Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 9
88S t wiav^eab Aí -- flUOAQ - 8 17. desember 1988 - DAGUR - 9 LUTON Síöasta leiktímabil er það besta í sögu Luton, sem fram aö því haföi aðeins af aö státa sigri í 2. deild 1982, 3. deild 1937 og 4. deild 1968. 28 spennandi dög- um undir lok leiktímabilsins lauk með óvæntum og dramatískum sigrí gegn Arsenal í deildabik- arnum á Wembley. Þessir dagar hófust á Wemb- ley 27. mars er liöiö tapaði úr- slitaleik í Simod Cup gegn 2. deildar liöi Reading 4:1.9. apríl tapaöi Luton í undanúrslitum FA-bikarsins gegn Wimbledon og 16. apríl sló Man. Utd. liðið út úr afmælismótinu á Wemb- ley. En Luton reif sig upp gegn Arsenal í deildabikarnum og sigraöi meö tveimur mörkum undir lok þess leiks eftir aö hafa verið undir. Gæfuhjóliö fór aö snúast Luton í hag þegar David Pleat varö framkvæmdastjóri liösins í janúar 1978. Þá var liðið neöar- lega í 2. deild, en komst upp 1982. Eftir aö hafa veriö í fall- baráttu framan af veru sinni í deildinni náði Luton 7. sæti 1987, sem er þaö besta sem liöið hefur náð í 1. deild. í fyrra hafnaði Luton í 9. sæti. Luton er þekkt fyrir netta og skemmtilega knattspyrnu, sérstaklega á heimavelli, en liöiö leikur þar á gervigrasvelli eitt liða í 1. deild. Luton hefur haft mörgum snjöllum leikmönnum á að skipa, sem haldið hafa tryggö viö félagiö um árabil. Les Seal- ey stendur í markinu, en hann missti af úrslitaleiknum gegn Arsenal vegna meiðsla. Mið- vallarleikmaðurinn Ricky Hill og Brian Stein sem nú er farinn burt eru báöir aldir upp hjá Luton og hafa leikið meö lands- liði Englands. Mal Donaghy og Steve Foster léku um árabil saman í miövarðarstööunum, Donaghy norður-írskur lands- liðsmaður nú farinn frá félaginu, en í hans staö kominn Marvin Johnson 19 ára gamall. Bak- Aftastaröð(Frá vinstri): David Preece, Mark Stein (nú Q.P.R.), Gary Cobb, lan Allinson, Richard Harvey, Kingsley Black, Rob Johnson Miöröö: David Galley (sjúkraþjálfari), John Faulkner þjálfari, Roy Wegerle, John Dreyer, David Oldfield, Les Sealey, Mick Harford, Alec Chamberlain, Marvin Johnson, Ashley Grimes, Darron McDonough, Jim Ryan þjálfari. Fremstaröö: Steve Williams, Danny Wilson, Steve Foster fyrirliöi, Ray Harford framkvæmdastjóri, Mal Donaghy (nú Man. Utd.), Rick Hill, Tim Breaker. verðirnir Tim Breacker og Rob Johnson unnu sig upp úr ungl- ingaliöinu og á síöasta leiktíma- bili sótti liöiö þangað tvo stór- efnilega leikmenn, þá Kingsley Black útherja sem var valinn í landsliö Noröur-írlands þremur dögum eftir aö hann hafði sleg- iö í gegn á Wembley gegn Arsenal og David Oldfield 20 ára gamlan miöherja sem skor- aði þrjú mörk fyrir Luton í sex síöustu leikjum liösins í deild- inni í fyrra. Oldfield þykir mjög efnilegur og Norwich bauð £500.000 í hann í sumar, en því var hafnað. Hann leikur viö hlið Mick Harford í sókninni og Harford hefur nýlega leikið meö landsliöi Englands, hávaxinn og sterkur skallamaöur. Aörir sterkir leikmenn liösins eru miöjumennirnir Steve Willi- ams og Danny Wilson, ásamt hinum leikna sóknarleikmanni Roy Wegerle. En þrátt fyrir að Luton hafi sterku liöi á að skiþa hefur liöiö átt erfitt uppdráttar í 1. deildinni í vetur og margt sem bendir til að liðiö verði í fallbaráttu í vetur. Luton virðist hins vegar staöráöiö í því aö halda deildabikarnum áfram og er komið í fimmtu umferð keppninnar þar sem liöiö mætir Southampton á heimavelli sín- um. Þ.L.A. Kciup og sölur í sumar yfirgáfu þeir tveir leik- menn sem voru aöalhetjur Luton í úrslitaleiknum í deilda- bikarnum gegn Arsenal félagiö. Welski landsliðsmarkvörðurinn Andy Dibble, sem varöi víta- spyrnu í leiknum var seldur til Manchester City fyrir £240.000. Hann kom inn í liöið sem vara- maöur vegna meiðsla Les Seal- ey og sá ekki fram á aö halda sæti sínu í liðinu. Brian Stein hinn snjalli sóknarmaöur sem skoraði sigurmark Luton undir lok leiksins fékk frjálsa sölu að launum fyrir 11 ára frábæra frammistöðu meö Luton og hélt til Caen í Frakklandi. Yngri bróöir hans, Mark Stein var síö- an seldur í ágúst til Q.P.R. fyrir £300.000. Mitchell Thomas keyptur frá Tottenham fyrir £325.000 í sl. viku. fá Steve Foster, hinn miövörö liðsins til sín, en því hafnaði Luton snarlega. Fleiri af leikmönnum liösins eru eftirsóttir og gæti reynst erf- itt fyrir félagið aö halda þeim. Mörg félög hafa augastað á Mick Harford, Manchester City bauö nýlega £500.000 í David Oldfield og erlend félög hafa sýnt Ricky Hill mikinn áhuga aö undanförnu, þá er Steve Willi- ams nú þegar oröinn órólegur hjá Luton. Síöustu fréttir frá Luton eru þær aö félagið keypti bakvörðinn Mitchell Thomas frá Tottenham fyrir £325.000, en Luton seldi Thomas á sínum tíma til Tottenham fyrir £233.000. Þ.L.A. Framkvœmdastjórinn Ray Harford tók við fram- kvæmdastjórastöðu Luton af John Moore í júní á síðasta ári, en hann haföi verið þjálfari hjá félaginu frá 1986. Harford var leikmaður meö Charlton, Exet- er, Lincoln, Mansfield, Port Vale og Colchester. Hann geröist síðan þjálfari Colchester er hann hætti að leika og þaöan fór hann til Fulham þar sem hann gerðist aðstoöarmaður Malcolm MacDonald. Hann varö framkvæmdastjóri Fulham í apríl 1984 og hélt þeirri stööu þar til hann fór til Luton eins og fyrr sagði. Hann geröi Luton að deildabikarmeisturum á sinu fyrsta ári sem framkvæmda- stjóri og fékk að launum þriggja ára samning hjá félaginu sem framkvæmdastjóri í lok síöasta leiktímabils. Þjálfarar hans hjá Luton í fyrra voru tveir fyrrver- andi leikmenn félagsins, þeir Jim Ryan og John Faulkner ásamt fyrirliðanum Steve Foster. Nýlega varö þó sú breyting á, aö Foster hætti sem þjálfari til að geta einbeitt sér Ray Harford framkvæmda- stjori Luton. betur sem leikmaöur, en Richie Barker sem áður var fram- kvæmdastjóri hjá Shrewsbury og Stoke City var ráöinn sem aðstoðarmaður Ray Harford. Þ.L.A. En Luton keypti fjóra snjalla leikmenn, markvörðinn Alec Chamberlain frá Everton fyrir £150.000 til að taka við vara- markvarðarstööunni af Dibble. Steve Williams miövallar- leikmaður sem leikið hefur í landsliöi Englands var keyptur frá Arsenal á £300.000. Suður- afríski útherjinn Roy Wegerle kom frá Chelsea fyrir £75.000 og bakvöröurinn John Dreyer var keyptur frá Oxford fyrir £140.000. Nú nýlega seldi Luton síðan miðvörðinn sterka, Mal Don- aghy til Manchester Utd. fyrir £800.000, ótrúleg upphæö fyrir leikmann sem kominn er yfir þrítugt. Þá reyndi Stoke City að Kynn/ng <3r ensku /iðunum 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Guðmundur sigraði Guömundur Lárusson gerði sér lítið fyrir og lagði Pál Pálsson Nætursölustjóra að velli en hann hafði sigrað í fjórum leikjum í röö. Guðmundur var meö sex rétta á móti fimm réttum hjá Páli. Guðmundur hefur skoraö á Stefán Arnaldsson tækniteiknara, betur þekktur sem Stebbi handboltadómari, og segist Guö- mundur ætla aö mala hann í getraunaleiknum. Stefán tekur stóryrðum Guömundar meö stóískri ró og segist ekki vera hræddur viö smá samkeppni. Þeir eru báðir trúaðir á góða heimasigra og spá sjö heima- sigrum. Þaö verður síöan aö koma í Ijós hvort annar hvor þeirra eignast átta miljónirnar sem spilað er um í getraunum aö þessu sinni. Guðmundur: Stefán: Arsenal-Man.Utd. x Coventry-Derby 1 Liverpool-Norwich 1 Luton-Aston Villa 2 Middlesbro-Charlton x Millwall-Sheff.Wed. 1 Newcastle-Southampton 1 Q.P.R.-Everton x West Ham-Tottenham 1 Barnsley-Leicester 2 Blackburn-Watford 1 Crystal Palace-Leeds 1 Arsenal-Man.Utd. 1 Coventry-Derby x Liverpool-Norwich 1 Luton-Aston Villa 1 Middlesbro-Charlton 2 Millwall-Sheff.Wed. x Newcastle-Southampton 1 Q.P.R.-Everton 1 West Ham-Tottenham 1 Barnsley-Leicester 2 Blackburn-Watford 1 Crystal Palace-Leeds 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.