Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 19

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 19
11. desember 1987 - DAGUR - 19 Hópurinn saman kominn. Alls sátu þingið 83 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum kjördæmissambandsins. Norðurland vestra: Kjördæmisþing framsóknarmanna Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi dagana 28. og 29. nóvember sl. Gestir þingsins voru þau Steingrímur Hermannsson og Unnur Stef- ánsdóttir formaður L.F.K., en vegna ófyrirsjáanlegra orsaka gat Þórunn Guðmundsdóttir, sem átti að ávarpa þingheim fyrir hönd S.U.F., ekki mætt. Umræður voru talsvert miklar og létu menn í Ijósi áhyggjur sín- ar vegna óvissrar stöðu í efna- hagsmálum og fyrirsjáanlegra deilna á vinnumarkaði. Einnig voru fiskveiðistefnan og byggða- mál rædd. Að loknum þingstörfum fyrri daginn var haldin kvöldskemmt- un og í framhaldi af því slegið upp opnum dansleik. Var hann vel sóttur, ekki síst af ungu fólki. Dagskrá þingsins lauk með kosningum þar sem Bogi Sigur- björnsson, skattstjóri á Siglu- gegnt hefur því embætti, en hann firði, var kosinn formaður í stað er nú á förum úr kjördæminu. Ástvalds Guðmundssonar, sem Á.G. Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra: Ásmundur Smári Valdimarsson, Magnús Sigfússon, Kristín Pálsdóttir, Bogi Sigurbjörnsson formaður, Pálína Skarphéðinsdóttir, Jón E. Friðriksson og Helgi Ólafsson. Á myndina vantar Ásdísi Magnúsdóttur og Valgarð Hilm- arsson. Ijósvakarýni Nú hellist yfir landslýð jóla- auglýsingaflóðiö af fullum krafti. Með vaxandi fjölda fjölmiðla dreifist auglýsingamagnið meira en áður. Það kemur undirrituð- um á óvart hve mikið hver miðill fær þó í sinn hlut. Ríkissjónvarp- ið finnur sjálfsagt mest fyrir sam- drættinum, enda fær Stöð 2 heilmikið í sinn skerf. Ríkissjón- varpið getur þó unað vel við sitt því á hverju kvöldi fá landsmenn að berja augum ótalinn fjölda auglýsinga. Útvarpsstöðvarnar keppast við að auglýsa allan daginn, þótt magnið í sjálfu sér segi ekki mikið um tekjurnar. Þó að höfundur þessarar greinar hafi ekki gert fræðilega úttekt á magni auglýsinga fyrir þessi jól miðað við fyrrí ár, þá er hægt að fullyrða að bæði fjöldi og það fjár- magn sem veitt er til auglýsinga hefur aukist gifurlega. Þetta er í samræmi við mikla þenslu í þjóð- félaginu, aukningu kaupmáttar og skattleysi þessa árs. Peninga- magnið f umferð er gífurlegt og verða þetta áreiðanlega mikil kaup- gleðijól. En einhverjir verða að greiða fyrir allt þetta auglýsinga- magn og það eru líklega við neyt- endurnir sem að lokum greiðum brúsann. Ekki er þó undirritaður að agnú- ast út i fyrirtækin eða kaupmennina fyrir að auglýsa svona mikið. Ein- hvern tíma sagði ágætur maður úti í hinum stóra heimi að „hver þjóð fær þá stjórn sem hún á skiliö. “ Með þvi að snúa dálítið út úr þessu og segja að: „Hver þjóð fær það magn auglýsinga sem hún biður um“ koma margar spurningar upp f kollinn á manni. Er íslenskt þjóðfé- lag orðið það flókið að fólk þarf auglýsingar til að upplýsa sig um það sem í boði er? Hvert er hlut- verk auglýsinga? Eru þær upplýs- ingamiðlun eða áróður? Fá auglýs- ingar okkur til að kaupa hluti sem við þurfum alls ekki á að halda? Það er skoðun höfundar að Islendingar séu upp til hópa skynsamir, vel menntaðir einstakl- ingar sem láta ekki gylliboð auglýs- inganna glepja sér sýn. Hinsvegar eru rúmlega 30 þúsund fótanudd- tæki, fleiri þúsund Soda Stream vélar, örbylgjuofnar, og sjónvarps- leikir ýmiss konar á heimilum land- ans staðreynd. Sjálfsagt er eitthvað af þessum tækjum notað, en Iík- lega fær mikið af þeim að hvila í efstu hillunum í skápum landsm- anna. Svona í lokin áður en greinarhöf- undur hvetur landsmenn að stilla innkaupum sínum í hóf, þá kemur ein lítil saga sem viðkemur fóta- nuddtækjum. Höfundur á tvo kunn- ingja sem sífellt eru að hrekkja hvor annan. Einn besti grikkurinn var þegar annar þeirra setti smá- auglýsingu í DV, þar sem hann auglýsti eftir tveimur lítið notuðum fótanuddtækjum. Málið var hins vegar að hann setti nafn og siman- úmer kunningja síns undir auglýs- inguna og siminn var rauðglóandi hjá kunningjanum í 3 daga á eftir! Hringt var bæði dag og nótt og loksins tók hann til þess ráðs að taka símann úr sambandi. Nú ligg- ur hann undir feldi að hugsa upp ráð til að ná sér niður á kunningja sínum! Látum þetta nægja um Ijósvak- ana að sinni og munum að hóf er best á hátíðisdögum. Andrés Pétursson Jólafundur Náttúrulækningafélags Akureyrar verður haldinn í Oddeyrarskóla mánudaginn 14. des- ember kl. 20.00. Mætum vel. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Bridge - Bridge Svæðamót Bridgesambands Norðurlands eystra, sveitakeppni, verður haldin í Iðnskólanum á Akureyri 15.-17. janúar 1988. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 8. janúar til Arnar Einarssonar sími 96-21058 eða Stefáns Ragnarssonar í síma 96-22175. Félagsmenn í STAK Fræðslufundur um staðgreiðslu opinberra gjalda verður að Ráðhústorgi 3, 2. hæð, 14. des. 1987 kl. 20.00. Fulltrúi frá skattstofunni situr fyrir svörum. STAK AKUREYRARB2ER Ræstingar Dvalarheimilið Hlíð vantar fólk í ræstingavinnu. Um er að ræða 70% starf, frá 20. desember. Einnig í fullt starf frá 1. janúar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 23174 eða 27023. Dvalarheimilið Hlíð. Super High Grade 180 min. Myndbandsspólur Kiukkutfma myndbandsefni er á hverri spólu Verð kr. 895.- Póstþjónusta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.