Dagur - 27.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 27.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. maí 1986 x-b Dalvík x-b Guðlaug Björnsdóttir 1. sæti B-listans. Við teljum að nú þegar verðbólga er komin á við- ráðanlegt stig, eigi að vera grundvöllurfyrir því að lækka skuldir bæjarfélagsins verulega, en geta þó haldið áfram nauðsynlegum framkvæmdum. Húsvíkingar • Húsvíkingar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Garðari. Skrifstofan er opin, alla daga frá kl. 17.30-19.00 og 20.30-23.00. Fremri röð frá vinstri: Ragna Valdemarsdóttir, Baughól 44, Lilja Skarphéðinsdóttir, Baughól 21, Sigurgeir Aðalgeirsson, Háagerði 7, Egill Olgeirsson, Skálabrekku 7, Hjördís Árnadóttir, Brúnagerði 10, Sólveig Pórðardóttir, Baldursbrekku 8. Aftari röð frá vinstrí: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbrekku 5, Benedikt Kristjánsson, Garðarsbraut 79, Sigrún Hauksdóttir, Háagerði 1, Kristrún Sigtryggsdóttir, Urðargerði 6, Stefán Haraldsson. Laugarbrekku 24, Sigtryggur Albertsson, Ásgarðsvegi 18, Jón Helgason, Holtagerði 5, Börkur Emilsson, Uppsalavegi 16, Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, Tryggvi Finnsson, Uppsalavegi 28, Aðalsteinn P. Karlsson, Baughól 25, Jónína Á. Hallgrímsdóttir, Baldursbrekku 10. A kjördag minnum við stuðningsmenn á að kjósa snemma, ef ykkur vantar akstur á kjörstað, hafið samband í síma 41225. Að kosningu lokinni minnum við á kaffið og pönnukökurnar. Stuðningsfólk sýnið áhuga og hafið samband við skrifstofuna. Frambjóðendur Framsóknarflokksins verða á kosningaskrifstofunni til viðræðna um stefnu flokksins í bæjarmálum. Kosningasíminn er 41225. FRAMSÓKNARFÉLAG HÚSAVÍKUR Bændaskólanum á Hólum slitið: M015 verðlaun veitt fyrir goðan námsárangur Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitið við hátíð- lega athöfn s.I. fimmtudag. Athöfnin hófst klukkan 15,00 í kirkjunni, með hugvekju sem séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ flutti. Mættir voru auk nemenda, for- eldrar og aðstandendur þeirra. Einnig mætti Sveinbjörn Dag- FuUordinsfrædsla - Parftu að liðka þig í réttritun ? - Viltu rifja uppy, n ognn eða eitthvað annað í stafsetningu? 30 klst. námskeið hefst mánudaginn 2. júní í Síðuskóla. Kennt verður fjögur kvöld í viku: Kl. 18-20 og kl. 20-22. Hámarksfjöldi í hóp 12 manns. Skráning og upplýsingar í síma 31262 kl. 18-20 daglega. Kennari: Rósa Eggertsdóttir. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi eystra Vistheimilið Sólborg Vegna forfalla vantar sumarafleysingafólk. Um er að ræða heilar stöður og hlutastöður. Upplýsingar í síma 21755 virka daga frá kl. 10-16. Forstöðumaður. finnsson ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu. Tuttugu búfræðingar útskrifuðust frá skólanum að þessu sinni, en alls stunduðu 48 nemendur nám við skólann í vetur á tveimur braut- um, almennri búfræðibraut og fiskeldisbraut, svo kallaðri sporðbraut. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra gekk skólahald vel í vetur. Á síðasta skólaári var í fyrsta skipti kennd trjárækt við skólann og stendur til að auka þá kennslu og einnig kennslu í hrossarækt. Ymislegt annað er á döfinni varðandi framboð á auknum námsmögu- leikum við skólann. Hæstu burtfarareinkunn við skólann hlaut Magnús Þór Haf- steinsson frá Akranesi, nemandi á sporðbraut 9,2. Einnig hlutu 1. ágætiseinkunn þeir Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni á Skaga 9,1 og Sigurjón Rúnar Rafnsson frá Reykjavík 9,0. Þeir voru báð- ir á almennri braut. Fjölmörg verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum. Magnús Þór hlaut bókaverðlaun frá Búnaðarfélagi íslands fyrir hæstu burtfarareinkunn. Verð- laun gefin af Sambandi íslenskra loðdýraræktenda fyrir hæstu einkunn í loðdýrarækt hlaut Sig- urjón Rúnar. Verðlaun fyrir hæstu einkunn í jarðræktargrein- um, gefin af Bændaskólanum hlaut Jóhanna Pálsdóttir frá Reykjavík og hlaut hún einnig verðlaun fyrir skógrækt. Verð- laun gefin af Bændaskólanum fyrir hæstu einkunn í verknámi hlutu Sigurjón Rúnar og Magnús Þór. Verðlaun í búfjárræktar- greinum hlutu þeir Gunnar Rögnvaldsson og Guðbjörn Ósk- arsson frá Stóru-Þverá í Fljótum. Gunnar hlaut einnig verðlaun frá skólanum fyrir bútækni og Guð- björn frá Stéttasambandi bænda fyrir bústjórnargreinar. Verðlaun frá hrossaræktarsambandi Skaga- fjarðar fyrir góðan árangur í hrossaræktargreinum hlaut Anton Þ. Níelsson frá Dalvík. Magnús Þór hlaut verðlaun frá Sambandi veiðifélaga fyrir fiskirækt og frá Hólalaxi fyrir fiskeldisgreinar. Að síðustu fengu Aðalgeir Bjarki Gestsson úr Svartárdal og Birkir Þrastar- son úr Biskupstungum verðlaun fyrir góða umgengni í skólanum. Áð skólaslitum loknum var nem- endum og gestum boðið til kaffi- samsætis í skólanum. þ.á. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 28. maí 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigfríður Þorsteinsdóttirog Freyr Ófeigsson, til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Fjölskyldan samankomin í Bílahöllinni. Gunnar 3. f.v. og Valgerður kona hans 2. f.v. ásamt börnum og barnabörn- ii / r/i ■ Mynd: gej-. Ný bílasala: hf. opnuð á Akureyri Bílahöllln „Ég byrjaði að versla með bOa árið 1949. Það var löngu áður en almennar bflasölur voru stofnaðar á landinu,“ sagði Gunnar Haraldsson bflasali sem nýlega opnaði bflasölu á Akureyri. Bílasalan sem heitir Bílahöllin h/f, er til húsa í gamla B.S.A. verkstæðinu við Strandgötu, en það verkstæði hefur verið lagt niður í sinni upprunalegu mynd. Gunnar keypti húsið, sem er um 750 ferm að stærð. Þar af er salur undir bílana um 600 fermetrar. Fyrsta sala Gunnars hét Bíla- og vélasalan, en síðast rak hann Bílasalann við Hvannavelli. Þá bílasölu seldi hann Höldi s/f árið 1984. Þá ætlaði Gunnar að flytja til Reykjavíkur og stofnaði hann bflasöluna Bílahöllina þar. Ekk- ert varð úr Reykjavíkurflutning- unum og ákvað hann þá að setja á stofn þá bílasölu sem nú hefur verið opnuð. Bílahöllin starfar í samvinnu við Bílasöluna h/f, sem flytur inn bíla frá Ford og Zusuki og geta menn því fengið bæði nýja og notaða bíla hjá Bílahöllinni við Strandgötu á Ákureyri. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.