Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 20. maí 1986 20. maí 1986 - DAGUR - 7 Merk tímamót - hjá Baldri og Hlyn Þeir félagar Baldur Guðnason og Hlynur Birgisson leikmenn Þórs í knattspyrnu náðu merkuni áfanga í leiknum gegn Val á laugar- dag. Baldur lék sinn fyrsta leik í 1. deild og Hlynur skoraði sitt fyrsta mark í 1. deild en hann hóf að leika í deildinni í fyrrasumar. Baldur sem er tvítugur lék stöðu vinstri bakvarðar og þótti standa sig vel. Hlynur sem er aðeins 17 ára lék í fremstu víglínu með Bjarna Svcinbjörnssyni en það var ein- mitt fyrir Bjarna sem Hlynur kom inn í Þórsliðið á miðju keppnistímabili í fyrra. Þrátt fyrir að hafa leikið vel í lyrra tókst hon- um ekki að skora en segja iná að Hlynur hafi byrjað vel í ár því markið sem hann gerði á laugardag var stórglæsilegt. Þeir félagar eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða á knattspyrnuvellinum á næstu árum. Baldur Guðnason og Hlynur Birgisson. Mynd: KK Úrslit um helgina Eins og fram kemur í blaðinu í dag hófst íslandsmótið í knattspyrnu á laugardag. Leikin var heil umferð í 1. deild og 2. deild um helgina. Við látum hér fylgja úrslit leikj- anna sem leiknir voru um helgina. 1. dcild. ÍA-Fram 0:0 UBK-ÍBK 1:0 Víðir-FH 1:3 KR-ÍBV 4:0 Þór-Valur 2:1 2. deild. ÍBÍ-UMFN 3:3 Selfoss-Skallagrímur 4:1 KS-Völsungur 0:0 KA-Einherji 4:0 Þróttur-Víkingur 1:1 í kvöld fara fram fjórir leikir í 1. deild. Leikirnir eru þcssir: ÍBV-ÍA Víðir-KR Valur-UBK FH-ÍBK Annað kvöld leika síðan Fram og Þór og er það síðasti leikur annarar umferðar. íþróttÍL Hlynur Birgisson leikmaður Þór hefur hleypt af og knötturinn er á leið í markið hjá Valsmönnum. Hlynur er vel einbeittur á myndinni eins og sjá má. Mynd: KGA Rislág knattspyrna þegar Þór vann Val 2:1 á Þórsvelli í 1. deild íslandsmótsins Islandsmótið 2. deild: Öruggur KA- sigur á Einherja - Tryggvi skoraði 2 mörk „Þetta var ekki falleg knatt- spyrna. En það verður ekki spurt að því þegar upp verður staðið heldur eru það stigin sem gilda. Þetta var dæmi- gerður malarleikur sem verður sjaldnast skemmtilegur fyrir áhorfendur. Ég er engu að síð- ur bjartsýnn á framhaldið, næst er það Fram í Reykjavík, við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs eftir sigurinn gegn Val á laugardag. Það voru ekki liðnar nema nákvæmlega tvær mín og þrjátíu og tvær sekúndur af leiknum þeg- ar Þórsarar skora fyrsta markið. Þór fékk innkast rétt við horn- fána Vals. Júlíus Tryggvason tók langt innkast inn í markteig Vals, Stefán markvörður reyndi að kýla boltann í burtu en náði því ekki og hann barst fyrir markið þar sem Bjarni Sveinbjörnsson var réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi af stuttu færi, 1:0 fyrir Þór. Ekki var Stefán markvörður sáttur við að fá á sig mark, taldi að brotið hefði verið á sér en Baldur dómari var á öðru máli og dæmdi markið gilt. Annars gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik, Þór lék undan dálítilli golu og sótti nokkuð stíft á köflum en þeir Ársæll Krist- jánsson og Guðni Bergsson voru eins og klettar í Valsvörninni. Áttu þeir Bjarni og Hlynur erfitt með að komast framhjá þeim. Á 40. mín fengu Þórsarar aukaspyrnu út undir hliðarlínu hægra megin. Jónas Róbertsson sendi háan bolta inn í teig en Valsarar ná að hreinsa frá marki. Boltinn berst út á vítateigslínu þar sem Hlynur Birgisson kom aðvífandi og skaut hörkuskoti í bláhornið á marki Vals. Stefán markvörður náði að snerta bolt- ann en ekki nóg til þess að slá hann út fyrir. Staðan í hálfleik 2:0 fyrir Þór. Valsarar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru greinilega ekki á því að gefast upp. Strax á 48. mín komst Guðni Bergsson sem var færður framar á völlinn í seinni hálfleik upp kantinn og sendi góðan bolta fyrir mark Þórs. Baldvin mark- vörður fór út en náði ekki til knattarins sem barst manna á milli í teignum og endaði með skoti frá Ingvari Guðmundssyni er fór hátt yfir. Á 56. mín fengu Valsarar dæmda vítaspyrnu er knötturinn lenti í hönd eins varnarmanna Þórs inn í teig úr löngu innkasti frá Ingvari. Baldur dómari dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu sem Hilmar Sighvatsson skoraði úr af öryggi. Ekki voru allir jafn vissir um að boltinn hefði farið í hönd Þórsara í því tilviki. Eftir markið drógu Þórsarar sig enn aftar og náðu Valsarar mun betri tökum á spilinu þó að leikurinn hafi verið hálfgert loft- einvígi á köflum. Valsmenn héldu áfram að pressa og á 60. mín átti Sigurjón Kristjánsson skot rétt framhjá marki Þórs. En þótt Valsarar hafi pressað nokk- uð stíft fengu Þórsarar sín færi. Á 66. mín tók Kristján aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn fór í gegnum vörn Vals en Siguróli var aðeins of seinn að átta sig og skaut bolt- anum í hliðarnetið af stuttu færi. Valsarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna en tókst ekki og náðu Þórsarar sér í þrjú dýrmæt stig í deildinni. Það er erfitt að gera upp á milli leikmanna Þórs en varnar- mennirnir Júlíus, Árni, Jónas og Baldur stóðu vel fyrir sínu. Þá áttu þeir Hlynur og Halldór góða spretti, annars er liðið með jafna leikmenn. í liði Vals voru þeir Ársæll og Guðni eins og klettar í vörninni. Einnig áttu þeir Hilmar og Ingvar góðan leik. Það var hart barist og lítill tími gefinn þegar erkifjendurnir KS og Völsungur áttust við á Siglufjarðarvelli á laugardag í sínum fyrsta leik í 2. deildinni í knattspyrnu. Nokkur vorbragur var á leik liðanna en samt brá fyrir nokkr- um skemmtilegum tilþrifum hjá báðum liðum og greinilegt að þau verða til alls líkleg í sumar. Bæði lið söknuðu sterkra leikmanna, í lið KA vantaði Colin Thacker varnarmannin sterka sem var í banni, Björn Ingimarsson er meiddist í vikunni og Jón Kr. Gíslason landsliðsmann í körfu- bolta sem fékk botnlangakast skömmu fyrir leikinn. Völsungar söknuðu Helga Helgasonar sem hefur verið meiddur og Ómars Rafnssonar er meiddist fyrir skömmu. Mikil taugaveiklun einkenndi liðin í upphafi leiksins og ekkert markvert gerðist fyrstu mín. Á Dómari var Baldur Scheving og átti hann ágætan dag. -GSv 15. mín á svo Gústaf Björnsson þjálfari og leikmaður KS fyrstu tilraun til markskorunar í leikn- um er hann skýtur föstu skoti rétt utan við vítateig en framhjá. Á 25. mín gerðist óvænt atvik er ungur nýliði í KS-liðinu, bak- vörðurinn Birgir Ingimarsson (eða tappinn eins og hann er kall- aður) tók boltann viðstöðulaust á lofti og þrumaði honum af yfir 40 metra færi í þverslána og niður á völlinn. Voru Völsungar heppnir að boltinn speglaðist ekki af markverðinum og í markið. Skömmu síðar á Jakob Kárason gott skot innan vítateigs en mark- vörður Völsungs varði vel. Á þessum þriðjungi hálfleiksins sóttu Siglfirðingar fast og press- uðu Völsungana. Dæmið snérist svo við síðasta þriðjunginn í hálf- leiknum, þá sóttu Völsungarnir en náðu þó aldrei að skapa sér nein færi frekar en fyrr í leiknum. Síðari hálfleikurinn var mun „Við vorum frekar taugaveikl- aðir í byrjun en eftir að við skoruðum fyrsta markið var þetta auðunnið. Fyrir mig var þetta rólegur dagur í markinu. Engu að síður verðum við að leika betur en í þessum leik ef við ætlum upp,“ sagði Haukur Bragason markvörður KA eft- ir sigurinn á Einherja í 2. deildinni í knattspyrnu á sunnudagskvöld. Leikurinn fór mjög rólega af stað en það voru KA-menn sem voru öllu sterkari í byrjun. Þegar líða fór á hálfleikinn fóru Ein- herjamenn að koma meira inn í leikinn. Það voru þó KA-menn sem áttu fyrsta hættulega færið er Hinrik Þórhallsson átti skot rétt framhjá á 16. mín. Það má segja að KA-menn hafi sloppið með skrekkinn skömmu síðar er Helgi Ásgeirsson átti hörkuskot í slá KA-marksins eft- ir góða sókn. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komst Tryggvi Gunnars- son KA-maður í gott færi en Hreggviður markvörður varði meistaralega. Staðan í hálfleik 0:0. Það voru Einherjar sem áttu fyrsta hættulega færið í síðari hálfleik er Njáll Eiðsson þjálfari liðsins átti gott skot af stuttu færi en Haukur markvörður varði vel. Á 60. mín skora KA-menn fyrsta markið og var þar að verki opnari en sá fyrri og engin kafla- skipti, liðin skiptust meira á að sækja. Húsvíkingar áttu tvær hættulegar sóknir í upphafi hálf- leiksins og var Kristján Olgeirs- son ógnvaldurinn í bæði skiptin. Fyrst varði Ómar Guðmundsson markvörður vel skot hans frá vinstri úr vítateignum og síðan bjargaði Ómar aftur vel með út- hlaupi þegar Kristján hafði sloppið í gegn um KS-vörnina. Þetta voru nánast einu sóknir Völsungs í leiknum sem Siglfirð- ingum stóð einhver stuggur af. Siglfirðingar áttu nokkrar hættu- legar sóknarlotur í seinni hálf- leiknum og voru mun ákveðnari í sóknarleiknum. T.d. komust Gústaf og Óli Agnarsson í tví- gang hvor í færi inn í teig sem ekki tókst að nýta. Dauðafæri geta þau þó varla talist nema þá færið sem Óli fékk 15 mín fyrir leikslok. Hafþór vann þá boltann út á kantinum og gaf fyrir á Óla Hinrik Þórhallsson. Hann fékk góða sendingu frá Tryggva fyrir markið og skoraði af öryggi frá markteig. 8 mín síðar bætir Tryggvi við öðru marki fyrir KA eftir að Friðfinnur hafði sent boltann inn í teig frá vinstri þar sem Tryggvi var óvaldaður og skoraði gott mark. Og enn 2 mín síðar kemur þriðja mark KA. Helgi Jóhannsson skoraði þá af stuttu færi eftir hornspyrnu. 15 mín. fyrir leikslok bætti Tryggvi við sínu öðru marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á varn- armann Einherja fyrir að hand- leika knöttinn inn í vítateig. Tryggvi var síðan nálægt því að bæta við þriðja marki sínu skömmu fyrir leikslok. Boltinn barst inn í teig, gegnum vörnina en Tryggvi var aðeins of seinn að átta sig og boltinn fór aftur fyrir endamörk. Fleira markvert gerð- ist ekki í leiknum en öruggur sig- ur KA í höfn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og alveg þar til KA skorar fyrsta markið. Eftir það má segja að úrslitin hafi verið ráðin og aðeins spurning hversu stór sigur KA yrði. Bestir í liði KA voru þeir Þorvaldur Örlygs- son Friðfinnur Hermannsson og Hinrik Þórhallsson. Njáll Eiðs- son var langbestur Einherja- manna en einnig var Hreggviður Ágústsson markvörður þokka- legur. sem sendi lausan en lúmskan bolta á markið, varnarmaður hálfvarði og markvörður Völs- ungs hirti svo boltann skoppandi á línunni á síðustu stundu. Eins og fyrr sagði börðust liðin vel og reyndu oft á tíðum að spila fótbolta. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna í leikn- um, nánast útilokað. Þeir stóðu sig allir vel, reyndu sitt besta. Að mínum dómi var jafntefli ekki ósanngjörn úrslit en þó miðað við sóknaraðgerðir og færi hefðu Siglfirðingarnir með smá heppni verðskuldað sigur. En Björn Olgeirsson leikmað- ur Völsungs sem sagði í viðtali í Degi fyrir helgi að jafntefli væri tap fyrir Völsung má vera ánægð- ur með úrslitin. Þess má geta að þessi ummæli Björns hafa hneykslað margan Siglfirðinginn. Leikinn dæmdi Haukur Torfa- son og gerði það vel. ÞÁ íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Tilþrifalrtill leikur KS og Völsungs - hvorugu liðinu tókst að skora mark Umsjón: Kristján Kristjánsson Hinrik Þórhallsson kom KA á bragðið á móti Einherja. Hann skoraði fyrsta mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks. Mynd: KGA Golfvertíðin hafin - Þrjú mót að Jaðri um helgina Þá er golfvertíðin hafin hér á Akureyri. Um helgina fóru fram þrjú mót að Jaðri. Á laugardag var Flaggakeppni, á sunnudag Snærisleikur og í gær var einnar kylfu keppni. Mjög góð þátttaka var í þess- um mótum sem eru fyrst og fremst haldin til þess að koma fólki af stað. í Flaggakeppninni notar kepp- andi par vallarins plús forgjöfina sína og sú tala lögð saman og hann reynir að komast sem flest- ar holur á þeim höggafjölda. Ásgrímur Hilmisson sigraði í þeirri keppni, hann átti eftir einn metra til að klára 20. holuna. í 2.-3. sæti urðu þeir Jón B. Árna- son og Guðni Jónsson en þeir púttuðu út á 19. holunni. í Snærisleiknum fær keppandi snærisspotta. Helming að lengd miðað við forgjöf og getur hann notað spottann í staðinn fyrir högg. T.d. ef keppandi á 1 m eftir í holu getur hann í staðinn fyrir að pútta klippt 1 m af spottanum og sleppt högginu. Ef snærið er notað er ekki skráð högg á kepp- andann. Sigurvegari í Snærisleiknum varð Konráð Gunnarsson á 64 höggum. í öðru sæti varð Birgir Marinósson einnig á 64 höggum og í þriðja sæti varð Sigurður H. Ringsted á 69 höggum. Einnar kylfu keppnin fer þann- ig fram að keppandi notar aðeins eina kylfu í keppninni. Flestir nota járn númer 4 eða 5. I því móti sigraði Ragnar Harðarson á 75 höggum. í öðru sæti varð Konráð Gunnarsson á 76 högg- um og í þriðja sæti varð Sigurður H. Ringsted á 78 höggum. Það var hart barist á Siglufirði í leik KS og Völsungs á laugardag. Hér sækja Siglfirðingar að marki Völsungs. Mynd: þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.