Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 07.01.1989, Blaðsíða 6
6- RAGUR-7. janúar1989 Barnaskóli Húsavíkur: Um 40 nemendur léku og sungu í söngleiknum. Mynd: IM Söngleikur frumsýndur - Patti Pottasleikisson á litlu-jólunum Nemcndur við Barnaskóla Húsavíkur sýndu söngleikinn Patta Pottasleikisson eftir Per Aspelin á litlu-jólunum og var það frumsýning á verkinu hér á landi. Söngleikurinn var sýnd- ur tvisvar sinnum í sal skólans, fyrst fyrir yngri nemendur og síðan fyrir eldri nemendur. Söngleikurinn var þýddur úr norsku, sérstaklega fyrir skólann, af hjónunum Line Werner kennara og Árna Sigurbjarnar- syni skólastjóra Tónlistarskólans. Björn Þórleifsson, skólastjóri Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, þýddi söngtextana. Leikstjórn annaðist Herdís Birgisdóttir og Line Werner stjórnaði söngvum í verkinu en það tekur alls um 30 mín. í flutn- ingi. Um 40 nemendur léku og sungu í söngleiknum, það voru fimmtu bekkingar, allur árgangurinn og stóðu börnin sig meö prýði í hlutverkunum. IM Nýárstvímenningur B.A.: Krístján og Stefán sigruðu Kristján Guðjónsson og Stefán Ragnarsson báru sigur úr být- um í Nýárstvímenningi Bridge- félags Akureyrar sem spilaður var sl. þriðjudagskvöld. Keppnin var jöfn og spennandi og munaði einungis 6 stigum á sigurvegurunum og parinu í þriðja sæti. Alls mættu 23 pör til leiks og var spilað í tveimur riðlum. Þar sem yfirseta var í öðrum riðlinum var sérstök reikniaðferð notuð til að fá jafnt vægi stiga í heildina. Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Kristján Guðjónsson - Pétur Ragnarsson: 137 stig 2. Inga Einarsdóttir - Frið- björg Friðbjörnsd.: 132 stig 3. Hörður Blöndal - Ólafur Ágústsson: 131 stig 4. Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson: 127 stig 5.-6. Jón Sverrisson - Hilmar Jakobsson: 125 stig 5.-6. Örn Einarsson - Hörður Steinbergsson: 125 stig 7. Einar Pálsson - Sturla Snæ- björnsson: 123 stig 8.-9. Grettir Frímannsson Frímann Frímannsson: 119 stig 8.-9. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 119 stig 10. Sveinn Torfi Pálsson - Jónas Róbertsson: 114 stig Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson. Næstkomandi þriðjudag hefst Akureyrarmót B.A. í tvímenn- ingi. Áthygli er vakin á því að þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn Bridgefélags Akur- eyrar fyrir kl'. 16.00 á morgun, sunnudag, en þá lýkur skráningu. Firmakeppni Knattspyrnudeildar Þórs í innanhússknattspyrnu 1989 fer fram dag- ana 14. og 21. janúar. Þátttaka óskast tilkynnt til skrifstofu Þórs í íþróttahúsi Gler- árskóla milli kl. 17.00 og 18.00 alla virka daga fyrir 11. janúar. Þátttökugjald er kr. 7.000,- fyrir eitt liö og kr. 5.000.- fyrir tvö liö. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 22381 á sama tíma. Knattspyrnudeild Þórs. Arðbær auglýsing á réttum stað Önnumst allan frágang á auglýsingum og filmum. Dagblaðið á landsbyggðinni Jónas Hallgrímsson Bara vel. Ég hef ekki uppi nein- ar ákveönar væntingar varð- andi nýhafið ár. Ég leyfi mér aö vona aö það verði eins gott og árið 1988. Kristjana ívarsdóttir Ég er svolítiö smeyk við nýhafið ár. Ég gæti best trúað að til ein- hvers atvinnuleysis komi. Þó gætir þess vart í þessu fyrir- tæki, þökk sé bjórnum. Kristján Baldursson Það leggst bara vel í mig. Bjór- inn er jú að koma. Ég vænti þess að honum fylgi aukin atvinna í þessu fyrirtæki sem þýðir fleiri krónur í launa- umslagið. Jón Árnason Ég vona auðvitað að bjórinn seljist vel þannig að hér verði trygg atvinna. Um pólitíkina og efnahagsmálin get ég ekkert sagt einfaldlega vegna þess að ég hef ekki fylgst nógu vel með á þeim vettvangi. Á meðan ég hef vinnu er ég ekki hræddur við atvinnuleysi. Guðrún Adolfsdóttir Ég vona bara að árið verði gott fyrir bjórframleiðendur. Að sjálf- sögðu er ég spennt fyrir bjórnum. Ætli megi ekki segja að hann sé trompið á árinu. spurning vikunnar Hvernig leggst árið 1989 í þig? (Spurt í Sana-Sanitas á Akureyri)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.