Dagur - 01.05.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 01.05.1986, Blaðsíða 15
1. maí 1986 - DAGUR - 15 Líf og land: Ein þjóð í einu landi Landssamtökin Líf og land gangast fyrir ráðstefnu um stefnur í byggðamálum undir kjörorðinu Ein þjóð í einu landi í Dynheimum á Akur- eyri, laugardaginn 3. maí. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 10.00. Meðal efnisþátta, sem fjallað ’verður um, eru atvinnumál, stað- setning stofnana, sjálfstæði sveit- arfélaga og landshluta, kjör- dæmamálið, samgöngumál, styrkjastefnan, menning og listir, menntamál og fjölmiðlun. Atlantik- ferðakynning Ferðaskrifstofan Atlantik kynnir sumaráætlun sína að Hótel Varðborg sunnudaginn 4. maí kl. 14-16. Starfsfólk skrifstofunnar veitir allar upplýsingar um fyrirkomu- lag ferða svo og greiðslukjör og sýndar verða videómyndir frá gististöðum Atlantik. Að venju leggur Atlantik mesta áherslu á ferðir til Mallorka en auk þess er ýmislegt annað á boðstólum svo sem skemmtisiglingar, sumarhús í Þýskalandi og einnig býður skrifstofan upp á sérstakar ferðir fyrir ellilífeyrisþega. Á kynning- unni verður boðið upp á góð- gerðir. Pess má geta að síðastlið- ið sumar fóru fleiri Akureyringar til Mallorka á vegum Atlantik en nokkru sinni áður. Umboðsmenn Atlantik á Akureyri eru: Ingimar Eydal og Ásta Sigurðardóttir. Heimasími er 21132. íslandsgangan: Einvígi á ísafirði Laugardaginn 3. maí fer Fossa- vatnsgangan fram á ísafirði. Þetta er fimmta og síðasta íslandsgangan í vetur en áður hafa farið fram Skógargangan á Egilsstöðum, Lambagangan á Akureyri, Bláfjallagangan í Reykjavík og Fjarðarganga á Ólafsfirði. Stigakeppni íslandsgöngunnar er mjög jöfn og spennandi í yngri flokki karla og stefnir þar í algjört einvígi milli Hauks Ei- ríkssonar Akureyri og Þrastar Jóhannessonar ísafirði og munu úrslit ráðast þar. í eldri flokki karla er staðan hins vegar sú að Sigurður Aðal- steinsson frá Akureyri hefur þeg- ar tryggt sér sigur. Pátttaka í íslandsgöngunni hefur verið all- góð í vetur og sífellt fleiri ferðast milli keppnisstaðanna. Leikfélaq Akureyrar Föstud. kl. 20.30. Sýningum fer að fækka. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningar- daga fram að sýningu. Sími í miðasölu: (96) 24073. >■" , « Borgarbíó ' Kpnja i:r ræuingiadöttir M Fimmtudagur: Kl. 5: líOTýJA RcenfnGaaöóttfR Kl. 9: Siðameistarinn (Protocol) Aðalframleiðandi og leikari er Goldie Hawn. Kl. 11: Martröð - Hrollvekja. Bönnuð yngri en 16 ára. Föstudagur: Kl. 5: Gúmmí-Tarsan. Aðgangurt ókeypis. Kl. 7: ísfuglar. Aðgangur ókeypis. Kl. 9: Siðameistarinn (Protocol) Kl. 11: Martröð - Hrollvekja. Síðasta sinn. Laugardagur: Kl. 5: Gúmmí-Tarsan. Aðgangur ókeypis. Kl. 7: ísfuglarnir. Aðgangur ókeypis. Kl. 9: Siðameistarinn (Protocol) Sunnudagur: Kl. 2 og 5: Ronja ræningjadóttir. Kl. 9: Siðameistarinn (Protocol) Næsta mynd St. Elmos Fire. Norræna vikan í Borgarbíói Föstudag og laugardag kl. 17: Gúmmí-Tarsan. Föstudag og laugardag kl. 19: ísfuglar. Myndirnar eru báöar með íslenskum texta. Aðgangur ókeypis. Á Amtsbókasafni: Sýningarnar: Tónlist á íslandi og Þjóð- sagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar. Sýningunum lýkur á laugardag. í Dynheimum: Sænsk Grafík - sölusýning. Sunnudag kl. 20.30: Kvöld- vaka, fjölbreyttur tónlistar- flutningur á vegum Tónlistar- skólans. Ólafur H. Torfason fytur erindi um Þorlák helga. Snæfríður ingadóttir les frum- ort Ijóð. Gömludansaklúbbur- inn Sporið sýnir þjóðdansa. Diddi fiðla (Sigurður Rúnar Jónsson) kemur í heimsókn. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA FÉLAGIÐ Aðalfundur Krabbameinsfélag Akureyrar heldur aðalfund sinn mánudaginn 5. maí 1986 kl. 20.30 að Hótel Varðborg uppi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sumarhjólbarðar í miklu úrvali. Nýir og sólaðir. Hagstætt verð. Gúmmíviðgerð KEA Óseyri 2 • Sími 21400. Neðantaldir rútubílar eru til sölu 1. Mersedes Benz árg. 1974. 2. Mersedes Benz árg. 1978. 38 sæta aldrifsbíll (trukkur). • 41 sæta bfll f mjög góðu ásigkomulagi. Allur mikið yfirfarinn. 3. B. Leyiand (Seddon) árg. 1972. 4. Scanía Vabis árg. 1969. 49 sæta traustur bíll. 47 sæta góður og duglegur bíll. Góð greiðslukjör eða hugsanleg skipti möguieg. Uppl. í símum 96-26922, 96-25000, 96-25168. SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR NÝ BÍLALEIGA Á AKUREYRI V/HVANNA VELLI (GEGNT LINDU) EINUNGIS NÝIR OG GLÆSILEGIR BÍLAR (ESCORTINN SEM EYDDI MINNSTU í SPARAKSTURSKEPPNINNI FÆRÐ ÞÚ HJÁ OKKUR) OKKAR ER 24838 ’ ‘í-; .- ‘.v ;■ ' — ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.