Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 14.09.1988, Blaðsíða 16
DACKJEí Akureyri, miðvikudagur 14. september 1988 TEKJUBREF• KJARABRÉF QT> FJÁRMÁL ÞIN - SERGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Útgerðarfélag Skagfirðinga: Langt gengið á kvóta togaranna - Skafti SK 3 seldi í Pýskalandi Togarar Útgerðarfélags Skag- firðinga eru að verða langt komnir með kvótann sinn og eru þeir farnir að sigla með aflann. Skafti SK 3 seldi í gær og I fyrradag 150 tonn af karfa í Bremerhaven að verðmæti um 10 milljónir króna og 22. september nk. mun Hegranes SK 2 selja í Bremerhaven. Drangey SK 1 kom í gærkvöld til hafnar á Sauðárkróki með tæp 140 tonn af frystum karfa að verðmæti um 15,2 milljónir króna. Allir togararnir eru á sóknar- marki, þannig að þeir geta ekki keypt kvóta þegar hann klárast. Þegar lengra líður á haustið er því séð að ekki verður mikil vinna í frystihúsunum á Sauðárkróki og Hofsósi. Ef litið er á hvað tog- ararnir eiga eftir af kvóta í dag þá á Drangey eftir 459 tonn af þorski og 150 tonn af karfa. Hegranesið á eftir 251 tonn af þorski og 500 tonn af karfa og Skafti 150 tonn af þorski og 420 tonn af karfa. Pað sem togararnir eiga því eftir samtals eru 860 tonn af þorski og 1070 tonn af karfa. Að sögn Ágústs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra ÚS þá mun Hegranesið fara í slipp í Þýskalandi eftir siglinguna þar sem skipið verður málað og púss- að og gert við skrúfubúnað. „Drangey mun klára karfakvót- ann hjá sér og síðan veiða þorsk fyrir frystihúsin hérna í héraðinu. Það verður síðan ekki mikið um fisk í húsin,“ sagði Ágúst að lokum. Það er því ljóst að þegar kvóti togaranna klárast hjá ÚS verður ekki hægt að kaupa kvóta, þar sem skipin eru á sóknarmarki. Það eru aðeins skip á aflamarki sem geta keypt meiri kvóta, en í upphafi fengu þau skip mun minni kvóta heldur en þau sem fóru á sóknarmark. -bjb Byggðastofnun á Akureyri: Miðstöðin tekur senn til starfa Miðstöð Byggðastofnunar Islands á Akureyri verður formlega tekin í notkun 1. október næstkomandi. Mið- stöðin er til húsa á þriðju hæð í húsi Búnaðarbankans við Gcislagötu 5. Forstöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri er Valtýr Sigurbjarnarson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ólafs- firði. Aðspurður sagði Valtýr að þessi miðstöð væri hugsuð sem hluti af Byggðastofnun, frekar en útibú, og hún tæki að sér hluta af verkefnum Byggðastofnunar. Hann sagði að verkefnin yrðu ekki eingöngu bundin við Norðurland, þótt vissulega mætti búast við því að atvinnulíf á Norðurlandi yrði ofarlega á baugi. Þessa dagana er unnið við lokafrágang á húsnæðinu en Byggðastofnun tók hluta af þriðju hæð í húsi Búnaðarbank- ans á leigu. Valtýr sagði að starfs- menn miðstöðvarinnar yrðu þrír til að byrja með, en reynslan myndi síðan skera úr um það hvort þörf væri fyrir fleiri starfsmenn. SS Fokker 50 vélin er ein þeirra sem Flugleiðir eru að íhuga með kaup á. Vélin myndi leysa Fokker 27 af hólmi, en félagið ætlar að endurbæta flugflota sinni og reiknað er með að nýju vélarnar verði teknar í notkun árið 1992. Mynd: TLV Innanlandsflug Flugleiða: Endumýjim flug- flotans framundan - þrjár flugvélategundir til skoðunar hjá félaginu Nú stendur fyrir dyrum endur- nýjun á öllum flugvélaflota Flugleiöa og í vetur verður tek- in ákvörðun um það hvaða vél- ar leysa af hólmi Fokker F-27 vélarnar sem félagið hefur not- að í innanlandsfluginu undan- farin ár. Eftir ítarlega skoðun hafa Flugleiðir nú í athugum þrjár flugvélategundir, Dch-8- 300 frá Kanada, ATR-42 sem er frönsk/ítölsk og Fokker 50 frá Hollandi. Fulltrúar frá Fokker verk- smiðjunum í Hollandi eru staddir hér á landi með Fokker 50 vél og í gær var blaðamönnum og fleir- um boðið í útsýnisflug frá Akur- eyri, þar sem þessi nýja vél var kynnt. Skrokkur nýju vélarinnar, vængur og stél byggir að mestu á hliðstæðum hlutum F-27-500 flugvélanna. Hins vegar eru nú notaðir nýir og sparneytnir hreyflar, nýjar 6 blaða skrúfur og allur búnaður og kerfi eru af nýrri og fullkomnari gerð. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á góðan aðbúnað farþega. Glugg- um hefur verið fjölgað og eru nú samtals 42, eða helmingi fleiri en í F-27-500. Hljóðeinangrun er það góð að hávaði í farþegaklefa mælist minni en í algengum gerð- um farþegaþotna. Yfirleitt er gert ráð fyrir 50 sætum en hægt er að fjölga þeim í allt að 58. Flughraði Fokker 50 er um 5% meiri en hjá F-27. Flugdrægið er hins vegar um 60% meira, aðal- lega vegna þess hversu hreyflarn- ir eru sparneytnir miðað við eidri gerðir. Þá hefur verið lögð sér- stök áhersla á að minnka viðhalds- kostnað á Fokker 50 vélinni og er áætlað að hann verði um 30% minni en á F-27 vélunum. Flugleiðir fljúga nú til tíu áætl- unarstaða innanlands og síðan eru tengisamgöngur með fiugvél- um og bifreiðum til nærliggjandi þéttbýlisstaða. Félagið hefur áhuga á að auka ferðatíðnina, einkum til þeirra staða sem nú hafa fæstar vikulegar ferðir en einnig til staða á borð við Vest- mannaeyjar. Þá kemur jafnvel til greina að félagið eignist eitthvað af smærri vélum sem gætu haldið uppi tíðara flugi á smærri staði. Flugleiðir stefna að lokaúttekt á því í vetur hvaða vél verður fyr- ir valinu til þess að leysa F-27 vél- arnar af hólmi, svo unnt sé að taka ákvörðun um pöntun nýrra flugvéla næsta sumar. Þær myndu síðan koma í gagnið vorið 1992. -KK Samanburður á orkukostnaði heimila: Orkukostnaðuriiin minni á Akureyri á orkuveitusvæðum RARIK og Orkubús Vestljarða - en Stjórn veitustofnana á Akur- eyri hefur látið gera saman- burð á orkukostnaði heimila á Akureyri og orkuveitusvæðum RARIK og Orkubús Vest- fjarða. Á þessum þremur svæðum eru um 9-10.000 heimili og í samanburðinum var gert ráð fyrir hitanýtingu á 40 gráðu heitu vatni. Miðað við þær forsendur sem gefnar voru, kemur í Ijós að heildar- orkukostnaður heimila á Akureyri er heldur minni en á hinum tveimur svæðunum. „Við vorum með þessu að reyna að gera okkur grein fyrir því hver orkukostnaður heimila á Akureyri væri í dag miðað við orkuverð á hinum orkuveitu- svæðum tveimur, þar sem að íbúar búa við niðurgreidda raforku," sagði Sigurður J. Sig- urðsson formaður stjórnar veitu- stofnana í samtali við blaðið. „Raforka til húshitunar er greidd niður um 31 eyri frá Landsvirkjun og um 63 aura úr ríkissjóði. Eftir að þessi viðbót- arniðurgreiðsla frá Landsvirkjun kom í vor, vöknuðu um það spurningar hvort orkukaupendur á Akureyri væru farnir að greiða hærra orkuverð en notendur á þessum niðurgreiddu svæðum en svo reyndist ekki vera.“ Miðað við þær tölur sem not- aðaðar voru í þessum saman- burði, kemur í ljós að það kostar 79.656.- á ári að hita slíkt hús á svæði RARIK, 79.186,- á svæði Orkubús Vestfjarða en á Akur- eyri er kostnaðurinn 76.817.- hjá rafveitunni og 76.570,- hjá hita- veitunni. „Þess ber þó einnig að geta að þessar niðurgreiðslur á svæðum RARIK og OV, ná ekki til atvinnulífsins og séu notaðar fleiri en 40.000 kwst á ári til hús- hitunar, er sá hluti ekki niður- greiddur. Þannig að þeir aðilar eru að borga 94 aurum meira á hverja kwst en hér á Akureyri er sama verð fyrir alla. Það sem við vorum einnig að gera með þessu, var að reyna að átta okkur á því hvort íbúar á Akureyri sem búa við rafhitun, eins í Gerðahverfi 2, borguðu ekki svipað verð og þeir sem eru með hitaveitu. Niðurstaðan varð sú miðað við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar fyrir ári, að kostnaður væri sá sami og það var einmitt markmið okkar í upphafi,“ sagði Sigurður enn- fremur. -KK Framkvæmdastjóri ÚA: Enn óráðið í stöðuna Á stjórnarfundi hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. seni haldinn var í gær var ekki tekin ákvörðun um hver hlýtur framkvæmda- stjórastólinn eftirsótta. Farið var yfir umsóknirnar fjórtán, en hluti umsækjenda hefur verið dæmdur óhæfur til að gegna stöðunni. Við nánari rýni í umsóknir heltust flciri úr lestinni og er. nú verið að skoða þær sem eftir eru. Reiknað er með að ráðið verði í stöðuna síðar í vikunni. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.