Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 7
20. maí 1985 - DAGUR - 7 Þrumufleygur Ragnars kom (BK á sporið! _______ - og Þór tapaði 1:3 í Keflavík Þórsarar sóttu ekki gull í greip- í 1. deildinni í Keflavík í gær. ar Keflvíkinga er liðin mættust Heimaliðið sigraði 3:1 og kom „Við verðum að vinna“ „Ég er ekkert svartsýnn á leik- inn gegn Víkingum,“ sagði Árni Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Þórs er við ræddum við hann um leik Þórs og Víkings, sem fram fer á Þórsvelli á miðvikudagskvöld. „Ég trúi því ekki að strákarnir eigi annan jafn slakan leik og þeir áttu í Keflavík og við verðum bara að vinna sigur í þessum leik. Næsti leikur þar á eftir er úti- leikur gegn Fram og þar getur orðið erfiður róðurinn,“ sagði Árni. Þórsliðinu niður á jörðina eftir sigurinn gegn Skagamönnum í fyrsta leiknum. Það er ljóst eftir fyrstu umferð- irnar að allt getur gerst í deildinni í sumar og Keflavíkurliðið sem margir hafa spáð erfiðu sumri sýndi að liðið getur bitið hressi- lega frá sér. Framlína þeirra, með Óla Þór, Helga Bentsson og Ragnar Mar- geirsson, er ekki árennileg, og það var Ragnar sem skoraði strax í upphafi leiksins glæsilegt mark með þrumufleyg. Gunnar Odds- son skoraði annað markið og þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik komust Kefl- víkingar í 3:0 og úrslitin þá ráðin, en Jónas Róbertsson lagaði stöðuna aðeins er langt var liðið á leikinn, úrslitin 3:1. Þórsliðið lék langt undir getu í þessum leik og er varla hægt að nefna nokkurn leikmann öðrum fremri að þessu sinni. Liðið á nú heimaleik næst gegn Víkingi og þá er að duga eða drepast ef liðið ætlar sér stóra hluti í deildinni í sumar. Sóttu og sóttu en tókst ekki að skora an andstæðingar okkar hafa reynslumiklum liðum á að skipa. Við erum taugaóstyrkir í upphafi leikjanna en sækjum okkur síðan verulega þegar á líður;“ sagði Einar Helgason. Gott hjá Leikni igló! sinni. Þeir fengu ágætis færi sem ekki nýttust og t.d. átti marka- skorari þeirra, Óli Agnarsson, tvö dauðafæri sem ekki gáfu mörk. Mack Duffield. Staðan 2. DEILD Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi eftir úrslit helgarinnar: ÍBV-Breiðablik 4:1 KS-UMFS 4:1 ÍBÍ-Völsungur 4:0 Leiftur-UMFN 0:1 ÍBÍ 2 2 0 0 5 1:0 6 ÍBV 2 2 0 0 é >:2 6 KA 1 1 0 0 3 >:0 3 KS 2 1 0 1 5 i:3 3 UMFN 2 1 0 1 2 1:2 3 Völsungur 2 1 0 1 3 1:4 3 Breiöablik 2 1 0 1 3 >:5 3 Fylkir 1 0 0 1 fl 1:1 0 Leiftur 2 0 0 2 (I 1:4 0 UMFS 2 0 0 2 1 :7 0 Síðasti leikur 2. umferðar, KA- Fylkir, verður miðvikudaginn 29. maí. „Þetta eru hörmungarúrslit, hörmulegt að tapa þessum leik,“ sagði Einar Helgason, þjálfari Leifturs frá Olafsfírði eftir að hans menn töpuðu á heimavelli í gær í 2. deildinni fyrir UMFN. Úrslitin 0:1. Njarðvíkingarnir léku undan golu í fyrri hálfleik og strax á 2. mínútu átti markvörður þeirra langt útspark. Miðvörður heima- manna skallaði í horn og upp úr horninu kom ódýrt mark. Sann- kölluð óskabyrjun hjá UMFN en síðan tóku heimamenn öll völd. „Þetta var þeirra eina mark- tækifæri í öllum leiknum," sagði Einar Helgason. „Markið var af ódýrustu gerð og eftir það sóttum við nær látlaust allt til loka leiks- ins, en okkur tókst ekki að skora.“ - Nú var talað um það eftir leik ykkar við Völsung í 1. um- ferðinni að framlína ykkar væri helst til bitlaus. Er það aðal- vandamálið hjá ykkur? „Við verðum auðvitað að skora til þess að vinna sigur, það er ljóst. I báðum þessum leikjum höfum við leikið álíka vel og andstæðingar okkar úti á vellin- um og í leiknum gegn UMFN reyndar mun betur. Það sem aðallega háir okkur er að um reynslulaust lið er að ræða á með- „Miðað við það að við erum með nýtt lið að mestu leyti, við misstum 11 manns úr 16 manna hópnum frá I fyrra, þá er ég ekki mjög óhress með leikinn sem slíkan, en við átt- um þó að vinna þennan Ieik,“ sagði Árni Stefánsson þjálfari Tindastóls, en Tindastóll og Austri frá Eskifírði gerðu jafn- tefli, 1:1 á Sauðárkróki í gær. Árni er nú aftur kominn í mark Tindastóls og hann mátti hirða Leiknir Fáskrúðsfírði, sem kom upp úr 4. deild, byrjaði vel í 3. deildinni. Liðið fékk Einherja frá Vopnafírði, sem féll úr 2. deild sl. haust, í heim- sókn um helgina og Leiknir sigraði 3:0. Leikurinn þótti ekki rismikil knattspyrnulega séð, en heima- menn voru þó áberandi betri að- Valur frá Reyðarfírði vann fremur óvæntan sigur er liðið fór í heimsókn til Neskaup- staðar í gærkvöld og lék þar gegn Þrótti í 3. deildinni. Bjarni Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt, boltann úr netinu í fyrri hálfleik, Sigurjón Kristjánsson skoraði þá fyrir Austra. I síðari hálfleik jafnaði svo Eiríkur Sverrisson fyrir Tindastól úr vítaspyrnu og þar við sat. Sem fyrr sagði teflir Tindastóll fram mörgum nýjum leik- mönnum og í liðinu eru ungir leikmenn að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki og „gamlir jaxlar" innan um, menn eins og Árni Stefánsson. ilinn að sögn Steins Jónassonar leikmanns Leiknis. Það voru tveir fyrrum leikmenn á Akureyri sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, Ósk- ar Ingimundarson það fyrra og Einar Áskelsson það síðara, og Steinn bætti svo því þriðja við í síðari hálfleik. Að auki áttu bæði liðin góð tækifæri en mörkin urðu ekki fleiri. en Valsmönnum tókst að jafna rétt fyrir hálfleik. I síðari hálfleik sat við það sama þar til um 15 mínútur voru til leiksloka, en þá skoraði Jón Sveinsson sigurmark Vals. fallegt mark, og Valur fór heim með stigin. Árni Stefánsson. Góður sigur Vals „Við áttum að - Tindastóll - Austri 1:1 KS tapaði heima Siglfírðingar töpuðu fyrsta heimalcik sínum í 2. deildinni að þessu sinni, en þeir fengu ÍBV í heimsókn í 1. umferð. Urslitin 2:1 fyrir ÍBV, slæmt tap KS á heimavelli en þau stig sem liðin tapa á heimavclli kunna að reyn- ast dýrmæt þegar upp verður staðið í haust. Það var „gamla brýnið“ Tómas Pálsson sem skoraði bæði mörk ÍBV, eitt í hvorum hálfleik, en á milli þeirra skoraði Mark Duffíeld gott mark fyrir heimamenn. Leikurinn var nokkuð jafn og jafntefli sennilega sanngjörn- ustu úrslitin, en ef annað liðið átti að sigra var sanngjarnt að það yrði ÍBV. Jón B. á 57 Jón B. Árnason sigraði i fyrsta drengjamóti ársins hjá Golfklúbbi Ak- ureyrar sem fram fór í gær. Keppt var með forgjöf, leiknar 18 holur og var Jón á 57 höggum nettó. í öðru sæti varð Skarphéðinn Birk- isson sem lék á 61 höggi og Kristján Gylfason varð þriðji með 63 högg nettó. Skarphéðinn bestur Skarphéðinn Birkisson sigraði í 18 holu höggleik hjá Golfklúbbi Akur- eyrar sem fram fór sl. fímmtudag, en mótið var svokallað fímmtudagsmót og er safnað til vélakaupa með þátt- tökugjöldum. Skarphéðinn lék á 62 höggum nettó. Annar var Bjarni Jónasson á 64 högg- um en hann vann Jón B. Árnason í bráðabana um 2. sætið, báðir voru á sama skori 18 holumar. Bikar- leikur á Ólafs- firði Leiftur og Völsungur mætast i Bikar- keppni KSÍ annað kvöld, og verður leikið á Ólafsfírði. Liðin mættust í 1. umferð 2. deildar á Húsavík á dögunum og þá vann Völsungur 3:0. Annað kvöld verða Leiftursmenn á heimavelli og einnig verður leikið á möl, en henni era Leiftursmenn mun vanari en grasinu. Okkur er ekki kunnugt um aðra bikarleiki annað kvöld en þennan og leik Magna og KA. Þrátt fyrir ítrekað- ar óskir hefur blaðinu ekki enn borist mótabók KSÍ og er greinilegt að fjöl- miðlar sitja ekki við sama borð hvað þjónustu frá KSÍ snertir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.