Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, FIMMTUDAGINN 14. APRÍL 1977 16. TÖLUBLAÐ 25 þúsund tonn af síldinni Sjávarútvegsmálaráðuneyt- ið hefur ákveðið að leyfa á næsta hausti veiðar á 25 þúsund tonnum af síld, en síldiarstofninn við Suður- 0 land hefur stækkað veru- lega vegna friðunaraðgerð- anna að undanförnu. Hring nótabátar fá að veiða frá 20. september til 20. nóv- i ember, en reknetabátar frá 20. ágúst til 20. nóvember. Leikið í hverri sveit Einhver lét þau orð falla, að um þessar mundir væri fært upp leikrit í hverri sveit. Þótt það sé orðum aukið, má með sanni segja, að leiklistin sé ótrúlega víða stunduð. Sjónleikir í 1 Hrísey, Ólafsfirði, Dalvík, Grenivík, H‘rafnagilshreppi, Ongulsstaðahreppi og á Akureyri vitnar um mikið leiklistarlíf við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslunum báðum er leikhst stunduð. £ Ennfremur vestan Oxna- I dalsheiðar. □ Vandsiglt á veraldarsjónum Það er vandsiglt fyrir smá- þjóð á veraldarsjónum. Svo hefur þetta verið og ekki sjáanleg nein breyting á því. ísland liggur milli steins og sleggju. Risaveldi á bæði borð. Þessir risar £ koma sér ekki saman og vilja mörgu ráða annars staðar en heima hjá sér. — : Því heimili er vandstjórnað sem við þetta býr. Það væri barnaskapur að gera sér ekki grein fyrir því. Þetta sagði Eysteinn Jónsson I fyrir skömmu, er hann m.a. varaði við erlendri íhlutun. Þaö borgaði sig vel aö reiðast Bóndi einn þéttvaxinn og brosmildur var staddur í höfuðborginni rétt áður en vegaáætluunin mikla var samþykkt á dögunum. — Hann sá skiptingu vegafjár- ins fyrir það kjördæmi sem hann býr í. Og nú hvarf honum brosið og hann brást reiður við, sagði sína ' byggð svikna og las nokkur vel valin orð yfir viðstödd- um þingmönnum. Skipt- ingu vegafjárins var sner- lega breytt, byggð bóndans í vil, og munaði breyting- in tveim milljónatugum, og þannig var þetta samþykkt. Það borgaði sig fyrir bónd- ann og heimabyggð hans að reiðast. □ f F. v. Guðm. Rúnar Heiðarsson, Saga Jónsdóttir, Gestur E. Jónasson, Heimir Ingimarsson í hlutverk- um sínum. (Ljósmyndastofa Páls). Nýr togari til Dalvíkur Klukkan 11 árdegis á laugar- daginn verður nýjum togara gefið nafn hjá Slippstöðinni á Akureyri. Eftir þá athöfn verð- ur siglt til Dalvíkur og togar- inn afhentur eigendum sínum, Útgerðarfélagi Dalvíkinga . Þessi nýi togari heitir Björg- úlfur og er 430 tonna skip. — Skrokkur hans var smíðaður í Noregi en síðan hefur verið unnið að smíði hans hjá Slipp- stöðinni og er hann mjög vel búinn vélum og tækjum. □ Kvikmynd Borgarbíó sýnir um þessar mundir gamanmyndina Bugsy Malone sem sýnd hefur verið við mikla aðsókn. Merkilegt er við myndina að börn og ungl- ingar leika öll hlutverkin. Leikfélag Akureyrar 60 ára Hátíðarsýning verður á föstudaginn Sennilega stendur leiklistarlíf með meiri blóma á íslandi um þessar mundir en í öðrum löndum okkar menning- arsvæðis. Hér við Eyjafjörð hefur leiklistin aldrei risið eins hátt né átt jafn margt starfsfólk. Leikhúsið á Akureyri er áf einhverjum ástæðum statt á tindi þeirrar tilviljunar þegar bestir og mestir leikkraftar mætast í listinni og er alveg undravert, hve árangurinn hefur orðið mikill og góður. Leikfélag Akureyrar hefur ver- ið starfsamt og stórhuga und- anfarin ár og haft á að skipa gáfuðum, fjölhæfum og dugleg- um leikhússtjóra, þar sem er Eyvindur Erlendsson og um- talsverðum kjarna ágætra leik- ara, yngri og eldri. Félagið á sextugsafmæli 19. apríl. í sex áratugi hefur það sett sinn svip á skemmtana- og listalíf bæjar- ins, unnið marga stórsigra á leiksviðinu og kallað fjölda karla og kvenna til starfa í skóla leiklistarinnar og veitt fólkinu tækifærii til að sjá inn í ævintýraheiminn á bak við tjöldin og að ganga undir þol- raun hinna sterku sviðsljósa. Leikfélag Akureyrar minnist sextugsafmælis síns með hátíða- sýningu í leikhúsinu á föstudag- inn, og verður það síðasta sýn- ingin fyrir afmælið. Þar verður frumsýndur sjónleikurinn, Af- Bændaklúbbs- fundur um nautgriparækt Næsti bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánudaginn 18. apríl og hefst klukkan 19.00. Fruni- mælandi verður Ólafur E. Stefánsson ráðunautur og ræðir hann um niðurstöður sýninga í Eyjafirði sumarið 1976 og önnur mál er varða náutgriparæktina. □ bragð annarra kvenna (La donna di Garbo) eftir ítalska höfundinn Carlo Goldini, sem var átjándualdarmaður og skóp Um páskana var líflegt um að litast við sjóinn, þótt atvinna lægi þá enn að mestu niðri vegna helgidaganna. Loðnu- ganga sú, sem nokkur veiðiskip náðu nokkru af fyrir skemmstu á útanverðum Eyjafirði, hefur gengið alla leið inn á Poll og jafnvel inn á Leirur til að hrygna. í sunnanstormi fyrir páskana rak mikið af loðnu upp á sandinn sunnan við Strand- götuna og þar er nú þykkt lag af loðnuhrognum. Sumir sjó- menn mokuðu þá loðnu upp með háf við fjöruna og trillu- bátar fengu meira. Annan páskadag var talsvert mikið af loðnu geymt í lásum við Höepnersbryggju og þar voru margir drengir með veiði- stengur sínar og spæni að veiða. Auðséð var, að loðnan hafði gengið inn á Leirur og jafnvel hafði hún ruðst inn í ræsin á Drottningarvegi og inn í tjörn- ina nýju. Hér og þar á Leirun- um voru þúsundir og sennilega tugir þúsunda fugla, sem möt- uðu krókinn. Mest kvað að skeglum, en einnig voru þar stormmávar, hettumávar og svartbakar, auk anda. Þar vöppuðu tjaldar og boruðu nef- hetjur úr hópi alþýðunnar. — Þýðingu gerðu Hrafn Hallgríms- son og Sigurlaug Jóhannes- dóttir og leikmynd Hallmundur Kristinsson. Leikstjóri að þessu sinni er Kristin Olsoni frá Finnlandi, margfræg leiklistarkoona, sjálf leikari, kennari, leikstjóri og leikhússtjóri Wasaleikhússins síðan 1974. Leikarar eru: Saga Jónsdótt- ir, Jóhann Ögmundsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Þórir Steingríms- inu í sandinn eftir maðki og smákröbbum. Skammt frá flugstöðinni spókuðu tveir selir sig á ísn- um, sem þar er ennþá, voru mjög nálægt flugbrautinni og létu ekki mikla flugumferð trufla sig. son, Heimir Ingimarsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Árni Valur Viggósson, Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Guðmund- ur Rúnar Heiðarsson og Ása Jóhannesdóttir. Afbragð annarra kvenna er fimmta verkefni Leikfélags Ak- ureyrar á þessu leikári og jafn- framt er það síðasta verkefni leikhússins undir leikhússtjóm Eyvindar Erlendssonar, sem nú hverfur til annarra starfa. Mun þar skarð fyrir skildi. Á þriðju- dagskvöldið efnir LA til mann- fagnaðar á Hótel KEA og eru þar allir velkomnir. Q Sjómenn hafa fengið nokkra þorskveiði í net sín skammt norðan við Oddeyrina og út hjá Hörgárgrunni, en þorskurinn hafði ekki gengið inn á Pollinn, sögðu sjómenn annan páska- dag. □ Drengir að veiðum við loðnulásana. (Ljósxn. E. D.) Mikið líf og fjör við sjóinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.