Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 3
14. september 1988 - DAGUR - 3 „Andlits- lyfting“ á Seyðisfirði í sumar var gert stórátak í fegr- un og snyrtingu Seyðisfjarðar- bæjar. Ungt par, nemar í skrúðgarðyrkju, var ráðið til bæjarins og unnu þau ötullega að skipulagningu og gróður- setningu í bænum. Þau hafa verið endurráðin næsta sumar. Snemma í júní var ákveðið að fá bæjarbúa á Seyðisfirði til þess að safnast saman um helgi og hreinsa bæinn. Tókst það ágæt- lega til og var yfir 100 bílum af drasli ekið á haugana. Hreinsað var drasl, bæði gamalt og nýtt, jarðfast og laust. Að þessu loknu tók bærinn sjálfur til við fegrun með aðstoð skrúðgarðyrkjunemanna. „Þau gjörbreyttu bænum, hafa skipu- lagt opin svæði, tyrft og gróður- sett tré og blóm. Svæðið við sjúkrahúsið, minnisvarðann við brúna yfir Fjarðará, kringum lón- ið og kirkjuna er nú allt annað. Þá tóku þau tjaldstæðið líka í gegn í sumar,“ sagði Jóhann Sveinbjörnsson gjaldkeri á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði í samtali við blaðið. Á Seyðisfirði eru nú yfir 90% af götum bæjarins malbikaðar. í sumar stóð til að vinna töluvert við gangstéttagerð en sakir lélegrar tíðar, tókst það ekki. Jóhann sagði að um þessar mundir væri verið að ljúka við að taka félagsheimilið í gegn að utan. Gert var við þakið fyrir 2 milljónir króna og það hefur ver- ið málað utan sem ku vera mikil andlitslyfting. VG HSÞ: FjaUahlaup í Mývatassveit Héraðssamband S.-Þingeyinga stendur fyrir svokölluöu Fjalla- hlaupi laugardaginn 17. sept- ember nk. Hlaupið verður í Mývatnssveit og hefst kl. 14.00. Leiðin sem hlaupin verður er u.þ.b. 6 km og er hér um nokk- urs konar víðavangshlaup að ræða, en eins og nafnið bendir til er ekki farið beint troðnar slóðir heldur leitast við að velja leið sem er nokkuð frábrugðin því sem þekkist í hlaupum hér á landi. Gunnar Jóhannesson, HSÞ sagði að tilgangur sambandsins með að bjóða upp á hlaupið væri að prófa eitthvað nýtt. Sagðist hann vona að þekktir hlauparar kæmu til að taka þátt í hlaupinu. Gunnar veitir nánari upplýsingar og tekur við þátttökutilkynning- um tii föstudagsins 16. sept., í símum 41076 - 41948 og 41641. Þátttökugjald er kr. 300,- Auk hefðbundinna viðurkenninga verða veittir æfingastyrkir fyrir þrjú efstu sætin. IM Þingmeim á Húsavík Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra verða með við- talstíma í kjördæminu 18.-21. september. Mánudaginn 19. sept. verða þingmennirnir staddir á Húsavík og geta sveitarstjórnarmenn, full- trúar þeirra eða aðrir sem óska eftir viðtalstímum snúið sér til Bjama Þórs Einarssonar bæjar- stjóra. IM r ■■ AVOXTUNIN A SPARISKÍRTEINUM ríkissjóðs ER ALLS STAÐAR SÚ SAMA Það er í sjálfu sér einföld athöfn að kaupa spariskírteini ríkissjóðs en í því eins og öðru getur skipt máli að réttar upplýsingar og þjónusta séu fyrir hendi. öll útibú okkar eru viðbúin því að taka á móti þér með sérþjálfað starfsfólk, þægilega aðstöðu sem gefur tækifæri til ráðlegginga í góðu tómi og fjölbreytta sérþjónustu. • Við veitum þér allar fáanlegar upplýsingar um spariskírtemin. « Við upplýsum þig um það hvers vegna spariskírteinin eru ef til vill svo hagstæð fyrir þig núna. • Við athugum fýrir þig, hvort hagstætt er að innleysa gömlu skírtein- inþínogkaupaný. • Við sjáum um að innleysa gömlu skírteinin fyrir þig og kaupa ný eða leggja féð inn á Bónusreikning eða önnur ávöxtunarform bankans. » Við gætum þess að sparifé þitt missi ekki verðbætur og vexti við gjalddaga spariskírteinanna eins og hent hefur svo marga. • Viðvarðveitumskírteininfyrirþig. Heimsæktu okkur í eitthvert útibúanna, þar verður tekið vel á móti þér með persónulegri nútíma þjónustu. lónaóarbankínn -tötím MO 0 Það er þjónustan sem skiptir sköpum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.