Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐi ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGI8JÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RI'KARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Eins árs afmœli þjóðarsáttar Um þessar mundir er um það bil eitt ár liðið frá því aðilar vinnumarkaðarins undirrit- uðu heildarkjarasamninga þá, sem nefndir hafa verið þjóðarsátt. Sú nafngift er ekki út í bláinn því aldrei fyrr í íslandssögunni hefur skap- ast jafnbreið samstaða í þjóð- félaginu um markvissa stefnumörkun í kjaramálum. Þj óðarsáttarsamningarnir mörkuðu á ýmsan hátt tíma- mót. Fyrir það fyrsta var gild- istími þeirra óvenjulangur af slíkum samningum að vera, eða tuttugu mánuðir. í öðru lagi fólust í þeim fyrirheit um raunverulega aðför að verð- bólgunni, sem ráðið hefur ríkjum 1 íslensku efnahagslífi áratugum saman. Síðast en ekki síst voru samningarnir formleg staðfesting þess að kominn væri tími til að fara skynsemisleiðina í kjaramál- um; reyna eftir megni að tryggja kaupmátt launa með stöðugu verðlagi og föstu gengi krónunnar en láta karp um fleiri en um leið verðlaus- ari krónur lönd og leið. Á eins árs afmæli þjóðar- sáttar um kjaramál er ljóst að tekist hefur að ná flestum meginmarkmiðum febrúar- samninganna 1990. Verð- bólgan hefur síðustu mánuði verið á bilinu 7-8 af hundraði og þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna svo lága tölu. Staða flestra helstu atvinnugreina hefur einnig styrkst til muna á þessum tíma. Þá hefur kaupmáttur launa í stórum dráttum haldist, þótt heldur hafi syrt í álinn síðustu vikurnar. Þessi árangur er betri en margir bjuggust við fyrir- fram, og er vissulega fagn- aðarefni. Hann sýnir að með samstilltu átaki er jafnvel hægt að breyta hugsunar- hætti heillar þjóðar. Verð- bólguhugarfarið sem hér hef- ur ráðið ríkjum í hartnær hálfa öld er á undanhaldi. Þjóðin er í efnahagslegri endurhæfingu. Hún er smám saman að átta sig á því að víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags eru ekkert náttúru- lögmál: Verðbólgudrauginn má jafnvel kveða niður fyrir fullt og allt. En ýmsar blikur eru á lofti. Verðlag er til að mynda óstöðugra nú en áður á samningstímanum, fyrst og fremst vegna hækkana ýmissa gjalda sveitarfélaga, tryggingaiðgjalda, vaxta og þjónustugjalda ríkisstofn- ana. Þessi verðbólguein- kenni geta með sama áfram- haldi stefnt þjóðarsáttinni í voða. Því þarf að spyrna við fótum. Þ j óðar s átt ar s amningarnir renna sitt skeið á enda í haust. Þá þarf að semja um kaup og kjör á nýjan leik. Ljóst er að reynslan af nú- gildandi samningum mun ráða miklu um viðhorf laun- þegasamtakanna þegar þar að kemur. Þeir mánuðir sem eftir eru af samningstíman- um eru því óhemju mikilvæg- ir. Þeir gætu reynst próf- steinn á ágæti þjóðarsáttar- innar. Reynslan það sem af er er góð. Afmælisbarnið er við sæmilega heilsu. Spurn- ingin er hins vegar hvernig því reiðir af á sínu öðru aldursári. BB. Hvers vegna Island og hver á ísland? Sagt er að engin þjóð í Evrópu önnur en íslendingar þekki upphaf sitt. Þá þekk- ingu eigum við að þakka íslendingabók Ara fróða og Landnámabók hans og félaga hans, Kolskeggs hins vitra og Styrmis hins fróða. Báðar þessar bækur eru að stofni til frá upphafi 12tu aldar. Þegar þessar tvær bækur voru færðar í letur hafði ísland verið í byggð rúm 200 ár, að því er þessar heimildir greina, því að sagt er að íslands byggðist úr Noregi um 870. Enginn veit þó hvenær menn stigu fyrst fæti á íslenska grund né hve- nær eldur var þar fyrst kveiktur. Elstu minjar sem fundist hafa hér á landi og kunna að benda til mannavista eru frá því um 300. Jafnvel halda menn að lands- ins sé getið 600 árum fyrr eða á 4rðu öld fyrir Kristsburð um það leyti sem gríski heimspekingurinn Platon var allur, en það er önnur saga. Öll þekkjum við svo frásagnir Land- námu um Naddodd víking sem fór úr Noregi og ætlaði til Færeyja. En þá félaga rak vestur í haf og fundu þeir þar land mikið en sáu þess engin líkindi að landið væri byggt. Þegar þeir sigldu af landinu féll snær mikill á fjöll og kölluðu þeir landið Snæland. Síðan er þess getið að Garðar Svavarsson, sænskur maður sem átti land á Sjálandi, nálægt því sem nú er Kaupmannahöfn, færi að leita Snæ- lands að tilvísan móður sinnar framsýnn- ar. Hann sigldi umhverfis landið og vissi að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús. Um vorið, þegar hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Náttfari byggði þar er heitir Náttfaravík. Má því með nokkrum sanni segja að Náttfari sé fyrstur landnámsmanna á íslandi. En Garðar kallaði landið Garðarshólma og var þá skógur milli fjalls og fjöru, segir í Landnámu. Flóki Vilgerðarson, norskur maður, sigldi svo frá Hörðalandi þar sem heitir Ryvarden sunnan við eyjuna Storð, og fór að leita Garðarshólma. Peir Flóki sigldu vestur fyrir Breiðafjörð og tóku land í Vatnsfirði við Barðaströnd. Pá var fjörðurinn fullur af veiðiskap og gáðu þeir eigi fyrir veiðunt að fá heyjanna og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Vor var kalt. Pá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Pví kölluðu þeir landið ísland, sem það hefur heitið síðan, segir í Landnámabók. Sagt er að með Flóka Vilgerðarsyni væru í för þeir Herjólfur og Pórólfur. Og er menn spurðu af landinu lét Flóki illa yfir, Herjólfur sagði kost og löst af land- inu en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái. Því var hann kallaður Þór- ólfur smjör. Að lokum er svo getið til þessarar sögu fóstbræðranna Ingólfs og Hjörleifs sem vegna kvennamála drápu son Atla jarls hins mjóva af Gaulum og urðu landflótta og fóru til íslands. Þeim virtist landið betra suður en norður, segir sagan. Síðan þekkjum við söguna upp frá því. Hjör- leifur var veginn í Vestmannaeyjum en Ingólfur byggði í Reykjavík og er fræg- astur allra landnámsmanna því að hann kom hér að auðu landi og byggði fyrst landið og gerðu aðrir landnámsmenn eft- ir hans dæmum síðan, segir í Landnámu. Mörgum lesendum kann að þykja þessar hálfgleymdu sögur aftan úr grárri forneskju heldur lítils virði á þessum síð- ustu tímum og sé annað nærtækara en rifja þær upp í Akureyrarpistli. En að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja og ef til vill leggur það okkur nokkrar skyldur á herðar að muna upphaf sitt sem þjóðar í þessu landi og hafa varðveitt þessa tungu sem þúsundir ísvetra ófu. Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, veitir okkur styrk og traust gegn margri vá og ekki eru allar þjóðir sem eiga sér land og sögu. Vitneskjan um upphaf sitt og sögu er þó öllum mikils virði, svo mikils virði að menn leggja líf í sölurnar fyrir. Sagt er að öllum dýrum sé það eiginlegt að leita upphafs síns, eink- um fiskum og fuglum, og sú hvöt sé mönnum einnig ásköpuð. Og hver á svo ísland og hvers vegna Is- land? Auðvitað má svara þessari spurn- ingu á marga vegu, út í hött, ef ekki vill betra til, eða til þess að kalla fram bros - ellegar til þess að vekja athygli á póli- tískri framþróun eða þjóðfélagslegum breytingum eða efnahagslegu misrétti. En auðvitað eiga íslendingar ísland, það fólk sem hér vill búa og berjast þrátt fyrir snjó og storma, hríðar og hret. Þetta snæland, þessi hólmi er landið okkar, ísland, með kostum sínum og löstum, og við veljum það af því við erum borin hér og barnfædd. Svo einfalt er það. Tryggvi Gíslason. Akur- eyrar- pistill Tryggva Gíslasonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.