Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1985, Blaðsíða 9
22. maí 1985 - DAGUR - 9 IJr leiknum í gærkvöld. Margar sóknarlotur KA enduðu á þennan veg, með öruggu Steingrími Birgissyni. Tryggvi kom inngripi Þorsteins Magna-markvarðar. Hér hirðir hann knöttinn af Mynd: KGA KA áfram Það var ekki mjög burðugur fótbolti sem boðið var upp á í gærkveldi, er 3. deildar lið Magna frá Grenivík og 2. deildar lið KA mættust á mal- arvelli Þórs í Bikarkeppni KSÍ. Allt virtist stefna í að KA- menn gerðu eitthvað róttækt í málunum strax í upphafi, því þeir voru nánast stanslaust við víta- teig andstæðinganna. En Magna- menn voru hins vegar ekkert á því að láta Akureyringana vaða ofan í sig og vörðust af kappi, enda hvattir vel af þjálfara sínum Þorsteini Ólafssyni efnaverk- fræðingi sem jafnframt stóð í marki Magna. Það má eflaust segja að þessi gamalreynda kempa og landsliðsmaður hafi öðru fremur orðið þess valdandi að Magna-menn fengu ekki nema eitt mark á sig í leiknum, en það var á 3. mín. síðari hálfleiks er Tryggvi Gunnarsson þvældi bolt- anum í netið eftir mikla þvögu í markteig Magna, 1:0 KA í vil. í upphafi leiks sóttu KA-menn látlaust, en segjast verður eins og er að sóknin var ekki verulega beitt. Magni gaf eftir miðjuna sem orsakaði að allflestir leik- menn vallarins voru á tiltölulega litlu svæði í teig og fyrir framan teig þeirra. Á 12. mín. átti Bjarni Jónsson skot af stuttu færi eftir horn, en Þorsteinn varði vel. Stuttu síðar misstu varnarmenn KA boltann á óskiljanlegan hátt inn fyrir sig, boltinn rúllaði framhjá markmanni KA Jónasi Þór Guðmundssyni og rétt framhjá. Þetta verður að teljast besta færi Magna í leiknum. Á 24. mín. átti Bjarni Jónsson þokkalegt færi en skaut framhjá, á 26. mín skot að marki Magna, Þorsteinn varði. Á 28. skoruðu KA-menn mark, Steingrímur var þar að verki, en var dæmdur rangstæður. Á 29. mín. átti Frið- finnur þétt skot en Þorsteinn fékk boltann í fangið. Svona eru punktarnir sem settir voru á blað í þessum leik. Þorsteinn greip vel inn í. Þorsteinn varði vel eftir hornspyrnu, Tryggvi Gunnarsson fylgdi óþarflega fast eftir og renndi sér í Þorstein. Síðan áttu Tryggvi og Steingrímur nokkur færi sem annað hvort fóru framhjá eða í fang Þorsteins í markinu. Bjarni átti svo síðasta færi í fyrri hálfleik er hann vipp- aði boltanum fimlega y'fir Þor- stein og naumlega yfir markið líka. í síðari hálfleik var sama sagan KA-menn sóttu mun meira og skiluðu loks árangri eins og fyrr sagði á 3. mín. er Tryggvi potaði boltanum í netið eftir þvögu á teig Magna. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri nema nú virt- ist sókn KA vera örlítið skarpari, en hún skilaði ekki árangri á markatöflunni. oej Yngri flokkur kvenna Æfingar eru nú að hefjast hjá yngri flokki kvenna í knatt- spyrnu hjá KA. Fyrsta æfingin verður á morg- un kl 17 og eru stúlkurnar beðnar um að mæta við Lundarskóia. Þjálfari verður Borghildur Freys- dóttir. Bikar- leikir íkvöld Fjölmargir leikir eru á dagskrá Bikarkeppni KSÍ í kvöld, og á Norður- og Austurlandi fara fram 6 leikir ■ keppninni. I Ólafsfirði leika Leiftur og Völsungur og þar hefst viðureign þeirra kl. 20. Leiftursmenn fá þama kærkomið tækifæri til að hefna ósigursins á Húsavík á dögunum. Tindastóll og Vaskur eigast við á Sauðárkróki og á AustQörðum verða fjórir leikir. Þeir em: Hrafnkell-Austri, Einherji- Leiknir, Valur-Huginn og Þrótt- ur-Höttur. Nissan- keppni að Jaðri Fyrsta tveggja daga golfmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar verður háð um næstu helgi, og er það Nissan-keppnin sem er á dagskrá. Völlurinn að Jaðri er nú sem óðast að komast í sumarskrúða og um helgina verður farið inn á sumarflatir. í Nissan-keppninni verða leiknar 36 holur með og án for- gjafar. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum og hefst keppnin kl. 10 á laugardag. Leikskrá hjá Þór og KA Á fyrsta heimaleik Þórs í 1. deild gaf félagið út vandaða leikskrá sem seld var gegn vægu gjaldi. Ætlunin er að gefa út slíka skrá á hverjum heimaleik félagsins og einnig munu KA-menn hyggja á útgáfu slíkrar skrár. Lítið leikið um helgina Þriðja umferð keppninnar í 1. deild hófst í gærkvöld og henni lýkur með leik Þróttar og FH annað kvöld. Að þeim leik Heil um- ferð í 3. deild Önnur umferðin í b-riðli 3. deild- ar íslandsmótsins í knattspyrnu verður um helgina og þá verða leiknir fjórir leikir. Austri og Magni leika á Eski- firði, HSÞ-b og Tindastóll í Mý- vatnssveit, Huginn og Leiknir á Seyðisfirði og Einherji og Þrótt- ur N á Vopnafiröi. loknum verður gert hlé á keppninni til 31. maí, enda landsleikur við Skota á dagskrá í Reykjavík í næstu viku. Sömu sögu er að segja um keppnina í 2. deild, einum leik er ólokið í annarri umferð, viður- eign KA og Fylkis sem verður á Akureyri á miðvikudag í næstu viku, en ekkert verður leikið um næstu helgi. Eins og fram kemur hér á síð- unni er heil umferð í b-riðli 3. deildar um næstu helgi, en í þeim riðli leika lið af Norður- og Áust- urlandi og kemst efsta liðið beint upp í 2. deild. Keppnin í d- og e-riðlum 4. deildar hefst um helgina. Á laug- ardag kl. 16 leika Svarfdælir og Reynir Á. og kl. 14 Höfðstrend- ingur og Hvöt í d-riðli. í e-riðli leika á laugardag kl. 14. Tjörnes- Bjarmi og Vaskur-UNÞ og á sunnudag kl. 14 Árroðinn-UNÞ. Leikið á grasvelli Þórs í kvöld: Tekst Þórsurum að sigra Víkinga? Það er Ijóst, ef marka má tvær fyrstu umferðirnar í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu, að keppnin þar ætlar að verða æsispennandi, ekki síður en í fyrra þegar liðin voru nánast öll í einum hnapp. Þórsarar eiga heimaleik í kvöld gegn Víkingi, og verður leikið á grasvelli Þórs kl. 20. Þetta er annar heimaleikur Þórs í mótinu en í þeim fyrsta voru íslands- meistarar Skagamanna lagðir að velli eins og mönnum ætti að vera í fersku minni. „Heimavöllurinn á að vera sterkur og hingað norður á að vera mjög erfitt fyrir liðin að koma,“ sagði Jóhannes Atlason þjálfari Þórs eftir þann leik og hann bætti við: „Áhorfendur á Akureyri eiga að vera miklu virk- ari og hvetja betur þannig að lið- Björn Árnason þjálfaði Þór sumarið 1983. í kvöld mætir hann sem þjálf- ari Víkings á Þórsvelli og spurningin er hvort hann fer vonsvikinn heim. ..■Jt isiwBftiy1. j. ..æ.nmwiBa '.'iiiwgyjggy in að sunnan eigi að óttast það að fara hingað." Vonandi láta áhangendur Þórs ekki sitt eftir liggja í kvöld, öfl- ugur stuðningur þeirra getur hreinlega ráðið úrslitum í tvísyn- um leik. Eftir tvær umferðir eru Fram- arar efstir með 6 stig eða „fullt hús“. KR og FH hafa 4 stig hvort félag og er þá reiknað með að Þróttur tapi kærumáli sínu úr 1. umferðinni og KR haldi stigun- um þremur sem þeir fengu þá. Síðan koma mörg lið með 3 stig og þeirra á meðal eru bæði Vík- ingur og Þór. Hvert stig er því geysilega þýðingarmikið svo ekki sé meira sagt og á heimavelli mega liðin sem ætla sér einhverja stóra hluti ekki við því að tapa stigi eða stigum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.