Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. maí 1986 DACHJR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF, leiðari_____________________________ Samstaða um störf meirihlutans á Akureyri Nú eru innan við tvær vikur til sveitarstjórna- kosninganna, sem fram fara 30. maí nk. Kosn- ingabaráttan hefur verið heldur hæglát það sem af er, en búast má við að hún verði því kröftugri þann tíma sem eftir er til kosninganna. Ef til vill er ástæðan fyrir því hversu hægt kosninga- baráttan hefur almennt farið af stað sú, að almenningur hefur nú mun gleggri hugmyndir um það en oft áður, hve almennar aðstæður í þjóðfélaginu ráða miklu um það hver þróunin verður í bæjarfélögunum. Allur almenningur hefur verið nokkuð hart keyrður vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnar- innar, sem út af fyrir sig voru nauðsynlegar. Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum af ýmsum ástæðum, sem enn hefur hert að almenningi. Þetta veit fólk og því þýðir lítið fyrir minni- hlutaflokka í sveitarstjórnum að agnúast svo mjög út í það að ekki hafi verð nægilega mikið gert á kjörtímabilinu. Hvað varðar Akureyri hefur ótrúlega margt áunnist á því kjörtímabili sem nú er að líða. Ný fyrirtæki hafa hafið starfsemi, sem kemur til með að setja mikinn svip á atvinnulífið og raunar allt svipmót bæjarins. Þrátt fyrir það að erfitt hafi verið að fá ríkissjóð til að standa við lögboðnar greiðslur vegna heilbrigðis- og skólafram- kvæmda hefur geysimikið áunnist. Bæjarsjóður hefur þurft að leggja fram mun meira af eigin fé en lög gera ráð fyrir og þó hefur það ekki staðið framkvæmdum fyrir þrifum. Fjárhagur Akureyr- arbæjar er sem fyrr traustur. Þrátt fyrir nánast algjört hrun í byggingariðn- aðinum sem að sumu leyti mátti rekja til þess að byggt var langt umfram þarfir á tímabili, hefur atvinna á Akureyri aukist á kjörtímabilinu. Þetta er staðfest þegar bornar eru saman trygginga- skyldar vinnuvikur áður og nú. Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar má því vel við una og raunar unir minnihluti sjálfstæðismanna og krata einnig vel við þann árangur sem náðst hefur. Það sýna gerðir þeirra í bæjarstjórninni. Nærfellt öll mál sem einhverju skipta fyrir bæjar- félagið hafa verið samþykkt samhljóða. Minni- hlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur því lagt blessun sína og lýst yfir velþóknun á störfum meirihlutans. Nú fyrir kosningar eru hins vegar gefnir út bæklingar þar sem reynt er að sverta störf meiri- hlutans. Raunin hefur hins vegar verið sú að samstaða hefur verið um störf meirihlutans, undir forystu framsóknarmanna. -viðtal dagsins. Q lAnloni' )|ín ami r Koicim< nér ka iiin eru irusl“ - Spjallað við Sigfús Karlsson sem skipar 7. sæti lista Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri í vor Sigfús Karlsson rúmlega tví- tugur Akureyringur verður stúdent af viðskiptafræðibraut Verkmenntaskólans nú í vor. Hann skipar 7. sæti lista Fram- sóknarflokksins til bæjar- stjórnarkosninganna á Akur- eyri. Sigfús er fæddur í sept- ember árið 1965 á Akureyri og „hef alltaf átt heima hérna og vil hvergi annars staðar vera.“ Þar sem Sigfús er ekki maður gamall, hefur hann verið í skóla mestan hluta lífs síns. Stúdentsprófíð í vændum og hvað svo? „Ég hef ekki í hyggju að setjast í skóla alveg á næstunni. Fer samt dálítið eftir atvinnutækifær- um hérna. Það sem freistar mín mest er að fara eitthvert til útlanda að læra. Einu sinni ætlaði ég reyndar í viðskiptafræði, en það er bara svo gífurlegur fjöldi sem sækir í það nám, að mér finnst það ekki lengur spennandi. Það á ekki við mig að vera með þessum ægilega fjölda í bekk. Iðnrekstrarfræðin sem byrjað verður að kenna hér á Akureyri haustið 1987 finnst mér áhuga- vert nám og gæti vel hugsað mér að fara út í það. Hvað iðn- rekstrarfræðina varðar, þá er það Sverrir Hermannsson sem kemur þessu námi á og á hann skilið hrós fyrir það. Hins vegar mega menn ekki gleyma því að það voru Framsóknarmenn sem búnir voru að stilla boltanum upp og ekki þurfti annað en rétt blása á hann til að hann færi að rúlla.“ Sigfús hefur unnið jafnframt námi, bæði í Búnaðarbankanum og í Smiðjunni um helgar. „Launin eru ekki það há, að maður geti neitað vellaunaðri aukavinnu. Ég þurfti að vinna með námi, ég er ekki úr fjöl- skyldu þar sem vaðið er í pening- um. Þannig að ég hef alltaf unnið fyrir mér sjálfur." - Er það algengt áð krakkar vinni jafnframt námi? „Það er upp og ofan. Jú, ég myndi segja að það væri nokkuð algengt. í sumum bekkjum eru aðeins örfáir sem ekki stunda einhverja vinnu.“ - Kemur það ekki niður á náminu? „Ef menn leggja hart að sér við námið, þá á það að vera í lagi þó að menn vinni líka. En geri menn það ekki, þá kemur það óneitan- lega niður á náminu." - Áhugamál? „Eins og flest ungt fólk í dag, hef ég áhuga á íþróttum. Ég gutla dálítið í körfubolta með bræðr- um mínum og öðrum góðum mönnum. Þegar ég var yngri æfði ég handbolta, en vegna veikinda í baki hætti ég því. Það er alveg lífsnauðsynlegt að hreyfa sig dálítið." „Önnur áhugamál? Á síðasta ári fékk ég ljóðabakteríu. Ekki þannig að ég skrifi ljóð sjálfur, ég held mig við að lesa þau. Aðal- ástæða þess að ég fékk þennan áhuga á ljóðum, er sú að í íslensku í fyrra tókum við tvo áfanga um þetta efni. Kennarinn, Benedikt Bragason gerði þetta líka svo áhugavert. Skemmtileg- ur maður, Benedikt, hann hefur húmor að mínu skapi.“ - Framsóknarflokkurinn, Sigfús. „Já, Framsóknarflokkurinn og hvenær hann kom inn í líf mitt. Það var þannig að í bekknum mínum mátti telja þá á fingrum annarar handar sem voru annað en íhaldsmenn. Ég vildi ekki vera eins og allir hinir. En það er nú samt ekki síður það, að stefnan heillaði mig. Ég lít þannig á, að blandað hagkerfi eins og við höf- um í dag, sé besta og skynsaml- egasta leiðin til að allir geti haft það nokkuð gott. Góð blanda einkaframtaks, samvinnufélaga og ríkisfyrirtækja held ég að best sé fyrir þetta þjóðfélag og ég tel að við íslendingar búum við eitt opnasta og besta hagkerfi sem völ er á í heiminum. Mér finnst stundum sem það fólk sem lengst er til hægri og vinstri sé öfga- kennt í sínum skoðunum. Þess vegna vel ég Framsóknarflokk- inn.“ - Sigfús, nú ert þú ungur mað- ur í Framsóknarflokknum. Ungt fólk hefur ekki verið mjög áber- andi í flokknum til þessa. . . „Það er eitt af því sem ég ekki skil. Ég veit ekki hvort skýring- anna geti verið að leita til þess að ungt fólk setur samasem merki á milli Kaupfélagsins og Fram- sóknarflokksins. Ég held að fólk geri sér rangar hugmyndir um samband þessara tveggja, ég vil segja ólíku aðila.“ - Snúum okkur þá að bæjar- málunum? „Skólamálin eru mér kærust. Ég get byrjað á Verkmennta- skólanum, sem er mjög góður skóli nú þegar, en á eftir að verða enn betri þegar hann er kominn undir eitt þak. Nú, það að hér á Akureyri hefjist háskólakennsla er eitt af okkar baráttumálum og við mun- um berjast fyrir því máli. Ein- hver sagði einhverntíma að samstaða hefði aldrei náðst innan Framsóknarflokksins um há- skólamálið. Það er öðru nær, menn eru mjög einhuga í því máli. Og það voru Framsóknar- menn sem unnið hafa hvað mest að framgangi þessa máls. Þeir stilltu boltanum upp. Þegar hér hefst háskólakennsla vantar húsnæði fyrir fólkið, því hingað mun koma fólk víða að af landinu. Um það bil einn þriðji af nemendum MA og VMA eru utanbæjarmenn, sem gæti þýtt 4- 500 manns. Það vantar heima- vistir, samkvæmt úttekt á þessu máli hefur verið talið vænlegast að byggja heimavist við Mennta- skólann, auk þess sem mötuneyti skólans getur tekið við fleira fólki í mat en nú er. Ég tel að jafn- framt byggingu heimavistar væri ráð að setja upp leigjendasamtök nemenda, einhvers konar hags- munasamtök sem gættu þess að verð ryki ekki upp úr öllu valdi í kjölfar aukinnar eftirspurnar." Eitthvað að lokum? „Já, ég vil beina því til þeirra sem nú kjósa í fyrsta skipti að íhuga vel stefnu flokkanna og athuga hvort menn eigi ekki samleið með Framsóknarflokkn- um.“ i Ititr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.