Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 17
sakamálosogo 17. desember 1988 - DAGUR - 17 P Þegar vetrarstormar hvítfyssa hafið og stórsjóir brotna á klöppum, fer hrollur um þorps- búana í lágreistum húsum, verði þeim hugsað til þeirra skuggalegu atburða, sem ennþá lifa í minningunni. Þeir eru til, sem fullyrða, að enn í dag ýfir- gnæfi neyðaróp manna þeirra og kvenna, sem létust í skips- skaða fyrir 200 árum, storm- gnýinn og ölduniðinn. Öll urðu þau ekki fórnarlömb storms og sjóa. Að minnsta kosti einn farþeganna, mjög rík kona, var drepin af miskunnar- lausum þjófum. Nöfn þeirra hafa ekki farið hátt, en atvikið verið smánarblettur í hugum íbúanna. Að sumarlagi hljómar hlátur leikandi barna baðgestanna, sem njóta sólar og yls, í Thurle- stone Sands í sunnanverðu Devon. En að vetri, löngu eftir að síðasti sumargesturinn er farinn, og stormbyljirnir hvína frá Atlantshafinu, þá er auðvelt að ímynda sér síðustu stundir briggskipsins Chantiloupes áður en það fórst á leið til Plymouth árið I772. Siglingin frá Vestur-Indíum hafði verið áfallalaus, en þegar dró að leiðarenda, skall á þeim suðvestanstormur svo skyndi- lega, að ekki vannst tími til að beita upp í vindinn. Skipstjór- inn átti einskis annars úrkosta, en að lensa framhjá Plymouth og inn á Ermarsund. Aður en varði sáust há björg framundan og þeir neyddust til að fella segl og leggjast við akkeri. En þau héldu ekki í stormi þeim og stórsjóum, sem á buldu. Pá ákvað skipstjórinn að tefla í tvísýnu til að reyna að bjarga farþegum og áhöfn. Hann skipaði fyrir um full segl, breytti stefnu um tvö strik og stefndi á slétta sandströnd við Thurlestone Sands. Ætlunin var að reyna að sigla eins langt upp í sandinn og gerlegt væri, svo að hægt væri að stökkva frá borði og upp í fjöruna. Þeir slitu af henni eyrnalokkana Farþegarnir fórú í klefa sína til að ná í ýmis verðmæti. Einn þeirra var frú Burke, sem gift var föðurbróður þess þ^kkta stjórnmálamanns Edmund Burke. Hún kom á dekk klædd sínu fínasta og með alla skart- gripi sína á sér. Briggurinn litli sigldi stórt að ströndu eins og þöndum vængj- um og það leit út fyrir, að áætl- un skipstjórans myndi heppnast. Skyndilega kom alda öllum öðrum stærri undir skipið að aftan, framkjölurinn nam við botn, skipið snerist þvert á báru og var nærri að velta. Alla, sem voru um borð, tók út og flestir létust innan fárra mín- útna. En frú Burke synti í átt til strandar og tókst, eins og fyrir kraftaverk að ná landi lifandi. Sterkar hendur gripu hana og drógu á land. En mennirnir þrír voru engir bjargvættir, heldur þjófar og morðingjar. Tæpast hafði neyð- aróp hennar borist burt með storminum áður en þeir slógust um skartgripi hennar. Þeir slitu af henni eyrnalokkana og til að ná hringjum hennar hjuggu þeir af henni fingurna. Síðan grófu þeir hana í sandinn og áður en á löngu leið hafði ólgandi hafið afmáð öll vcgsum- merki. Ódæðið hefði tæpast komist upp, hefði ekki Daniel Whidd- on farið í gönguferð á strönd- inni með hundinn sinn. Hund- urinn fór að róta í sandinn og gróf ofan á lík frú Burke. Leyndarmálið var afhjúpað og bæjarblaðið lýsti morðinu svo: „Einhverjir voru þeir, sem tóku á möti konunni, sem komst af, rifu utan af henni fötin, hjuggu af henni fingurna og rifu upp í eyrun á henni í óþoli eftir að ná tökum á skartgripum hennar. Síðan var hún gefin örlögum sínum á vald." Krufning staðfesti, að drukkn- un var ekki dánarorsökin. Hin látna hafði náð landi lifandi. Réttur var settur og kviödómur, fólk úr héraðinu, komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði verið „myrt af einum eða fleiri óþekktum". Ekki er nokkur vafi á, að ein- hverjir í nærliggjandi bæjum, Thurlestone Sands, Glampton, Hope og Bolberry hljóta að hafa vitað, hverjir morðingjarn- ir voru. En enginn kjaftaði frá. Edmund Burke kom sjálfur til að leita sannleikans en án árangurs. Rúmum 100 árum síðar reyndi séra Frank Coope, sóknarprest- ur í Thurlestone (1897-1921), að komast til botns í leyndar- málinu. Hann skrifaði: „Flestir vissu vel, hverjir liinir seku voru og nöfn þeirra eru þekkt enn í dag. Mennirnir þrír, sem áttu aðild að glæpnum, fengu refs- ingu sína áður en árið var liðið. Einn hengdi sig í hlöðu, annar brjálaðist og drekkti sér og sá þriðji dó af slysförum." Var þetta sannleikurinn, eða saga til að klerkur léti af hnýsni sinni? Nú til dags eru smábæirnir í grennd við Thurlestone Sands vingjarnlegir og skemmtilegir heim að sækja. En innan hvít- kalkaðra veggja, þungra eikar- hurða og undir hálmþökunum gæti búið fólk, sem veit nöfn löngu liðinna morðingja. Njóttu feröarinnar!^fC2> Aktu eins og þú vilt að aðrir aklirvr Góðaferð! Uráo™^ Vandadar finnskar hillusamstæður úr bæsaðri eik Verð aðeins kr. 65.450,- stgr. ★ Lítið inn og skoðið únratið. KKI \örubœr'{' l HÚSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI S(MI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.