Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 1
Vel klæddur í fötum frá ennabudin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 BERNHARDT 7110 Tailor-l.ook Súlan EA til loðnuleitar: „Við ætluin að fíirna loðnu og veiða loðnu“ - sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlan EA frá Akureyri heldur til loðnuleitar í dag ásamt Arna Friðrikssyni RE og þremur öðrum loðnuveiðiskip- um. Hafsvæðið sem verður kannað er vestur og norður af landinu og er mjög víðfeðmt. Loðnuvertíð íslendinga brást í fyrra og því er allt ofurkapp lagt á að finna loðnuna í ár. I dag leggja leitarskipin af stað undir Heitt vatn á Hofsósi: Tilraunabor- anir hafiiar Tilraunaboranir eftir heitu vatni hófust í gær á Hofsósi, en eins og Dagur hefur greint frá er ætlunin að bora tíu holur í nágrenni Hofs- óss og kanna hvort jarðhita sé þar að finna. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur verkið og var ætlunin að hefja það ekki fyrr en færi að frysta. Peirri áætlun var breytt og í gærmorgun var hafist handa viö að bora fyrstu holuna við svokallaðan Reykj- arhól. Að sögn Jóns Guð- mundssonar, sveitarstjóra, er ekkert frekar reiknað með aö tilraunin beri ávöxt, en rétt sé að kanna þennan möguleika til hlítar þar sem dýrt sé að hita allt vatn með rafmagni og olíu eins og gert er í dag á Hofsósi. Ekki er ljóst hvenær borun- um lýkur, en hver hola á að vera um 50 metra djúp. SBG stjórn Sveins Sveinbjörnssonar, fiskifræðings. Skipin munu fín- kemba hafsvæðin vestur og norð- ur af landinu þar sem þau munu sigla með 10 mílna millibili. Leið- angurinn mun taka hálfan mánuð. „Við ætlum að finna loðnu og veiða loðnu. Við höfum fengið fregnir af loðnu frá togurum og rækjuveiðibátum. Skilyrði sjávar á vestur- og norðurslóð eru hag- stæð og það gefur okkur ákveðna vísbendingu. Loðnusjómenn ætla að bjarga landinu. Eitthvað verð- ur til að koma,“ sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlunn- ar EA. ój Þeim gula landað á Dalvík. Mynd: Golli Andrés Svanbjörnsson, starfsmaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar: Súrálsbræðsla raunhæfasti kosturinn Andrés Svanbjörnsson, verk- fræöingur og starfsmaður Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, sagði á fundi sem Svæðisskrif- stofa iðnaðarins á Norðurlandi efndi til á Akureyri í gær að af þeim kostum sem uppi á borði Markaðsskrifstofunnar væru þessa stundina, væri súráls- bræðsla einna álitlegasti kost- urinn og lengst kominn í umræðunni. Svæðisskrifstofa iðnaðarins á Norðurlandi boðaði til þessa fundar, þar sem til umræðu voru stóriðjuframkvæmdir og virkj- anamál. Frummælandi auk Andrésar var Gylfi Aðalsteins- Sala mjólkurfullvirðisréttar: Tvær sölur hafa farið fram í Eyjafirði - ekki vitað um að kvóti hafi verið seldur úr héraðinu Lítil sala mun ennþá vera í mjólkurkvóta á milli bænda á Eyjafjarðarsvæðinu en frá og með síðastliðnum mánaða- mótum er mjólkurfram- leiðendum innan búmarks- svæða heimilt að versla sín á milli með fullvirðisrétt til fram- leiðslu mjólkur samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðu- neytisins. Að sögn Guðmundar Stein- dórssonar, ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar, munu aðeins tvær sölur á fullvirðisrétti til framleiðslu nrjólkur hafa átt sér stað á búmarkssvæði Eyja- fjarðar síðan sala var heimiluð. Hann sagði einnig að eflaust gætu fleiri sölur verið í undirbúningi eða hafi þegar átt sér stað þótt ekki væri búið að tilkynna um þær ennþá því nú geti bændur samið sín á milli um slík kaup. Hann sagði að markaðsverð á fullvirðisrétti til mjóikurfram- leiðslu muni vera um 100 krónur fyrir hvern lítra en verðlag muni fyrst og fremst ráðast af framboði og eftirspurn og geti því mikil eftirspurn eftir takmörkuðu magni hæglega hækkað verðið. Samkvæmt reglugerð um kaup og sölu réttar til mjólkurframleiðslu þarf samþykki landbúnaðarráð- herra ef sala á sér stað á milli búmarkssvæða og kvaðst Guð- mundur Steindórsson ekki hafa heyrt um að slíkar sölur hefðu átt sér stað úr Eyjafirði. ÞI son frá Sameinuðum iðnverktök- um hf. Andrés gerði ítarlega grein fyr- ir væntanlegum álversfram- kvæmdum á Keilisnesi og fram kom hjá honum að strax og græna ljósið um álverið kæmi annars vegar frá Alþingi og hins vegar frá Atlantsál, myndu þegar hefjast framkvæmdir af fullum krafti við fyrstu verkþætti álvers- ins. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi á Akureyri, sagði engan vafa á því að fjöldi iðnaðar- manna myndi leita suður þegar og ef af framkvæmdum á Keilis- nesi yrði og búast mætti við að Eyjafjarðarsvæðið yrði lengi að ná sér eftir slíka blóðtöku. Gísli Bragi sagði mikilvægt að bregð- ast við þessu í tíma og innti Andrés eftir því hvaða aðrir stór- iðjukostir væru upp á borði Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins. Andrés upplýsti að margir kostir hefðu verið skoðaðir, en súrálsbræðsla væri sá kostur sem lengst væri kominn og í raun sá eini sem kominn væri á umræðu- stig. Andrés sagði að skrifstofan ætti í viðræðum við bandarískt fyrirtæki um 30 þúsund tonna verksmiðju, sem myndi veita 50 manns atvinnu. Ef úrvinnslu yrði komið á fót í tengslum við verk- smiðjuna mætti bæta við 50 til 100 störfum. Andrés sagði hér ekki um mengunarvaldandi verk- smiðju að ræða og hana mætti staðsetja hvar sem væri. Eyja- fjörður væri þar ekki undanskil- inn. Fram kom í máli Andrésar að þrátt fyrir að Atlantsáls-álverinu hcfði ekki verið fundinn staður í Eyjafirði, væri mikilvægt að áfram yrði markvisst unnið að ýmsum umhverfisrannsóknum Eyjafirði, með hugsanlega stað- setningu stóriðju þar í huga. Markaðsskrifstofan myndi m.a. vinna að því verkefni á næstu misserum. óþh Húsavíkurflugvöllur: Unnið við lengingu flugbrautarinnar Framkvæmdir viö lengingu Húsavíkurflugvallar hófust fyrir skömmu, og verður flug- brautin lengd úr 1460 metrum í 1980 metra. Flugbrautin er lengd til suðurs. Frumundirbúningur verksins var hafinn í sumar, en þá töfðust framkvæmdir vegna athuga- Sauðárkrókur: Sérdeild að ári liðnu Skólanefnd Sauðárkróks fjall- aði um sérkennslumál á fundi í síðustu viku og þá var tekin ákvörðun um að hefja undir- búning að stofnun sérdeildar við grunnskóla staðarins. Reiknað er með að sérdeildin taki til starfa haustið 1992. „Ég held að allir sjái þörfina fyrir stofnun sérdeildar, spurn- ingin er bara hvernig gengur að undirbúa þetta svo vel fari. Útlit er fyrir að sérdeildin verði starf- rækt við gagnfræðaskólann til að byrja með, en við barnaskól- ann verði áfram kennsla fatlaðra og þroskheftra með sérdeildarúr- ræðum," segir Hjálmar Jónsson, formaður skólanefndarinnar. Sá kostnaður við sérdeild sem ekki nær undir sérkennslukvóta, fellur á sveitarfélag það er skól- inn heyrir til. Hjálmar segir að ekki sé ljóst hversu stórar fjár- hæðir sé þarna um að ræða, en búið sé að kynna málin fyrir bæjaryfirvöldum. SBG semda frá Náttúruverndarráði, sem ekki var sátt við að efnistaka færi fram á þeim stað sem til stóð. Við framkvæmdirnar þarf að nota 20 þúsund rúmmetra af fyllingarefni. Nú hefur náðst samkomulag um efnistöku á svæði sem notað var þegar upp- haflega flugbrautin var byggð. „Við gerum ekki námu, heldur er skafið ofan af svæði sem var gróðurlaust fyrir,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar. Verklok hafa ekki verið tíma- sett, en reiknað er með að fram- kvæmdum Ijúki á næsta ári og brautin verður væntanlega tekin í notkun fyrir næsta vetur. „Það er visst öryggi að hafa lengri og betri flugbrautir. Auk þess mun brautin geta þjónað stærri flugvélum en hún gerir í dag. Eftir þessa lengingu verður flugbrautin nánast eins og Akur- eyrartlugvöllur. Að vísu vantar bundið slitlag á brautina og það kemur síðar, en ártalið get ég ekki giskað á,“ sagði Gunnar Oddur. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.