Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 5
tMinning Heiðar Peyr Fjölnisson F. 8. ágúst 1973 - D. 22. mars 1983 „Ég horfði ígegnum gluggann á grafhljóðrí vetrarnóttu og leit eina litla stjömu þarlengst úti í blárri nóttu. Hún skein meðsvo blíðum bjarma sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann sem geisli í sorgartárum. “ Sú harmafregn barst okkur að lít- ill vinur væri horfinn á braut. Alla setti hljóða. Ævidagafjöldi er ætíð óráðin gáta og hver og einn verður að hlýða kallinu þegar það berst, en hinum ungu ætlum við þó öll langa lífdaga, svo var einnig um Heiðar, vin okkar. Hann var stór eftir aldri og fullur af þrótti og viljafestu. Nám var honum auð- velt og marga átti hann vinina, þó svo að stundum skipti hann skapi eins og við hin. En kæmi til árekstra, jöfnuðust þeir fljótt og það sem ég kynntist honum fannst mér að hann væri mjög tilfinn- inganæmur og stutt í blíðuna. Ef hann meiddi sig, beit hann á jaxlinn, harkaði af sér og sóttist ekki eftir meðaumkun. Það var töluvert áberandi hvað hann vildi fara sínar eigin leiðir og slíkt hef ég ætíð talið manndómsvott. Ég var því sannfærður um að hanm ætti sér bjarta framtíð. Eins og um flest önnur skóla- börn átti ég stundum viðræður við foreldra hans, þau hjónin Láru Hafsteinsdóttur og Fjölni Sigur- jónsson, og úr einu því samtali minnist ég þess að Lára sagði: „Heiðar minn er töluvert ákveð- inn og stífur, en ég ætla að gera mann úr honum.“ Mér þótti vænt um þessi orð, því að þau eru í svo góðu samræmi við störfin í skól- anum. Stundum verðum við samt að sætta okkur við að forlögin taki í taumana og minningin ein standi eftir eins og stjarna sem lýsir að nóttu. Við í skólanum sendum foreldrum hans, systkinum og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Heiðars litla mun- um við ætíð minnast með hlýhug og þökk. I.Ú. Kveðja frá leikfélaga. Það er svo ótrúlega margt sem við sem ungir erum skiljum ekki í líf- inu. Nú síðast það að vinur minn og leikfélagi Heiðar skuli. vera dáinn. Við Heiðar vorum ná- grannar og lékum okkur saman alla daga, bæði úti og inni hvor hjá öðrum, einnig í bílskúrnum heima hjá honum. Þar var margt hægt að gera, til dæmis löguðum við hjólin okkar þar. Ákveðnir vorum við í því að halda vináttu okkar þó svo að bráðlega flytti annar okkar úr Sunnuhlíð upp í Síðuhverfi. Heiðar vin minn kveð ég með þökk og sendi Láru, Fjölni og börnunum samúðarkveðjur. Haukur Grettisson. Frá bókamarkaðnum. Bókamarkaði lýkur Ég hef ekki orðið var við annað en niikla ánægju með þennan bókamarkað og aðsóknin hefur verið mjög góð,“ sagði Svavar Ottesen, bókaútgefandi á Ak- ureyri, er við ræddum við hann um Bókamarkað bókaútgef- enda sem nú stendur yfir á Ak- ureyri. Alls eru um 2000 titlar á boð- stólum og er „gamla góða“ verðið allsráðandi. Nú fer að síga á seinni hluta markaðarins en hon- um líkur á laugardag. í dag er opið til kl. 22, á morgun kl. 13-22, senn á fimmtudag (skírdag) kl. 10-12 og 13-16 og á laugardag, sem er síðasti dagurinn, er opið frá kl. 13-18. Svavar sagðist ekki reikna með að hægt væri að halda svona bóka- markað nema á minnst tveggja ára fresti og væru ástæður þess ýmsar en þó mætti nefna að titlum fjölgaði ekki svo mjög á þeim tíma að slíkt væri réttlætanlegt. En enn er tækifæri til að krækja sér í góða bók á góðu verði á Bókamarkaðnum í Hafnarstræti 81. Góður andi í heimavist Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Hvernig á að tryggja hagsmuni láglaunahópanna? í grein, sem ég ritaði fyrir skömmu f Dag, lagði ég áherslu á að tryggja yrði atvinnuöryggið i landinu. Vonir launamanna snúast fyrst og fremst um það að halda megi uppi fullri atvinnu. Launafólk lítur á það fremsta réttindamál sitt að hafa nóg að gera, að'það þurfi aldrei að ótt- ast um atvinnu sfna. Verkafólk á að geta gengið að atvinnu sinni reglubundið eins og annað fóik. En hvernig á að tryggja það? Aðaisvarið við þeirri spurn- ingu er það sem ég hef áður lagt þunga á í greinum í Degi: Að fyrirtækin í landinu geti starfað eðlilega, að atvinnuvegunum sé ekkí ofþyngt með óbærilegum rekstrarkostnaði og álögum. Fyrirtæki seni ekki hefur rekstr- argrundvöll hlýtur að stöðvast og þá missir fólk atvinnu sfna. Það sem er að drepa fyritækin um þessar mundir, eins og oft áður, er verðbólgan. Úr henni verður að draga með samræmd- um efnahagsaðgeröum og sam- stöðu þjóðariunar um að láta slíkar aðgerðir ná fram að ganga. Það verður að ná þjóð- arsamstöðu um að gera verð- bólguna óskaðlega. En um hvaða aðferðir eiga menn að verða santmála? Svarið er ekki eins tlókið og menn vilja vera láta. Það sem gera þarf er að standa fast gegn verðlags- og kaupgjaldshækkun- um á næstu misserum, a.m.k. út þetta ár, það verður að varast snöggar gengisbreytingar og aðrar hræringar sem skapa Ingvar Gíslason. spennu í efnahagskerfinu. Taka verður ákvarðanir í verðlags- málum landbúnaðar og sjávar- útvegs til endurskoöunar og breyta verðbötareglum launa- kerfisins. Núverandi vísitölu- kerfi er meingallað. Það er verð- bólguhvetjandi og verndar ekki hagsmuni láglaunamanna. Þess vegna verður að taka upp nýtt veröbótakerfi, hverfa frá pró- sentureglunni, sem hækkar laun hátekjumanna langt umfrarn það sem gerist hjá láglaunafólki, en taka upp greiðslur verðbóta eftir krónutölureglu eða skerð- ingarreglu, þegar um hálaun er að ræða. Þetta er aðferð til þess að vernda kjör láglaunafólks og draga úr þvf launamisrétti sem viðgengst í skjóli verðbólgu og meingallaðs vísitölukerfis. Ég skora á verkafólk og aðra launþega að hugleiða þessi mál vandlega. Kynnið ykkur stefnu framsóknarmanna í sambandi við vísitölukerfi og verðbætur á laun. Stefna Framsóknarflokks- ins felst í því að tryggja hags- muni hins almenna verkamánns og láglaunafólks yfirleitt og koma í veg fyrir vaxandi launa- mun vegna verðbölguþróunar, þar sem láglaunafólk er látið dragast aftur úr. Verslunar- og skrifstofufólk og iðnverkamenn eiga ekki síst að leiða hugann að ranglæti vísitölukerfisins. Þetia, ásamt kröfunni um atvinnuöryggi, er stefna Frarn- sóknarflokksins í launa- og kjaramálum Ingvar Gíslason Vegna fréttar frá blaðamanni Dags á Sauðárkróki í 34. tölu- blaði Dags þann 22. mars 1983 varandi heimilisfrið á heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki viljum við benda á eftir- farandi: Við áteljum blaðamann Dags fyrir slæma blaðamennsku og vinnubrögð þar sem hann hafði ekki samband við málsaðila áður en hann birti grein sína. Engin „kröftug mótmæli" voru höfð í frammi af hálfu nemenda, enda engin ástæða til þess þar sem skólameistara ber að rækja starf sitt af kostgæfni og hafa eftirlit með heimavistinni. Kennarar skólans komu ekki nálægt þessu máli. Með þessu eftirliti skólameist- ara losuðum við nemendur okkur við þann áburð að ræktað væri hass á heimavist Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki. Mjög gott samstarf og sam- vinna hefur verið á milli nemenda skólans hins vegar og höfum við nemendur ekki þurft yfir því að kvarta að yfirvöld skólans fari með einhverjum yfirgangi, eins og gefið er í skyn í grein þessari. í greininni er lapin upp kjafta- saga sem á engan hátt fær staðist og auðséð er að hún er tekin upp eftir manni sem heyrði mann segja . . . sem heyrði mann segja . . . o.s.frv. Nemendur á heimavist Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki vísa aðdróttunum greinarinnar al- gerlega á bug. Hafa skal það sem sannara reynist. Júlíus Guðni Antonsson, forseti Nemendafélags Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. . Ari Jóhann Sigurðsson, skólastjórnarfulltrúi Nemendafélags Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki. Mynd- hópurinn sýnir „Myndhópurinn“ sem er sam- tök áhuga- og atvinnumanna sem fást við myndlist mun efna til sinnar árlegu samsýningar nú um páskana og er þetta fjórða árið í röð sem hópurinn stendur fyrir samsýningu. Flestir félagar „Myndhópsins" munu sýna á sýningunni og auk þess þrír gestir sem eru Sarnúel Jóhannsson, Sigurður Kristjáns- son og Jóhann Ævar. Á sýningunni verða sýnd málverk, tréskúlptúrar, grafik- verk og teikningar. Sýningin verður opnuð á skírdag kl. 14 og verður síðan opin daglega frá kl. 14 til 22 fram á annan dag páska. íþrótta- mót hjá Létti íþróttadeild Hestamannafélags- ins Léttis mun nk. laugardag gangast fyrir keppni í hestaíþrótt- um og hefst hún kl. 13 á Breið- holtsvelli. Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og gæðinga- skeiði. Aðgangur verður ókeypis. Á aðalfundi íþróttadeildar Léttis á dögunum var Matthías Gestsson kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru Hersteinn Tryggva- son, ritari, Mjöll Matthíasdóttir, gjaldkeri og meðstjórnandi, Áldís Björnsdóttir. Neyðarvakt tannlækna Neyðarvaktir tannlækna um páskana verða sem hér segir: Föstudagurinn langi - 1. apríl frá kl. 17-18. Tannlæknir: Ragnheiður Hansdóttir, Kaup- angi sími 25811. Páskadagur - 3. apríl frá kl. 17-18. Tannlæknir: Hörður Þorleifsson, Kaupangi sími 21223. Annar í páskum - 4. apríl frá kl. 17-18. Tannlæknir: Regína Torfadóttir, Kaupangi sími 24622. Viggó Öfjord látinn Látinn er í Danmörku Viggo Öfjord, klæðskeri, tæplega ní- ræður að aldri. Viggo Öfjord var kvæntur ís- lenskri konu, Jósefínu Stefáns- dóttur frá Akureyri. Kynntust þau er Viggo var hér á Akureyri á árunum 1913 til 1919 en á þeim tíma stofnaði hann meðal annars skátafélagið á Akureyri sem ennþá er við líði. Árið 1919 héldu þau hjón af landi brott til Dan- merkur þar sem þau settust að í bænum Taastrup. Þau hjón og börn þeirra héldu ávallt góðu sambandi við vini og ættingja á ís- landi, en Jósefína er enn á lífi þrátt fyrir að hún sé komin hátt á tíræðisaldur. i:í ■ s:.! :aiii - 29. mars 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.