Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. september 1988 167. tölublað Sléttbakur að klára kvótann Sléttbakur, frystitogari Útgerð- arfélags Akureyringa, var væntanlegur til heimahafnar í gær. Hugsanlega er þetta síð- asta veiðiferð hans á árinu, en Gísli Konráðsson fram- kvæmdastjóri vonaðist þó til að hægt yrði að senda hann út aftur. Gísli sagði að Sléttbakur væri ekki alveg búinn með kvótann, en lítið væri þó eftir. Ekki hefur enn tekist að útvega meiri kvóta fyrir togara Útgerðarfélagsins og framhaldið því óljóst. SS HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri - Sími 23599 ÓlafsQarðarmúli: Votviöri hamlar opnun vegarins Enn er ekki Ijóst hversu mikið tjónið á veginum fyrir Olafs- fjarðarmúla varð, í skriðu- föllunum undanfarið, metið í krónum. Ekki hefur tekist að opna fyrir Múlann sakir vot- viðris en um leið og þornar verður hann opnaður á ný. Þó nokkuð margar aurskriður féllu á Ólafsfjarðarveginn og í giljunum fór nokkuð af undir- byggingu, aðallega á þremur stöðum. Guðmundur Svafarsson umdæmisverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins á Akureyri sagði að lagfæra þurfi veginn hvað sem það kostar. Hann sagði ekki hægt að dagsetja hvenær vegurinn verður opnaður fólksbílum, þar sem tíðarfarið geri það að verk- um að hann lokast jafn óðum og reynt er að opna hann. Samkvæmt tölvuspám Veður- stofu íslands er útlit fyrir dumb- ungsveður og súld þessa viku. í dag mun rigna, væntanlega verð- ur þurrt að mestu á morgun en á fimmtudag snýst í NA átt með rigningu. Á föstudag og laugar- dag ætti að hallast í SA átt, sem bendir til að þurrt verði í veðri. VG Sléttbakur EA 304, frystitogari ÚA, kom til hafnar í gær, en hann er svo til búinn með veiðikvóta sinn. Ólafsfjörður: Yfír 100 sjjálfboðaliðar fóru langt með nreinsun bæjarins Um helgina unnu yfír 100 sjálf- boðaliðar við að hreinsa Ólafs- fjarðarbæ eftir skriðuföllin að undanförnu. Hreinsunarstarfíð gekk mjög vel og er svo langt komið að reiknað er með að ljóst að um gríðarlegt eignatjón er að ræða stórum hluta því Ijúki að næstu viku. Á sunnudaginn streymdu sjálf- boðaliðar til Ólafsfjarðar til aðstoðar við hreinsun bæjarins. Fyrir voru Fljótamenn en auk Aflabrestur: Miklar þrengingar hjá smábátaeigendum Hjá Landssambandi smábáta- eigenda fengust þær upplýsing- ar að aflasamdráttur hjá smá- bátum væri um 30-40% á sama tíma og mikil fjölgun hefur orðið í stéttinni. Léleg tíð og aflabrestur hafa gert það að verkum að þessir sjómenn eru margir mjög illa staddir, skuld- um vafnir og jafnvel hættir smábátaútgerð. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda, sagði að fiskurinn hefði ekki skilað sér á grunnslóðina og ekki allir trillukarlar útbúnir til þess að sækja lengra út. Hann sagði að fréttir af lélegum afla ættu við um allt land. Hótel Húsavík: Pétur segir upp Pétur Snæbjömsson, hótel- stjórí á Hótel Húsavík hefur sagt upp stöðu sinni. „Fors- enda þessarar ráðningar hefur alltaf verið að fýrírtækið yrði endurfjármagnað, það hefúr ekki verið gert og ég sé ekki að það sé að gerast. Eg er búinn að bíða eftir þessu í tvö ár og hef ekki tíma til að bíða lengur,“ sagði Pétur er Dagur innti hann eftir orsökum upp- sagnarinnar. Pétur sagði að enginn virtist hafa efni á að fjármagna fyrirtæk- ið, þó að heil ósköp væri búið að vinna að þeim málum. „Ég sé ekki að fyrirtækið geti náð sér upp úr vandræðunum öðruvísi en að fá meira fjármagn, eins og eig- endunum hefur alltaf verið ljóst,“ sagði Pétur. Pétur sagði upp frá síðustu mánaðamótum en mun hætta störfum 1. desember að liðnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. IM Á Norðurlandi veiddu smábát- ar 925 tonn í júlímánuði síðast- liðnum á móti 1.080 tonnum í sama mánuði 1987. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa bátarnir veitt 3.921 tonn á móti 4.367 tonnum á sama tímabili í fyrra. Pá gekk grásleppuveiði illa, nema hvað hún var þokkaleg á Norðaustur- landi, og því lítil uppgrip í henni. „Menn eru að lenda í miklum þrengingum núna. Undanfarin ár hafa verið þokkaleg hjá smábáta- eigendum og þeir hafa farið út í endurnýjun og kaup á tækjum. Þeir hafa ekki aðgang að neinum sjóðum og því hafa þeir þurft að taka lán á hæstu vöxtum í bönk- um eða hjá fjármögnunarleigum. Þegar fiskverð hækkar ekkert og afli dregst saman þá leiðir það til þess að menn lenda í miklum vandræðum," sagði Örn. Hann sagðist hafa leitað til sjávarútvegsráðherra og hugsan- legar breytingar á lánafyrir- greiðslu munu vera til umræðu í ráðuneytinu, enda nauðsynlegt að lengja lánstímann hjá smábáta- eigendum eigi þeir að geta haldið sjósókn áfram. SS þeirra komu KA menn frá Akur- eyri sjóleiðina frá Dalvík. „Það er allt annar bragur hér á, eftir þessa hreinsun," sagði Bjarni K. Grímsson bæjarstjóri. „Lóðirnar við Hlíðarveg eru hins vegar margar enn það blautar, að við getum hreinlega ekki lokið við að hreinsa þær strax.“ Bjarni sagði að fengnar hafi verið litlar gröfur frá Reykjavík og Sauðárkróki til hreinsunarinn- ar sem hafi komið sér mjög vel þar sem þær fari ekki eins illa með lóðirnar og stærri tækin. „Síðan eru skóflurnar og hjól- börurnar mjög þörf tæki núna.“ Aðspurður um hvað bætt verði af tjóni, sagði hann viðlagatrygg- inguna bæta í réttu hlutfalli við brunabótamat húsa og fasteigna- mat lóða. Jafnframt eru veitur bæjarins, hitaveita, rafveita og skólpveita, tryggðar. „Við vitum að gríðarlegt tjón hefur orðið og enn geta komið í ljós leyndar skemmdir. Við Hlíðarveg 67 og 69 þar sem mesta skriðan féll getur komið í ljós að allar drenlagnir séu ónýtar og þá þarf að grafa all- ar lóðirnar upp. Þá er ljóst að efri hluti þessara lóða er handónýtur og þar sem viðlagatryggingin bætir aðeins samkvæmt lóðamati eru það ekki stórar upphæðir miðað við þá vinnu sem fólk hef- ur lagt í lóðir sínar." Hjá viðlaga- tryggingu eins og öðrum trygg- ingum, þarf fólk að taka á sig ákveðna sjálfsábyrgð. Bjarni sagði Byggðastofnun vinna að könnun fyrir forsætisráðherra til þess að finna þær leiðir sem mögulegar eru til aðstoðar. Þá hefur komið í ljós, að kaskótrygging ökutækja mun bæta tjón sem varð á bílum, en að sjálfsögðu þurfa eigendur þeirra að greiða sína sjálfsábyrgð og tapaðan bónus. VG Akureyri: Ölvaðir í óhöppum Ölvaðir ökumenn komu við sögu lögreglunnar á Akureyri um helgina. Tveir settust ásamt Bakkusi undir stýri og lentu í óhöppum. Lögregla hafði einnig afskipti af hrað- akstri og voru tíu teknir fyrir að aka of hratt. í gærmorgun var einn tekinn á 105 kflómetra hraða á Drottningarbraut, þar sem hámarkshraði er 50 kfló- metrar. Aðfaranótt laugardags ók ölv- aður ökumaður undir tengivagn sem stóð við Umferðarmiðstöð- ina við Hafnarstræti. Vagninn lyftist upp við áreksturinn og færðist nokkuð til. Ökumaðurinn slapp ómeiddur, en bifreið hans er gjörónýt á eftir. Aðfaranótt sunnudags lentu tveir bílar sam- an í Kaupvangsstræti og er annar ökumannanna grunaður um ölv- un við aksturinn. Nokkur smávægileg umferðar- óhöpp urðu á Akureyri um helg- ina, en meiðsli urðu engin á fólki og eignatjón lítið. Um miðnætti á sunnudagskvöld var ekið á hross á Öxnadalsheiði. Eftir árekstur- inn hljóp það út í myrkrið og fannst ekki þrátt fyrir leit. Bíllinn skemmtist talsvert. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.