Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 02.08.1991, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 2. ágúst 1991 Smiðjan um helgina Nýtt helgartilboð Birna Helgadóttir leikur fyrir matargesti Hólsgerði í Eyjaflarðarsveit: Rannsólmabonm eftir heitu vatni hófst í gær - á vegum Yls sf. og hreppsins Forráðamenn YIs sf. og Eyjafjarðarsveitar við borinn þar sem rannsóknaborun hófst í gær. Frá vinstri eru Birgir Þórðarson, oddviti, Svcinbjörn Daníelsson, Saurbæ, Jóhann Halldórsson, Hleiðargarði, Pét- ur Þór Jónasson, sveitarstjóri, Jón Eiríksson, Arnarfelli, og Friðfinnur K. Daníelsson með eina borkrónuna sem gcngur undir nafninu „draunia- prinsinn“. Mynd: Goiii Rannsóknaborun eftir heitu vatni hófst í landi Hólsgerðis í Eyjafjarðarsveit í gær. Bor- unin er á vegum hreppsins og sameignarfélags nokkurra bænda í sveitinni sem nefnist Ylur sf. Boraðar verða a.m.k. tvær rannsóknaholur. Orkustofnun hefur gert jarð- fræðilega úttekt á svæðinu þar sem borað er og hafa Ylsmenn farið eftir tillögum hennar. Að sögn Péturs Þórs Jónassonar, sveitarstjóra Eyjafjarðarsveit- ar, skipta hreppurinn og Ylur með sér kostnaðinum við bor- unina auk þess sem sótt verður um styrk til Orkusjóðs. Kostn- aður við hverja holu er talinn vera um 175 þúsund krónur. Borað er undir hlíð í landi Hólsgerðis niður á berggang sem þar liggur undir. Á svæðinu er lítil og heit uppsprettulaug sem hefur verið þar svo lengi sem elstu menn inuna. Ef svo fer að nýtanlegt heitt vatn leyn- ist undir yfirborðinu telja menn að engum erfiðleikum verði bundið að veita vatninu um sveitina þar sem staðurinn liggi það ofarlega, innst í Eyjafjarð- arsveit, og engan dælubúnað þurfi því til. Borinn sem vinnur verkið er í eigu Friðfinns K. Daníelssonar en hann á ættir sínar að rekja í Eyjafjarðarsveit og hefur sýnt málinu mikinn áhuga. Friðfinn- ur sagði í samtali við blaðið að hitastigull yrði mældur í þessum rannsóknaborunum og einhver niðurstaða ætti að fást í dag eða á morgun um það hvort yfirleitt væri nægjanlegt heitt vatn á þessu svæði eða ekki. -bjb Loðna flnnst djúpt út afVestQörðum - formleg loðnuleit hefst þó ekki fyrr en í október Akureyri: Mikilsalaá gasgrillum Feiknaleg aukning hefur orðið í sölu á gasgrillum í sumar. Sending sem var á mjög hag- stæðu verði hefur runnið út en einnig hafa sölusveiflur fylgt veðri. Grillin eru seld ósamsett í kössum og sett saman heima. Gaskúturinn er keyptur sér- staklega og einnig yflrbreiðsl- an sem er mjög hentug. Að sögn Sigurðar Jóhannsson- ar í Esso nesti við Tryggvabraut hefur selst mun meira af gasgrill- um en í fyrra. „Salan eykst í góða veðrinu enda er miklu hagstæð- ara verð á þessum grillum, sér- staklega einni gerð. Á meðan við eigum þetta, sem til er núna, verða grillin á góðu verði en það er ekki meira til í landinu. Við eigum nokkur stykki ennþá en lagerinn er langt korninn," sagði Sigurður, aðspurður um hvort hið hagstæða verð héldist. Bjarni Þórhallsson í Radíó- naust sagðist hafa selt mjög mik- ið en sagði söluaukninguna ekki marktæka þar eð verslunin hefði flutt í betur staðsett húsnæði. „Það eru fjölmargir aðilar í inn- flutningi á þessum gasgrillum en það hjálpaði mikið til að fá út- sölugrill frá Sambandinu,“ sagði Bjarni. Hann vildi ekki kannast við að meira væri um að eigin- konur keyptu gasgrillin handa eiginmönnum sínuni til að láta þeim eftir eldamennskuna í blíð- viðrinu. „Það eru einhverjar ýkjur; ég held að flestir kaupend- ur séu karlmenn,“ sagði Bjarni að lokum. GT Erlingur Pálmason: Sammála skoðun Fangelsismála- stoftiunar Erlingur Pálmason, yfírlög- rcgluþjónn á Akureyri, segist vera sammála þeirri skoöun Fangelsismálastofnunar, sem Dagur skýröi frá í gær, að úrbóta væri þörf á fangelsinu á Akureyri ef vista ætti þar fanga í framtíðinni. „Upphaflega var innréttuð hér vist fyrir fjóra fanga. Síðan hefur þeim fjölgað í sjö og þá var föng- um fundinn svefnstaður í klefum sem ætlaður var fyrir drykkju- menn. í þeim klefum er aðeins loftljós, en ekki raflagnir að öðru leyti. Borðlampar eru tengdir með snúrum sem liggja á gólfinu. Til skamms tíma hefur ekki verið ákveðið hvernig framtíðarskipan þessara mála ætti að vera, en fyr- ir löngu var ljóst að ef hýsa ætti fanga í þessum klefum yrði að leggja í þá rafleiðslur," sagði Erlingur. Hann sagði að fangar væru aldrei lengur en fjóra mánuði í fangelsinu á Akureyri. Sem stendur eru þeir sjö, fjórir þeirra eru úr Reykjavík og þrír annars staðar að af landinu. óþh Togarar og bátar hafa orðið varir við mikla loðnu norður af lokuðu hólfl á Hornbankanum og á Halamiðum undanfarnar vikur. Sjómenn telja að mikið sé af loðnu djúpt út af Vest- fjörðum. Hafrannsóknastofn- un fékk loðnusýni úr Stálvík SI frá Siglufírði um daginn, en Hjálmar Vilhjálmsson físki- fræðingur segir að smáloðna hafi verið um þriðjungur. Haf- rannsóknastofnun leggur til að bein loðnuleit hefjist ekki fyrr en í október, vegna slæmrar reynslu af leit í ágúst og sept- ember undanfarin ár. Eins og málin liafa þróast síð- ustu ár virðast loðnubræðslur á Norðurlandi vera dæmdar til að missa að mikilli loðnu, ef veiðar verða ekki leyfðar fyrr en seint í nóvember eða desember. „Það sem liggur fyrir varðandi næstu loðnuvertíð er að reyna að ná til stóru loðnunnar. Samkvæmt okkar fyrri reynslu gengur það ekki fyrr en kemur fram í októ- ber, stundum jafnvel ekki fyrr en í nóvember, þótt við vonum að það verði með fyrra fallinu núna. Vonandi fáum við rökstudda hugmynd um stofnstærðina síðari hluta október. Ef stofninn stend- ur þannig að menn telja óhætt að veiða úr honum verður farið af stað eins og skot. Hitt er annað mál að spáin sem við gerðum á sömu forsendum og við höfum gert undanfarin ár segir að fimm til sex hundruð þúsund tonn geti orðið til skiptanna. Sama spá fyr- ir undanfarnar tvær vertíðir var röng, t.d. á seinustu vertíð þegar menn bjuggust við að milljón tonn yrðu til skiptanna og allt að 1,5 milljón tonn á vertíðinni þar áður. í fyrra veiddu menn tæp- lega 300 þúsund tonn og skildu eftir 400 þúsund tonna hrygning- arstofn," segir Hjálmar. Kristján Salmannsson, stýri- maður á Stálvík SI, og Kristján Bjarnason á Sigluvík sögðu í „Heitum pottum“ í görðum einbýlishúsa fjölgar með hverju ári. Hingað til hefur ekki þurft leyfi byggingayfir- valda fyrir mannvirkjagcrð þessari en nú verður trúlega breyting þar á. Mjög víða, jafnt sunnan sem norðan heiða, hafa húseigendur reist sólskála við hús sín. Pottur eða baðlaug fylgir nær oftast þessum framkvæmdum og hús- eigendur nýta heitavatnsafrennsli húsanna í mörgum tilfellum til upphitunar. Heitur pottur þykir heilsulind. „Því miður hafa þessir pottar reynst hinar mestu slysagildrur sem dæmin sanna. Embætti bygg- ingafulltrúans á Húsavík vinnur nú að skráningu þeirra er liafa heitan pott eða sundlaug í garði sínum. Síðar verður baðaðstaðan skoðuð með tilliti til allra örygg- isþátta. Hættur leynast víða og okkur ber að líta til þess er skap- ar hættu og er af manna völdum. samtali við Dag að veiðarfæri togaranna hefðu verið „loðin af loðnu," fyrir skömmu á togmið- um út af Vestfjörðum. Miklar loðnulóðingar komu fram, og orðuðu þeir það svo að allt hefði verið fullt af loðnu á þessum slóðum. Að sögn Hjálmars hafa loðnu- Úrbóta er þörf og allt bendir til að reglugerðarákvæði verði sett er lýtur að frágangi á heitum pottum og sundlaugum við íbúð- „Skátamótið í Vaglaskógi uni verslunarmannahelgina er fyrir skáta af öllu landinu og ber heitið A grænni grein, því þetta er umhverfísvænt skáta- mót,“ segir Anna Sigrún Rafnsdóttir skátaforingi og einn af skipuleggjendum mótsins. Meðal verkefna á mótinu verð- ur grisjun skógarins, lagfæring á rofabörðum í samstarfi við skógarvörðinn, endurvinnsla á mælingar í ágúst og september gefið mjög villandi niðurstöður, og því hefur verið fallið frá að halda þeim áfram. Rannsókna- skipið Árni Friðriksson fer þó í svokallaðan seiðaleiðangur eftir nokkra daga, og verður tækifærið notað til að kanna loðnustofninn um leið. EHB arhús. Spurningin er aðeins hversu langt á að ganga," sagði Ólafur Júlíusson, byggingafull- trúi Húsavíkur. ój pappír en þátttakendur gera það í „póstum" þ.e. þau fara í ýmis verkefni og hafa til þess 30 mínútur á hverjum stað. Búist er við um 250 almennum þátttakendum, 70 verða í vinnu- búðum en í þeim eru skátar 15 ára og eldri sem vinna alla undir- búningsvinnuna og í mötuneyt- inu mótsdagana auk stjórnunar- starfa. Sérstakar fjölskyldubúðir verða á mótssvæðinu og er búist við þó nokkurri þátttöku þar. GG Ólafur Júlíusson, byggingafulltrúi á Húsavík: Vantar reglur um heita potta og sundlaugar Á grænni grein: Umhverfisvænt skáta- mót í Vaglaskógi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.