Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimnitudaginn 14. aprfl 1977 ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGiN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Oft eru biðraðir við skíðalyftuna í Hlíðarfjalli. (Ljósm. E. D.) Kýrnar taka við stjórninni Stórutungu 2. aprfl. Mikill snjór er í dalnum og loftkuldi. En þessi snjór kom seint og er því ekki gaddur. Féð er algerlega í húsi og rúningi er lokið. Þegar þenna snjó setti niður varð færð slæm og heflar komu til hjálpar vegna mjólkurflutninganna. — Aðrar greinar flutningaþarfar nutu svo góðs af. Misjafnlega hefur verið gert við menn og býli, enda kýr ráðið þar nokkru um. Mjólkursamlagið stuðlar að snjómokstri vegna mjólkur- flutninga til Húsavíkur og var því heflaður vegur fram í Ból- stað vestan Fljótsins, því þar er nokkur mjólkurframleiðsla og mjólkurtankur, og að Víðikeri austan fljóts. Frá Svartárkoti er mjólkin flutt í venjulegum brúsum, sem og frá Víðikeri. Nú var nánast öllum tækjum ófært frá Svartárkoti nema vélsleða, og auðvitað var gripið til hans, þegar stjórn kúa og mjólkur brást. Einn er þó enn sá bær, sem úr alfaraleið er, sem kall- Mikill afli hjá togurunum Afli togaranna hefur verið mjög mikill að undanförnu, svo kalla má aflahrotu. Síðustu landanir: Gott félagslíf Þann 20. f. m. var kirkjukvöld í Lundarbrekku og brugðið út af 'hefðbundnu messuformi. Þar komu fram fjórir nemendur frá Tónlistarskóla Akureyrar, tveir piltar og tvær stúlkur. Og þar söng kór kirkjunnar undir stjórn Friðriks Jónssonar. Gunn ar Rafn Jónsson flutti ræðu. — Sóknarpresturinn, séra Jón Baldvinsson stjórnaði þessari samkomu, sem endaði með al- mennum söng og bæn. Fullskip- að var í hvert sæti kirkjunnar. Það líður að 100 ára afmæli þessarar kirkju og orgelið er að verða 77 ára. Þ. J. Jötunn f viðtali við Dagbjart, borstjóra Jötuns, í gær kom þetta fram. Borun er að hefjast á ný í dag eftir páskaleyfi starfsmanna. — Borinn var kominn á 1100 metra dýpi. Hiti er allmikill, en vatn að heita má ekki neitt. f borholu þeirri, sem næst er, kom heita vatnið á 1300 metra dýpi, og ef borun gengur vel næstu daga, verður borinn kominn á það dýpi um næstu helgi. En bergið er hart og sein- unnið D Kaldbakur landaði 4. apríl 290 tonnum. Aflaverðmæti 20,2 millj. kr. Sléttbakur landaði 11. apríl 216 tonnum, aflaverðmæti 13,9 millj. kr. Svalbakur landaði 31. mars 240 tonnum, aflaverð- mæti 19,4 millj. kr. Harðbakur landaði 6. apríl 267 tonnum, aflaverðmæti 20 millj. kr. Sól- bakur var að landa í gær ca 160 tonnum. Atvinna hefur verið mjög mikil hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa, og þegar allt er í gangi vinna mikið á þriðja hundrað manns við ýmsa þætti fiskverk- unarinnar í landi. □ Skrifar handbók um ísland Inn á skrifstofur blaðsins kom fyrir nokkrum dögum Herbert Czosche, þjóðverji, sem er hér staddur á vegum þýska útgáfu- félagsins Intertours. Hann er hér að safna efni og auglýsing- um í væntanlega handbók um ísland, sem Intertours hyggst gefa út í Þýskalandi. Ferða- handbók þessari verður dreift í allar ferðaskrifstofur í þýsku- mælandi löndum og hjá flug- félögum. Áður hefur fyrirtækið gefið út ferðahandbækur um önnur lönd, þar á meðal Finn- land, sem líkað hafa mjög vel. Þau fyrirtæki sem ekki hafa þegar ákveðið að auglýsa í handbókinni geta fengið verð- lista á afgreiðslu Dags. □ að er, þ. e. Stóratunga. Þangað var ófært öllum tækjum nema vélsleða. Þaðan var að vísu enga mjólk að flytja og þess vegna komu kýrnar ekki við stjórnun. En svo léleg brú er á lækjarsitru, að heflum er bann- að að fara yfir hana, þótt á öðr- um tímum fari þar yfir þungir bílar og stórir. Þessi leið hef- ur því verið lokuð að heita má, þótt nú sé raunar klöngrast þar um í djúpum slóðum á dráttar- vél og jeppum. Þegar opin var leiðin að Víðikeri, var farið með síðustu kýrnar og þeim fargað á heiðarlegan hátt. Eftir þetta má segja, að stjórnarkreppa sé hjá kúnum á þessu svæði, hvern ig sem hún leysist. En fleira þarf að flytja en mjólk frá heim- ilunum. Enn varð vegur ófær og var þá heflaður dalurinn og alla leið í Svartárkot og er sú leið farin síðan. Neðan áður- nefndrar brúar situr við það sama. Þar er dráttarvél ráðandi, eða sleðinn, þegar annað þrýtur. Þ. J. 'X TT? n iji lii < > .lU JÚ • Merkilegur staður. Vart fer það á milli mála, að Hlíðarfjall sé merkilegur staður vegna þess fyrst og fremst, sem þar fer fram. — Hundruð og jafnvel þúsund- ir fólks, sem þangað sækir um hverja helgi, hefur hlot- ið af því nokkra reynslu, að þangað er gott að fara með skiði sín. Aðstaðan í Hlíðar- fjalli er á margan hátt mjög góð og jafnvel framúrskar- andi. Og hvað sem líður „toppum“ og „stjömum“ í skíðaiþróttinni, sem þó ber ekki að vanmeta, hefur f jöldi manns, ungra og eldri, náð mikliun árangri og átt marg- ar heilsusamlegar ánægju- stundir á þessum stað nú í vetur og undanfarna vetur. Á föstudaginn langa vom 300 bílar við Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Þá var glamp- andi sólskin, 10 stiga hiti og skíðafæri eins og best verð- ur kosið. • Tvö áhyggjuefni. Um þessar mundir gleður vorið og langdegið, þótt enn sé vetur og hret og hafís- fregnir kunni að eiga eftir að setja hroll að mönnum. En tvö eru þau áhyggjuefnin, sem hvorki sól né sunnan- vindur fá unnið bug á í bráð. Hið fyrra eru dulbúnar hót- anir Efnahagsbandalagsins um viðskiptakúgun, ef ekki takast samningar þess um fiskveiðiheimildir við íslensk stjórnvöld. Hið síðara eru kjarasamningar þeir, sem nú er hafinn undirbúningur að. Þeir eru að öllu innlendir og snúast þeir að venju um það, hversu skipta beri þjóð- artekjunum milli þegnanna og það hefur ætíð verið vandasamt. — Væntanlega verður það staðföst stefna stjómvalda, að þar sem ekk- ert er til að semja um á ís- landsmiðum, eins og nú er ástatt um fiskistofna, verði um ekkert samið. Og væntan lega bera aðilar vinnumark- aðarins gæfu til að ljúka samningum áður en til verk- falla kemur, og er annað raunar stórvítavert. • Að gefnu tilefni. í Akureyrarþætti sjónvarps á dögunum kom það fram, að Dagur væri elst vikublaða á staðnum. Af marggefnu til- efni yil ég taka fram, að hvorki minntist ég á aldur vikublaðanna í höfuðstað Norðurlands í þeim þætti, né gaf stjómanda þáttarins upp- lýsingar um þetta atriði. Er rétt að taka þetta fram vegna umtals og beinna fyrir- spuma um þetta atriði. Hið rétt er, að íslendingur hóf fyrr göngu sína en Dagur, en hefur stundum dáið og einn- ig skipt um nafn. Getur það auðvitað ruglað menn í rím- inu þegar talað er um aldur blaða. — Ritstj. • Tjaldurinn kominn. Hinn 6. aprfl mátti sjá fyrstu vængjuðu vorboðana á Leir- unum og skörtuðu þeir í svörtu og hvítu eins og þeirra er vani. Þetta vom fjórir tjaldar og fundu þeir sér æti í sandinum þegar lág- sjávað var. Ekki líður á löngu þar til fleiri kærkomnir sumargest- ir heimsækja okkur, og ef snjór Iiggur þá yfir landinu, velja þeir flestir Leimmar eða auðar fjömmar til dval- ar fyrst í sað. Þá ættu for- eldrar að kenna böraum sín- um að þekkja fuglana og kynnast lifnaðarháttum þeirra. Komu, sungu og sigruðu Sauðárkróki 12. aprfl. Togar- arnir hafa aflað mjög vel og 'hefur verið! ,unnið alla d'aga tíu klukkustundir á dag, nema föstudaginn langa og páskadag. Togararnir lönduðu síðustu viku 260 tonnum. í gær land- aði Drangey 180 tonnum og þar áður kom hún með 200 tonn. Gott veður var bænadaga, en í gær gekk í norðan élaveður og seinkaði þá flugi. Farþegar biðu flugfars á vellinum. til kl. tvö í nótt, en þá komu tvær flugvélar. Nokkrir urðu þó enn eftir og bæða næstu ferðar. Karlakórinn Goði úr Suður- Þingeyjarsýslu kom í gær og Hagkvæmar Spánarferðir Nýlega opnaði Ferðamiðstöðin hf. skrifstofu á Akureyri að Hafnarstræti 100. Forstöðumenn skrifstofunnar eru Haraldur M. Sigurðsson og Ólafur Stefáns- son. Skrifstofan verður opin kl. 16.00—18.00 og mun veita Ak- ureyringum og nærsveitungum alhliða ferðaþjónustu. Síma- númer skrifstofunnar er 19970. Farðamiðstöðin hf. er með ferðir' til Benidorm á Spáni og býður fólki. sem býr utan hö/ uðborgarsvæðisins ókeypis flug að og frá Reykjavík, þegar það fer í Spánarferð á þeirra veg- um. Auk Spánarferðanna er Ferðamiðstöðin hf. með ódýrar Norðurlandaferðir og skipulegg- ur einstaklingsferðir út um all- an heim, Ferðamiðstöðin hf. hef- ur sérhæft sig í ferðum á vöru- sýningar erlendis og er um- boðsaðili fyrir flestar stærstu vörusvningar f Evrópu söng bæði á Sauðárkróki og í Miðgarði. Söngstjóri er Robert Besdek, tékkneskur hljómsveit- arstjóri. Fullt hús var á báðum stöðum og undirtektir frábærar. Varð kórinn að endurtaka mörg lögin, en á söngskránni voru 17 lög. Á söngskemmtun- inni var einsöngur, tvísöngur og kvartett. Um kór þennan má segja að hann kom, sá og sigraði. Kórfélagar eru 36, flest bænd- ur í fjórum hreppum sýslunnar og eiga margir langt að sækja á æfingar, sem haldnar eru tvisv- ar í viku í Stórutjarnarskóla, sumir allt að 30 km leið. Goði var stofnaður 1972 og hefur ávallt notið þessa sama söng- stjóra, sem skilað hefur kórn- um svo eftirminnilega vel á listabrautinni, sem hinir mörgu áheyrendur urðu vitni að á söngskemmtunum á Sauðár- króki og í Miðgarði í gær. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.