Dagur - 14.03.1973, Blaðsíða 5

Dagur - 14.03.1973, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Þrjátíu ára stríð I þrjátíu ár hefur sífellt verið að endurtaka sig sania sagan í efnahags- lífi íslendinga: Eyðslan vex meira en raunverulegar þjóðartekjur. Laun hækka, verðlag liækkar á vörum og þjónustu innanlands. Af þessu leiðir, að reksturskostnaður fer vaxandi hjá þeim, sem annast framleiðsluna, sem þjóðin lifir á. Sá hluti fram- leiðslunnar, sem fer á innlendan markað, er þá hækkaður í verði. En verðlaginu á erlendum mörkuðum getum við íslendingar ekki ráðið. Ef það stendur í stað eða hækkar minna en nemur rekstrarkostnaðin- um innanlands, kemst útflutnings- framleiðslan í greiðsluþrot. Þá er þjóðarvoði fyrir dyrum ef ekkert væri að gert. Þegar svo er komið er venjulega rætt um þrjár leiðir. Ein leiðin er, sem kölluð var, að klifra niður stig- ann, þ. e. að lækka samtímis allt kaupgjald og verðlag, skuldir og inneignir hér innanlands. Þessi leið hefur aldrei verið farin. Önnur leið- in er að greiða verðuppbætur á út- flutninginn og leggja á þjóðina skatta í ýmsu formi í því skyni. Þriðja leiðin er svo gengisbreyting, sem hækkar útflutningsverðið í krónutali. Þessar tvær síðastnefndu leiðir hafa verið farnar á víxl, sam- liliða niðurgreiðslum á vöruverði innanlands, til að lækka reksturs- kostnaðinn. Það er sama hvort ríkis- stjórnin hefur verið kölluð liægii stjórn eða vinstri stjórn, alltaf hafa þessar leiðir verið farnar, önnur hvor en þó oftast báðar samtímis. Svona er verðbólgan og alltaf minnkar krónan. Verðbólgan hefur í för með sér tilíinnanlega skattlagningu sparifjár. Oft liefur því verið rætt urn að verð- tryggja sparifé. Það þýðir, að einnig yrði að verðtryggja útlánin. Þá myndi trúlega vinum verðbólgunnar fækka. Vera má, að kalla mætti þetta fjórðu leiðina í stríðinu við verð- bólguna. Hún liefur verið revnd, en ekki í svo stórum stíl að kalla megi hagstjómartæki í reynd. Það verður að játa, að í þjóðfé- laginu em að verki ýmis sterk öfl, sem gera stjórnarvöldum erfitt fyrir á liverjum tíma í verðbólgustríðinu. Ef forystumenn stéttarfélaga og stjórnarandstöðu og sá hluti þjóðar- innar, sem eyðir fé þjóðarinnar í óhófi, sameinuðust um að hætta að leggja verðbólgunni lið, myndi margt breytast. En það, sem úrslitum ræður í þessu stríði er almenningsálitið, og á meðan alntenningur lætur telja sér trú um, að margar litlar krónur skapi betri lífskjör en færri stórar, heldur verðbólgan velli. □ i • AÐ þessu sinni veljum vi'ð okk- ur viðmælanda í Ólafsfirði og er það Ármann Þórðarson kaup- félagsstjóri. í Ólafsfirði bjuggu fyrrum hamratröll í hrikaleg- um fjallgörðum, sem þar ganga þverhnípt í sjó fram, bæði að austan og vestan. En þau fjöll einangruðu að miklu leyti Ólafs fjarðarbyggð um aldir, þar til Múlavegur var gerður og ein- angrun var rofin á landi. En í þessari byggð hafa löngum búið dugmiklir sjómenn oog fram- kvæmdasamir. Fólksfjöldi og atvinnuhættir, Ármann? Hinn 1. desember á liðnu ári voru íbúar Ólafsfjarðar 1082 og hefur sú tala staðið óbreytt að heita má hin síðustu ár. í sveit- inni er búið á ellefu jörðum og hefur byggðum býlum farið fækkandi. Hér í kaupstaðnum hefur atvinna ekki verið eins góð og vera þyrfti og hefur nokkuð borið á atvinnuleysi, sérstaklega yfir vetrarmánuð- ina. En Ólafsfirðingar byggja flestir afkomu sína á sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Skipastóll- inn hefur gengið saman á undan förnum árum. Til marks um það, voru nýlega gerðir héðan út sex togbátar, en nú aðeins tveir, Sigurbjörg og Stígandi. Hins vegar hefur þilfarsbátum af 10—30 tonna stærð fremur farið fjölgandi og eru þessir bát- ar gerðir út mestan hluta ársins, og opnir þilfarsbátar eru margir og „trillukarlarnir“ skila umtals verðu aflamagni í land, þótt mis lynd veður tefji oft veiðar þeirra. En nú hafa Ólafsfirðingar í hyggju að kaupa tvo skuttog- ara? Það mun hafa verið í árs- byrjun 1972, í miklu atvinnu- leysi vegna sölu þriggja togbát- anna, sem bæjarstjórn og at- vinnumálanefnd beittu sér fyrir því, að tvö hraðfrystihúsin og bærinn sameinuðust um kaup á nýjum skuttogara frá Japan. Stofnuðu þessir aðilar hluta- félagið Útgerðarfélag Ólafsfjarð ar og það samdi síðan um kaup á einum Japan-togara og heitir hann Ólafur bekkur. Hann verð ur afhentur hinn 8. marz, en heimsiglingin tekur 45—50 daga. Skipstjóri verður Ólafur Sæmundsson, áður skipstjóri á Sæþóri, en það skip var selt héðan í janúarmánuði. Þá hefur hlutafélagið Sæberg samið um smíði á öðrum skuttogara frá Frakklandi og kemur hann seint á árinu. Að Sæbergi standa Sig- valdi Þorleifsson, Ásgeir Ás- geirsson og Valberg h.f. Menn binda auðvitað miklar vonir við þessi nýju skip. Þau munu, ásamt þeim bátaflota, sem fyrir er, skapa frystihúsunum og öðr- um fiskvinnslustöðvum nægi- legt hráefni. En frystihúsin eru tvö: Frystihús Ólafsfjarðar h.f. og Frystihús Magnúsar Gamalí- elssonar. Bæði þessi frystihús þarf þó að endurbæta verulega, vegna síaukinna krafa um fisk- vinnslustofnanir. En við vonum, að mikil fiskvinna verði fram- undan, þegar nýju skipin eru farin að veiða. Nú um þessar mundir veiðist sæmilega í net þegar gefur og einn bátur hefur róið með línu og aflað nokkuð vel. Afli togbátanna hefur einn- ig verið meiri en í fyrra, enda voru aflabrögð þá léleg. Iðnaður mun einhver? Já, þjónustuiðnaður. Þar má nefna vélsmiðjuna Nonna, sem veitir bátaflotanum þjónustu, bílaverkstæði eru tvö, Múlatind ur og Bílaverkstæði Ólafsfjarð- ar. Þá eru hér tvö trésmíðaverk stæði, Tréver s.f. og Trésmiðja Svavars G. Magnússonar. Þá hafá rafvirkjar verkstæði og Frá Bæjarsfjórn Akureyrar Scð vcstur yfir Ólafsfjarðarkaupstað. Hafnarniannvirldn sjást til hægri en í cnda Ólafsfjarðarvatns til vinstri. (Ljósm.: Ö. St.) radioverkstæði er hér einnig, nauðsynlegt fyrir bátaflotann. En okkur vantar léttan iðnað, t. d. fyrir konur og aðra, sem vart eða ekki treysta sér til að vinna í fiski. Atvinnumöguleik- ar utan heimila eru mjög tak- markaðir fyrir konur. Tilraunir til úrbóta hafa enn ekki borið árangur. Þið eruð svo lánsamir að liafa aðgang að heitu vatni? Já, og það er næstum ómetan- legt. Öll íbúðarhús eru hituð með heitum uppsprettulindum í Skeggjabrekkudal. í haust var borað í landi Ósbrekku og fekkst þar ofurlítil viðbót, sem tengd var hitaveitunni. Ekki hefur verið kannað, hvaða áhrif til aukningar vatnsmagninu dæl ing hefði. En við þurfum meira heitt vatn og verður þess eflaust leitað. Vatnið, hingað komið í kaupstaðinn, er 49—50 gráður. En menningarmálin? Það er nú stórt orð. En geta má þess, að við höfum fjöl- menna barna- og unglingaskóla, skólastjórar eru Björn Stefáns- son og Kristinn G. Jóhannsson. Gagnfræðaskólinn er í nýju skólahúsi, sem enn er í smíðum og ekki lokið við, og aðeins fyrsti áfanginn, sem tekinn hef- ur verið í notkun. Sundlaug er hér auðvitað og í bænum er skíðastökkbrekka. En auk þess sér forsjónin okkur fyrir næg- um skíðabrekkum þegar ein- hver snjór er, og Ólafsfjörð.ur hefur löngum verið talinn frem- ur snjóasæll. Þá er oft ágætt skautasvell á Ólafsfjarðarvatni og hefur það stundum verið mikið notað. Meira um Ólafsfjarðarvatn? Þetta stóra og fallega vatn, rétt við bæjarvegginn hjá okk- ur, er oft gjöfult. í því er ágæt bleikja og í ánni, sem í það rennur. Veiðzt hafa líka í því ýmsir sjávarfiskar og enn veið- ist þar koli í net. Þarna hefur jafnvel veiðzt síld, sem gengið hefur inn um ósinn. Hætt er við ofveiði í vatninu og ánni, ef ekkert verður gert til að sporna við henni. Margir álíta óvenju- lega mikla möguleika á fiskeldi og ýmiskonar fiskirækt í vatn- inu og ánni, en tilraunir í þá átt hafa enn ekki verið gerðar. í því sambandi má geta um heitt vatn á Reykjum, sem eflaust væri gott að nota til fiskræktar, þegar þar að kemur. Þetta getur orðið eitt af stórum framfara- málum í Ólafsfirði. Armann Þórðarson kaupfélagsstjóri svarar spurningum blaðsins Hvað um lieilsugæzlu líkama og sálar? Hér höfum við séra Úlfar Guð mundsson, sem annast annan þennan veigamikla þátt. Og svo eru hér oftast læknar. Að vísu ekki neinir fastir, og fór sá síð- asti, Andrés Ásmundsson frá okkur núna um mánaðamótin, en læknar frá Reykjavík hafa skipzt á um að þjóna þessu hér- aði. Þannig hafa hingað komið sérfræðingar í ýmsum greinum og dvalið hjá okkur um skeið, hver um sig, og er það út af fyrir sig ágætt. Hins vegar er óþolandi að vera læknislaus, einkum á vetrum, þegar vegir teppast. En í sambandi við menningarmálin almennt, en til þeirra teljast auðvitað skóla- og heilbrigðismál, má nefna ýmis- konar félög fólks, sem hvert um sig helgar sér ákveðið svið menningarmála. Snúum okkur nú að Kaup- félagi Ólafsfjarðar? Kaupfélag Eyfirðinga rak hér útibú til ársins 1949. En þá ósk- uðu Ólafsfirðingar eftir því, að stofna eigið kaupfélag. Hóf það starf, sem sjálfstætt kaupfélag 1. janúar 1950. Helztu breyting- ar á rekstrinum síðan eru t. d. þær, að 1954 hætti það að reka hér frystihús og um leið allri fiskverkun. Árið 1959 tók til starfa mjólkursamlag, sem tek- ur á móti allri mjólk frá bænd- um fjarðarins, gerilsneyðir hana og pakkar, en hún selzt að lang- mestu leyti beint til neytenda og nægir suma tíma, en aðra tíma, svo sem fyrri hluta vetr- ar, kaupum við mjólk frá Mjólk ursamlagi KEA. Þegar of mikil mjólk berst frá bændum til neyzlu, er henni breytt í skyr og rjóma. Árið 1962 flutti félag- ið starfsemi sína í nýtt hús og er öll verzlunin þar á einum stað, og í sömu byggingu er einnig mjólkursamlagið. Hvernig gengur verzlunin? Verzlunarreksturinn hefur oft verið fremur þungur. Reikn- isuppgjöri fyrir síðasta ár er enn ekki lokið, en heildarvelta síðasta árs mun hafa verið rúm- ar 50 milljónir króna. Félags- menn eru 220. ar komu Múlavegar opnuðust Ólafsfirðingum nýir möguleikar til viðskipta við Akureyri. Þar er vöruúrvalið mikið meira og vöruverð í mörgum atriðum hag stæðara, einkum á ýmsum mat- vörum hjá KEA. Þessi verðmun ur er nú orðinn nokkuð mikill, sem stafar af því, að við kaup- um okkar vörur frá Reykjavík, og þurfum svo einnig að bæta flutningskostnaðinum við vöru- verðið, sem í dag er kr. 4.20 á hvert kíló. Ofan á þennan mikla flutningskostnað bætist svo sölu skatturinn, ;og finnst méri það ranglátt. Með þessum söluskatti Eru uppi áform um breyting- •? sínum á síðasta hausti, að óska eftir því við Kaupfélag Eyfirð- inga, að fram færi könnun á því, hvort ekki teldist hagkvæmara að félögin sameinuðust aftur. Ég geri mér fullkomlega ljóst, að sú hagkvæmni yrði nú fyrst og fremst fyrir okkur Ólafsfirð- inga, en jafnframt tel ég, að ef af þessari sameiningu yrði, ætti það ekki að þurfa að skapa Kaupfélagi Eyfirðinga óhag- kvæmni. Hafa viðræður um þetta mál farið fram? Já, vinsamlegar viðræður hafa farið fram milli kaupfélags stjóranna og stjórna kaupfélag- anna. Ákveðið var, að láta þessa könnun fara fram. Niðurstöður verða væntanlega lagðar fyrir aðalfund Kaupfélags Ólafsfjarð- ar, sem ráðgert er að halda seint í apríl eða snemma í maí. Verði undirtektir jákvæðar þar, er lík legt að málið komi fyrir aðal- fund Kaupfélags Eyfirðinga nú í vor. Ég' hef þá skoðun, að me'ð núverandi verðlagskerfi búi fólk utan Faxaflóasvæðisins við mun lakari kaupmátt launa en fólkið á Faxaflóasvæðinu. Marg ar vörutegundir eru mun dýrari úti á landsbyggðinni. Og ekki veit ég til þess, að Reykvíkingar þurfi að flytja neinar vörur til sín utan frá landsbyggðinni á sinn kostnað. Síðan hefur það viðgengizt í mörg ár, að ríkið krefjist söluskatts af flutnings- kostnaði og öðrum þeim kostn- aði, sem landsbyggðin þarf að greiða umfram höfuðborgar- svæðið. Við, samvinnumenn og aðrir, sem stuðla viljum a'ð jafn- vægi í byggð landsins, eigum að reyna að mynda sameiginlegar félagsheildir á þeim svæðum, sem hagkvæmt verður talið og halda milliliða- og óþarfa flutn- ingskostnaði niðri, ennfremur að losna við Reykjavík, sem millilið, eftir því sem hægt er. Þannig verður vöruverð lægra og lífskjör betri hjá okkur dreif býlisbúum. Að þessu vinnur Kaupfélag Eyfirðinga og þess vegna getur það boðið upp á sambærilegt vöruverð og syðra, jafnvel hagstæðara. Akureyri er vaxandi bær og höfuðstaður okkar Norðlendinga. Það skapar auðvitað vandamál, að vera í nálægð við svo stóran byggða- kjarna, en því fylgja líka hag- kvæmnistækifæri. Við Ólafsfirð ingar verðum að vera menn til að nýta þá möguleika, í stað þess að puða einir í okkar horni, af því að við erum Ólafsfirðing- ar en hinir, innan við Múlann, Eyfirðingar eða Akureyringar. Sú hreppapólitík á að heyra for- tíðinni til, segir kaupfélagsstjór- inn, Ármann Þórðarson að lok- um og þakkar blaðið viðtalið. — E. D. Furðulcg vinnubrögð. SÍÐASTI fundur bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn á mánu- daginn. Fyrir fundinum lá til- laga frá bæjarráði um að ráða tvo varðstjóra í slökkviliðið, samkv. beiðni slökkviliðsstjóra. Um stöðurnar sóttu: Gísli Kr. Lórensson, Guðmundur Jör- undsson, Gunnlaugur Búi Sveinsson, Sigurður Gestsson og Þoorkell Eggertsson. íhald, krati og frjálslyndur komu sér saman um að ráða þrjá menn í essar tvær áður auglýstu stöð- ur, en þrír þurftu þeir að veri til að þessi samstaða þeirra næð ist. Munu þetta þykja undarleg vinnubrögð. Ráðnir voru: Guð- mundur Jörundsson, Gunnlaug- ÞAKKAÐ FYRIR MÁLVERKASÝNINGU ENDA þótt málverkasýningu Óla G. Jóhannssonar verði lík- lega lokið þegar þessar línur koma fyrir sjónir lesenda, þykir mér ástæða til að vekja á henni athygli. Ég er ekki listfróður maður á neinu sviði og kann á engan hátt skil á þeim mæli- kvörðum, sem slíkir menn nota, en ég dæmi eftir þeim áhrifum, sem ég verð fyrir af þeim mynd um, sem ég sé, þeirri tónlist, er ég heyri og þeim bókum, sem ég les. Hygg ég að ég sé þar í flokki með öllum þorra manna og þegar öllu er á botninn hvolft, sé spurning um hvort einmitt það sé ekki eins góður mælikvarði og hinn, sem spek- ingarnir nota. Eða hvar væru allir listskapendur á vegi stadd- ir, ef þeir ættu ekki aðra njót- endur listar sinnar en þá, sem telja sig yfir slíkan hugsunar- hátt hafna. Ég kann ekki nöfn á þeim efn- um, sem hinn ungi maður notar við myndgerð sína, né heldur þeim „isma“, sem myndir hans flokkast í, en ég veit bara það, að mér leið vel á meðan ég stóð við á sýningunni og að ég fór þaðan betri ma'ður en ég kom. Ég er honum því innilega þakk- látur fyrir sýninguna og vona, a'ð hann eigi eftir að gle'ðja bæði mig og aðra, sem líkt eru á vegi staddir, um langa framtíð. Óli, ég óska þér hjartanlega til hamingju me'ð þessa sýningu, þakka þér fyrir þau áhrif, sem hún hafði á mig og vona að þú komir sem fyrst aftur. Páll Helgason. > Það hefur sýnt sig á undan- förnum árum, að rekstur lítilla kaupfélaga hefur gengið mun verr en hinna stærri. Með til- Ármann Þórðarson kaupféíagsstjóri. nálgast flutningskostnaðurinn á hvert kg 5 krónur. Hins vegar er því svo farið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, að það hefur getað farið inn á þá braut, vegna stærðar sinnar, að flytja til sín vörur beint frá út- löndum og losnar þá við Reykja vík sem millilið og hinn mikla kostnað, sem af því leiðir. KEA getur því boðið upp á hagstæð- ara vöruverð en við. Ég tel, að kaupfélögin séu til þess stofnuð, að útvega sínum félagsmönnum vörur við sem hagstæðustu verði. Við, lijá Kaupfélagi Ólafs fjarðar, getum því ekki varið það, hvorki fyrir sjálfum okkur eða félagsmönnum okkar, að þurfa að selja ýmsar vörur á mun hærra verði en gert er, t. d. hjá útibúi KEA á Dalvík, sem ekki er nema í 18 km fjarlægð frá okkur. Stjórn Kaupfélags Ólafsfjarðar samþykkti á fundi s NÝTT POPP! Scutsiu- LP-PLOTUR Alice Cooper: Billion Dollar Babies. Elton John: Don’t shoot me. The Beach Boys: Holland. Lobo: Of a simple Man. Carly Simon: No secrets. 45-RPM Elton John: Crocodile Rock. Lobo: I’d love you to want me. Albert Hammond: It never rains in Southern California. Wings: Hi, Hi, Hi. Carly Simon: You’re so vain. AVALLT FYRSTIR MEÐ NÝJUSTU PLÖTURNAR! ÞETTA ER BARA SMÁ UPPTALNING PÓSTSENDUM OlVARPSVIRKJA MEJSTAR1 Mútm STEFÁNS HALLGRÍMSSONAR . VIÐGERÐARSTOFA Glerárgötu 32 . Sími 11626 . Akureyri ur Búi Sveinsson og Þorkell Eggertsson. Kaup á jörðinni Brávöllum. BÆJARRÁÐ leggur til, að Bæj- arsjóður Akureyrar kaupi jörð- ina Brávelli í Glæsibæjarhreppi á grundvelli þeirra skilmála, er lesnir voru á fundinum og eig- andi jarðarinnar, Jónína Jóns- dóttir, hefur sett fram. Kaupverð er kr. 2.000.000.00, útborgun á þessu ári kr. 1.000. 000.00, en eftirstöðvar greiðist með skuldabréfi til 5 ára' vextir 8% p. a. Ekki er ljóst hvort Glæsibæj- arhreppur neyti forkaupsréttar. Lokun Hafnarstrætis. í fundargerð heilbrigðisnefnd- ar kom fram, að Maríus Helga- son hafði fari'ð fram á það, að Hafnarstræti milli Ráðhústorgs og Kaupvangsstrætis yr'ði lokað frá kl. 20 að kveldi til kl. 7 að morgni til að útiloka háva'ða af bifreiðum og vélhjólum. Heil- brigðisnefnd lagði til, að þetta yrði reynt í april og maí, en bæj arstjórn felldi þá tillögu með 9 atkvæðum gegn einu. - RÁÐSTEFNA .. . (Framhald af blaðsíðu 1) Tryggvi Pálsson þakkaði fyrir hönd viðskiptafræðinéma. Val- ur Arnþórsson þakkaði nemend unum fyrir þetta ágæta fram- tak. Að lokum sleit fundarstjór- inn, Sigmundur Stefánsson, ráð- stefnunni. Fréttaritari Dags á ráðstefnu þessari var Ingólfur Sverrisson, og sagði hann að síðustu, að það væri mál manna, að ráðstefna þessi hefði tekist mjög vel og hún yrði eflaust hvatning fyrir samvinnuhreyfinguna til enn meiri átaka, og þá hefði liún orðið góður skóli fyrir viðskipta fræðinema Háskólans. Q Stúlka með Gagnfræða- próf og próf úr 5 bekk framlialdsdeildar, óskar eftir góðri vinnu frá og með 1. apríl. Tilboð leggist inn á af- greiðslu blaðsins fyrir 18. marz. Barngóð, fullorðin kona óskast 2—3 kvöld í viku. Uelena Eyjólfsdóttir, Skarðslilíð 15, sími 1-21-42. Vil ráða mann til land- búnaðarstarfa. Baldur Halldórsson, sími 1-17-00. Afgreiðslustúlka óskast um næstu mánaðarmót í sérverzlun við miðbæinn hálfan eða allan daginn, 20—25 ára lágmarksald- ur. Umsókn ásatnt upplýs- ingum um fyrri störf, leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „Afgreiðsla“ fyrir 20. þ. m. Fjósamaður óskast að til- raunastöðinni Akur- eyri. íbúð fylgir starfinu Uppl. í sírna 1-22-51 eða 1-10-47. Afgreiðslumenn óskast sem fyrst. Vaktavinna. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR. Hjón með tvö börn óska eftir íbúð til leigu. Erum húsnæðislaus í maí. Uppl. í síma 2-15-21 milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. Lítið herbergi óskast til leigu frá og með 1. apríl Einhver húshjálp gæti komið til greina. Tilboð seirdist blaðinu fyrir 18. marz. Eitt herbergi og eldhús óskast til leigu. Uppl. í síma 1-11-52 eftir kl. 7.00. Óska eftir herbergi á brekkunni. Uppl. í síma 2-17-14. ÍBÚÐIR TIL SÖLU. Rishæð og miðhæð. Uppl. í síma 1-24-26 eftir kl. 19.00. Einhleyp fullorðin kona óskar eftir lítilli íbúð til leigu eða sölu. Húshjálp gæti komið til greina. Uppl. í síma 1-21-15 milli kl. 6 og 8. Tvö samliggjandi her- bergi til leigu í Skipa- götu 12. 3ja lierbergja íbúð ósk- ast til kaups. Uppl. í síma 2-16-68 eftir kl. 9 á kvöldin. Stökkskíði óskast! Óska eftir stökkskíðum, 220—235 cm á lengd. Tilboð um verð, merkt „Skíði“ leggist inn á afgreiðslu Dags. Vil kaupa góðan barna- stól í bíl. Einnig topp- grind með varahjóla- festingu á Landrover. Uppl. í síma 1-19-96. Óska eftir að kaupa not- aða barnakerru. Uppl. í síma 2-19-92.^ Óska eftir að kaupa trillubát. Tilboð leggist inn á af- greiðslu blaðsins. Gott notað píanó ósk- ast keypt. Uppl. í síma 1-17-61.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.