Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 28. apríl 1987 - DAGUR - 9 Golfvertíðin að hefjast - æfingar í öllum flokkum hafnar að Jaðri eru þeir sem hér segir: Á mánu- dögum á milli kl. 16 og 17 fyrir 11 ára drengi og stúlkur. Á miðviku- dögum á sama tíma fyrir pilta og stúlkur 12-15 ára og á föstudög- um fyrir 16 ára og eldri, bæði kyn. Barnwell hefur þegar opnað golfverslun sína að Jaðri og er hún opin á meðan hann er við sem er flestar stundir dagsins. Hann hefur gert samning við tvö stór ensk golffyrirtæki og getur því boðið golfvörur bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir á mjög hagstæðu verði. Annað fyrirtækið heitir Titleist og er með vörur fyrir þá sem lengra eru komnir en hitt ber nafnið Fazer og frá þeim hefur Barnwell enn ódýrari golfvörur fyrir byrjendur. Barnwell sagði í samtali við Dag, að þeir sem væru að byrja í íþróttinni, flöskuðu margir á því að byrja ekki á því að fá tilsögn hjá kennara. Pess í stað byrjuðu mjög margir að beita kylfunum rangt en kæmu síðan í kennslu þegar allt væri komið í óefni. En það er mun meira verk fyrir kennara að laga vitleysur í stað þess að kenna réttu handtökin í upphafi. Því vildi hann ráðleggja fólki að verða sér úti um kennslu strax í upphafi. r Knattspyrna: Ami og Kjartan í landsliðinu - sem mætir Dönum í kvöld Landslið íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur við Dani í kvöld. Leikurinn er liður í Evrópu- mótinu og fer hann fram í Rönne í Danmörku. Auk ís- lands og Danmerkur, leika Belgía og Pólland í sama riðli. Lárus Loftsson þjálfari ís- lenska liðsins hefur valið 16 leikmenn í leikinn en þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Karl Jónsson Þrótti R Kjartan Guðmundsson Pór Ak Aðrir leikmenn: Egill Örn Einarsson Prótti R Leiðrétting: Mynda- brengl Við upplímingu á blaðinu í gær, urðu þau mistök að myndatextar á íþróttasíðu víxluðust. Á bls. 8 var mynd af skíðagöngumönnun- um Kára Jóhannessyni frá Akur- eyri og Kristjáni Haukssyni frá Ólafsfirði sem skipuðu sér í tvö fyrstu sætin í göngu í flokki 12 ára á Andrésar Andar leikunum um helgina. Það er Kristján sem skíðar af krafti á myndinni en Kári sem hampar verðlaunabikar sínum. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Bjarni Benediktsson Sjörnunni Helgi Björgvinsson Fram Pormóður Egilsson KR Rúnar Kristinsson KR Valdimar Valdimarsson Stjörn- unni Hólmsteinn Jónasson Fram Ólafur Viggósson Þrótti N Haraldur Ingólfsson ÍA Árni Þór Árnason Þór Ak Steinar Adolfsson Val Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni Gunnlaugur Einarsson Val Leifur Hafsteinsson ÍBV Þeir félagar Árni Þór og Kjartan eru í hópnuni sem mætir Dönuin í kvöld. Mynd: KK Nú þegar sólin fer að hækka á lofti, fara menn að huga að sumaríþróttum sínum. Golf- áhugamenn láta sitt ekki eftir liggja í þeim efnum, alla vega ekki ónefndur bæjarverkstjóri hér á Norðurlandi. David Barnwell golfkennari Golf- klúbbs Akureyrar er mættur til landsins fyrir nokkru og hefur hafið golfkennslu af full- um krafti. Til að byrja með var hann með æfingar í Höllinni en hefur nú flutt sig um set og kennir nú á svæði GA að Jaðri. Hann er með tíma fyrir alla aldursflokka og David Barnwell hefur hafið golf- kennslu að Jaðri. Sigurpáll Aðalsteinsson fékk lítið að spreyta sig á Norðurlandamótinu í handknattleik sem lauk á sunnudag. Mynd: rþb ísland tapaði fyrir Svíþjóð - og hafnaöi í 2. sæti á Norðurlandamótinu í handknattleik Norðurlandamótið í körfuknattleik: ísland í neðsta sæti íslenska körfuknattleikslands- liðið hafnaði í neðsta sæti á Norðurlandamótinu sem lauk í Horsens í Danmörku á sunnu- daginn. Liðið tapaði öilum leikjum sínum á mótinu, fyrir Dönum í síðasta leiknum með tveimur stigum, eftir að hafa haft eitt stig yfir þegar 2 sek. voru eftir. Svíar urðu Norður- landameistar, þeir sigruðu Finna í úrslitaleik. Finnar urðu því í öðru sæti, Norðmenn í því þriðja, Danir í fjórða en íslenska liðið rak lest- ina, hlaut ekkert stig. Árangur íslenska liðsins veldur óneitan- lega miklum vonbrigðum en fyrir mótið var jafnvel búist við því að liðið myndi blanda sér í baráttu um titilinn. En það eru ekki alltaf jólin og við vinnum bara næst. íslenska unglingalandsliðið skipað Ieikmönnum 18 ára og yngri hafnaði í 2. sæti á Norðurlandamótinu í hand- knattleik sem lauk á sunnudag. Leikið var í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Það voru Norðmenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar, þeir unnu alla sína leiki nema gegn íslandi sem lyktaði með jafn- tefli. Síðasti leikur Islands í mótinu var gegn Svíum og með sigri í þeim leik hefði íslenska liðið tryggt sér sigur í mótinu. En strákarnir þoldu illa pressuna og töpuðu 19:25 og höfnuðu því í 2. sæti. Svíar urðu í 3. sæti, Danir í 4. sæti, Finnar í 5. sæti og Færey- ingar ráku lestina, hlutu ekkert stig. Úrslit leikja á mótinu urðu Aðalsteinsson úr Þór. Sigurpáll fékk lítið að spreyta sig með lið- inu og lék aðeins með gegn Fær- eyjum. Hann spilar sömu stöðu og Konráð Olavson úr KR en hann er einn albesti leikmaður íslenska liðsins og því á brattann að sækja fyrir Sigurpál. Valur Ingimundarson var fyrirliöi körfuboltalandsliösins í Danmörku. þessi: Ísland-Danmörk 24:20 Svíþjóð-Færeyjar 36: 9 Noregur-Finnland 27:24 Svíþjóð-Finnland 19:19 Færeyjar-ísland 14:32 Danmörk-Noregur 16:28 Finnland-Færeyjar 33:18 Ísland-Noregur 22:22 Danmörk-Svíþjóð 17:20 Danmörk-Færeyjar 30:16 Finnland-ísland 19:34 Svíþjóð-Noregur 24:26 Finnland-Danmörk 21:31 Noregur-Færeyjar 35:13 Ísland-Svíþjóð 19:25 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Jóhannes sigraði Sigfús bæjarstjóra Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri var lítil hindrun fyrir Jóhannes Atlason í getraunaleiknum um helgina. Jóhannes hafði 6 leiki rétta en Sigfús aðeins 4. Jóhannes heldur því áfrani en hann er farinn að tala um að þetta sé orðið dálítið þreytandi. Hann hefur skorað á Sveinbjörn Sigurðsson starfsmann KEA í næstu untferð. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að halda báðir með VVolves í ensku knattspyrnunni og eru sennilega þeir einu hér á landi sem það gera enn í dag. Jóhannes sagði að ef hann tapaði þá væri það alla vega fyrir samherja. Sveinbjörn hefur fylgst ineð góðu gengi Jóa að undanförnu en hann hyggst stöðva hann um næstu helgi, þó hann viti að það verði erfitt. En við skulum líta á spá þeirra Wolves- félaga: Lokastaðan varð þessi: Noregur 5 4-1-0 138 ísland Svíþjóð Danmörk Finnland Færeyjar 99 7 5 3-1-1 131:100 5 5 3-1-1 121: 87 5 5 2-0-3 114:109 4 4 1-1-3 116:129 3 5 0-0-5 67:169 0 Einn Norðlendingur var í íslenska liðinu, Sigurpáll Árni Jóhannes Sveinbjöm Arscnal-Aston Villa x Charlton-Luton 1 Chelsea-Leicester 1 Coventry-Liverpool 2 Man.Ltd.-Wimbledon 1 Nott.Forest-Tottenham x Oxford-Norwich 1 Sheff.Wed.-Q.P.R. 1 Watford-Southampton 1 West Ham-Newcastle 2 Derby-Leeds 1 Oldham-Plymouth 1 Tipparar niunið að skila seðlunum svo enginn verði nú af vinningi. 1 Arsenal-Aston Villa Charlton-Luton Chelsea-Leicester Coventry-Liverpool Man.Utd.-Wimbledon Nott.Forest-Tottenham Oxford-Norwich Sheff.Wed.-Q.P.R. Watford-Southampton West Ham-Newcastle Derby-Leeds Oldham-Plymouth inn fyrir hádegi á fímmtudögum x 2 1 x 2 1 1 1 1 1 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.