Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 02.10.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 2. október 1991 í loftmyndasafni Landmælinga íslands eru um 130 þúsund myndir: Fljúgandi myndavélar í ómetanlegri heimildasöfnun Það er ekki ofsöjgum sagt að loftmyndir af Islandi hafa gríðarlega mikið heimildagildi og þær gegna mikilvægu hlut- verki við t.d. byggðaskipulag, rannsóknir, kortagerð og margt fleira. í loftmyndasafni Landmælinga Islands að Laugavegi 178 í Reykjavík eru Hús fyrir ferða- þjónustn Verð aðeins kr. 1.350.000 sé pöntun staðfest fyrir 20. okt. nk. Hafið samband. .TRÉSMIÐJAN A\ MOGILSF.uy Svalbarðsströnd, sími 96-21570. ú nLn mmr Fasteignatorgið Glerárgötu 28, II. hæö Sími 21967 * Brekkugata: 2ja herbergja íbúð á jarðhæð, 60,0 m2 í þríbýlis- húsi. Góð staðsettning. + Þórunnarstræti: 4ra herbergja íbúð á jarðhæð, 98,5 m2 í þríbýlis- húsi. Þarfnast nokkurrar lag- færingar. Gott verð. Góður staöur. + Dvergagil: ( smíðum Seljast tilb. undir tréverk. 3ja herbergja á einni hæð, 99,8 m2 auk bílskúrs 26,0 m2. Raðhús. 4ra herbergja á einni hæð, 135,2 m2 auk bílskúrs 26,0 m2. Raðhús. 4ra herbergja á einni hæð, 139,5 m2 auk bílskúrs 26,0 m2. Raðhús. 5 herbergja á einni hæð, 143,4 m2 auk bílskúrs 26,0 m2. Parhús. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrif- stofunni. * Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir fasteigna á skrá. Skodum og verðmætum eignir samdægurs. GAGNKVÆHT TRAUST - TRAUST WÓNUSTA Opið: 10.30 til 12.00 13.00 til 18.00 Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. um 130 þúsund loftmyndir frá þessari öld. Óhætt er aö segja aö þetta sé eitt veglegasta og mikilvægasta Ijósmyndasafn landsins. Sögu loftmynda má rekja aftur til síðustu aldamóta, en með fyrsta fluginu í flugvél árið 1903 opnuðust nýir möguleikar í þeim efnum. I fyrri heimsstyrjöldinni tóku menn loftmyndir úr bæði loftskipum og flugvélum. Með því að raða saman loftmyndum mátti fá yfirsýn yfir mjög stór svæði og þjónuðu myndirnar hin- um hernaðarlega tilgangi oft bet- ur en eldri kort. í framhaldi af þessu áttuðu menn sig á mikil- vægi loftmynda við kortagerð. Á árunum milli stríða urðu miklar framfarir í smíði loftmyndavéla og nýtingu myndanna við njósna- starfsemi og kortagerð. Loftmyndir af íslandi Fyrstu loftljósmyndir af íslandi voru teknar árið 1919, en það var árið 1937 sem danska landmæl- ingastofnunin, Geodætisk Insti- tut, tók fyrstu loftmyndirnar af landinu vegna kortagerðar. Fram kemur í bók Þorvaldar Bragason- ar og Magnúsar Guðmundsson- ar, „Landmótun og byggð í fimmtíu ár“, að allt til ársins 1950 hafi loftmyndir verið teknar á vegum erlendra þjóða, Dana, Breta, Þjóðverja og Bandaríkja- manna. En það sama ár hóf Ágúst Böðvarsson töku loft- mynda fyrir Landmælingar fslands, sem þá voru deild innan Vegagerðar ríkisins, en urðu sjálfstæð stofnun árið 1956. Landmælingar íslands hafa nú í vörslu sinni um 130 þúsund loft- myndir af íslandi. Þar af hafa er- lendir aðilar tekið um þriðjung myndanna og afhent þær Land- mælingum íslands til varðveislu. Landmælingar hafa annast töku á hinum tveim þriðju hlutum safnsins. Á hverju ári síðan 1950 hefur stofnunin tekið myndir af afmörkuðum svæðum landsins og því eru til myndir af öllu landinu, teknar á mismunandi tímum. Með því að bera þær saman sjást greinilegar breytingar á náttúru- fari landsins og hvernig byggð hefur breyst í tímans rás. Meðfylgjandi myndir af Húsa- vík teknar 1945, 1960 og 1990 sýna glöggt þær miklu breytingar sem þar hafa orðið á síðustu 46 árum. Æ fleiri nýta sér loftmyndir Að sögn Þorvaldar Bragasonar hjá Landmælingum er reynt að taka reglulega myndir af yfir- borði landsins, þannig að í safni stofnunarinnar séu alltaf til nýlegar myndir. „Það eru teknar háflugsmyndir af öllum byggðum svæðum á fimm ára fresti. Af há- lendinu og öðrum óbyggðum svæðum eru að jafnaði teknar myndir á tíu ára fresti. Auk þess er miðað við að taka myndir af einstaka stöðum eða svæðum á þriggja ára fresti m.a. vegna skipulagskortagerðar.“ Þorvaldur leggur á það mikla áherslu að almenningur noti sér myndasafn Landmælinga íslands, enda sé það þeirra hlutverk að þjónusta landsmenn. Hann segir að jafnaði séu unn- in um 1000 verkefni fyrir aðra heldur en Landmælingar. Þar af eru um 500 verkefni fyrir ein- staklinga. Á síðari árum hefur, að mati Þorvaldar, orðið greini- leg aukning í notkun almennings á loftmyndum og af því megi álykta að almenningur sé æ með- vitaðri um gildi loftmynda. Til margra hluta nytsamlegar Loftmyndirnar nýtast til margra hluta. Nefna má jarðfræði- og landfræðiathuganir, byggða- skipulag, kortagerð, skipulag sumarbústaðahverfa, örnefna- söfnun, iandamerki, landskipti og landsölu, almenningsveitur og línulagnir, vega- og gatnagerð, virkjanaframkvæmdir, gróðurat- huganir, veiði og margt fleira. Þorvaldur segir að nær allar loftmyndir sem teknar hafi verið af íslandi séu á einum stað í safni Landmælinga íslands og þar sé hægt að ganga að þeim. Víða er- lendis séu loftmyndir hins vegar geymdar á mörgum stöðum og því örðugra að verða sér úti um þær loftmyndir sem menn leiti að. „Ég vil hiklaust segja að þetta ljósmyndasafn sé eitt merkasta safn landsins. Það geymir upplýs- ingar, sem í rauninni er ekki hægt að fá í sama mæli. Okkar sjón- armið er að þetta séu gögn, sem almenningur hefur möguleika á að nýta sér til ýmisskonar verk- efna,“ segir Þorvaldur. Landmælingar íslands eiga sér- hæfðan og fullkominn loftmynda- tökubúnað og í tvo mánuði á hverju sumri leigir stofnunin flugvél til myndatökunnar. Loft- myndir eru teknar eftir fyrirfram ákveðnum fluglínum, með veru- legu yfirgripi milli mynda. Meg- inhluti myndanna í safni Landmælinga er svart-hvítur, en á síðari árum hefur aukist taka litmynda og innrauðra mynda. Gervitunglamyndir ryðja sér til rúms Mikið er að gerast í heimi loft- myndanna. Tækninni fleygir fram og menn hafa ekki við að tileinka sér það nýjasta. Eins og á öðrum sviðum hefur tölvan kom- ið til og auðveldar úrvinnslu gagna. En annað kemur til. Gervitunglamyndir ryðja sér til rúms og sú tækni verður ódýrari og aðgengilcgri með hverju árinu. Erlendis hefur notkun gervitunglamynda vaxið á síðustu tveim áratugum, einkum í veður- fræði, kortagerö og ýmisskonar rannsóknum á landi. Hérlcndir kortagerðarmenn, vísindamenn og aðrir hafa haft aðgang að gervitunglamyndum frá banda- rísku Landsat gervitunglunum. Auk þess gefa myndir frá sænsk- franska gervitunglinu Spot góðar upplýsingar um yfirborð íslands, sem nýtast vel til kortagerðar. „Gervitunglamyndir eru að verða mjög aðgengilegar og tilhneiging- in er sú að menn nota þessi gögn til þess að fá yfirsýn yfir stór svæði. Þar koma gervitungla- myndirnir að góðum notum," segir Þorvaldur Bragason. Hann bendir á sem dæmi að þær sýni glögglega skil milli gróinna og ógróinna svæða landsins og hjálpi þannig við uppgræðslustörf. Unnið að nýjum kortagrunni Landmælingar íslands er ríkis- stofnun, en um helmingur tekna hennar eru svokallaðar sértekjur af sölu loftmynda, korta o.fl. Á þessu ári er velta stofnunarinnar um 120 milljónir króna. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið getið um loftmynda- tökur og það sem þeim viðvíkur í starfsemi Landmælinga. Korta- gerðin er trúlega sá þáttur starf- seminnar, sem almenningur verður hvað mest var við. Góð kort af íslandi eru hins vegar ekki unnin nema fyrir hendi séu góðar loftmyndir af landinu. Þessir tveir þættir eru því nátengdir og verða vart aðgreindir. Gerð staðfræðikorta af íslandi er í sífelldri endurskoðun og af þvf leiðir að nauðsynlegt er að taka loftmyndir ótt og títt af landinu. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, bendir á að kortagrunnur sá sem til er af íslandi sé ófullnægjandi og því standi nú fyrir dyrum að vinna ný og betri grunnkort af öllu landinu í mælikvarðanum 1 á móti 25.000. Þetta er stórt verk- efni og kostnaðarsamt og óvíst er hversu langan tíma það tekur. Ágúst segir að það ráðist að miklu leyti af fjárveitingum til verksins. óþh Sigurður Jóhannesson sextugur í dag er sextugur einn af okkar traustustu félögum, Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Sigurður gekk ungur að árum í Framsóknarfélag Akureyrar og hefur starfað þar yfir þrjátíu ár með miklum ágætum. Éins og kunnugt er lét Sigurður af starfi bæjarfulltrúa á Akureyri árið 1990, fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Hann vildi fara að minnka við sig störfin, enda starf bæjarfulltrúa mjög erilsamt og tímafrekt. Sigurður er samt enn gamli góði félaginn og tekur virk- an þátt í féiagsstarfinu eftir sem áður. Á löngum ferli sínum sem félagi í Framsóknarfélagi Akur- eyrar komst Sigurður ekki hjá því að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, þótt hann sæktist ekki eftir slíkum störfum. Hann var lengi í stjórn félagsins og m.a. formaður um nokkurt skeiö. Þá gegndi Sigurður marg- víslegum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var einn af varaþingmönnum flokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra árið 1962, er kosið var til þings og sat á þingi um tíma árið 1965. Áhugi Sigurðar beindist þó meira að málefnum Akureyrar- bæjar og varð hann varabæjar- fulltrúi árið 1966 og síðan bæjar- fulltrúi 1970-1974. Hann settist í bæjarstjórn að nýju árið 1978 og sat þar óslitið til ársins 1990. Hann átti einnig sæti í bæjarráði um sjö ára skeið, frá 1983-1990. Auk bæjarfulltrúastarfsins sat Sigurður í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum bæjarfélagsins og er þar af mörgu að taka. Hann var m.a. stjórnarformaður Tón- listarskóla Akureyrar á annan áratug, átti sæti í stjórn Fjórð- ungssjúkrahússins, í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa og í stjórn Veitustofnana á Akureyri, svo eitthvað sé nefnt. Af framan- sögðu má ljóst vera að störf Sigurðar Jóhannessonar fyrir Framsóknarflokkurinn eru bæði mikil og góð og fáir, ef nokkur, hafa starfað lengur fyrir flokkinn hér í bæ. Á þessum tímamótum í lífi Sigurðar senda félagar í Fram- sóknarfélagi Akureyrar honum bestu hamingjuóskir í tilefni sextugsafmælisins og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta á ókomnum árum. Svavar Ottesen. Sigurður Jóhannesson, aðalfull- trúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, er sextugur í dag. Fáum dylst að Sigurður hefur löngum haft í mörg horn að líta á sviði félagsmálanna. Þrátt fyrir það skoraðist hann ekki undan er til hans var leitað um mitt ár 1989 að taka við stjórnarformennsku í Dagsprenti hf. Á þeim tíma áttu fyrirtækin tvö sem rekin eru und- ir þessu nafni, Dagur og Dagsprent, í verulegum rekstrar- erfiðleikum sem fyrst og fremst mátti rekja til of mikilla fjárfest- inga og skuldsetningar vegna þeirra. Starf stjórnarformanns í fyrirtækinu gat því engan veginn talist eftirsóknarvert og Sigurðar og annarra stjórnarmanna biðu mörg og erfið úrlausnarefni. Hin nýja stjórn, sem kjörin var í byrjun sumars 1989, tók strax til óspilltra málanna við að finna leiðir til að tryggja rekstur Dags- prents hf. Af framsýni og festu, í nánu samráði og samvinnu við starfsfólk fyrirtækisins, tókst henni að afstýra aðsteðjandi vanda og koma rekstrinum í við- unandi horf. í þennan starfa fóru ófáar vinnustundir en enginn stjórnarmanna taldi það eftir sér að sitja marga og langa fundi, kvöld og helgar, án þess að þiggja svo mikið sem krónu fyrir. Slík hugsjónaelja er fágæt og eftirbreytniverð í þjóðfélagi þar sem gjarnan er innt eftir verald- legri umbun fyrir minnsta viðvik. Stjórn Dagsprents hf., undir traustri og markvissri handleiðslu Sigurðar Jóhannessonar stjórn- arformanns, hefur auðnast að stýra fyrirtækinu áfallalaust um ólgusjó viðskiptalífsins, á um- brotatímum þar sem öldur eru fleiri og hærri en oft áður. Fyrir það kunnum við, starfsfólk fyrir- tækisins, Sigurði og öðrum stjórnarmönnum bestu þakkir. Við sendum Sigurði Jóhannes- syni og fjölskyldu hans hugheilar óskir í tilefni dagsins. Fyrir hönd starfsfólks Dags og Dagsprents, Bragi V. Bergmann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.