Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 28. apríl 1987 79. tölublað Peysur ítölsk gæði. Fjölbreytt úrval, margir litir. HERRAÖEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Jökull hf. Raufarhöfn: „Rekstrarafgangur tæpar 40 milljónir í fyrra“ - segir Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri „Ég get ekki sagt annað en að við getum verið ánægðir með rekstrarafkomuna í fyrra. Samkvæmt ársreikningum er rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og óreglulegar tekj- ur 39,7 milljónir króna,“ sagði Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn, þegar hann var spurður um afkomu fyrirtækis- ins í fyrra. Vaxtagjöld Jökuls hf. voru 18,1 milljón kr. en verðbreyt- ingatekjur voru 21,7 milljónir. „Afkoma fyrirtækisins er betri en Bændur: Vorverk að hefjast - sauðburði seinkað vegna samdráttar í framieiðslu Núna strax eftir mánaðamótin má búast við að hin almennu Kaupskip hf: Combi Alfa selt „Það er ósköp lítið að frétta, Combi Alfa hefur verið selt og við tókum annað skip á leigu í staðinn,“ sagði Jón Steindórs- son hjá Kaupskipum hf. á Akureyri, þegar hann var spurður um breytingar á skipastól félagsins. Kaupskip hf. voru með Combi Alfa á leigu í nokkra mánuði en eigendur skipsins seldu það græn- lenskum aðilum fyrir skömmu. Jón Steindórsson tók þá norskt flutningaskip á leigu fyrir hönd Kaupskipa hf. Combi Alfa hefur verið afhent hinum grænlensku aðilum en norska skipið er ekki komið í gagnið ennþá. Að sögn Jóns Steindórssonar verður norska skipið aðallega í flutningum milli hafna erlendis og horfurnar í útgerð leiguskipa eru ekki slæmar um þessar inundir. Áhöfnin á skipinu verð- ur mestmegnis erlend. EHB vorverk hefjist hjá bændum landsins. Þetta er þó auðvitað misjafnt eftir héruðum og mið- ast þá við veður, snjóalög og fleira. í byrjun mánaðarins má búast við að áburðardreifing á tún hefj- ist víðast hvar í Eyjafirði að minnsta kosti. Nokkrir bændur hafa að vísu þegar borið á kúahaga og aðra smáskika sem eru orðnir nægilega þurrir en tún eru flest of blaut ennþá. Sums staðar má svo búast við að áburð- ardreifing dragist lengur og í Svarfaðardal er til dæmis tals- verður snjór á túnum ennþá. Sauðburður hefur yfirleitt haf- ist í byrjun maí í Eyjafirði og víð- ar en annars staðar nokkru seinna, allt undir mánaðamótin maí-júní. Að sögn Guðmundar Steindórssonar ráðunauts hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðar er lík- legt að vegna samdráttar í fram- leiðslu hafi nienn seinkað sauð- burði um vikutíma eða svo þann- ig að hann muni almennt hefjast 10.-15. maí. Jarðvinna svo sem vinnsla kartöflugarða er fyrst og fremst bundin því að jarðvegurinn þorni nokkuð og klaki fari úr jörðu og á sama hátt er það algjörlega háð veðri hvenær kýrnar fá að hlaupa út um víðan völl. ET við áttum von á. I fyrra var meira jafnvægi en áður milli afkomu útgerðar og frystingar hjá okkur. Framleiðslan í fyrra gekk vel því við höfðum mikinn og góðan fisk. Hér áður var oft talað um að afkoma frystingarinnar væri góð en tap á útgerðinni. Þetta snerist að hluta við á síðasta ári. Við seldum hlut okkar í Stakfellinu í fyrra og söluhagnaðurinn varð 11,3 milljónir. Við gerum Rauða- núp út eftir sem áður en Fiskiðja Raufarhafnar sér um rekstur frystihússins,“ sagði Hólmsteinn. Að sögn Hólmsteins er hluti af afla Stakfellsins frá Þórshöfn fluttur til Raufarhafnar með vörubifreiðum, en 70 km eru milli Raufarhafnar og Þórshafn- ar. Næsta haust verður nýtt frystihús tekið í notkun á Raufar- höfn en byrjað var á byggingunni fyrir tveimur árum. Gamla frysti- húsið verður notað áfram undir saltfiskverkun o.fl. Milli 60 og 80 manns vinna í frystihúsinu á Raufarhöfn. EHB Siglt heim að kvöldi. Mynd: RÞB Vandi Hitaveitu Akureyrar: Vilja baktryggingu frá ríkissjóði Þessa dagana fjalla Bæjarráð Akureyrar og stjórn veitu- stofnana bæjarins um drög að samningi milli Hitaveitu Akur- eyrar og fjármálaráðuneytis- ins. Stjórnskipuð nefnd um vanda hitaveitna lagði til fyrr í vetur að Hitaveita Akureyrar lækkaði orkuverð um 20% en forráðamönnum Hitaveitunn- ar þótti sú lcið ekki álitleg nema einhver trygging kæmi á móti af hálfu ríkissjóðs. Þegar hin stjórnskipaða nefnd hóf viðræður við fulltrúa Hita- veitu Akureyrar kom til álita hvaða aðferð skyldi hafa við að gera reiknilíkön fyrir hitaveiturn- ar til 25 ára. I einu reiknilíkaninu var gert ráð fyrir lágum vöxtum og 2% „heimsverðbólgu", og samkvæmt því verða skuldir H.A. fullgreiddar árið 2013. Hugmynd nefndarinnar var sú að samkvæmt þessu líkani væri H.A. fært að lækka orkuverð um 20% í áföngum. Ekki var gert ráð fyrir því að Hitaveitan yrði fyrir neinum orkulegum eða fjár- hagslegum áföllum næstu 28 ár. Lánveitingar Byggðastofnunar á síðasta ári: Norðurland fékk 302 milljónir - í 114 lánveitingum - stærsta iánið til laxeldisstöðvar Miklalax hf. 30 milljónir Á síöasta ári voru útborguð lán og styrkir Byggðastofnunar samtals 1.049 milljónir króna. Þar af voru um 816 milljónir svokölluð almenn lán, 217 milljónir lán til aukningar verkefna innlendra skipa- smíðastöðva, 11,8 milljónir í lán til að bæta aðbúnað holl- ustuhætti og öryggi á vinnu- stöðvum og 3,7 milljónir í styrki. Á Norðurlandi vestra námu almennar lánveitingar alls um 132 milljónum á síðasta ári. Lán- veitingarnar voru 56 talsins. Stærsta lánið var veitt til upp- byggingar á fiskeldisstöð Mikla- lax hf. eða 30 milljónir. Til fjár- hagslegrar endurskipulagningar Útgerðarfélags Skagfirðinga voru lánaðar 15,3 milljónir og 9 millj- ónir til nýbyggingar fóðurstöðvar Melrakka hf. á Sauðárkróki. Af öðrum lánveitingum má nefna að sex aðilum voru lánaðar um 14,6 milljónir vegna hlutafjáraukning- ar í Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Á Norðurlandi eystra voru lán- veitingar 49 talsins samtals að upphæð 136,4 milljónir. Stærsta lánið var veitt Fiskiðjusamlagi Húsavíkur til endurkaupa á tog- aranum Kolbeinsey, 15 milljónir. í>á voru veitt tvö 13 milljón króna lán, til Þorsteins Más Aðalsteins- sonar vegna loðdýrabúsins að Ytra-Holti við Dalvík og til fjár- hagslegrar endurskipulagningar Kaldbaks hf. á Grenivík. 10 milljónir voru lánaðar til fiskeld- isstöðvar Óslax hf. í Ólafsfirði. Á Norðurlandi voru veitt 7 lán til aukningar verkefna skipa- smíðastöðva samtals að upphæð 30,8 milljónir. Hæsta lánið var 15 milljónir til Höfða hf. á Húsavík vegna togarans Júlíusar Hav- steen. Til að bæta aðbúnað á vinnu- stöðum fékk Möl og sandur hf. á Akureyri eina milljón og Hrað- frystistöð Þórshafnar 1,8 milljón. Eini styrkurinn sem var veittur til Norðurlands fór til endurbóta á Gamla læknishúsinu á Sauðár- króki og nam styrkurinn 250 þús- und krónum. ET Þessari hugmynd var mótmælt bæði af bæjarráði og stjórn veitu- stofnana á þeim grundvelli að ótryggt væri að 2% alheimsverð- bólga sæi um að borga niður skuldir Hitaveitunnar. Ljóst þyk- ir að verðbólga í þeim löndum sem hitaveitan skuldar mest rýrir höfuðstól skuldarinnar. En það er líka óvíst hvernig verðbólga í viðskiptalöndunum verkar á tekj- ur og gjöld H.A. því íslensk gengisskráning kemur þar inn í dæmið. Þá eru 28 ár langur tími og óhjákvæmilegt er að fara út í verulegar framkvæmdir á vegum hitaveitunnar á því tímabili. Þannig varð sú hugmynd til að gerður væri e.k. baktryggingar- samningur, sem skuldbindi ríkis- sjóð til að taka á sig hugsanleg skakkaföll vegna fráviks frá 2% heimsverðbólgu gegn því að orkuverðið yrði lækkað um 20%.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.