Dagur - 09.03.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1977, Blaðsíða 4
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prcntverk Odds Bjömssonar hf. Björgunar- störf Hvort sem áfengissjúklingar á Is- landi eru þrjú, sex eða tíu þúsund talsins, en það fer eftir skilgreiningu orðsins, eru þeir fleiri en haldnir eru öðrum sjúkdómum. Við sjúkdóm þennan tapast fleiri dagversk en af öllum verkföllum og vinnustöðvun- um saman lögðum. Af völdum áfeng- isneyslu verður stór hluti umferðar- slysa og flest illvirki og glæpi má til hennar rekja. Þá er þess að geta, að margfalt fleiri einstaklingar en hin- ir sjúku, líða af völdum áfengis- neyslunnar. Sagt er, að fleiri drukkni í áfengi en í sjó. Fámenni landsins, ættar- bönd og kunningsskapur kemur vel í ljós, ef ferðamaður kemur ekki til byggða á tilsettum tíma. Ennfremur þegar vitað er um menn í sjávar- háska. í þessum tilvikum sameinast þjóðin til bjargar og er þá aldrei spurt um kostnað af leit skipa og flugvéla, né heldur björgunarsveita á landi. Mannslíf eru ekki metin til fjár hér á landi, því að þau þykja ómetanleg, og er sú almenna afstaða til mikils sóma fyrir þjóðina. En hugsum okkur nú sjómann, sem er einn að hrekjast á gúmbáti á úfnum sjó, og hugsum okkur ferðamann á fjöllum eða heiðum, sem ekki hefur náð til byggða. Báðir þessir menn þurfa á hjálp að halda og hún er sannarlega veitt ef nokkur kostur er, og eklti spurt um flkostnað né fyrirhöfn og standa þá allir saman. En hvað gerir þjóðfélagið og sam- borgaramir fyrir þá menn, sem ým- ist eru að verða úti vegna áfengis- neyslu eða eru að drukkna af sömu sökum? Þessi dæmi er hollt að bera saman. Við þann samanburð vakna meðal annars þær spurningar, hvort allt sé nú gert sem hægt er til að fyrirbyggja áfengissýkina með þjóð- inni, eða hvort allt er yfirleitt gert sem unnt er til að lækna þá sem sjúkir eru orðnir og þurfa aðstoðar? Líf og lífshamingja þúsvmda manna er í hættu vegna drykkju- skapar bæði kvenna og karla, og jafnvel bama. Er allt þetta fólk minna virði fyrir samfélagið en t. d. maðurinn í ^úmbótnum eða ferða- maðurinn? Drykkjuskapurinn er ekkert óumbreytanlegt náttúmlög- mál, og þjóðfélagið má ekki sætta sig við það, að nokkur þjóðfélags- þegn verði bráð hans. Og vemm um leið minnug skólaæskunnar, sem bæði er freistað með áfengi og eitur- lyfjum, minnug þess einnig, að hvert mannslíf er dýrmætt og óbæt- anlegt. Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál alþjóðar að standa á öllum sviðum jafn vel á verði í alhliða bj örgunarstarfi, þegar líf og velferð þegnanna er í bænum. □ Frá 58. þjóðræknisþinginu Félagsráðsfundur K.E.A. á föstudag fóru fram umræður um starfsemi Þjóðræknisdeild- anna. Skiptu menn sér í um- ræðuhópa og ræddu m. a. hvernig auka mætti tengslin milli hinna íslenzku byggðar- laga með því að auka útbreiðslu Lögbergs-Heimskringlu. Þá var rætt um áframhaldandi útgáfu íslenzku kennslubókanna, ferð- ir æskufólks milli Kanada og íslands, aukin almenn ferðalög milli landanna, stofnun upplýs- ingaskrifstofa á íslandi og í Kanada, sem veita myndu upp- lýsingar um menningarmál, sögu og fleira, aukna íslenzku- kennslu í íslenzku byggðarlög- unum í Kanada, og síðan var rætt um aðrar hugmyndir, sem menn höfðu áhuga á. Mun stjórn Þjóðræknisfélagsins vinna úr þeim hugmyndum, er tram komu, og hafa skoðani’- manna að leiðarljósi í framtíð- inni, þegar stefna verður mörk- uð varðandi frekari starfsemi félagsins. 'Á laugardaginn var haldið áfram að flytja skýrslur félaga, og að lokum var kosin ný stjórn Þjóðræknisfélagsins. Stefán J. Stefánsson var endurkjörinn forseti félagsins, Grettir L. Jó- hannsson var endurkjörinn gjaldkeri og Hólmfríður Dani- elsson var endurkjörinn ritari. Marjorie Árnason var endur- kjörinn félagsskrárritari, Sigrid Johnson var kjörin fjármálarit- ari, J. Hannes Thomason var endurkjörinn formaður fjáröfl- unarnefndar, Jack Björnsson var endurkjörinn skjalavörður, Iris Torfason var kjörin formað- ur menntamálanefndar, Joe Sig- urðsson var kjörinn varaforseti og Richard Beck var kjörinn fulltrúi Þjóðræknisfélagsins á Vesturströndinni. Davíð Bjöms- son og J. V. Beck voru endur- kjömir endurskoðendur. Eins og fram hefur komið áður í fréttum Lögbergs-Heims- kringlu, komu tveir gestir frá íslandi á Þjóðræknisþingið. Voru það Árni Bjamarson, forseti þjóðræknisdeildarinnar á Akur- eyri og Bragi Friðriksson frá deildinni í Reykjavík. Fluttu þeir báðir kveðjur og skýrslur frá íslandi. Á hófinu á Fort Garry var til- kynnt, að kjörnir hefðu verið tveir heiðursfélagar Þjóðræknis félagsins að þessu sinni og voru þeim afhentir fagrir veggskildir með áletruðum nöfnum þeirra, sem tákn um þetta. Heiðursfé- lagarnir eru Hans G. Andersen ambassador og Ámi Bjarnar- son bókaútgefandi. Þökkuðu þeir fyrir þessa viðurkenningu. f hófinu á Fort Garry voru nokkuð á annað hundrað gestir og fór það hið bezta fram. Aðalheiður Kristjánsdóttir frá Hlöðum - Minning Laugardaginn 19. febrúar sl. fylgdu Grenvíkingar aldursfor- seta staðarins, til grafar, heið- urskonunni Aðalheiði Kristjáns dóttur á Hlöðum, er lést í hárri elli (91 árs) 9. febrúar sl. eftir aðeins vikudvöl á sjúkrahúsinu á Akureyri. Maður hennar var Oddgeir Jóhannsson útgerðarmaður í Grenivík, látinn 1971. Þegar Aðalheiður átti níræðis afmæli fór hún hress og glöð til Reykjavíkur í heimsókn till af- komenda, sem þar eru búsettir. Af 11 börnum þeirra hjóna eru 5 þar, tvær dætur giftar á Akur- eyri, ein á Raufarhöfn, en þrjú hafa ætíð búið á Grenivík, þar á meðal Kristján Vernharð, sem alltaf hefir átt heimili að Hlöð- um, og er nú einsamall í hinu stóra húsi, þar sem allt var áður iðandi af lífi, athafnasemi, söng og kátínu. Milli Hlaða og æskuheimilis míns, Miðgarða er aðeins stutt- ur spölur og systurnar Aðal- heiður og móðir mín Friðrika samrýmdar, svo eðlilega urðu samskiptin mikil og góð. Á jafn fjölmennu heimili og Hlöðum var mörgu að sinna, störfin svo að segja óþrjótandi, ekki síst á sumrin, en allt lék í höndum Aðalheiðar, bæði úti og inni. Þá var hún manna fljót- ust til að rétta hjálparhönd, þegar þess þurfti með. Þeim Oddgeiri búnaðist vel og farsællega, enda var hann mjög fiskinn á báta sína, sem báru nafnið Hákon hver fram af öðrum. Mér er minnisstætt þegar við hjónin vorum í síðasta sinn í stórafmæli hjá þeim. Böm og tengdabörn voru komin úr öll- um áttum, auk annarra skyld- menna. Þá var mikið sungið og vantaði þó dóttursoninn, Magn- ús Jónsson óperusöngvara, er var erlendis. En sungið var fjór- raddað allt kvöldið, milli þess sem þegnar voru veitingar, spjallað og hlegið og skemmti- leg atvik rifjuð upp. Fleiri minningar rek ég ekki að sinni, þó af mörgu sé að taka. Við systkinin frá Miðgörðum og venslafólk okkar kveðjum Aðalheiði með þakklátum huga og blessunaróskum. Hermann Stefánsson. 58. Þjóðræknisþinginu í Vestur- heimi lauk með hófi á Fort Garry í Winnipeg á laugardags- kvöldið 29. janúar. Hófinu stjórnaði séra Philip M. Péturs- son fráfarandi varaforseti Þjóð- ræknisfélagsins, en meðal gesta í hófinu voru ambassadorshjón íslendinga í Washington, Ást- ríður og Hans G. Andersen. — Ambassadorinn flutti ræðu í hófinu og las kveðjur frá for- seta fslands og forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Þjóðræknisþingið hófst í fyrsta sal Lútersku kirkjunnar í Winnipeg kl. 10 á föstudags- morguninn 28. janúar. Voru þá mættir margir fulltrúar og gest- ir, en alls sóttu milli 50 og 60 manns þingið þann tíma sem það stóð. Fyrst flutti forseti Þjóðrækn- iafélagsins, Stefán Stefánsson, skýrlu sína og síðan voru fluttar skýrslur gjaldkera og hinna ýmsu deilda í Kanada, Banda- ríkjunum og á íslandi. Síðdegis Nokkrir fundarmenn á Félagsráðsfundi KEA. (Ljósm. E. D.) Aðalheiður Kristjánsdóttir og Oddgeir Jóhannsson á Hlöðum. (Framhald af 1. síðu) Síðasta ár var mesta veltu- og umsvifaár í sögu félagsins, svo sem áður segir og fjárfestingar námu meira en 400 milljónum króna. Má segja, að Kaupfélag Eyfirðinga hafi mjög vel haldið sínum hlut, þrátt fyrir harðn- andi samkeppni á ýmsum svið- um, sagði kaupfé1 agsstj órinn. Um fjárhagsmál þjóðarinnar minnti ræðumaður á, .að at- vinna hefði verið góð hér á landi að undanförnu, en fullri atvinnu væri meðal annars haldið uppi með vaxandi erlend um lántökum. Þessi staða í efnahagsmálum íslendinga vekti áhyggjur hjá flestum og ýmsar spurningar vöknuðu, ekki síst hjá samvinnumönn- um, þegar rætti væri um fram- t’ðarhorfur kaupfélagsins. Sú væri bót í máli hér, að eyfirskir samvinnumenn stæðu vel sam- an og með sameinuðum vilja yrði mörgu þokað áleiðis til hefla fyrir almenning. Sala verslunardeilda félagsins hefur aukist um 40%. Sala verk- smiðju- og þjónustudeilda um rúm 50%, en launakostnaður hefur aukist um 35,6%. Innlögð mjólk á árinu nam 22.130 millj. lítra. f sláturhús- um félagsins var lógað 55.443 kindum. Meðalvigt dilka var 14,27 kg án nýrnamörs. Gæru- innleggið var 58.645 stykki og ullarinnleggið varð 52.944 kg og var bæði ullin meiri og gærurn- ar fleiri en árið áður. Kjötiðnaðarstöðin tók á móti til vinnslu og sölumeðferðar 342 þús. kg af kjöti, og á sinn þátt í því, að kjöt og kjötvörur eyfirskra bænda seljast betur og fyrr en víða annars staðar. Af jarðeplum komu 5.735 tunnur til sölumeðferðar, í stað 7.120 árið áður. Freðfiskur, unninn í hrað- frvstihúsunum á Dalvík og í Hrísey var 1.954.063 kg, eða aðeins minna en árið 1975. Fiski- miöl, unnið á sömu stöðum, var 609 300 kg. Saltfiskur, framleiddur í Hrís- ev, Hjalteyri, Árskógsströnd, Grímsey og Ðalvík. var 1.359.600 kg, eða aðeins meiri en árið áð- ur. Frá Dalvik, Hrísey, Gríms- ey óg Áskógsströnd bárust 947 tunnur af hrognum, og lýsi frá Dalvík, Hrísev og Árskógs- strönd var 59.626 kg. Fjárfestingar urðu, sem fvrr segir, á fimmta hundrað millj- ónir á liðnu ári. Þar ber tvo þætti hæst: nýju miólkurstöð- ina og verslunina við Hrísalund og voru þær fjárfestingar upp á 257 milljónir króna, en 58 milljónum var varið til fiárfest- inga við útibú KEA á Dalvík, Hrísey, Grímsey og á Hauga- nesi, mest á Dalvík eða nær 44 milljónir. Allar þær tölur, sem Fjárhagsáætlun Húsavíkur hér hafa verið nefndar, eru bráðabirgðatölur, sem kynnu að breytast eitthvað við endan- legt uppgjör. Tankvæðingunni lauk fyrr á félagssvæði KEA en upphaf- lega var áætlað og tekið hefur verið upp sameiginlegt, jafnt flutningsgjald mjólkur. Fram kom á fundinum, að vinnslu- og sölukostnaður á landbúnaðarvörum á verðlags- árinu 1975—1976 varð rúmlega 20%, en bændur fengu í sinn hlut tæp 80%, og er þetta fram- leiðendum hagstæðara en í ná- lægum löndum. Til samanburð- ar er vinnslu- og sölukostnaður fisksins nærri 50% og er þó lítið gagnrýnt. En landbúnaðarvör- urnar eru eign bændanna þang- að til þær eru fullunnar og seldar og er kostnaður við þess- ar vörur því vinnslu- og sölu- kostnaður en ekki milliliða- kostnaður. Félagsráðsmenn nutu hádeg- isverðar á Hótel KEA að ræðu framkvæmdastjórans lokinni. — Eftir það hófust fundarstörf að nýju með því að Gunnlaugur P. Kristinsson flutti erindi um fræðslu- og félagsmál. Síðan hófust almennar umræður og fyrirspurnir, sem stóðu lengi dags. □ Bæjarstjóm Húsavíkur sam- þykkti á fundi sínum 10. febrú- ar sl., fjárhagsáætlun Húsavík- urbæjar fyrir árið 1977. Helztu tekjuliðir á rekstrar- reikningi bæjarsjóðs eru: Þús. kr. Útsvör................. 140.088 Fasteignagjöld .......... 39.870 Framl. úr Jöfnunarsjóði 28.580 Aðstöðugjöld ............ 24.032 Hlutdeild í tekjuskatti Johns Manville h.f. ... 15.000 Ifclztu gjaldaliðir á rekstrar- reiMíingi bæjarsjóðs eru: Þús. kr. Yirstjórn kaupstaðarins 31.450 Almennar tryggingar og félagshjálp........ 31.370 Fræðslumál ........... 25.505 Vaxtakostnaður ....... 18.050 Hreinlætismál ........ 13.605 Æskulýðs- og íþróttamál 12.905 Helztu gjaldaliðir á eigna- hreyfingarreikningi eru: Þús. kr. Götur, gangstéttir og holræsi .............. 57.350 Byggingarframkvæmdir 71.000 Framlag til Dvalar- heimilis aldraða...... 18.000 íþróttamannvirki ...... 5.800 f Rakel Þórarinsdóttir - Minning Fædd 9. febrúar 1910 - Dáin 10. febrúar 1977 Ætíð setur að oss hvað sárastan trega, þegar þeir hverfa á braut, sem allt til síðustu ævidaga hafa tekið virkan þátt í störf- um líðandi stundar, verið stoð og stytta fjölmargra afkomenda og haft orku aflögu til þess að miðla þeim, sem í raunir hafa ratað og aðstoðar leitað. Rakel Þórarinsdóttir, sem nú hefur kvatt, var Þingeyingur að ætt. Hún fæddist f Kollavík í Þistilfirði og ólst þar upp. For- eldrar hennar voru hjónin Þór- arinn Guðnason og Kristlaug Guðjónsdóttir, sem þar bjuggu. Þau hjón eignuðust stóran hóp bama. Þrjá drengi misstu þau í bernsku, en einn sonur, Hall- dór, náði 26 ára aldri. Dætumar urðu fimm, auk Rakelar, og eru fjórar þeirra enn á lífi. Eins og fyrr segir ólst Rakel upp í Kollavík. Það er afskekt- ur sveitabær að austanverðu á Melrakkasléttu. Hún ræddi oft um bemskuheimili sitt og átti þaðan miög kærar og litríkar minningar, bæði hvað snprti foreldra hennar, sem annáluð vom fyrir gjafmildi og gæsku, en einnig sagði hún oft frá Kohavíkinm, hversu falleg hún hefði verið, þegar úthafsaldan brotnaði bar við ströndina eða þegar landáttin kvrrði öldurnar og víkin varð spegilslétt. Fimmtán ára gömul missti Rakel föður sinn og fluttist skömmu síðar til Friðnviar svstnr sínnar. að Hóli við Rauf- arhöfn. Á be’m árum var næsta fágætt að fátækir unglingar ættu þess kost að fara í fram- haldsskóla, en Rakel var snemma stefnuföst, og þrátt fyrir þröngan efnahag hóf hún nám í Héraðsskólanum að Laug um. Á Laugum kynntist hún Tryggva Þorsteinssyni, sem síð- ar varð skólastjóri Bamaskólt Akureyrar og mikill skátaleið- togi. Þau giftust 12. júnf 1934. Eftir að Tryggvi lauk kennara- námi bjuggu þau hjónin fyrst á Neskaupstað, þar sem hann stundaði kennslustörf, en síðan á ísafirði og að lokum settust þau að hér á Akureyri. Maður hennar, Tryggvi Þor- steinsson, var einstaklega dug- mikill og fjölhæfur maður, sem gerði skóla- og unpeldismál að ævistarfi sínu. Hann var frá morgni til kvölds að kenna og leiðbeina æsku þessa bæjar. Af því leiddi að hann hafði færri stundir en margur annar til aflögu fyrir heimilið. Það kom því í ríkum mæli í hlut Rakelar að annast það og hún gerði það af mikilli prýði, því Rakel var mikil húsmóðir. Æði oft kom ég á heimili þeirra hjóna og mér eru þessar heimsóknir mjög minnisstæðar. Það snart mann strax og heilsað var, sú velvild og hlýja, sem var þeim hjónum báðum eðlislæg og reglusemin og rausnarskapurinn á heimil- inu var 'nær einstakur enda var þar mjög gestkvæmt. Munu þess dæmi að þau hafi boðið kennurum skólans, sem áttu í húsnæðiserfiðleikum, að setjast að hjá sér þar til úr rættist. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Viðar og Þórrdísi, sem búsett eru hér í bænum og Bryndísi, sem búsett er á Sel- fossi. Fyrir allmörgum árum átti Rakel við mikil veikindi að stríða. Þau veikindi höfðu áhrif á heilsu hennar allt til síðustu stundar. En hún var hörð af sér og náði að mestu heilsu að nýju. Þrátt fyrir veikindi sín átti hún ætíð gnægð af gleði, mikla lífs- orku og bjartsýni til þess að miðla öðrum, og hvar sem hennar var þörf var hún ætíð viðbúin að rétta fram hendi til hjálpar. Ég mun ætíð minnast þessarar miklu húsmóður, góðu konu og glaðværa, bjartsýna félaga með hlýhug og þökk. Aðstandendunum flyt ég inni- legar samúðarkveðjur. Indriði Úifsson. Þór og KA skildu jöfn 22-22 í m.fl. karla Á föstudagskvöldið síðasta léku KA og Þór í meistaraflokki í Akureyrarmótinu i handknatt- leik. Báðir aðilar mættu með sitt sterkasta lið, að fyrirliða KA, Þorleifi Ananíassyni, und- anskildum, en hann var sjúkur. Hreiðar Jónsson hefur nú tekið við þjálfun Þórs og stjórnaði hann nú liði sínu af mikilli festu. Dómarar leiksins voru þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór Rafnsson, og dæmdu þeir leikina miög vel. Hörður Hilmarsson skoraði fyrsta mark leiksins, en síðan gerðu Þórsarar þrjú mörk í röð. Þá nær KA sæmilegum leik- kafla og gerir næstu þrjú. Síð- an skiptust liðin á að skora, og lengi vel munaði aldrei nema einu marki, nema þegar flautað var til hálfsleiks var staðan 12 gegn 10 fyrir Þór, og höfðu þeir þá gert síðustu þrjú mörkin. í seinni hálfleik juku Þórsarar forskatið til að byrja með, en þegar um 10 mín. voru eftir af seinni hálfleiknum, tóku KA menn loksins við sér og skora sex mörk í röð án þess að Þórs- urum takist að skora og var þá staðan orðin 18 gegn 16 fyrir KA. Þá ná Þórsarar að jafna, en KA menn gera næstu tvö og eru þá aftur komnir með tveggja marka forskot. Þorbjörn gerir KA Ak.-meistarar í þriðja flokki Á undan leik KA og Þórs í meistaraflokki léku sömu lið í þriðja flokki og sigraði KA ör- ugglega með 13 mörkum gegn sex. Um helgina voru leikmenn 1. deildarliðs Vals í handknattleik í heimsókn á Akureyri. Léku þeir við bæði heimaliðin, KA á laugardag kl. 12, og Þór á sunnu dag kl. 14.30. Hér var aðeins um vináttuheimsókn að ræða, og leikirnir sem þeir léku við heimaliðin, voru góð æfing fyr- ir þau, áður en síðustu leikirnir í annari deild verða leiknir. í lið Vals vantaði landsliðsmenn liðsins, þá Þorbjörn Guðmunds- son, Jón Karlsson og Bjarna Guðmundsson. Valsarar unnu báða leikina öiugglega, unnu KA með 10 marka mun og Þór með 8 marka mun. Drýgstur að Um síðustu helgi var haldið í Hlíðarfjalli punktamót ungl- inga í alpagreinum. Keppendur voru um 100 taisins, frá Akur- eyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglu- firði, ísafirði og Reykjavík. — Skíðafæri og veður var eins og best verður á kosið, enda fjöl- menntu Akureyringar á skíði um helgina. Skíðaráð Akureyr- ar" sá um mótið og fór það vel fram ið vanda. Urslit urðu þessi: Stórsvig stúlkna 13—15 ára: 1. Sigríður Einarsdóttir í. 142,93. 2. Guðrún Leifsdóttir A. 144,60. 3. Ásdís Alfreðsdóttir R. 145,15. Stórsvig drengja 13—14 ára: 1. Bjarni Olgeirsson H. 123,51. næsta mark, en Jóhann skorar síðan fyrir KA. Þá svarar Þor- björn aftur fyrir Þór og skömmu síðar bætir Sigtryggur öðru við og jafnar fyrir Þór: 21 mark gegn 21. Sigurður skorar síðan fyrir KA og aðeins um ein mín- úta eftir af leiktímanum, en aftur jafnar Sigtryggur. KA mönnum mistekst síðan næsta sóknarlota og Þórsarar ná bolt- anum, og Sigtryggur kemst í færi og skorar, en rétt áður en hann sleppir boltanum gellur flauta tímavarðar, tíminn er út- runninn og markið dæmt ógilt. Þórsarar undu þessu að vonum illa, en KA menn fögnuðu ákaft jafnteflinu. Einn leikmanna Þórs ætlaði að láta hendur skipta um úrslit leiksins eftir að leiktima lauk, en félagar hans róuðu hann. — Mikill hiti var í áhorfendum eftir leikinn og voru margir þess fullvissir að leiknum ■ hafi ekki verið lokið þegar Sigtryggur skoraði, en eins og allir vita, tjáir ekki að deila við dómar- ann. Tímavörðurinn, Þormóður Einarsson, sagði, að hann hefði flautað leikinn af þegar leik- tíma lauk, en markið hefði ver- ið skorað þar á eftir. Þar eð úrslit fengust ekki í leiknum, verður að leika hann aftur, og verður þá eflaust um spennandi leik að ræða ef að líkum lætur. Flest mörk Þórs skoraði Þorbjörn að vanda, en þrátt fyrir að hann var tekinn úr umferð allan síðari hálfleik- inn, en ef hann slapp laus, var ekki að sökum að spyrja og bolt- inn lá í netinu. Sigtryggur skor- aði 6 og Árni Gunnarsson 4, Einar 2 og Guðmundur Sk. 1 skora fyrir Val var Jón Pétur Jónsson, en hann er bróðir Ól- afs Jónssonar landsliðsmanns. Gísli Blöndal leikur nú aftur með liði Vals eftir nokkurt hlé, en hann hefur átt við þrálát meiðsl að stríða, og virkar heldur þyngri en hann var þeg- ar hann lék hér á Akureyri með KA. Þorbjörn Jensson var tek- inn úr umferð þegar þeir léku gegn Þór, en hann skoraði samt mikið af mörkum þegar honum tókst að losna úr gæslunni. Þor- björn hyggst stunda nám f Reykjavík næsta vetur a. m. k. og mun hann ætla að leika með Val. 2. yaldemar Birgisson í. 127,01. 3. Ólafur Harðarson A 129,05. Stórsvig drengja 15—16 ára: 1. Finnbogi Baldurss. A 121,64. 2. Kristján Olgeirsson H. 123,76. 3. Árni Þ. Árnason R. 125,23. Svig, stúlkur, 13—15 ára: 1. Sigríður Einarsd. f. 115,28. 2. Ásdís Alfreðsdóttir R. 115,81. 3. Guðrún Leifsdóttir A. 117,10. Svig drengja 13—14 ára: 1. Ólafur Harðarson A. 105,90. 2. Jón P. Vignisson í. 110,09. 3. Stefán Stefánsson A. 113,92. Svig drengja 15—16 ára: 1. Kristján Olgeirsson H. 101,41. 2. Árni Þ. Árnason R. 102,24. 3. Finnb. Baldvinsson A. 106,20. Flest mörk KA skoruðu Hörður 4, Albert gerði einnig 4 og öll úr víti. Sigurður Guðmundur og Ármann gerðu 3 hvor, Her- mann og Jóhann 2 og Páll Kr. 1. Ekki verður svo við þennan leik skilið að minnst sé á nokkra unglinga sem voru uppi yfir ytra markinu. Þeir virðast gera það sér til nægju að taka fyrir einn og einn leikmann KA og reyna eftir megni að niða hann niður með eilífum köllum og hrópum sem verða mjög hvim- leið fyrir aðra áhorfendur, og unglingunum og félagi þeirra til skammar. Sömu unglingar hafa iðkað þennan leik nokkr- um sinnum í vetur þegar þessi lið leika, og væri óskandi að þeir láti af þessu. Þórsstúlkur sigra Víking 16-6 Á laugardag léku kvennalið Þórs og Víkings í fyrstu deild kvenna í handknattleik. Leik- urinn var aldrei spennandi, því Þórsstúlkurnar gjörsigruðu val- kyrjur Víkinga, en þær skor- uðu 16 mörk gegn 6 Víkings- stúlknanna. Ársþing ÍBA hefst 9. marz Ársþing ÍBA hefst á miðviku- daginn 9. mars og er það fyrri þingdagur. Þingið verður hald- ið í Golfskálanum að Jaðri og hefst kl. 20.15 og eru fulltrúar minntir á að mæta tímanlega. KA-KR á sunnudag Á sunnudaginn leika KA og KR í íslandsmótinu annarri deild í Reykjavík. Leikur þessi hefur mikla þýðingu fyrir bæði liðin óg furðulegt að hann skuli sett- ur á svo snemma, en leik KR og Ármanns var frestað hvað eftir annað í vetur af óskiljanlegum ástæðum. Einnig má geta þess að KR hefur leikið aðeins 9 leiki meðan KA hefur leikið 11 leiki, en nær væri að liðin hefðu leik- ið jafn marga leiki þegar þau mætast. Staðan í 2. deild Staðan í 2. deild í handknatt- leik karla er nú þessi: Fylkir—ÍBK 30—13. Ármann—IBK 46—14. Stjarnan—Leiknir 20—19. 1. Árm. 10 8 2 0 246—167 18 2. KA 11 8 2 1 255—197 18 3. KR 9 6 1 2 209—173 13 4. Þór 11 5 2 4 225—206 12 5. Stjarn. 12 4 2 6 229—240 10 6. Fylkir 10 4 1 5 188—172 9 7. Leikn. 11 2 2 7 201—239 6 8. ÍBK 13 0 0 13 217—387 0 Valsmenn í heimsókn hér Punktamót unglinga var haldið í Hlíðarfjalli 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.