Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 3
22. maí 1985 - DAGUR - 3 Viðgerðakeppni Volvo: Húsvíkingar sigursælir „Hugmyndin á bak við þessa keppni er að menn verði starfi sínu betur vaxnir, að þeir verði fljótari að tileinka sér það sem í bókunum er og geti leitað það uppi. Þetta er hugsað sem nokkurs konar sjálfs- menntun,“ sagði Kristján Tryggvason hjá Velti h.f. en hann hafði umsjón með al- þjóðlegri keppni á vegum Volvo hér á íslandi. „Þessi keppni er alþjóðleg að því leytinu til að við fáum staðlaðar spurningar að utan,“ sagði Kristján. Sigurvegarar urðu Birgir Þór Þórðarson og Kristján Þorsteinsson og vinna þeir hjá Bifreiðaverkstæði Jóns Þor- grímssonar á Húsavík. Hér á íslandi kepptu tuttugu lið og eru tveir menn í hverju liði. Fimm lið komust í undanúr- slit og eins og áður segir unnu þeir Birgir og Kristján frá Húla- vík. „Þetta var spennandi keppni,“ sagði Birgir. „Það munaði ekki nema einu stigi á okkur og þeim sem næstir komu. Það var gaman að taka þátt í þessu, en það er mikil vinna á bak við þetta. Bækurnar sem við þurftum að fara í gegnum eru tuttugu og átta og maður verður að geta bjargað sér sæmilega á skandinavisku.“ Sagði Birgir að það væri Ieiðin- legt hversu fá þjónustuverkstæði úti á landsbyggðinni tækju þátt í þessari keppni, en hún er opin öllum þjónustuverkstæðum Volvo. Þetta er í fimmta sinn sem Volvo keppni er haldin á íslandi. Að þessu sinni hófst keppnin í janúar og stóð fram á vorið. Fór hún fram í þremur hlutum og ein- göngu var fjallað um viðgerðir á vörubifreiðum. - mþþ í samvinnu við Stjórnunarfé- lagið voru haldin 5 stjórnunar- námskeið og 3 ritaranámskeið og voru þátttakendur á þeim samtals 149. Fjórðungssambandið hafði milligöngu um að halda 4 verk- stjórnarnámskeið á vegum Verkstjórnarfræðslunnar og voru samtals 68 þátttakendur á þeim námskeiðum. Sjö námskeið voru haldin á Akureyri, fjögur á Sauð- árkróki og eitt á Húsavík. Þessi starfsemi hefur hlotið mjög góðar undirtektir, enda felst mikill sparnaður í því fyrir norðlensk fyrirtæki að þurfa ekki að senda starfsmenn sína til Auk fyrirtækjanámskeiðanna hefur Fjórðungssambandið hald- ið námskeið fyrir sveitarstjórnar- menn um gerð og forsendur fjár- hagsáætlana og staðið að nám- skeiði um skjalavörslu sveitarfé- laga með Fræðslumiðstöð sveit- arfélaga. Fjórðungssambandið hefur því ýmist haldið eða haft milli- göngu um 13 námskeið í vetur, með alls 230 þátttakendum. Áformað er að bjóða upp á námskeið fyrir stofnendur fyrir- tækja næsta vetur, þá væntanlega í samvinnu við Iðntæknistofnun og fleiri aðila. Kennsla á háskólastigi á Akureyri: „Gevsimikils virði að háskóladeildir hingaö“ - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi Með vísan til álits nefndar um eflingu Akureyrar sem mið- stöðvar mennta og vísinda utan höfuðborgarsvæðisins samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 14. maí sl. að bjóða fram eignarhluta bæjar- sjóðs Akureyrar í húseigninni númer 21 við ÞingvaUastræti, húsi tæknisviðs Verkmennta- skólans, til háskólakennslu með þeim skilmálum sem um semst við Háskóla íslands og menntamálaráðuneytið. A þennan hátt viU bæjarráð stuðla að því að kennsla á háskólastigi hefjist á Akureyri haustið 1986. „Við töldum eðlilegt að rétta eitthvað fram ef það gæti stuðlað að því að farið yrði að skoða þetta mál í alvöru,“ sagði Sigurð- ur Jóhannesson bæjarfulltrúi í samtali við Dag. „Það er okkur geysimikils virði að fá hingað ein- hverjar háskóladeildir, því um leið og þessi mál komast í gang fara þau að hlaða utan á sig. Við eigum þetta hús að hálfu á móti ríkinu og það er ekki iaust þessa Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur síðastliðinn vetur tekið upp þá nýbreytni að halda fyrirtækjanámskeið í samvinnu við Stjórnunarfélag íslands og Verkstjórnarfræðsl- una. stundina, forsendan fyrir því að það verði laust haustið 1986 er sú að verkmenntaskólabygging- arnar gangi nokkuð fljótt fyrir sig, en fyrirhugað er að tveir áfangar verði teknir í notkun þar haustið 1986,“ sagði Sigurður. Fulltrúar bæjarráðs, þau Guð- mundur Heiðar Frímannsson, Sigríður Stefánsdóttir og Tryggvi Gíslason, fóru til fundar við þró- unarnefnd Háskóla íslands sl. föstudag. Þróunarnefndin vinnur að áætlunum um þróun og bygg- ingar Háskólans næstu þrjú árin. Formaður nefndarinnar er Guð- Reykjavíkur á þessi námskeið. Það er því ljóst að haldið verður áfram á sömu braut og verður stefnt að því að dreifa námskeið- um meira um Norðurland, t.d. með því að halda námskeið á Húsavík og á Blönduósi. mundur Magnússon háskólarekt- or. Að sögn Tryggva Gíslasonar kynnti nefndin samþykkt bæjar- ráðs frá 14. maí og óskaði eftir því að hún íhugaði tillögur há- skólanefndar Akureyrar frá því í fyrravor, en þar er gert ráð fyrir að háskólakennsla hefjist á Ák- ureyri haustið 1986. Var þetta fyrsti fundur fulltrúa bæjarráðs og þróunarnefndar, en fyrirhug- að er að hittast aftur á Akureyri í byrjun júní. „Fulltrúar í þróunarnefndinni sýndu þessu máli skilning,“ sagði Tryggvi Gíslason. „Það verður að koma skýrt fram að hér er um eflingu Háskóla íslands að ræða, það hefur aldrei komið til tals að stofna sjálfstæðan háskóla á Ak- ureyri. En við teljum að hér sé um eðlilega eflingu Háskólans að ræða og að Akureyri hafi ýmis- legt að bjóða sem aðrir staðir hafa ekki.“ í því sambandi nefndi Tryggvi að hér væru tveir öflugir fram- haldsskólar og væri á milli þeirra mikil og góð samvinna og að samstarf á milli skóla á Akureyri væri almennt gott. Þá sagði Tryggvi hér vera öflugt og stöð- ugt atvinnulíf sem væri í tengsl- um við frumþætti orku-og auð- linda landsins. Aðspurður um skort á heima- vistarhúsnæði sagði Tryggvi að þegar vantaði heimavistir fyrir um tvö hundruð manns og ef hér yrði stofnað til háskóla myndi vanta helmingi meira húsnæði. „Þannig að þetta getur orðið mikil lyftistöng bæjarfélaginu og fjórðungnum í heild ef þetta nær fram að ganga," sagði Tryggvi. Sfðustu vortónleikar Tónlistar- skólans á Akureyri verða í Akur- eyrarkirkju kl. 18 á morgun, fimmtudag. Athygli skal vakin á því, að tónleikarnir eru kl. 18.00, en ekki klukkan 20.30, eins og áður var auglýst. Á tónleikunum koma fram fjórar blásarasveitir skólans, undir stjórn Edwards Frederiksen, Finns Eydal, Knúts Háskólann vantar stöðugt meira húsnæði og sífellt er verið að byggja við Háskólann, en hann þarf á enn meira húsnæði að halda, því þykir mönnum hér norðanlands eðlilegt að setja upp útibú Háskólans hér á Akureyri. Húsnæði tæknisviðs Verk- menntaskólans, gamla Iðnskóla- húsið þykir henta einkar vel til háskólakennslu, þar eru ellefu kennslustofur og geta rúmast þar háskóladeildir fyrir allt að fjögur hundruð manns. - mþþ Birgissonar og Roars Kvam. Tónleikarnir eru liður í undir- búningi sveitanna fyrir þátttöku í blásaramóti, sem haldið verður á Blönduósi á næstunni. Tónlist- arskóla Akureyrar verður slitið í Akureyrarkirkju föstudaginn 24. maí kl. 18.00. Nemendur og for- eldrar þeirra eru hvattir til að mæta. Fjórðungssamband Norðlendinga: Stóraukin fræðslustarfsemi Blásaratónleikar - í Akureyrarkirkju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.