Dagur - 05.09.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 05.09.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. september 1992 Börnin okkar Bömin okkar em á leiðinni í skólann Á næstu dögum hefja flest börn, í það minnsta þau sem búa í þéttbýli, skólagöngu að loknu sumarfríi. Börn sem búa í dreifðum byggðum landsins hefja hins vegar yfirleitt ekki skólagöngu fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Þessar vikur er það þeirra skóli að heimta lömbin sín af fjalli, klófesta stóran hrút í almenningnum, hjálpa til þegar verið er að velja lífgimbrar og lömb til slátrunar. „Pabbi, fær Golta mín að Iifa?“, sannarlega lærdómsrík augna- blik sem eru börnunum í sveitum Iandsins ómetan- legt vegarnesti ekki síður en hefðbundið nám. En í borgum og bæjum landsins eru börnin okkar á leiðinni í skólann. Stór og smá sjáum við þau á götunum, ýmist glöð og reif eða hrædd og hnípin. Eitt og eitt skima þau til hægri og vinstri eða hlaupa óvarkár yfir götuna í einni halarófu. Fyrir litla krakka með stórar skólatöskur getur þessi daglega ferð milli skóla og heimilis verið sannköll- uð hættuför. Hvað getum við, foreldrar og vegfar- endur, gert svo að börnin okkar komi öll hvert og eitt einasta heil heim? sem starfar hjá umferðarráði, og Lena Hreinsdóttir, heimsóttu akureyrsk börn nú á haustdögum en þetta er þriðja haustið sem námskeið umferðarskólans eru haldin hér. María Finnsdóttir varð við þeirri ósk að spjalla við okkur um umferðarskólann og þær hættur sem snúa sérstaklega að börnum í umferðinni. Að sögn Maríu, er um helm- ingur barnanna sem koma í umferðarskólann, börn sem eru að hefja skólagöngu. Hinn helm- ingurinn kemur til með að hefja skólagöngu að ári liðnu. María sagði að í umferðarskólanum sé leitast við að fara mjög vel í gegnum umferðarreglur fyrir gangandi fólk. „Þrátt fyrir að börn á þessum aldri séu vön að leika sér úti í sinni heimagötu eru þau yfirleitt ekki vön að þurfa að fara á milli fyrirfram ákveðinna staða á ákveðnum tíma. Þá fyrst eru þau orðin gangandi vegfarendur og oft eru þau mjög reynslulítil í því hlutverki. Þess vegna þurfa þau á markvissri og skýrri fræðslu við hæfi að halda. Mikilvægast af öllu er að þau fái tækifæri til að æfa sig undir verndarvæng foreldra eða aðstandenda. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að foreldrar fylgi börnum sínum í skólann fyrstu dagana og vikurn- ar. Hjálpi þeim að finna örugg- ustu leiðina og kenni þeim hvern- ig á að bregðast við mismunandi aðstæðum," sagði María. „Við verðum að átta okkur á því að sex ára börn eru bara lítil böm. Þau eru lág vexti og sjást Bílstjórar sem eru alltaf að flýta sér eru ekki góðir bílstjórar! Horfðu á hvert einasta barn sem stendur við götuna sem barnið sem þú elskar mest I Jih yngstu barnanna sem eru að hefja skólagöngu verða þáttaskil. Fram til þessa hafa þau notið ákveðins öryggis, farið í fylgd foreldra í leikskóla, á dagheimili eða verið í gæslu í heimahúsum. Nú ganga þau alein og óstudd yfir götuna á leið sinni í skólann. Það er spennandi að byrja í skólanum eins og stóru krakkarnir en það er líka ótalmargt að varast. Ekki bleyta sig í pollinum. Detta á svellinu. Fara á kaf í snjóskafl- inn. Gleyma sér og verða of sein. Týna töskunni, húfunni eða vettl- ingunum. Það er líka vissara að gæta sín á hrekkjusvínunum og bílunum. Já, einmitt bílunum sem við fullorðna fólkið keyrum, þeir eru jú stórhættuleg skrímsli sem kremja litla krakka ef illa fer. Umferðaskólinn á Akureyri Nú í lok ágúst efndu skipulags- nefnd Akureyrarbæjar, lögreglan og umferðarráð í samvinnu við grunnskólana á Akureyri til umferðarfræðslu fyrir fimm og sex ára böm. Fóstrur umferðar- skólans þær María Finnsdóttir, því illa. Þau hafa ekki sama sjónsvið og fullorðið fólk og heyrn þeirra er ekki eins þroskuð og okkar. Þessi atriði vilja oft gleymast og þess vegna gera for- eldrar of miklar og óraunhæfar kröfur til barna sinna í umferð- inni. Það er líffræðilega sannað að börn hafa þrengra sjónsvið en fullorðnir auk þess sem þau eru mun lægri og sjá því ekki eins vítt yfir. Með rannsóknum hefur líka verið sýnt fram á að heyrn þeirra er ekki orðin fullþroskuð. Þau eiga til dæmis mjög erfitt með að átta sig á hvaðan hljóð koma. Það hefur líka verið sýnt fram á að börn skynja ekki fjarlægð og hraða á eðlilegan hátt. Þau átta sig því engan veginn á hve hratt bíll sem þeim finnst vera langt í burtu ekur. Börn geta líka átt erfitt með að átta sig á hvort bíll er að koma eða fara og leggja hugsanlega af stað út á götuna í veg fyrir bíl sem þau töldu vera að aka í burtu,“ sagði María. María sagði að vegna allra þessara atriða væri ákaflega mikilvægt að venja böm á að Sagan um Siggu og skessuna náði svo sannarlega eyrum barnanna í umfcrðarskólanum. María, Lena, lögregluþjónninn og krakkarnir voru alveg sammála skessunni um það að „hjólakassar“ geta verið alveg stórhættulegir. stoppa á gangstéttarbrún og gefa sér tíma til að líta til beggja hliða, hlusta og átta sig á umferð- inni. „Við sem erum fullorðin áttum okkur á þessum þáttum á andar- taki en börn hafa ekki möguleika á því,“ sagði María. Hvað get ég gert? Á því leikur ekki minnsti vafi að bæði ég og þú eig- um þá ósk heitasta að öll litlu börnin komist ávallt heil heim eftir ferðir sínar um götur bæjarins. Yelt- um því fyrir okkur hvað við getum gert til að auð- velda þeim glímuna við umferðina. Eitt af því sem er í okkar valdi, foreldranna er að sjá til þess að barnið okkar hafi rúman tíma til að fara í skólann. Að barnið leggi tímanlega af stað og sé sjálft sannfært um að það þurfi ekki að flýta sér. Það eru mun minni lík- ur á að það gefi sér góðan tíma til að átta sig á umferðinni, við hverja götu sem það þarf að fara yfir, ef það er sannfært um að það sé orðið of seint í skólann. Betri er gul en brún Ýmis fleiri atriði geta hjálpað börnunum okkar. Börn sem eru í líflegum, litríkum fötum með skrautlegar húfur og skólatöskur sjást mun fyrr og betur en þau sem eru í dökkum fötum. Hettur á úlpum og snjógöllum geta byrgt börnum sýn og því er betra að hafa skjólgóða húfu sem ekki skyggir á sjónsviðið en stóra og fyrirferðarmikla hettu. Merkið sem getur bjargað barninu þínu! Það er lítið merki, Ijós sem lýsir eins og stjarna. Veistu svarið? Já einmitt, prýðum börnin okkar litla ljósinu, endurskinsmerkinu. Endurskinsmerki hafa marg sannað gildi sitt og eru ódýrt og einfalt öryggistæki. Öruggast er að sauma endurskinsmerki á utanyfirflíkur barnanna og raun- ar allra í fjölskyldunni því að þá gleymast þau ekki eða detta af í hita leiksins. Endurskinsborðar eru líka gullsígildi svo framarlega sem þeir eru á börnunum okkar en ekki inni í hillu. Barnið liggur á miðri umferðargötunni! Börn eiga verulega undir högg að sækja í umferðinni þegar veðrið er vont. Það er ekki alltaf auðvelt að vera gangandi vegfarandi á íslandi sérstaklega ekki þegar um er að ræða börn sem eru lág í loftinu. Þau detta á svellinu, á miðri götunni, meiða sig í hnján- um og fara að gráta. Þau átta sig ekki alltaf á því hve mikilvægt það er að standa strax upp og forða sér af götunni, þau eru grátandi, sár, hrædd, meidd! Þau eiga erfitt með að fóta sig í roki eru létt og taka á sig mikinn vind með stórar nánast tómar skóla- töskurnar. Ef bæði er rok og hálka er leiðin í skólann ekki auðveld viðfangs. Snjóhvít hríðarbarin börn skjótast út á götuna Þegar snjór er mikill eru það bíl- arnir og farþegar þeirra sem sitja fyrir hvað snjómokstri viðvíkur. Litlu stubbarnir, börnin okkar, klifra yfir snjóruðningana á gang- stéttunum og renna sér niður á götuna eða hlaupa niður ruðning- inn og stoppa sig á miðri umferð- argötunni. f hríð, að ekki sé nú talað um stórhríð, flýta börnin okkar sér í skólann þá er ekki spennandi að staðnæmast lengi á hverri gangstéttarbrún. Hins veg- ar er það einmitt þá sem bílstjór- arnir hafa ekki verkað nægilega vel af rúðunum og sjá auk þess götuna og hina bílana illa hvað þá lítil börn. í hvert einasta sinn sem aðstæður til aksturs verða slæmar í vetur ættum við að minnast barnanna hvernig vegnar þeim á sinni leið? Erum við sem sitjum undir stýri með augun opin? „Pabbi viltu segja bflunum aö stoppa við gangbrautina?“ Eitt af því sem við foreldrar get- um gert, til að auka öryggi barn- anna okkar í umferðinni, er að vekja athygli annarra vegfarenda á því hver staða þeirra er í umferðinni. Ef við sem eigum börnin teljum það ekki okkar að vekja aðra til umhugsunar hverra er það þá? Á heimilum þar sem ekki eru neinir ungir, gangandi vegfarendur, og hugsanlega engir sem ferðast milli staða fótgang- andi, eru eðlilega ekki sömu umræður um aðstæður barna í umferðinni eins og á þeirra heimavelli. Það er til dæmis upp- lagt að spjalla alvarlega við ungl- ingana í ættinni, sem eru komnir með bílpróf en litla reynslu af akstri, og benda þeim á vanmátt barna í umferðinni. Leiðum þeim fyrir sjónir að akstur er dauðans alvara. Hvernig myndi þeim eða okkur líða ef við yrðum fyrir því óláni að keyra á lítið barn? Opnum augun! Heimur barna er ekki öllum nærtækur og við foreldrar þeirra verðum að tala þeirra máli. Hvernig væri að færa í tal í kaffi- tímanum á vinnustað að nú sé hópur barna að stíga sín fyrstu skref sem gangandi vegfarendur? Við verðum að leggja okkar af mörkum til að bæta umferðina barnanna okkar vegna. Opnum augu allra þeirra sem við náum til. Að síðustu, það sem allir for- eldrar geta gert þegar börnin þeirra ganga út um dyrnar á leið í skólann, biðjum fyrir þeim. Næsti þáttur: Útivistartími barna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.