Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 20. maí 1985 FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun Ð AKUREYRI 55. tölublað Daqur verður daqblað Landsbyggðin mun eignast sitt fyrsta dagblað í haust, en á aðalfundi blaðstjórnar Dags á laugardag var samþykkt sam- hljóða að fjölga útgáfudögum blaðsins í fimm i viku. Fyrir- hugað er að þessi breyting verði gerð í septembermánuði og eru mannaráðningar og tækjakaup þegar vel á veg komin. Þetta mál hefur verið í undir- búningi alllengi og á síðasta ári var Hagvangur m.a. fenginn til að gera úttekt á rekstri blaðsins, miðað við fimm blaða útgáfu, í samráði við starfsmenn blaðsins. Dagur mun eftir þessa breyt- ingu sinna málefnum Norðlend- inga, eins og áður, með öflugri fréttaþjónustu og umfjöllun um hagsmunamál þeirra og það sem Missti vald á eldinum Það uppátæki manns nokkurs í Búðagili á Akureyri sl. mið- vikudag að kveikja í sinu við kartöflugarð sinn hefði getað endað ilia. Maðurinn missti vald á eld- inum sem breiddist óðfluga út og um tíma var reykjarkófið í gilinu geysilegt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins, en sem fyrr sagði hefði ekki mikið mátt út af bera til að illa færi og voru hús jafnvel í hættu um tíma. Akureyri: Helgiri alveg „steindauð" „Helgin hefur verið alveg steindauð hér hjá okkur og ekkert um að vera nema þetta allra venjulegasta,“ sagði varðstjóri hjá Akureyrarlög- reglunni sem við ræddum við í morgun. Hann sagði eftir að hafa blað- að í dagbók helgarinnar að nokkrir minniháttar árekstrar hefðu orðið, en þeir hefðu bara verið „smánudd“ og engin meiðsli og ekki gat hann fundið nokkurn fréttnæman hlut í dag- bók helgarinnar. efst er á baugi hverju sinni. Stefna blaðsins er sú að það verði óumdeilanlega sá fjölmiðill sem best sinnir þessum landshluta. Verður öll starfsemi og efnis- öflun við það miðuð, fyrst og fremst. Þá mun Dagur beita kröftum sínum í enn ríkara mæli að bar- áttu fyrir eflingu landsbyggðar- innar í heild, sem með útflutn- ingsframleiðslu sinni er horn- Nýtt hótel var opnað á Akur- eyri sl. föstudag. Það er til húsa að Hafnarstræti 85 og nefnist „Hótel Stefanía“. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, sem er eigandi hótelsins, hófust framkvæmdir við breytingarnar um miðjan febrúar. Þá var hafist handa við að rífa niður milliveggi í húsinu, og síðan hefur verið unnið mjög rösklega við að inn- rétta og ganga frá. Hótel Stefanía steinn þeirrar velferðar sem menn vilja að ríki í landinu. Ár- angur þess að vekja fólkið á landsbyggðinni sjálft til umhugs- unar um þessi mál hefur þegar skilað árangri. Með öflugri fjöl- miðli má vænta þess að sjálfsvit- und landsbyggðarfólks vakni enn frekar og jafnframt skilningur þeirra sem ráða mestu um það hvernig þessi mál þróast. er 20 herbergja hótel. Sími er á öllum herbergjum, og sjónvarp verður komið með haustinu. Flest herbergin eru með baði, en þau sem ekki hafa slíkt eru með handlaug. Stefán sagði einnig að sérstök útvarpsrás yrði fyrir hótelið auk rása 1 og 2. Lögð var áhersla á að láta vinna allt varðandi innréttingar og nýsmíði af fagmönnum á Ak- Eins og áður sagði var þessi breyting á útgáfunni samþykkt samhljóða í blaðstjórn, en hana skipa Valur Arnþórsson, formað- ur, Stefán Valgeirsson, vara- formaður, Hilmar Daníelsson, Jón Sigurðarson, Hákon Hákon- arson, Áskell Þórisson og Krist- inn Sigmundsson, en Jóhann Ólafsson sat fundinn sem vara- maður þess síðasttalda. - HS ureyri. Aðalgeir og Viðar og Kótó sáu um smíði innréttinga. Þórður og Karl sáu um pípulögn og Norðurljós lagði rafmagn. Múrverk unnu þeir Júlíus og Guðni auk Magnúsar Gíslasonar. Slarfsmenn verða fyrst um sinn 7. Stefán Sigurðsson sagði að hann legði fyrst og fremst áherslu á góða þjónustu og þægilegt og rólegt andrúmsloft. gej Hótel Goðafoss: Flugleiðir og Eimskip hluthafar? „Þaö er engin launung aö við höfum verið í viðræðum við Flugleiðir og Eimskip um væntanlega samvinnu í þessu máli,“ sagði Guðmundur Sig- urðsson, er hann var spurður um fyrirhugaða byggingu hót- els Goðafoss á Akureyri. Eignarhluti Flugleiða og Eimskips í hótelinu yrði allt að 45%. Ennfremur hefur verið gefið vilyrði fyrir láni úr ferða- málasjóði, en Ferðamálaráð tekur málið til endanlegrar af- greiðslu á fundi 22. maí nk. í fyrsta áfanga hótelsins verða 33 herbergi, lítill veit- ingastaður, setustofa og bar. Ef allt gengur að óskum hefj- ast framkvæmdir í mars á næsta ári, og er áætlaður byggingar- tími 12-15 mánuðir. Samkvæmt því verður nýja hótelið opnað vorið 1988. Hótel KEA: 12 ný herbergi í notkun „Það er stefnt að því að opna nýja hlutann nú á föstudag- inn,“ sagði Kristján Jónas- son, hótelstjóri á Hótel KEA. Þar er um 12 ný herbergi að ræða. þar af eina „svítu". Her- bergi eru þá orðin 34 en verða orðin 51 næsta vor á Hótel KEA. Jafnhliða stækkun hótelsins hefur verið unnið að endurbót- um á öðrum vistarverum. og verður haldið áfram með þær framkvæmdir. Hvað varðar frekari stækkun á hótelinu er ekkert ákveðið ennþá, en að sögn Kristjáns er stefnt að frekari stækkun. gej Ingunn Árnadóttir eiginkona Stefáns Sigurðssonar hóteleiganda klippir á borðann við opnun Hótels Stefaníu. Stefán fylgist með. „Hótel Stefanía Hvemig má lækka hitunarkostnaö? - Húseigendum á Akureyri og öðrum dýrum hitaveitustöðum gefinn kostur á lánum til orkusparandi aðgerða „Eg vil hvetja alla Akureyr- inga til að huga að einangrun húsa sinna, stýribúnaði á ofn- unum og öðru þar að lútandi, því allar orkusparandi aðgerðir verða mjög hagkvæmar eftir 1. júlí - og ég undirstrika „mjög“ hagkvæmar. Þetta sagði Guðni Jóhannes- son, verkfræðingur og einn af þremenningunum í verkefnis- stjórn iðnaðarráðherra, sem hef- ur yfirumsjón með átaki til orku- sparnaðar meðal landsmanna. Eftir 1. júlí veröa neytendur Hitaveitu Akureyrar að greiða fyrir allt það vatn sem þeir nota. Eftir það fá neytendur ekki leng- ur ómælt neysluvatn og ákveðinn skammt til hitunar, sem þeir eru síðan sjálfráðir um hvernig þeir nýta, - eða hvort þeir nýta hann. Eftir þessar breytingar er mikilvægt fyrir húseigendur að nýta allan þann hita sem þeir kaupa út í hörgul. Það er líka mikilvægt að hitinn rjúki ekki út í veður og vind. Þess vegna er rétt að nota sumarið til að huga að einangrun húsanna og stýri- búnaðinum á ofnunum. Úrbætur geta kostað talsvert, en þær geta borgað sig samt, jafnvel á stutt- um tíma, ef þær leiða til verulegr- ar lækkunar á hitaveitureikning- unum. Á vegum ríkisins stendur nú yfir átak til orkusparnaðar. í sambandi við það geta þeir hús- eigendur sem þess óska fengið út- tekt á húsum sínum með tilliti til orkusparnaðar, sér að kostnaðar- lausu. Það eina sem þeir þurfa að gera er að senda inn umsóknir til verkefnisstjórnarinnar, en eyðu- blöðin er að fá hjá Húsnæðis- málastjórn og byggingafulltrú- um sveitarfélaga. Lán eru líka veitt til orkusparandi aðgerða og geta þau numið allt að 380 þús- undum kr. Nánar er fjallað um þetta mál á bls. 9 í blaðinu í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.