrumall, og svo vatn og ger. Þegar einu sinni. var búið að - brugga, var gerillinn geymdur á jflösku ril næstij lögunar. Sterkasta ölið, sem ég kynntist, • var notað á þorra,blóti á Skjöldólfs- jstöðum. Ártalið man ég ekki fyrir víst. En það var Jón bróðir, sem þetta öl bruggaði. Elann lagði í 200 iítra tréfat. Það sem hann notaði var þetta: 100 pund nralt og 130 pund strásykur. Þar til viðbótar voru liumlar og svo ölgerið og vatn. Ef gerjunin var látin fram fara á hlýjum stað, stóð hún sex til átta daga. Eftir þann tíma gat nryndazt og fleiri frásagnir remmubragð að ölinu, xrenra ölið væri tekið ofanaf og skilið vel frá botiríallinu. Á þetta þorrablót komu margir, miðað við aðstæður þarna í sveit- inni. Mexnr sóttu langt að, svo sem úr Efra-Dal. Dæmi voru þess, að öldruð hjón ein urðu eftir á bæjum til að gera fjósverkiir. Eir í fjárhús- um voru garðar fylltir af heyi og vatxr borið í hús, svo að féiru leið eftir atvikum vel þótt þorrablótið framlengdist eitthvað. Memr komu ríðandi og á sleða, en gairgandi þeir, sem íræstir vöru blótstaðnum. í þetta skipti var ölið svo áfengt, að memr urðu vel hreifir, ef þeir drukku tvö glös eða svo með hatrgi- kjötinu og öðrum ágætum þorra- mat. Ræður átti að halda, en það reyndist ógerlegt, því að menn voru þá farnir að skrafa af fullum krafti og xrenntu ekki að hlusta á ræður. En yíirleitt drukku konur ekki þetta öl, nema þá með eiir- Irverjum örfáunr undantekningunr. Og rétt er líka að taka það fram, að ekki þekktust illixrdi. Allir voru glaðir og góðir, eins og vera bar. Þegar mexrn liötðu borðað vel, suirgið og skrafað, var dairsað mest- alla nóttina. Þá lögðu meirn sig í írokkra klukkutíma og tóku síðáir til þar sem frá var horfið. Svo var daxrsað xræstu írótt og fram á bjart- air dag. Síðair var skrafað og skegg- rætt og ekki hugsað til heimferðar fyrr eir líða tók á dagimr. Eir Jrað er til marks um ölið góða, að er ég athugaði, hve margir hefðu neytt Jress, voru Jrað sjötíu mamrs og margir ótæpilega. En eftir fyrri vökunóttina var áman meira en hálf. Eftir tveggja nátta glaum og gleði og stöðuga drykkju, var eirir mikið eftir í ámumri. Fengu menn þá ríflegá skammtað nesti heim með sér. Míg minnir að þeir fengiu á fimmtán lítra brúsa, sem fóru fram á dalinn og voru þeir með lresta og sleða. Við fengum með okkur fullair tíu lítra brúsa, sem úteftir fórum og reiddum við hann. Þegar konrið var undir kvöld, eftir tveggja nátta gleðskap, vék Eiríkur á Skjöldólfsstöðum sér að mér og mælti á lægri nótunum, að ef við ætluðum nú heinr í kvöld, ættum við írú að fara að síga af stað. Sagðist lramr minnast á þetta við mig af Jrví að lramr sari, að ég væri ekki drukkiirn. En sjálfur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.