Dagur - 27.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 27.05.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. maí 1986 Vorhreingeming á Húsavík: Bærinn hreinsaður M pra til fjalls Það var gott að fá pyl.su eftir allt púlið. „Munið að margar hendur vinna létt verk,“ stóð í bréfi er undirbúningsnefnd á vegum Foreldrafélagsins við Barna- skóla Húsavíkur skrifaði til barna og foreldra í bænum. , Nefndin var að skipuleggja hreinsunarherferð sem fór fram síðdegis á miðvikudag. Fullyrð- ing nefndarmanna um margar hendur og létt verk urðu að veru- leika, 6-700 manns tóku þátt í hreinsunarherferðinni og nú er hreint á Húsavík frá fjöru til fjalls. Steingrímur Hallgrímsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Sólveig Skúladóttir skipuðu undirbún- ingsnefndina. Þau skiptu bænum og næsta nágrenni í sjö svæði, á hverju svæði unnu tveir flokks- stjórar, börn úr öllum bekkjum skólans og foreldrar við að tína og safna saman rusli. í byrjun var iagt upp með 350 stóra ruslapoka en þeir dugðu ekki svo útvega þurfti fleiri með hraði. Böm og foreldrar tína rusl. Um daginn hreinsaði fjöldi fólks lóðir sínar og haft er á orði að bærinn sé eins og nýr eftir þessar framkvæmdir. Bæjarstarfsmenn sáu síðan um að fjarlægja ruslið og var það ærinn starfi, giskuðu þeir á að rúmlega tíu vörubílshlössum af rusli hefði verið ekið á haugana. „Við erum mjög ánægð, þetta gekk miklu betur en við áttum von á og ég vil þakka öllum bæjarbúum, fyrirtækjum og bæjarstarfsmönnum fyrir sitt framlag," sagði Sólveig að lokn- um framkvæmdunum. Mikil veisla var haldin við bamaskólann að hreinsun lok- inni. Þar voru snæddar 500 pylsur, kleinur sem í þurfti 25 kg af hveiti voru steiktar og borðað- ar, einnig var kaffi og fernu- drykkir á boðstólum. Mörg fyrirtæki í bænum styrktu foreldrafélagið vegna hreinsunarherferðarinnar, bæði með peningagjöfum og vöruút- tekt fyrir veisluna. Rekstraraf- gangur dagsins var um 40 þús. kr. og verður hann notaður til að bæta aðstöðu forskólabarna og/ eða lagfæringa á skólastofu sem notuð er m.a. sem félagsaðstaða. IM Hreinsað umhverfis íþróttavc _jvannlft_________________ Grunnskólinn Blönduósi: Föstudaginn 16. maí var haldið heilmikið “karníval“ á Blönduósi undir yfírskriftinni Fjör - Egg ’86. Það voru nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Blönduósi sem stóðu fyrir uppákomunni og var hún endapunktur svo- kallaðrar opinnar viku í skólanum. Dagskráin hófst með skrúð- göngu sem fór vítt og breitt um bæinn og var þó nokkur háreysti göngunni samfara svo það gat varla farið fram hjá neinum að nú stóð mikið til. Síðan var arkað sem leið liggur að Hótel Blöndu- ós þar sem göngumenn þáðu veit- ingar í boði hótelsins, bakarísins og mjólkurstöðvarinnar, en á meðan hvílst var og matast fór fram leiksýning á svölum hótels- ins og fengu krakkarnir lögreglu- stjórann í lið með sér við þá sýn- ingu. Síðan var marserað áfram um stund en þá tekin stutt hvíld þar til dagskrá hófst að nýju klukkan 20 í skólanum. Sýningin í skólanum var stórkostleg og greinilegt að mikið og fórnfúst starf lá þar að baki. Krakkarnir höfðu farið í fjörur og víðar tii að Þarna sést hluti skrúðgöngunnar nálgast hótelið þar sem þau hvíldust og nutu veitinga. safna efnivið sem síðan var flutt- ur í skólann þar sem þeir breyttu honum í listaverk sem síðan voru notuð til að skreyta íþróttasalinn, sundlaugina og fleiri staði í skólanum. Kvölddagskráin hófst í íþróttasalnum þar sem sérstakir gestir dagsins, nemendur Lauga- landsskóla í Eyjafirði, skemmtu gestum með söng og stuttum leik- þáttum. Þá var komið að rúsín- unni í pylsuendanum, en það var leiksýning sem fór fram í sund- lauginni og það sem meira er, það var vatn í lauginni! Sund- laugin hafði verið útbúin sem bráðlaglegur veitingasalur og út í Þetta listaverk úr lambakjöti var framlag hótelsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.