Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 28

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐ DAGS Viðihólskirkja á Fjöllum, eina kirkjan með árstiðaþjónustu! Guðmundssonar kennslumálaráðherra, að hann vék settum dósent, síra Birni Magnússyni á Borg á Mýrum, úr kenn- arastóli við Háskóla íslands, en skipaði síra Sigurð Einarsson fyrrverandi al- þingismann m. m. í embættið. Það mál endaði með ósköpum nokkrum árum síðar, og verður ekki frekar rætt hér. Síra Björn komst að guðfræðikennsl- unni og situr þar enn, en síra Sigurður varð loflegur skáldprestur austur í Holti undir Eyjafjöllum — og mátti ekki greina, að vegur hans væri minni en hins. En víkjum nú aftur til ársins 1935, sem vissulega markar tímamót í kirkju- sögunni, enda þótt frumvarpið fræga næði aldrei fram að ganga. f aprílhefti Kirkjuritsins er löng og rökfræðilega samin grein eftir síra Sigurð P. Sívert- sen vígslubiskup og prófessor um stærð prestakalla. Miðað við fólksfjölda á byggðasvæði landsins telur hann, að 400 ferkm svæði komi á hvern þjón- andi prest, ef köllin yrði aðeins 59. Mörg yrði brauðin í 7—9 sóknum og öll hin stærri gífurlega erfið yfirsóknar. Tekur hann dæmi af Austurlandi, þar sem ætlað var að leggja bæði Hofteigs- prestakall á Jökuldal og Desjarmýrar- prestakall í Borgarfirði undir Kirkju- bæ í Hróarstungu, þar sem kirkjusókn- ir voru 4 fyrir, en yfir Jökulsá á Dal að sækja á aðra hönd og Lagarfljót og Selfljót á hina. Höfundar frumvarpsins voru þó ekki svo vel að sér að vita um Sleðbrjótssókn í Jökulsárhlíð. — Kom hið sama upp í Eyjafirði, þar sem Hrís- eyjarsóknar sást hvergi getið. Skipti þetta eigi litlu, þar sem víðátta var ærin fyrir og kirkjur margar. 17. marz 1935 fór fram prestkosning í Höskuldsstaðaprestakalli á Skaga- strönd. Síra Björn O. Björnsson á Brjánslæk hlaut þar hinar beztu við- tökur og lögmæta kosningu. Sóknar- börn Hofssóknar notuðu tækifærið við kjörfundinn og samþykktu eindregin mótmæli gegn fækkun presta. Er þessa sérstaklega getið, þar sem hér er um að ræða fyrstu mótmælasamþykktina af mörgum gegn frumvarpinu. Er frá þessu greint í Kirkjuritinu svo sem til áréttingar orða síra Sigurðar P. Sívert- sens, en í sama hefti skrifar síra Ás- mundur Guðmundsson langa og læsi- lega grein um málið. Sýnir hann fram á hvernig tími sírá Sigurjóns í Kirkju- bæ færi í hinu víðl'endasta brauði landsins: messur og messuferðir 120 dagar, húsvitjanir 32 dagar, fermingar- undirbúningur 20 dagar, prestsverk og ferðir til þeirra 92 dagar, kirkjuleg fundahöld 21 dagur, samtals 285 dagar. Að vísu er ekki trúlegt, að unnt væri aði húsvitja Möðrudalssókn og alla Jökuldalsheiði, Hrafnkelsdal og Jökul- dal, Jökulsárhlíð og Hróarstungu, Út- mannasveit og Njarðvík, Borgarfjörð og Húsavík á rúmum mánuði, nema þá að fara helzt ekki af baki, eins og einn klerkur gerði stundum á Norðurlandi. En þannig kom síra Sigurjón í Kirkju- bæ ekki til fólksins. Er mér nær að halda, að hinir 80 dagar, sem lifa af ár- inu í útreikningi síra Ásmundar hefði ekki nægt til húsvitjana einna í þessú tilviki. Á það skal og bent að hæStvirt launamálanefnd, sem samdi þetta frum- varp, hefur ekki gert ráð fyrir búskap sveitapresta, né að þeir ættu fjölskyld- ur. Eða: var ætlazt til að prestþjónust- an sæti á hakanum? Sá grunur læðist a. m. k. í gegn um marga samþykktina og litar umræðurnar um málið. Hér verður nú gerð nokkur grein fyrir frumvarpinu, enda liðin nær 38 ár, síðan það var lagt fram, og einstök atriði þess farin að fyrnast. Ekki er þó unnt að birta nema útdrátt þess hér, og verður af skiljanlegum ástæðum staldrað mest við Norðuramtið. Flutn- ingsmaður var Jörundur Brynjólfsson formaður launamálanefndar. í stað prófastsdæmanna gömlu skyldi nú koma s. n. þing, 8 að tölu. Ekki er greint hvernig stjórn þessara þinga átti 1 að vera, né þá heldur hvort einhver prestanna ætti að vera þingfastur um- dæmisins. Verður ekki komizt hjá, að greina hér frá stærð þinganna og nafn- giftum. Skal nú hætt þeirri ævagömlu hefð um kirknaskrár að byrja á Skeggjastöðum á Langanesströndum, enda ekki hægt um vik, þar sem leggja átti brauðið niður og sameina það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.