Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 13 Hvað gerðist á Akur- eyri 29. ágúst 1862? Eram flutt að Furavöllum 5 Innritun í síma 27899. Þegar íbúar verslunarstaðarins Akureyrar vöknuðu til starfa föstudaginn 29. ágúst 1862, þá hefur eflaust engan þeirra grunað að dagurinn sá ætti eftir að verða í minnum hafður um ókominn tíma og tilefni til hátíðarhalda og það liðu vikur áður en bæjarbúar fengu fréttir um þann merkis- atburð sem gerðist þennan umrædda dag, að Friðrik kon- ungur sjöundi Danakonungur hefði undirritað reglugerð þess efnis að framvegis skyldi Akur- eyrar verslunarstaður vera kaup- staður og sérstakt lögsagnarum- dæmi. Sem dæmi um póstsamgöngur þessa tíma er það, að fyrst í októ- ber þetta ár er greint frá því í „Norðanfara“ að til amtsins hafi borist bréf þess efnis að Akureyri hefði öðlast umrædd réttindi og enn liðu rúmir þrír mánuðir þar til reglugerðin var birt bæjarbú- um opinberlega. Þann 3. dag febrúarmánaðar 1863 setti Stefán Thorarensen, sýslumaður og settur amtmaður, rétt á skrifstofu sinni, þar sem hann samkvæmt áður uppsettri auglýsingu í bænum, birti bæjar- búum: „Reglugjörð um að gjöra verslunarstaðinn Akureyri að kaupstað og um stjórn bæjar- málefna þar“, sem dagsett var þann 29. dag ágústmánaðar 1862, og voru flestir heimilisráðendur þar viðstaddir. Þar með var Akureyrarbær orðinn kaupstaður og sérstakt lögsagnarumdæmi og að öllu skil- inn frá Hrafnagilshreppi. Kjósa skyldi 5 menn í bæjarstjórnina auk gjaldkera og boðaði sýslu- maður til kosninga þann 31. mars. Kosningarétt og kjörgengi skyldu hafa allir fullmyndugir menn með óflekkað mannorð og hefðu eigi áður þegið af sveit, væru ekki öðrum háðir sem hjú, hefðu goldið að minnsta kosti 2 rd. í bæjargjöld og átt búsetu í bænum næstliðið ár. Ekki mátti faðir og afkomendur hans sitja samtímis í bæjarstjórninni. Sýslumaður brýndi fyrir mönn- um að velja til bæjarfulltrúa þá menn sem þeir bæru mest traust til og létu sér jafnan annt um að efla framfarir bæjarins og sníða honum stakk eftir vexti og mið- uðu álögur á gjaldendur við efni Lárus Zophoníasson. og kringumstæður þeirra. Var á þessum fundi jafnframt lögð fram kjörskrá sem nú mun vera glötuð, þannig að ekki verður séð með vissu hverjir höfðu kosn- ingarétt og kjörgengi á þessum fyrsta kjörfundi til bæjarstjórnar- kosninga á Akureyri, en með því að bera saman fólkstal á Akur- eyri 1863 og skrá yfir útsvars- greiðendur árið áður má ráða að 17 eða 18 Akureyringar hafi haft kosningarétt, auk faktoranna Edvards Eilert Möllers og Bern- hard Steincke, en um kosninga- rétt þeirra og kjörgengi ríkti nokkur vafi, eins og síðar verður vikið að. Kjörfundur var svo haldinn þann 31. mars 1863 sem fyrr segir. Þann dag var sunnanátt og blíðviðri. Tólf kjósendur neyttu atkvæðisréttar síns og í fyrstu bæjarstjórnina voru kjörnir: Edvard Eilert Möller faktor með 12 atkvæðum, Jón Finsen héraðs- læknir og Jón Chr. Stephánsson timburmeistari hlutu 11 atkvæði hvor, og Ari Sæmundsen umboðsmaður og Jóhannes Hall- dórsson cand. theol. hlutu 9 atkvæði hvor. Þrennt gerðist á þessum kjör- fundi sem í frásögur má færa. Mad. Vilhelmína Lever gekk fyrst manna að kjörborðinu og greiddi sitt atkvæði og varð þann- ig fyrst íslenskra kvenna til að neyta kosningaréttar 18 árum áður en konur fengu takmarkað- an kosningarétt til sveitastjórna, enda uppfyllti hún öll ytri skil- yrði, var sjálfrar sín ráðandi með óflekkað mannorð, hafði greitt Jg held ég gangi heim“ Eftir einn -ei aki neinn ÚUMFERÐAR RÁÐ tilskilin bæjargjöld og verið búsett í bænum árið áður. Björn Jónsson ritstjóri var einn af framámönnum bæjarins á þessum árum. Þegar hann hugð- ist neyta kosningaréttar síns var honum tjáð að þar sem hann hefði ekki greitt nema 1 rd. og 85 sk. í bæjargjöld árið áður þá hefði hann ekki kosningarétt né kjörgengi. Björn mótmælti þessu, kvaðst hafa fengið frádrátt á útsvari sínu fyrir að hafa haldið sveitarliminn Jóhann Mohr leng- ur en honum bar, næstliðið ár, en fógeti var ósveigjanlegur og Björn varð að láta undan í það sinnið. Edvard Eilert Möller faktor greiddi ekki atkvæði í kosningun- um, taldi sig ekki hafa rétt til þess samkvæmt reglugerðinni, hann væri hjú eiganda þeirrar verslun- ar sem liann veitti forstöðu, en þrátt fyrir það hlaut hann atkvæði allra kjósenda. Möller skoraðist undan að taka kosningu af fyrrgreindum ástæðum, taldi að staða sín sem bæjarfulltrúa gæti stangast á við hagsmuni hús- bónda síns. Þessu var algerlega hafnað og tók hann þá sæti í bæjarstjórninni. Þegar Akureyri hlaut kaup- staðarréttindi voru íbúar 286, þar af voru heimilisráðendur 56 og 80 börn ófermd. Lárus Zophoníasson tók saman. (Höfundur er amtsbókavörður) Heimildir: Norðanfari 1862-1863. Kjörbók Akureyrarkaupstaðar 1863. Tölvufræðslan Akureyrl Furuvöllum 5, II. hæð, Akureyri. Sími 27899. Gæsaveiðimenn! Allt til gæsaveiða Gæsaflautur, gervigæsir. Regnheldir gallar í felulitum. Gæsaskot í miklu úrvali. Hreinsisett, olíur, burstar, byssupokar, haglabyssur. 5% staðgreiðsluafsláttur Opið laugardaga kl. 9-12. 1U EYFJÖBÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 REGNBOGA FRAMKÖLLUN Óskum eftir filmumóttökustöðum utan Akureyrar. Uppl. í síma 96-27422 Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti 106, Akureyri. Sími: 27422. Filmumóttökustaðir: Esso-nesti Tryggvabraut, Veganesti v/Hörgárbraut, KEA Byggðavegi 98, Brynja Aðalstræti 3, Radíóvinnustofan Kaupangi, Esja Norðurgötu 8, Rafland Sunnuhlíð, Síða Kjalarsíðu 1, Sæland Móasíðu 1. KEA verslun Ólafsfirði. Sólrún, verslun, Öldugötu 18 Árskógssandi. _ 24 MYNDA FILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN 24 mynda filma er innifalin i verðinu. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Hríseyingar óska bœjarbúum til hamingju með 130 óra afmœli Akureyrarkaupstaðar Hríseyjarhreppur Fœrum Akureyringum innilegar hamingjuóskir ó 130 óra afmœlinu Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.