Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 06.09.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 6. september 1988 (------------------;-----------------------n Sveitarstjómir, forsvarsmenn félaga, fyrirtækja og stofnana Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 18.-21. september ’88 á eftir- töldum stöðum: Raufarhöfn sunnudaginn 18. sept. Húsavík mánudaginn 19. sept. Akureyri þriðjudag og miðvikudag 20. og 21. sept. Tímapantanir og frekari upplýsingar fást hjá Gunn- ari Hilmarssyni sveitarstjóra Raufarhöfn, Bjarna Þór Einarssyni, bæjarstjóra Húsavík og Valgarði Bald- vinssyni, bæjarritara Akureyri. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra. V________________________1_________________/ „\innan við garðiim verður aldrei bætt“ - rætt við hjónin Árna og Hönnu að Hlíðarvegi 69 í Ólafsfirði sem urðu illa fyrir barðinu á skriðunum Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Draupnisgötu 3, m-,n-,o-hl., Akureyri, talinn eigandi Valgeir A. Þórisson, föstudaginn 9. september 1988 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána- sjóður. Furuvöllum 13, b-hl., Akureyri, þingl. eigandi Norðurljós hf., föstudaginn 9. september 1988 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðn- lánasjóður, innheimtumaður ríkissjóðs og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Gránugötu 7, hesthús, Akur- eyri, talinn eigandi Kristján Þor- valdsson, v/B.R.Þ. sf., föstu- daginn 9. september 1988 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. Grenilundi 7, Akureyri, þingl. eigandi Tryggvi Pálsson, föstu- daginn 9. september 1988 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Guðbirni EA-7, Akureyri, talinn eigandi Haukur Tryggvason o.fl., föstudaginn 9. september 1988 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Múlasíðu 3 b, Akureyri, þingl. eigandi Stjórn verkamanna- bústaða, föstudaginn 9. sept- ember 1988 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eig- andi Rán hf., föstudaginn 9. september 1988 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- maður ríkissjóðs. Skaröshlíð 14 g, Akureyri, tal- inn eigandi Friðrik Bjarnason, föstudaginn 9. september 1988 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Guðjón Steingrímsson hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Sveinn Skúlason hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eigandi Jón Pálmason, föstu- daginn 9. september 1988 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Guðríð- ur Guðmundsdóttir hdl. Sæbóli, Dalvík, þingl. eigandi Haukur Tryggvason, föstudag- inn 9. september 1988 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl., og Ólafur Birgir Árnason hdl. Sæljóni EA-55, Dalvík, þingl. eigandi Rán hf., föstudaginn 9. september 1988 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi erTrygginga- stofnun ríkisins. Víði Trausta EA-517, Hauga- nesi, þingl. eigandi Trausti sf., föstudaginn 9. september 1988 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi erTrygginga- stofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hjallalundi 17 a, Akureyri, þingl. eigandi Björk Dúadóttir, föstu- daginn 9. september 1988 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Jónas Aðalsteinsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Reynivöllum 4, miðhæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Arnór Þor- geirsson o.fl., föstudaginn 9. september 1988 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunn- ar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Iðnaðarbanki (slands hf., Veðdeild Lands- banka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar. Vallargötu 5, Grímsey, þingl. eigandi Sigurður Bjarnason o.fl., föstudaginn 9. september 1988 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl., Ólafur Birg- ir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Þórólfur Kr. Beck hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! || UMFERÐAR Sú gata sem varð hvað mest fyrir barðinu á skriðunum sem komu úr Tindaöxl á Ólafsfirði á dögunum var Hlíðarvegur. Skriðurnar tvær ruddust á nokkur hús í götunni, og milli þeirra og runnu yfir Horn- brekkuveg. Við Hlíðarveg nr. 69 búa hjónin Arni Sæmunds- son og Hanna Maronsdóttir. Glæsileg lóð þeirra gjörsam- lega splundraðist í skriðunum og 16 ára garðyrkjustörf fóru á nokkrum sekúndum, með hátt í 400 plöntutegundir, sunnu- daginn 28. ágúst, daginn sem sjálfsagt fiestir Ölafsfirðingar vilja gleyma sem fyrst. Þegar blaðamaður Dags var á ferðinni í Ólafsfirði í síðustu viku heimsótti hann Árna og Hönnu að Hlíðarvegi 69. Búið var að hreinsa mestu drulluna af göt- unni, en lóðirnar voru hrikalegar ásýndum, ekkert nema aurdrulla og grjót. Einstaka trjáplöntu var að sjá, en þær voru teljandi á fingrum annarrar handar. Það var fyrri skriðan sem lenti á lóð þeirra og síðan kom seinni skrið- an norðan við húsið. Þau voru stödd í húsinu þegar ósköpin byrjuðu. Arni lýsir hvernig þau brugð- ust við: „Eg sat inni í stofunni og Hanna var í eldhúsinu. Tengda- dóttir okkar var inni á baði með syni sínum og allt í einu hljóðaði hún upp yfir sig og við uppgötv- uðum hvað var að gerast. Við sáum skriðuna koma niður, hún var svona 6-8 metra há þegar hún kom niður með tilheyrandi drun- um og látum. Ég sá að hún stefndi á húsið og meira sunnan við það. Ég kallaði á fólkið allt saman og sagði því að hlaupa út og fara norður fyrir húsið og út á götu. Það fóru allir út og það bara greip hver eitt barn, en einn sonur minn var í kjallaranum og náði ekki almennilega þessum hrópum og köllum. Hann fór út í bíl með konu sína og barn og þau voru rétt komin í bílinn þegar skriðan skall yfir og tók bílinn með sér. Hann stoppaði svo á húsinu fyrir neðan. Skriðan tók líka minn bíl, sem stóð fyrir aftan. Þetta gerðist allt saman svo snöggt að maður hafði engan tíma til að hugsa um annað en að koma sér frá húsinu og í skjól. Það hafa liðið svona 30 sekúndur frá því að við hlupum út úr hús- inu þar til skriðan skall yfir.“ Garður Árna og Hönnu var þéttskipaður alls kyns jurtum, plöntum og trjám, og var lítið um grasspildur. „Hanna eyddi öllum sínum tíma í garðinn, þetta voru hennar tómstundir. Ég var nú bara í hlaupaverkunum, s.s. taka þökur upp, sem ég setti niður, til að koma fyrir fleiri plöntum," sagði Árni. Þau eru nú að safna að sér myndum af garðinum til að geta sýnt tryggingamönnum hvernig hann leit út. Þau sögðust ekki hafa tekið myndir af garðin- um sjálf og ætluðu m.a. að fá myndband frá systur Hönnu, sem býr í Ameríku. Svo fjölskrúðug- ur var garðurinn að garðyrkju- meistarinn Hafsteinn Hafliðason, sem oft hefur heimsótt Árna og Hönnu, hefur sagt að það ætti að vera útilokað að rækta allar þær tegundir sem í garðinum hafa verið. Hanna og Árni voru staðráðin í að byrja upp á nýtt í garðinum en sögðu að óneitanlega yrði það erfitt, eftir jafn mikla vinnu í garðinum í 16 ár. „Sú vinna sem lögð var í þetta verður aldrei bætt, þær bætur sem við komum til með að fá munu varla duga fyrir plöntukostnaði,“ sagði Arni. Þvottahúsið fylltist af drullu, og eyðilagðist flest það sem þar var inni. Að öðru leyti slapp innbú þeirra Árna og Hönnu. Tveir gluggar á bílskúrnum, sem sneru að skriðunni sluppu og töldu þau að það væri einum planka að þakka sem stoppaði á húsinu og snúrustaur, og náði að stýra mesta flóðinu frá bílskúrn- um. í bílskúrnum var m.a. heil búslóð sonar þeirra, sem nýflutt- ur var frá Reykjavík, og höfðu hann og Árni sett búslóðina inn nokkrum klukkutímum áður en skriðan kom. Árni er sjómaður, á trillu sem hann sækir út á og Hanna vinnur í sundlaug Ólafsfirðinga. Oftast er það þó svo þegar slíkar ham- farir dynja yfir fólk að því tekst að finna ljósa punkta á tilverunni. Leyfum Hönnu að eiga lokaorðin: „Það stóð bútungstunna við þvottahúsdyrnar og á einhvern óskiljanlegan hátt barst hún með skriðunum og endaði niðri við sundlaug, sem er nú góður spotti í héðan og stóð þar upprétt. Þeir voru að hlæja að þessu gárun- garnir, af því að ég vinn í sund- lauginni, að bútungstunnan hefði vitað hvert hún átti að fara.“ -bjb Bútungstunnan frá Árna og Hönnu sem endaði niðri við sundlaug, þar sem Hanna vinnur. Það sést í húsið þeirra efst í brekkunni, hvítt að lit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.