Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 09.02.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 9. febrúar 1991 Úr gömlum Degi Við ætlum nú að iíta um öxl og rifja upp nokkrar fréttir úr Degi á árinu 1935. Fyrsta frétt- in sýnir glöggt að sumarblíðan í lok janúarmánaðar er ekki einstök því veðurfar var svip- aði í þessum sama mánuði árið 1935. Einkennileg veðrátta „Hér á íslandi er enn hinn mild- asti vetur. Fjallvegir eru bílfærir hér austurum, á Austfjörðum og Snæfellsnesi, blóm springa út í görðum og vörpum sunnanlands og norðan, og dæmi til þess í Vopnafirði að eigi sé farið að kenna lömbum át. En suður um Evrópu eru grimmdarfrost og hríðar, svo að t.d. á Ítalíu er þetta talinn kaldasti vetur í manna minnum. Er það heldur eigi undarlegt, þegar svo er kalt að snjóar suður á Sahara! en það mun nálega alveg dæmalaust og í Marokkó í norðurströnd Afríku er þessa dagana verið að flytja matvæli í flugvélum, til þorpa, er engar aðrar samgöngur geta við umheiminn haft sökum kafsnjóa. Þá eru og grimmdarfrost, stór- hríðar, snjóflóð og vatnsgangur í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem vetur var að vísu hinn blíð- asti til 27. des., en skipti þá greypilega um, svo að um daginn var mælt 5810 stiga frost á C. á einum stað í Ontario, eins og get- ið var um síðast.“ (Dagur 31. janúar 1935). ip! Daguhjh ObmjM ndul Z.'ZZZ'JZZ »7* Skelmisbrögð í Skagafírði Dagur greinir frá því að seinni hluta janúarmánaðar hafi réttar- höld hafist í Skagafirði vegna fáheyrðra atburða sem í fyrstu voru taldir til draugagangs en megi sennilega rekja til óþokka- legra skelmisbragða. Málsatvik voru þau að ung hjón með misserisgamalt barn sem bjuggu á Grófargili í Seylu- hreppi höfðu orðið vör við undarleg hljóð og að munir höfðu verið bornir út úr bænum. Bærinn var barinn utan og lagst var á glugga með orgi og óhljóð- um. Stundum var farið í stofu á frambænum, gluggar brotnir og öllu umturnað. „Annan janúar, kl. 6 að kvöldi, var bóndi í fjárhúsi, en konan fór í fjós, og er innangengt í það úr bænum. Skildi hún eftir barnið sofandi í rúmi í baðstofu. Eftir skamma stund hljóðar barn- ið ákaflega og rýkur konan inn. Er þá barnið horfið úr rúminu, og brotin rúða á baðstofunni en barnið fann konan undir borði, og var enginn áverki á því.“ Síðasta heimsóknin af þessu tagi var 19. janúar. Þá var kastað grjóti inn um fjósgluggann. Kon- an rauk út á hlað og sá mann hlaupa í áttina til gilsins, sem bærinn dregur nafn af. Þegar fréttin birtist hafði sýslu- maður yfirheyrt 18 menn en mál- ið var enn óupplýst. (Dagur 7. febrúar 1935). Stórrigningar og jarðföll „Undanfarna sólarhringa hefir verið látlaus norðaustanstormur og stórrigning um allt Norðaust- ur- og Austurland. Þetta óvenjumikla úrfelli hefir haft í för með sér stórfelld jarð- föll og aurskriðuhlaup úr fjöllum víðsvegar á rigningarsvæðinu og hafa af því hlotizt stórskaðar á sumum stöðum. Upp úr síðustu helgi féllu stór- ar jarðskriður frammi í Saurbæj- arhreppi og hlutust af stór- skemmdir á nokkrum jörðum í Möðruvallaplássi. Þessar jarðir eru: Guðrúnarstaðir, Helgastað- ir, Möðruvellir, Fjósakot og Skriða. Mest urðu brögð að skemmdum á Helgastöðum og Fjósakoti, flýði fólk úr þeim bæjum, og eru þessar tvær jarðir sagðar eyðilagðar að mestu í bráð. Yzta jarðfallið nær frá Helgastöðum og út undir Guð- rúnarstaði og eyðilagði nýrækt á þeirri jörð. Nokkur hluti þess fór alla leið vestur fyrir Eyjafjarðará og yfir á Melgerðisnes og olli þar skemmdum. Stíflaði það ána með öllu, svo að hún braut sér nýjan farveg út nesið. Á Möðru- völlum fór jarðhlaup yfir nokk- urn hluta túnsins og þar á meðal stóran kartöflugarð, sem ekki var búið að taka upp úr. Ennfremur eyðilagðist yzti hluti af Möðru- vallaengi. í Skriðu munu og hafa orðið miklar skemmdir. Kindaskrokkar hafa fundizt í jarðföllunum og er talið víst að margt fé hafi farizt.“ (Dagur 19. september 1935). Stríöiö hafíð Dagur greindi líka frá erlendum viðburðum á þessum árum. Hér kemur dæmi: „Á fimmtudaginn var barst Þjóðabandalaginu skeyti frá Abessiníukeisara, þar sem skýrt var frá því, að þann dag hefðu ítalskar flugvélar flogið yfir borg- irnar Adua og Adigrat og varp- að 78 sprengjum yfir Adua og nágrenni hennar, drepið og sært fjölda manns, þar á meðal konur og börn. Auk þess hafði fjöldi húsa verið eyðilagður. Síðari fregnir frá Abessiníu herma, að RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1991. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varíð til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurð- um sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi. - hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að; - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekking- ar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. fyrsta byggingin, sem ítalir hafi ráðizt á í Adua hafi verið Rauða- kross sjúkrahús, og að margar hjúkrunarkonur hafi verið drepn- ar og særðar. Um sömu mundir er gefin út opinber tilkynning í Rómarborg, er segir, að engar flugárásir hafi verið gerðar og engin orusta ver- ið háð. Síðar fékkst þó viður- kenning fyrir því, að árásin hafði verið hafin, en látið svo, sem hún hefði aðeins verið gerð í varnar- skyni. Hinsvegar neita ítalir því, að hafa ráðizt á sjúkrahús. Síðan hafa ítölsku herirnir sótt fram og hafa nú tekið borgina Adua. Hafa orðið miklar orustur og mannfall af beggja hálfu, einkum þó Abessiníumanna. Sama dag og árásin var hafin, lét Abessiníukeisari birta lands- lýðnum fyrirskipun um almenna hervæðingu, og segir þar meðal annars, að þar sem ítalskar her- sveitir hafi ráðist með ófriði inn fyrir landamæri Abessiníu og drepið varnarlaust fólk í rúmum sínum, bæði konur og börn, þá sé hverjum manni boðið að rísa til varnar og verja föðurland sitt eft- ir mætti. Þegar ítölsku flugvélarnar hófu flugið inn á lönd Abessiníu, létu þær prentaða seðla falla niður yfir þorp og byggðir, þar sem á var prentað, að landslýðurinn hefði um tvo kosti að velja: Þiggja vináttu ítala, eða deyja. Fregnir herma, að á suðurvíg- stöðvunum verði ítalir fyrir miklu manntjóni. Hafa Abessiníumenn tekið þar upp þá aðferð að berj- ast í smáflokkum og gera árásir á ítalska herinn úr fylgsnum, er ómögulegt er að finna.“ (Dagur 10. október 1935). SS tók saman Vmningshafar í fréttagetraun desembermánaðar Dregið hefur verið í frétta- getraun desembermánaðar, síðustu getrauninni að sinni. Eftirtaldir fá hljómplötuverð- laun: Jóhann Sigvaldason, Norðurbyggð 9, Akureyri. Margrét Hallgrímsdóttir, Bylgjubyggð 39a, Ólafsfirði. Ragnheiður Þórðardóttir, Brekku, Eyjafjarðarsveit. Rétt röð í fréttagetraun des- embermánaðar var þessi: 1. 2 7. X 2. X 8. X 3. 1 9. 1 4. 2 10. 2 5. 2 11. 1 6. 1 12. 2 Spurning nr. 9 vafðist nokkuð fyrir þátttakendum því um fjórð- ungur þeirra svaraði með tákninu X, sem þýðir að Bubbi hafi verið efstur á plötulistanum. Það er ekki rétt, platan Halló, ég elska þig með Síðan skein sól var efst á Dags-listanum. Að lokum viljum við á Degi þakka öllum sem hafa tekið þátt í fréttagetrauninni. Margir hafa verið með frá upphafi og færum við þeim sérstakar þakkir. SS Aðalfundur Foreldrafélags KA verður haldinn í KA-heimilinu, laugardaginn 16. febrúar kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Athugið! Félagsmenn eru allir foreldrar/forráöamenn þeirra barna og unglinga sem æfa á vegum KA. Sýnum samstöðu og mætum öll! Stjórnin. Menntamálaráðuneytið *: Umsóknir um rannsóknarstyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation. J. E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum visindamönnum til rannsókna- starfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1992 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrk- þega (19.000 til 23.000 bandaríkjadalir), auk ferða- kostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í sam- ráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dag- bjartsson, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91- 601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamála ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eða Atla Dagbjartssyni, barnadeild Landspítalans, 101 Reykja- vík fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 6. febrúar 1991.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.