Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 5
1. mars 1989 - DAGUR - 5 Erlingur Sigurðarson. frumkvæði. Frá mínum sjónarhóli séð snýst málið ekki um skoðanir einstaklings eða rétt hans til að hafa þær, hversu háskalegar og andfélagslegar sem þær kunna að vera. Nei - málið snýst um það hvað réttlætanlegt er að borið sé á borð fyrir fólk í nafni „frjálsrar fjölmiðlunar". t>ar er ábyrgð fjöl- miðlanna mikil og því gat ég ekki orða bundist, né heldur nú eftir að hafa lesið svar þitt en það er því líkast að þú hafir ekki lesið eiginn leiðara um bjórinn 20. janúar sem þú mátt vera stoltur af að hafa skrifað. Hugleiddu efni hans fremur en berja höfð- inu lengur við steininn, því að annað hvort verður undan að láta. Með þínum rökum gæti eftir- farandi dæmi komið upp í blað- inu: I viðtali við mann kemur fram að hann aki oft bíl sínum undir áhrifum áfengis. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að það sé skerðing á mannréttindum að einhverjir séu að amast við slíku og lög séu sett til að banna það. Sjálfur hafi hann þá reynslu að verða miklu betri bílstjóri ölvað- ur, hann sjái skýrar og tilfinning hans fyrir umhverfinu sé næmari en sé hann allsgáður. - Einhver þröngsýnn lesandi tæki sig nú til og amaðist við „frjálsri fjölmiðl- un“ af þessu tagi, en þá brygðist ritstjórinn illa við og teldi þetta þarft innlegg í umræðuna um áfengisvandamálið, þar sem fram kæmi í því sú staðreynd að mað- urinn segðist aka ölvaður. Par á ofan teldi ritstjórinn sér það til tekna að á hverjum degi undan- farinn mánuð hefði birst í blaði hans frásögn af neikvæðum áhrif- um áfengisneyslu, þ. á m. um- ferðarslysum, kannski banaslys- um, og því hallaðist hér ekki á og fyllsta jafnréttis væri gætt. Öllum almennum siðareglum væri hins vegar gleymt eða þær sniðgengn- ar. Slíkt væru ekki „grundvallar- atriði frjálsrar fjölmiðlunar,“ Bragi. Slíkt væru hártoganir og tilraunir til að krafsa yfir skítinn. Að svo búnu óska ég þér meiri velfarnaðar en í þessu máli, sem hér með er lokið af minni hálfu. Erlingur Sigurðarson 260648-2179 Framsóknarfélögin í Siglufirði: Andsnúin sölu á Sfldar- verksmiðjum rfldsins - vilja að S.R. verði gert kleift að gera út skip Framsóknarfélögin í Siglufirði samþykktu á fundi þann 14.02. 1989 að lýsa andstöðu sinni við hugmynd ríkisstjórnarinnar að selja Síldarverksmiðjur ríkisins í Siglufirði, og nota andvirðið til að fjármagna úreldingarsjóð skipa sem væru þá e.t.v. frá annari grein fiskiskipaflotans en loðnu- flotans, eins og kom fram í tillög- um Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra. Jafnframt gerir fundurinn þá kröfu til þeirra sem verður falið að endurskoða lögin um Síldar- verksmiðjur ríkisins, að þess verði gætt að verksmiðjunum verði gert mögulegt að kaupa og gera út skip til eigin hráefnis- öflunar. Fundurinn minnir á samþykkt bæjarstjórnar Siglufjarðar um nauðsyn þess að lögum um verk- smiðjurnar frá 1938 verði breytt þannig að S.R. geti keypt og gert út skip. Fundurinn tekur undir áhyggj- ur sem felast í samþykkt starfs- mannafélags S.R. í Siglufirði og Verkalýðsfélagsins Vöku og minnir á að S.R. eru annað stærsta atvinnufyrirtæki í Siglu- firði og af þeim sökum nauðsyn- legt að búa því sem best rekstrar- skilyrði. Tónlistarfélag Akureyrar: Ljóðadagskrá í Davíðshúsi I kvöld kl. 20.30 verður flutt Ijóðadagskrá í Davíðshúsi á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar. Þessari dagskrá var frestað sl. miðvikudag vegna veikinda en nú er aðstandend- um ekkert að vanbúnaði. Skipuleggjandi dagskrárinnar er Margrét Bóasdóttir. Hér er um að ræða dagskrá byggða á ljóðum Davíðs Stefáns- sonar. Þar mun Arnór Benónýs- son leikhússtjóri lesa upp og Margrét Bóasdóttir og Þuríður Baldursdóttir syngja ljóð Davíðs við lög ýmissa höfunda. Guðrún A. Kristinssdóttir leikur undir á píanó. Miðaverð er kr. 400 fyrir fé- laga í Tónlistarfélagi Akureyrar og kr. 800 fyrir aðra, en helm- ingsafsláttur er fyrir skólafólk. SS AUGLÝSNG UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 925,77 1983-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 537,87 1984-2. fl. 10.03.89-10.09.89 kr. 360,54 *lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Klæðskeraþjónusta Verslið hjá fagmanni Opið í hádeginu alla daga. Hafnarstræti 92 • (Bautahús suðurendi) • Sími 26708 Fyrir stúlkurnar: Pils, blússur, jakkar, buxur, buxnadress og m.fl. Fyrir drengina: Föt, stakir jakkar, buxur. Skyrtur, hálsbindi m/klút. Slaufur, lindar. AMOR I tskuverslun Hafnarstræti 88, sími 26728 Kjólföt, smokingföt. Frakkar, margar gerðir. Föt, (einhneppt, tvíhneppt). Stakir jakkar og buxur. Peysur, skyrtur, hálsbindi, slaufur. Mittislindar og m.fl. í glæsilegu úrvali. — Ódýrt Ódýrt! Peysur, bolir, gallabuxur, undir- fatnaður og fleira. Barnafatnaður á alveg súper verði. L Sunnuhlíð 12, sími 22484. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.