Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 1. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stefiiumark Samvimiu- hreyfingarinnar Allt frá bernskudögum sínum hefur Samvinnu- hreyfingin mátt þola árásir úr mörgum áttum. Á fyrstu áratugum aldarinnar heyrðust oft raddir sem töldu Sambandinu flest til foráttu; forystu- mönnum þess var brigslað um að láta stjórnast af einokunar- og einræðistilhneigingum og að þeir hefðu sinn eiginn hag að leiðarljósi en ekki hags- muni fjöldans. Óvinum Sambandsins og kaupfé- laganna var fátt heilagt þegar ætlunin var að klekkja á samtökum og fyrirtækjum samvinnu- manna. Þá helgaði tilgangurinn yfirleitt meðalið, eins og hann hefur reyndar oftast gert síðan hvað þetta varðar. En hver er tilgangur Samvinnuhreyfingarinnar og hvert er inntak samvinnuhugsjónarinnar? Þeim spurningum verður að svara til að hrinda árásun- um á Samvinnuhreyfinguna. Sú saga er kunnari en svo að frá þurfi að greina hvernig ákveðin stjórn- málaöfl hafa nítt hugsjónir samvinnumanna og afbakað svo að í hugum margra eru Sambandið og kaupfélögin nánast af hinu illa. Mikið vatn er runnið til sjávar frá stofnfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga á Ystafelli árið 1902. Þær hugsjónir sem þar voru í öndvegi hafa þó ekki glatað gildi sínu í tímans rás. Vil- hjálmur Þór var einn besti samvinnumaðurinn sem íslenska þjóðin hefur átt. Hann sagði á 50 ára afmæli Sambandsins árið 1952 að hægt væri að horfa á Sambandið frá tveimur sjónarhornum. Hið fyrra væri frá ytra útliti, fyrirtækjum kaupfélag- anna og Sambandsins, hið síðara frá innra starf fjöldahreyfingar fólksins í kaupfélögunum, mark- miðum þess og hugsjónabaráttu. Þarna er komið að kjarna samvinnuhugsjónar- innar. Vilhjálmur Þór lagði höfuðáherslu á fjár- hagslegt sjálfstæði Sambandsins og kaupfélag- anna, einnig það eðli samvinnuhugsjónarinnar að styðja félagsmenn til sjálfshjálpar og félagslegs sjálsfstæðis. „Félagslegt sjálfstæði hvílir á fjár- hagslegu öryggi og sjálfstæði, “ sagði hann, og eru það sannindi sem gilda jafnt um einstaklinga og fyrirtæki. Vilhjálmur Þór benti á sínum tíma á að vissulega hefði ytri árangur Sambandsins haft geysimikla þýðingu til eflingar íslands sem sjálfstæðs og full- valda ríkis. Þó væri hitt ekki lítilvægara: Sú hug- sjón að lýðræðisleg samhjálparhreyfing á borð við Sambandið geti ekki orðið of stór í neinu þjóðfé- lagi. EHB Erlingur Sigurðarson: Þæð bætir ekki hlut leikmanns að þenja sig við dómarann Akureyri 25. febrúar, 1989 Bragi Bergmann, ritstjóri Dags. Það er greinilega hlutskipti okkar að verða hissa þessa dag- ana. Svo undrandi sem ég var yfir Ihelgarviðtali 4. febrúar (eins og ég skýrði í örfáum orðum í bréfi til þín sem birtist 9. febr.) jókst undrun mín að mun þegar ég las þrefalt lengra svar þitt í blaðinu þann sama dag. Útúrsnúningum þínum um mismunandi skoðun Dags á hval- veiðistefnu stjórnvalda, eftir andstæðum viðhorfum viðmæl- enda blaðsins í fréttaskrifum þess, hirði ég ekki að svara. Hið sama á við um dylgjur þínar í minn garð vegna útgáfu Norður- lands, þar eð hvorugt kemur því máli við er ég vakti máls á. Ég hef beðið með að kvitta fyr- ir svar þitt af því að ég átti von á að fleiri létu eitthvað frá sér fara um þá eiturlyfjalofgjörð sem birt- ist í síðari hluta áðurnefnds viðtals. Byggði ég það m.a. á því að ekkert af því sem ég hef sett á prent hefur þeim sem lesið hafa Ííkað betur, ef marka má hve margir hafa þakkað mér fyrir. Því kemur mér á óvart að hafa ekki séð í blaðinu neitt um þétta mál frá lesendum, utan örfá orð höfð eftir konu úr síma, þar sem hún lýsti vanþóknun sinni á við- talinu. Ég vildi því forðast að þetta yrði einkaritdeila okkar, en bíð ekki lengur með svarið, því að aðrir láta tæpast til sín heyra héðan af, og ekki trúi ég að „rit- skoðun“ hafi verið beitt til að hindra slíkt. Þú orðlengir mjög um stopulan lestur minn á blaðinu og telur upp 9 greinar sem birst hafi í Degi í janúar þar sem blaðið hafi beitt sér gegn áfengis- og fíkni- efnaneyslu. Allar þær mun ég hafa lesið (enda blaðið fljótles- ið), en mér finnst Degi ekki bera neitt sérstakt þakklæti fyrir almennar fréttafrásagnir eins og fjórar af þessum greinum eru. Aftur á móti er ritstjórnargreinin um bjórinn 20. janúar eitt það gáfulegasta sem skrifað hefur verið um þau mál að undanförnu og ekkert lík þeirri grein sem þú síðan svaraðir mér með. Lesendur dæma um efni blaðs, og geta látið til sín heyra telji þeir ekki réttum leikreglum fylgt. Þá eru þeir rétt eins og dómari á knattspyrnuvelli: Fyrst er beitt aðvörun og síðan getur komið að því að vísa verði hinum brotlega af leikvelli. En það veistu, Bragi, að brjóti leikmaður gróflega af sér kemur það honum ekki að haldi þó að hann hafi leikið prúðmannlega næstu 9 leiki þar á undan. Hann verður að fara af velli þó að hann hafi enga áminn- ingu hlotið áður. Eins er það á ritvellinum, og rétt eins og á knattspyrnuvellinum bætir það ekki hlut leikmannsins að þenja sig við dómarann eða svara hon- um afgæðingi. Ég vakti upphaflega máls á áðurnefndu helgarviðtali vegna síðari hluta þess sem ég taldi ekk- ert erindi eiga á prent. Þá hélt ég að viðtalið hefði fyrst og fremst verið tekið vegna starfa mannsins að útgáfumálum Sögufélags Skagfirðinga, sem eru athyglis- verð í meira lagi og mættu vera öðrum fyrirmynd. Þá er ættfræði- áhugi mikill meðal landsmanna og ætti engan að meiða. Ég taldi það því til lélegrar blaðamennsku að ryðja á prent öllu því sem inn á segulband lenti, og það væri ekki „ritskoðun“ að vinsa þar úr. Af því að þú vitnar til fyrri kynna minna af blaðamennsku skal ég upplýsa, að tæki ég viðtal við mann sem t.d. væri þekktur fyrir sögugrúsk, söfnun gripa, störf að menningarmálum, hesta- mennsku, eða atvinnu sína á sjó eða landi, og sá hinn sami ryddi úr sér fylliríissögum, þá teldi ég þær utan ramma'þess sama við- tals og tæki þær ekki niður þó að þær stæðu á bandinu. Slíkt hið sama ætti við um skammarræður um ríkisstjórnina eða Davíð Oddsson ef ætlunin hefði verið að tala við manninn af öðru tilefni. Aftur á móti kynni vel að vera að ég nýtti mér það, sem maðurinn væri þarna að segja, til að skrifa aðra grein teldi ég hana hafa einhverju hlutverki að gegna. Þú kallar það, sem ég hef hér verið að lýsa, „ritskoðun" og tel- ur lofgjörðina um hassið og amfetamínið „innlegg í umræðuna um fíkniefnaneyslu að því leyti að þar kemur fram svart á hvítu að viðmælandinn segist neyta fíkniefna að staðaldri“. Skoðununum segist þú vera ósammála, en telur það grund- vallaratriði í blaðamennsku að þær fái að koma fram, og breyti þar engu um hvort viðtal sé tekið eða einhver skrifi grein að eigin Þeír sem ekkí taka rökum - Erlingi svarað í styttra máli Erlingur Sigurðarson, mennta- skólakennari. Mér þykir leitt að hafa komið þér úr jafnvægi með svo löngu svari hið fyrra sinni. Ég skal reyna að hafa svar mitt nokkru viðaminna en skrif þín nú, svo einhvers jafn- vægis sé gætt. Ég vil í upphafi vekja athygli á því að það þurfa ekki að vera nein sérstök meðmæli með skrif- um þínum þann 9. febrúar s.l., þótt þau hafi líkað betur en allt annað sem þú hefur sett á prent. Ég þekki skrif þín ekki nógu vel til að meta hversu mikill gæða- stimpill þetta er í reynd. Á hinn bóginn fagna ég því að þetta eru þín lokaorð um títtnefnt helgar- viðtal, því mér leiðist sannast sagna að rökræða við þá sem ekki taka rökum. Það er háttur slíkra manna að afgreiða óþægilegar röksemdafærslur með setning- unni: „. . . útúrsnúningur sem kemur málinu ekki við.“ í fyrra bréfi þínu sagðir þú orðrétt: „. . . en óneitanlega er það undarlegur boðskapur sem æskulýðsráðsmaðurinn leyfði rit- stjóranum að koma á framfæri þennan laugardag. . .“ og áttir þar við umrætt helgarviðtal. Með þessu ertu að fullyrða að það sem viðmælandi blaðs segir í viðtali sé „boðskapur" viðkomandi blaðs eða ritstjóra þess. Það er auðvit- að alrangt, eins og ég tel mig hafa sýnt fram á með rökum. Þau rök afgreiðir þú sem útúrsnúning, málinu óviðkomandi. Hvað varð- ar „dylgjur mínar" í þinn garð vegna útgáfu Norðurlands, er því til að svara að seta lesandans Érl- ings í útgáfustjórn Norðurlands tengist þessu máli nákvæmlega jafn mikið og seta rítstjórans Braga í Æskulýðsráði Akureyr- ar. Mér sýnist halla á hvorugan hvað þetta varðar. Ég treysti mér ekki í rökræður við þig um dómgæslu, Erlingur. Þar ert þú væntanlega betur heima en ég. Þó er ég þér sam- mála um að ávallt er óráðlegt að „þenja sig“ við dómarann, hversu ósanngjarn sem hann er. Um vinnubrögð þín í blaða- mennsku ætla ég ekki að fjölyrða hér en vil þess í stað undirstrika eitt atriði, sem þú - viljandi eða óvart - misskilur. Á viðtalinu við fíkniefnaneytandann og ímynd- uðu viðtali við mann, sem ekur bíl sínum oftlega undir áhrifum áfengis, er einn reginmunur. Hann er sá að það er almennt viðurkennd staðreynd að ölvun- arakstur er stundaður reglulega í samfélaginu; einnig hér á Norðurlandi, því miður. Aftur á móti vilja margir halda því fram að fíkniefnaneysla sé nánast óþekkt fyrirbrigði utan höfuð- borgarinnar og eru þess vegna sofandi á verðinum gagnvart þeim ógurlega vágesti sem fíkni- efnin eru. Það er frumskilyrði að viðurkenna vandann svo taka megi á honum. Þess vegna getur viðtal við mann sem ekur undir áhrifum áfengis ekki talist inn- legg í umræðuna um ölvunarakst- ur. Títtnefnt viðtal við fíkniefna- neytandann á Sauðárkróki stað- festi hins vegar með óyggjandi hætti að fíkniefnaneytendur fyrirfinnast á Norðurlandi. Að því leyti og því leyti einu er við- talið innlegg í bráðnauðsynlega umræðu um ört vaxandi fíkni- efnaneyslu í samfélaginu og leiðir til að sporna við henni. Ég vil svo að endingu þakka þér hlý orð í minn garð vegna „gáfulegrar ritstjórnargreinar“ um bjórinn. Svo sannarlega fyll- ist ég eldmóði þegar ég fæ slíka hvatningu frá þér, Erlingur. Að svo búnu óska ég þér meiri vel- farnaðar . . . Bragi V. Bergmann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.