Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 7
Efst í huga Stefán Sæmundsson Málfar í fjölmiðlum Alla, gervalla og liðlanga vikuna hafa menn verið að fjasa um fótbolta og dóm- gæslu en nú er mál að linni. Reyndar hef ég ríkulegan áhuga á fyrrnefnda fyrir- bærinu en það er annað sem mér er efst í huga á þessum degi, þó ekki 130 ára afmæli Akureyrar. Ekki heldur 30 ára afmæli Minjasafnsins eða mitt, þótt við höfum vissulega látið á sjá í tímans rás. Sem snöggvast hvarflaði að mér að hrósa sjónvarpinu okkar fyrir að hafa ekki freistað mín í sumar, fyrir utan nokkra stórviðburði í íþróttunum, en ég var hræddur um að ég gæti ekki haldið jákvæðum anda í skrifum mínum til lengdar ef sjónvarpsdagskrá bæri á góma. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að skrifa um íslenskt mál, án þess þó að fara í beina samkeppni við Gísla Jóns- son. Ég verð stundum ær bæði og örvita þegar ég rekst á ambögur í dagblöðum eða heyri bull og vitleysu í útvarpi og sjónvarpi. Mörg skrípi virðast því miður vera að festa sig í sessi eins og „orsaka- valdur" og „hágæði" og álappaleg notk- un á orðum á borð við aukning og varð- andi. Þá er gegnumgangandi að auglýsa að verslun „opni“ eða „loki“ þótt allir hljóti að vita að verslun, hús eða fyrir- tæki hafa enga burði til að opna eða loka neinu. Verslanir eru hins vegar opnaðar og húsum lokað. Það sama gildir um „opnunartíma". Ef verslun er opin frá kl. 9-18 þá er það ekki opnunartími verslunarinnar heldur af- greiðslutími (eða þjónustutími). Opnun- artíminn er hins vegar kl. 9 í þessu tilfelli og lokunartíminn kl. 18. Þetta vill gjarnan skolast til og er Dagur ekki undanskilinn. Fyrst ég er farinn að tala um verslanir þá fer óskaplega mikið í taugarnar á mér þegar fólk ætlar að „versla" í matinn eða fara til Glasgow að versla þegar það ætl- ar að kaupa eitthvað fallegt handa sér og sínum. Versla þýðir að kaupa og selja, þ.e. versla með vörur, en þeir sem fara í helgarinnkaupin eru ekki að versla heldur kaupa í matinn. Víkjum að nöfnum fyrirtækja. Sú árátta að vilja ekki beygja fyrirtækjaheiti mun vera komin frá dönskum verslun- armönnum. Þess vegna eru bílarnir gjarnan frá „Höldur" en ekki Höldi. Höld- ur beygist eins og hestur og því ætti að tala um afkomu Hölds rétt eins og afkomu Útgerðarfélags Akureyringa eða Lindu. Mér skilst að eigendur Hölds vilji nota nafnið óbeygt í auglýsingum en blaðamenn eru ekki bundnir af því þegar þeir skrifa um fyrirtækið. Annað fyrirtæki heitir Hagkaup. Ekki er Ijóst hvort þetta er eintölu- eða fleir- töluorð en mér skilst að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji nota eintölumyndina og þeir eru því forsvarsmenn Hagkaups en ekki Hagkaupa þótt seinni myndin sé líka rétt. Hins vegar er orðið iðulega not- að óbeygt. Svipaður vandi kann að koma upp þegar menn tala um Eimskip og Sam- skip. Þetta hljóta að vera fleirtöluorð enda er talað um Samskipadeildina. Þar með læt ég þessu spjalli mínu lok- ið og vona að fjölmiðlafólk hafi gefið því gaum. Fréttagetraun 1. Hverjir sýna gamla bænum í Laufási mesta athygli? 2. „Þjóðin og landið eru eitt“. Hver mælti svo í síðasta helgarviðtali? 3. Hvernig er afgreiðslutíma í KEA-Nettó og Hagkaupi á Akureyri háttað um helgar? 4. „Grátlegt að klára þetta ekki“. Eftir hverjum eru þessi orð höfð og af hvaða tilefni? 5. Hvers vegna fljúga sjófuglarnir með lokuð augu yfir Langanes? 6. Hver bar sigur úr býtum í flokki sér- útbúinna bíla í Hausttorfæru Bíla- klúbbs Akureyrar og hvað heitir bíllinn hans? 7. Hvenær hóf Vilhelm Þorsteinsson störf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa? 8. Hvaða tíðindi bárust af rekstri Lindu hf. á Akureyri? 9. Saga Akureyrar: Hver veitti Akureyri kaupstaðarréttindi og hvenær var það? 10. Saga Akureyrar: Hvað er Lystigarður- inn gamall í ár? En Minjasafnið? SS ||«rrabudir< 839 nemendur af'í* segjast neyta áfenj í mismtkJu mæii ’BJB 0£ QIUJESBfuiyyl So bjb 08 uuunQjESijsX'i ’oi Z98t JsnSB 63 ipun -ofs jnSunuo>( j)ijquj g •nQojsjBfjEsnEi jBJiuæis BuSOA BU5JIA BfSSucj |ij unAQojsniSQiojS UBfQlUJS>IJ3A 8 'LP61 jaquiajdos j •/_ •(J! -uj(æ|uuBj Juoq jo Epug) UUl|XBf 'IIJOIII3S JlJQd ’9 ■BjBqBjæjpuBq QSojq -ByB Soinuuoq e ddn Bjjoq QB !>l>13 Bjjncj QB |!X g uSis bjj uin -pun>(3s l nJOA uuoui VM UI3S JEcj |BA uSoS UUl>(I3| -Bji|SjruB>(iq jijja ‘vx BQl|JjjXj ‘luXsSUOf BUJBfg (7 uinSopnuuns b l\ -£I hSo 91-ot ‘1>I EJjuin -SopjBSnBI B Qldo JO QB4 •£ •jnQEUJSlSujcj|B ‘qojJIO jSui SBIUOX 'Z •jbSui -puopn So ujoq ^suoisj •( :J9AS Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 7 o I ft -5 ^ t/ 1 h «1 L m Zj . • nh 9——P rr P u r 0 umi r w t r W 1 IJ 7. 3 3 Hvemig ætlar þú að eyða Mstundunum í vetur? Viltu læra að spila uppáhaldslögin þín á hljómborð, skemmtara, orgel eða píanó? Námskeið fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Innritun stendur yfir frá kl. 17.00 alla daga. Orgelskóli Gígju, símar 24769 og 23181. — Akureyri 130 ára! Krakkarx verum meo Tökum þátt í dagskránni laugardaginn 29. ágúst Barnahlaup Kassabílarall Hjólabrettakeppni Félagsmiðstöðvarnar Akureyri Til hamingju med afmælið ✓ I tilefni afmælisins býður Bautinn upp á bæjarins bestu 12” pizzur á tilboðsverði Kr. 780. 8 nýir ísréttir. Afmælisréttur Bautans föstudag, laugardag og sunnudag Blómkálssúpa Gljáður lambahamborgara- hryggur með rauðvínssósu Ananasfromage Kr. 990. 1/2 gjald fyrir 5-11 ára Frítt fyrir 5 ára og yngri Góða skemmtun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.