Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 01.09.1992, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 1. september 1992 Iþróttir Samskipadeildin 16 umferð: Valur-Þór 0:3 KA-UBK 1:2 Víkingur-IA 1:3 ÍBV-Fram 4:2 FH-KR 2:2 Staðan: ÍA 16 11-3- 2 35:16 36 Þór 16 10-4- 2 27: 9 34 KR 16 9-4- 3 29:15 31 Valur 16 8-4- 4 29:17 28 Fram 16 7-1- 8 23:23 22 FH 16 4-6- 6 21:26 18 Víkingur 16 4-4- 8 21:30 16 UBK 16 4-3- 9 11:25 15 KA 16 3-4- 9 16:28 13 ÍBV 16 3-1-12 18:4110 Markahæstir: Arnar Gunnlaugsson, ÍA 13 Valdimar Kristófersson, Fram 9 Helgi Sigurðsson, Víkingi 9 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 9 Anthony Karl Gregory, Val 8 2. deild karla 16. umferð: Stjarnan-Leiftur 2:2 Selfoss-Þróttur 1:3 Fylkir-ÍBK 0:1 Víðir-ÍR 3:3 BÍ-Grindavík þriðjudag Staðan: ÍBK 16 11-4- 1 38:14 37 Fylkir 16 12-1- 3 34:16 37 Grindavík 15 8-2- 5 30:24 26 Þróttur R. 16 8-1- 7 27:29 25 Leiftur 16 6-4- 6 29:21 22 BÍ 15 4-6- 5 20:28 18 Stjarnan 16 4-6- 6 24:24 18 ÍR 16 3-6- 7 19:30 15 Víðir 16 2-6- 8 17:25 12 Selfoss 16 1-4-1116:47 7 Markahæstir: ÓIi Þór Magnússon, ÍBK 16 Þorlákur Árnason, Leiftri 14 Indriði Einarsson, Fylki 12 Kristinn Tómasson, Fylki 10 Hlynur Jóhannsson, Víði 10 Þórður B. Bogason, Grindavík 9 Indriði Einarsson, Fylki 9 3. deild karla 17. umferð: Þróttur N.-Magni þriðjudag Völsungur-KS 1:1 Ægir-Skallagrímur 0:3 Dalvík-Haukar 2:2 Tindastóll-Grótta 3:2 Staðan: Tindastóll 17 15-1- 1 52:22 46 Grótta 17 9-4- 4 30:21 31 Þróttur N. 16 8-4- 4 37:30 28 Skailagrímur 17 7-4- 6 40:29 25 Haukar 17 6-5- 6 31:32 23 Magni 16 5-4- 7 24:22 19 Dalvík 17 5-2-10 29:31 17 Völsungur 17 4-5- 8 20:31 17 Ægir 17 4-5- 8 19:37 17 KS 17 3-2-12 20:47 11 Markahæstir: Bjarki Pétursson, Tindastóli 16 Sverrir Sverrisson, Tindastóli 14 Kristján Brooks, Gróttu 14 Valdimar K. Sigurðsson, Skallagrími 14 Goran Micic, Þrótti N. 9 Kristján Svavarsson, Þrótti N. 9 Guðmundur V. Sigurðsson, Haukum 9 1. deild kvenna Staðan: Valur 13 10-0- 3 27: 8 30 UBK 12 9-1- 2 42: 9 28 ÍA 11 8-1- 2 36: 7 25 Stjarnan 12 8-1- 3 30:10 25 Þróttur N. 13 5-0- 8 22:41 15 KR 13 4-1- 8 16:28 13 Þór 13 2-1-10 8:43 7 Höttur 13 1-1-11 7:45 4 Samskipadeildin: Annarardeildarsætið hlutskipti KA? - liðið komið í fallsæti og tveir erfiðir leikir eftir „Menn voru algerlega á hæl- unum hér í dag og í raun algert áhugaleysi í hópnum,“ sagði Bjami Jónsson, fyrirliði KA, eftir að lið hans hafði legið fyr- ir Breiðabliki í fallslag á Akur- eyrarvelli á laugardag. „Það er spurning hvort síðasta vika sitji eitthvað í mannskapnum en hver svo sem ástæðan er þá var þetta mjög lélegt hjá okkur hér í dag.“ „Þetta var alveg ótrúlegt. Við náðum takmarkinu því við kom- um hingað norður til þess að heyja stríð við KA og höfðum betur. Baráttan var frábær og Iiðsheildin skóp þennan sigur,“ sagði Hilmar Sighvatsson, fyrir- liði Blikanna. Það voru ekki burðugar Leiftursmenn nældu sér í eitt stig um helgina þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum. Gestirnir kom- ust í 0:2 en heimamenn náðu fyrst að minnka muninn í lok fyrri hálfleiks en jafna svo í lok þess síðari. „Ég held þetta verði að teljast sanngjörn úrslit. Þeir voru sterk- ari í seinni hálfleiknum og áttu skilið að jafna,“ sagði Friðrik Einarsson, fyrirliði Leifturs. Aðspurður hvort menn væru sátt- ir við stöðunum eins og hún er nú aðstæður sem leikið var við á laugardag, rigning, kuldi og rok og óhætt er að segja að leikurinn hafi tekið mið af því. Fyrri hálf- leikurinn bauð ekki upp á mikla skemmtun fyrir áhorfendur og það voru gestirnir sem höfðu frumkvæðið allan tímann, börð- ust mun betur og virtust hafa miklu meiri vilja til þess að sigra. Fyrsta færið var þó KA þegar Ormarr Örlygsson átti hörkuskot að marki á 8. mínútu, utan úr teig, en var varið. Á 20. mínútu fékk Pavel Vandas mjög gott færi en hitti ekki boltann eftir að hafa komist í gegn. Stuttu áður heimt- uðu Blikar vítaspyrnu þegar Grétari Steindórssyni, hættuleg- asta manni UBK, var brugðið innan vítateigs en Gísli Guð- mundsson, slakur dómari leiks- þegar aðeins tvær umferðir eru eftir sagði Friðrik svo vera. „Fyr- ir mótið var okkur spáð 7. sæti og við stefndum á að halda okkur í deildinni. Nú er stefnan sett á 4. sætið og ef það gengur eftir get- um við vel við unað.“ Leikurinn fór frekar rólega af stað og en þegar um 10 mínútur voru búnar fengu Leiftursmenn vítaspyrnu sem Þorlákur Árna- son skoraði úr. Fimmtán mínút- um síðar komust gestimir í 0:2 með marki Sigurbjörns Viðars- sonar. Skömmu fyrir leikhlé minnkaði Sigurður Már Harðar- ins, sá ekkert athugavert. Þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Breiðablik fyrra mark sitt í leiknum. Stein- dór Grétarsson stóð þá einn og óvaldaður inni í vítateig KA- manna, fékk langa sendingu, tók sér allan þann tíma sem hann þurfti til þess að leggja boltann fyrir sig og skoraði framhjá Hauki Bragasyni í markinu. Þarna gleymdi KA-vörnin sér eins og stundum oftar í leiknum. Fram að leikhléi voru sóknir Breiðabliks æði þungar og máttu KA-menn þakka fyrir að fara með einungis 0:1 á bakinu í leikhléið. Flestir reiknuðu með að KA- liðið kæmi dýrvitlaust út í seinni hálfleikinn og myndi taka málin í sínar hendur og fá aðstoð frá son muninn fyrir Stjörnuna. Heimamenn sóttu talsvert meira í síðari hálfleik og gerðu Leiftursmenn sig seka um að bakka of mikið og gefa Stjörnu- mönnum of mikið pláss á miðjunni. Það kom því ekki á óvart að þeir náðu að jafna leik- inn stuttu fyrir leikslok. Markið var þó frekar slysalegt því Árni Sveinsson gaf fyrir og boltinn fór af einum varnarmanni Leifturs og í markið framhjá Þorvaldi Jónssyni sem átti ekkert svar við þessari breyttu stefnu boltans. stífri norðangolunni sem i það hafði í bakið. En það var öðru nær. Eftir að hafa fengið áuka- spyrnu rétt utan teigs, sem Páll Gíslason tók og skaut yfir, fengu KA-menn á sig seinna markið. Aftur var það Grétar Steindórs- son sem skoraði en í þetta skiptið spiluðu þeir Blikar KA-vörnina sundur og saman og Grétar fékk sendingu inn í teig og skoraði. Nú fyrst þegar staðan var orðin 0:2 var sem KA-liðið fengi vilja til þess að vinna leikinn. Fyrst skapaðist hætta á 64. mínútu þeg- ar Örmarr Ölygsson gaf fyrir og boltinn virtist hreinlega stefna inn í markið þegar Kardaklija, markvörður Blika, sló hanrr upp í þverslána og svo náðu varnar- menn að hreinsa. Ormarr var aft- ur á ferðinni á 71. mínútu þegar hann skoraði stórglæsilegt mark. Sending kom inn í teiginn, varn- armaður skallaði frá og Ormarr tók boltann viðstöðulaust og hamraði hann í netið þar sem hann stóð utan vítateigs hægra megin. Sérlega glæsilegt skot hjá Ormari. Það sem eftir lifði leiks sóttu KA-menn af talsverðri hörku en færin létu á sér standa og því urðu þeir að sætta sig við enn eitt tapið í deildinni í sumar. Liðið lék allt undir getu í þess- um leik og er staða þess allti ann- að en glæsileg. Það er slæmt fyrir KA að þurfa að stóla á að önnur lið bjargi þeim frá falli ef þeir klára sitt ekki sjálfir. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Örn Viðar Arnarson, Gunnar Gíslason, Gauti Laxdal, ívar Bjarklind (Árni Hermannsson á 61. míri), Bjarni Jónsson, Páll Gíslason, Ormarr Örlygs- son, Pavel Vandas (Árni Freysteinsson á 61. mín), Gunnar Már Másson. Lið UBK: Hajrudin Kardaklija, Úlfar Óttarsson, Reynir Björnsson, Pavel Kretovic, Sigurður Víðisson, Hilmar Sig- hvatsson, Árnar Grétarsson (Hákon Sverrrisson á 88. mín), Valur Valsson, Willum Þórsson, Grétar Steindórsson, Jón Þ. Jónsson (Sigurjón Kristjánsson á 80. mín). Dómari: Gísli Guðmundsson og var slakur. Knattspyrna, 2. deild: Leiftur og Stjaman skildu jöfti - ná Leiftursmenn 4. sætinu? sv Knattspyrna, 3. deild: Enn magnast spennan á botninum kærumál í uppsiglingu Næst síðasta umferð 3. deild- arinnar var leikin um helgina, að undanskildum leik Þróttar N. og Magna sem varð að fresta vegna vallarskilyrða, og er það nú orðið Ijóst að KS þarf að leika í fjórðu deildinni að ári. Liðið gerði jafntefli við Völsung, 1:1 en það dugði ekki tii. Tindasatóll sigraði Gróttu, 3:2, Dalvík og Haukar Gerðu jafntefli, 2:2, og Ægir tapaði fyrir Skallagrími, 0:2. Eftir úrslit helgarinnar er spennan orðin ótrúlega mikil. Þegar aðeins ein umferð er eftir geta hugsanlega fimm lið fylgt KS eftir niður í fjórðu deild. Það fer þó eftir því hvernig kæru- mál sem eru í uppsiglingu verða afgreidd. Sömuleiðis er mikil spurning hvaða lið fylgir Stólunum upp í 2. deild. Dalvík og Haukar gerðu jafntefli „Við ætluðum okkur að vinna og áttum að vinna,“ sagði Guðjón Guðmundsson eftir að Dalvík- ingar urðu að sætta sig við eitt stig út úr leik þeirra við Hauka. Þeir komust í 2:0 fyrir hlé með mörkum þeirra Orra Eiríkssonar og Gísla Davíðssonar. Heima- menn fengu svo tækifæri til þess að gera út um leikinn í síðari hálfleik en þess í stað gerðu Haukar tvö mörk og þar með missti Dalvíkurliðið af tveimur mikilvægum stigum. Mörk Hauka gerðu Óskar Theódórsson og Guðmundur V. Sigurðsson. KS er fallið „Við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Sigmundur Hreiðarsson, liðsstjóri Völsungs, eftir að KS- ingar höfðu krækt í annað stigið á síðustu mínútum leiksins. Völs- ungur var sterkara liðið framan af en í síðari hálfleik léku bæði lið frekar illa. Jónas Grani Garð- arsson skoraði mark Völsungs á 30. mínútu fyrri hálfleiks en Steingrímur Eiðsson jafnaði fyrir KS á síðustu mínútunum. „Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum verið nær því að vinna leikinn en þeir þótt markið kæmi svona seint. Við sóttum allan leikinn," sagði Hafþór Kolbeins- son, leikmaður KS. Tindastóll sigrar enn Stólarnir slaka lítið á þrátt fyrir að vera komnir upp í 2. deild. Þeir unnu sanngjarnan sigur á Gróttu 3:2. Staðan í leikhléi var 1:1. Sverrir Sverrisson skoraði tvö mörk og Björn Sigtryggsson eitt. Þröstur Bjarnason og Ingi Ingason skoruðu mörk Gróttu. Ægir tapaði fyrir Skallagrími í Þorlákshöfn, 0:3. Finnur Torlacíus, Valdimar Sigurðsson og Þórhallur Jónsson skoruðu mörk Skallagríms. Leik Þróttar N. og Magna var frestað þar til í kvöld. Kærumál Samkvæmt heimildum Dags eru fleiri kærumál í uppsiglingu í 3. deildinni því nú hyggjast Dalvík, Völsungur og Ægir kæra Gróttu fyrir að nota ólöglegan leikmann. Stefán Jóhannsson gekk til liðs við Gróttu frá KS eftir að hafa skipt úr Árvakri í KA. Nú finnast hvergi merki þess að félagaskipti Stefáns úr Árvakri í KA hafi far- ið fram eftir réttri leið og því hyggjast félögin kæra. Eins og fyrr hefur verið sagt frá hafa Völsungar kært Þrótt N. fyr- ir að nota leikmann sem ekki var á skýrslu. Geysileg spenna er nú á botni 3. deildar og ekki minnk- ar hún með tilkomu þessara kærumála. SV Línuverðir: Marinó og Svanlaugur Þor- steinssynir. Knattspyrna: U-18 lands- lið valið Landsliö íslands skipað leik- mönnum 18 ára og lyngri hefur verið valið til þess að taka þátt í Evrópukeppni landsliða. Tveir KA-menn eru í liðinu, ívar Bjarklind og Sigþór Júlíusson. Eftir- taldir leikmenn voru valdir í liðið. Árni Arason, ÍA, Daði Pálsson, ÍBV, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Pálmi Haralds- son, ÍA, Einar B. Ámason, KR, Ottó Ottósson, KR, Atli Knútsson, KR, Lúðvík Jónas- son, Stjörnunni, Helgi Sig- urðsson, Víkingi, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, Orri Þórð- arson, FH, Eysteinn Hauks- son, Hetti, Þorvaldur Ásgeirs- son, Fram, Jóhann Steinars- son, ÍBK, ívar Bjarklind, KA, Sigþór Júiíusson, KA. Þjálfari liðsins er Guðni Kjartansson. Þriðjudagur 1. september 1992 - DAGUR - 9 Það var hart barist á Iaugardaginn en Árni Þór Freystcinsson og félagar þurftu að sjá á eftir öllum stigunum þremur til Breiðabliks. Mynd: Golli Sveitakeppni GSÍ: Sveitir G.R. bestar í karla- og kvennaflokki - Akureyringarnir halda sætum sínum í 1. deild Sveitakeppni GSÍ fór fram að Jaðarsvelli á Akureyri um hlegina. Karlarnir léku 36 hol- ur hvorn dag en konurnar 18. Hlutskörpust í flokki kvenna varð sveit G.R. á 340 höggum en sveit G.S. féll í 2. deild. Hjá körlunum varð a-sveit G.R. best á 884 höggum en tvær sveitir verða að sætta sig við falla í 2. deild og það eru G.S. og G.K. b. Tvisvar sinnum var vallarmetið jafnað um helgina en Hannes Eyvindsson, G.R., bætti metið á síðustu 18 holunum. Gamla met- ið setti Svíi í fyrrasumar og var það 68 högg en Eyvindur spilaði einu höggi betur á sunnudaginn. í kvennaflokki varð sveit G.A. í þriðja sæti og að sögn Jónínu Pálsdóttur geta þær bara vel við unað. „Aðalmálið hjá okkur var að halda okkur í deildinni. Við unnum okkur upp í fyrra þannig að við áttum ekki von á að lenda í baráttunni um 2. sætið eins og raun varð. Stelpurnar í G.K. og G.R. hafa mun betri forgjöf en við svo við erum ánægðar,“ sagði Jónina. Með henni í sveit voru Erla Adólfsdóttir og Áslaug Ste- fánsdóttir. Liðstjóri var Smári Garðarsson. Úrslitin í kvenna- flokki eru eftirfarandi: 1. sæti: G.R. Herborg Arnarsd. 95 og 83 Ragnhildur Sigurðard. 86 og 85 Svala Óskarsd. 86 og 87 Samanlagt 340 högg 2. sæti: G.K. Þórdís Geirsd. 87 og 84 Ólöf M. Jónsd. 94 og 89 Anna Jódís 97 og 89 Samanlagt 354 högg 3. sæti: G.A. Jónína Pálsd. 91 og 91 Erla Adólfsd. 90 og 92 Áslaug Stefánsd. 99 og 88 Samanlagt 360 högg 4* sæti* G.S. (féll í aðra deild) 377 „Árangurinn hjá okkur er alveg viðunandi. Ég hafði reynd- ar reiknað með okkur í barátt- unni um 3. sætið en þegar horft er til þess að við féllum í fyrra, unnum okkur reyndar aftur upp með því að vinna 2. deildina, þá held ég að ég sé bara mjög sáttur," sagði Gísli Bragi Hjartarson, liðsstjóri hjá karla- sveit G.A. „Sveitir G.R. a- og b- tóku afgerandi forystu strax í byrjun og við lentum í baráttunni um 4. sætið en urðum að sætta okkur við það 5.“ í sveit G.A. voru Örn Arnarson, Sigurgeir Páll Sveinsson, Björgvin Þor- steinsson og Þorleifur Karlsson. Þrjár efstu sveitirnar eru eftirfar- andi: 1. sæti: G.R. a: Ragnar Ólafsson 74,82,68,70 Sigurður Hafsteinsson 71,77,76,77 Jón Karlsson 84,77,78,80 Sigurjón Arnarsson 78,72,70,74 Samanlagt 884 2. sæti: G.R. b: Einar Long Hannes Eyvindsson Hjalti Pálmason Tryggvi Pétursson Samanlagt 3. sæti: G.K. a: Guðmundur Sveinbj. Tryggvi Traustason Björgv. Sigurbergsson Sveinn Sigurbergsson Samanlagt 4. sæti: G.L. 5. sæti: G.A. 6. sæti: G.V. 7» sxti* G.S.(féll í 2. deild) 8. sæti: G.K. b (féll í 2. deild) 79,77,77,79 74,74,76,67 79.76.73.73 80.79.77.74 899 77.75.71.80 80,75,77,76 -,76,77,72 76.81.76.80 911 920 920 932 946 947 SV Knattspyrna, 4. flokkur: Fram íslandsmeistari - sigraði Völsung 0:5 í úrslitaleik Úrslitaleikur í 4. flokki karla í knattspyrnu fór frarn á Akur- eyrarvelli um helgina. Til úr- slita léku Völsungur og Fram og höfðu þeir síðarnefndu bet- ur eftir frekar ójafnan leik. Fram skoraði 5 mörk en Völsungur ekkert. „Þetta var okkar allra lélegasti leikur í sumar. Ég hafði gert mér vonir um að við myndum ná að standa í þeim og jafnvel ná að vinna því við getum miklu meira en við sýndum hér í dag. Ætli gamla minnimáttarkenndin hafi ekki sagt til sín og fór sem fór,“ sagði Dagur Sveinn Dagbjarts- son, fyrirliði Völsungs, eftir leik- inn. „Framan af sumri átti ég ekki von á að við myndum kom- ast svona langt en eftir að í úrslit- in kom og við unnum FH í fyrsta leik trúðum við að við gætum komist alla leið í úrslitaleikinn." Dagur sagði að hópurinn hjá þeim væri mjög samstæður og góður og nú þyrftu menn bara að halda áfram að æfa og gera enn betur næsta sumar. Frammarar höfðu undirtökin allan tímann og höfðu 0:3 yfir í leikhléi. Völsungur fékk eina og eina skyndisókn og voru óheppn- ir að ná ekki að skora einhver mörk. í staðinn bætti Fram við tveimur mörkum fyrir leikslok og tryggðu sér þar með íslands- meistaratitilinn. SV Völsungar urðu að játa sig sigraða þegar þeir mættu Fram í úrslitaleik íslandsmótsins. Það var engu að síður ekkert gefið eftir. Mynd: Goiii Knattspyrna, 4. deild: Hvöt byrjaði illa - tapaði fyrir HK í fyrsta leik úrslitanna Hvatarmenn byrjuðu ekki vel í úrslitakeppni 4. deildar því þeir töpuðu fyrir HK í fyrsta leiknum 1:2. Hvatarmenn byrjuðu betur í leiknum og höfðu yfirhöndina framan af. Sigurður Ágústsson skoraði eina markið í fyrri hálf- leik og höfðu heimamenn yfir 1:0 í leikhléi. HK-menn voru þó ekk- ert á því að gefa sinn hlut eftir heldur sóttu mjög stíft allan síð- ari hálfleikinn og Júgóslavinn Ejub Purasevic náði að skora tvö mörk fyrir HK. í dag tekur Hvöt á móti liði Hattar, sem vann Reyni 4:0 um helgina. SV Kvennasveit GA lenti í 3. sæti í sveitakeppninni um helgina. Smári Garðars- SOn var liðsstjóri. Mynd: sv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.