Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 19. janúar 1993 Fréttir Aðilar frá Hrísey og Hauganesi hyggja á ígulkeravinnslu: Áhugaverðustu miðin eru vestur af Hrísey í byrjun desembermánaðar sl. komu fjórir Bandaríkjamenn frá Maine til Hríseyjar og skömmu síðar fjórir Islending- ar vegna fyrirhugaðrar ígul- keravinnslu og var áætlað að þeir dveldu þar í a.m.k. tvo mánuði. Leitað var eftir fyrir- greiðslu af hálfu Hríseyjar- hrepps og var orðið við því og þeim útvegað leiguhúsnæði og bátur til að fara á miðin og ferja kafara fram og til baka en ígulkerunum er safnað saman af köfurum. „Ameríkanarnir komu í mý- flugumynd og voru horfnir eftir örfáa daga og þegar íslending- arnir komu höfðu þeir á orði að það væri lítið vit í þessum Ameríkönum en raunin varð sú að þeir höfðu ekki miklu lengri viðdvöl en þeir en taka verður þó tillit til þess að þeir lentu í vond- um veðrum,“ sagði Jónas Vigfús- son sveitarstjóri í Hrísey. „Tveir Hríseyingar, Jan Murtoma og Bjarni Ármannsson, höfðu tekið sýni rétt utan hafnarmynnisins í Hrísey áður en Bandaríkja- mennirnir komu norður. Þeir fóru víða, tíndu víða um Eyja- fjörð og á Siglufirði auk þess sem svæðið kringum Flatey var kann- að en íslendingarnir fóru ekki eins víða en höfðu stutta við- komu og munu ekki vera væntan- legir aftur. Leigður var 5 tonna bátur af Garðari Sigurpálssyni, Hallur EA-260 fyrir Bandaríicja- mennina, en fslendingarnir leigðu bát frá Dalvík. Tekið var á leigu íbúðarhúsnæði og tryggður aðgangur að rafmagni til að hlaða kúta auk aðstöðu fyrir köfunar- búnað o.fl. en hreppurinn hefur ekki enn fengið greitt fyrir leigu á húsnæði eða afnot af rafmagni en öll þessi starfsemi var heldur snubbótt. Hríeyjarhreppur vildi greiða götu þessara manna og kynnast þessari starfsemi því ígulkeravinnsla getur vissulega verið ábatasöm," segir Jónas Vigfússon. „Við gerðum kannanir við Grenivíkurhöfðann og eins inn með Svalbarðsströndinni og það er það mikið af ígulkerum hér að full ástæða er til að huga að nýt- ingu þeirra og stunda útflutning á hrognunum. Þeim er pakkað í plastumbúðir og sett í einhvern lög til að viðhalda ferskleika þeirra en þau má ekki frysta. Kaupendur eru nær eingögu japanskir. Það svæði sem þó hef- ur vakið mesta athygli hjá útlend- ingunum er um 400 metra vestur af eyjunni og þar eru miklir straumar sem eru hagkvæmir fyr- ir ígulkerin. Það hefur aðili frá Hauganesi haft samband við mig og vill athuga frekar um vinnslu á þessu nú í vetur,“ segir Bjarni Ármannsson. „Það er hægt að tína ígulkerin frá því í nóvember og fram í apríl þ.e. á meðan á hrygningu stendur og ég vil flytja þetta út héðan úr Eyjafirði þann- ig að allar útflutningstekjurnar komi inn á þetta svæði. Vinnslan, bæði til sjós og lands, gæti verið atvinnuskapandi og því gott inn- legg til að minnka atvinnuleysið hér á Eyjafjarðarsvæðinu.“ AKUREYRARB/ÍR Útboð Akureyrarbær áformar að gefa starfsfólki sínu kost á hádegisverði á vinnustað og leitar eftir tilboðum í matseld og flutninga matarins til vinnustaða. Bæjarritari afhendir útboðsgögn og veitir nánari upplýsingar um verkið og skilmála. Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna til bæjar- ritara í síðasta lagi 29. janúar 1993. Akureyri, 15. janúar 1993. Bæjarstjóri. i J Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Þingmenn Framsóknarflokksins Fundir og viðtalstímar Dalvík. Þriðjudagur 19. janúar: Viðtalstími í Bergþórshvoli kl. 17.00-19.00. Fundur með trúnaðarmönnum á Dalvík og nágrenni kl. 20.30 í Bergþórshvoli. Mývatnssveit. Miðvikudagur 20. janúar: Almennur stjórn- málafundur kl. 21 í Hótel Reynihlíð. Stórutjarnaskóli. Fimmtudagur 21. janúar: Almennur stjórn- málafundur í Stórutjarnaskóla kl. 21. Akureyri. Laugardagur 23. janúar: Viðtalstími kl. 10-12 í Hafnarstræti 90. Athugið breyttan tíma. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 21180. Gunnar J. Ágústsson var einn þeirra sem kom norður í desem- bermánuði og hann segir að þeir muni ekki fara aftur norður til ígulkeravinnslu. Gunnar segir að fyrstu rannsóknir bendi til að nóg sé af ígulkerum á Eyjafjarðar- svæðinu en veður hafi sett stórt strik í reikninginn hjá þeim og eins hafi verið óákveðið hversu lengi þeir yrðu hér. Nokkuð fékkst þó af ígulkerum þann stutta tíma sem þeir höfðu við- dvöl í Hrísey og var allt það magn sent vestur í Stykkishólm j til vinnslu. GG Skagaijörður: Fyrsta folald ársins? Gunnlaugur Þórarinsson frá Ríp í Hegranesi hlaut óvæntan glaðning nú í byrjun janúar. Hryssan hans, hún Kolbrún, kastaði þessu fallega folaldi sem sést hér á myndinni. Það mun fremur óalgengt að hryssur kasti á þessum árstíma, og má því vel ímynda sér að þetta sé fyrsta fol- aldið sem fæðist á nýju ári. Þegar ljósmyndarann bar að var það hið roggnasta að rölta um með móður sinni þrátt fyrir snjó og kulda, en staldraði þó við til að fá sér að drekka. sþ VMA féll úr M0RFÍS en MA í undanúrslit: „ÓskaandstæðiMurmn er Menntaskólinn í Reykjavík“ - sagði frummælandi Menntaskólans á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akur- eyri tapaði fyrir Mennta- skólanum í Reykjavík í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, MORFIS, er skólarnir leiddu saman hesta sína sl. föstudag og var útvarpað beint frá keppninni á Rás-2. Keppnin var í 8 liða úrslitum. Rætt var um hvort skattur á bókum ætti rétt á sér og hvort hann hefði lamandi áhrif á bóka- útgáfu í landinu. Ræðusnillingar Verkmenntaskólans vildi afnema skattinn en rökfimi þeirra hefur greinilega ekki verið nægjanleg því þeir töpuðu fyrir Sunnlend- ingunum með rúmlega 60 stiga mun. Frummælandi liðs Verkmennta- skólans var Bragi Guðmundsson, meðmælandi Ingvar Már Gísla- son og Gestur Þórisson stuðn- ingsmaður. Liðsstjórnandi var Pétur Maack Þorsteinsson. í fjögurra liða úrslitum eru lið Menntaskólans á Akureyri, Menntaskólans í Reykjavík, Verslunarskólans og Kvenna- skólans en ekki hefur enn verið dregið. Lið MA vann lið Flens- borgarskóla í Hafnarfirði í 8 liða úrslitum en lið þeirra skipa Svan- hildur Hólm Valsdóttir sem er frummælandi, meðmælandi er Steinþór Heiðarsson og stuðn- ingsmaður Jón Óskar Birgisson. Liðsstjóri er Ásbjörn Jónsson. Dregið verður í undanúrslit 11. febrúar nk. og fer keppnin fram föstudaginn 19. febrúar. Svan- hildur sagði aðspurð um óska- andstæðing vilja helst fá MR, því þeir væru svo góðir en ekki ósigr- anlegir. „Úrslitakeppnin fer fram í mars og það væri gaman að vera þar í úrslitum t.d. á móti Versl- unarskólanum sem hefur sigrað í þrjú skipti á síðustu fjórum árum. Skólameistari hefur lofað okkur stuðningi ef við komumst í úrslit svo ef það tekst verður fjöl- mennt lið MA-inga í Háskóla- bíói,“sagði Svanhildur Valsdótt- ir. GG Happdrætti SÍBS: Hæsti vinnmguriim til Akureyrar Dregið var í 1. flokki Happ drættis SÍBS laust fyrir síðustu helgi, en drætti hafði þá verið frestað í nokkra daga vegna þeirrar ótíðar sem var um land allt. Hæsti vinningurinn, ein milljón króna, kom á miða nr. 2644 sem seldur var í umboði SÍBS að Strandgötu 17 á Akureyri. Á síðasta ári komu tveir af hæstu vinningunum í happdrætt- inu til aðila sem keypt höfðu miða í umboðinu á Akureyri, en það var í 6. flokki í júní og 11. flokki í nóvember. Umboðsmað- ur SÍBS á Akureyri er Björg Kristjánsdóttir. GG Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að öll sumarstörf hjá deildum og stofnunum bæjarins verði auglýst af starfsmannadeild og ráðningar fari fram í samráði við deiidina. Sviðsstjórum er falið að kynna sjónarmið bæjarráðs fyrir deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana. ■ Bæjargjaldkeri kom á fund bæjarráðs í síðasta mánuði og lagði fram lista yfir bæjargjöld gjaldþrota fyrirtækja og ein- staklinga sem hann lagði til að felld verði niður, samtals að upphæð kr. 15.547.543 og var það samþykkt. ■ Bæjarráð hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Norðurlands í máli KEA gegn bæjarstjóranum á Akureyri f.h. Bæjarsjóðs vegna Norður- götu 55. Niðurstaða dómsins er að Bæjarsjóði er dæmt skylt að greiða stefnanda skaðabæt- ur kr. 960.000, auk dráttar- vaxta frá 1. des. 1990 til greiðsludags og kr. 250.000 í málskostnað. ■ Bæjarráð hefur að tillögu bæjarstjóra samþykkt að hækka fjárveitingu til stofn- kostnaðar Menntaskólans á Akureyri um kr. 1.110.000 á árinu 1992 til þess að mæta uppsafríaðri fjárveitingu Ríkissjóðs. ■ Bæjarráð hefur samþykkt bókun áfengisvarnanefndar, þar sem erindi frá Aðalbjörgu Guðmundsdóttur um leyfi til að selja áfengan bjór í veit- ingastofunni Flugkaffi á Akur- eyrarflugvelli er synjað. Sýslu- maðurinn á Akureyri hafði óskað eftir umsögn um málið. ■ Félagsmálastjóri kynnti bæjarráði nýlega kostnaðar- áætlun um breytingar á dag- vistinni Klöppum, sem krafist er í sambandi við undanþágu- heimild Vinnueftirlits ríkisins. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á kr. 975.000. ■ Byggingadeild hefur lagt fyrir bæjarráð, uppgjör við breytingar á kjallara í Víði- lundi 24 vegna geymslurýmis fyrir héraðsskjalasafn. Heild- arkostnaður var kr. 1.402.609. ■ Bæjarráð hefur samþykkt fjárhagsátlun rekstrarnefndar húsnæðisskrifstofunnar fyrir árið 1993, sem lögð var fyrir ráðið í síðasta mánuði. Tekjur eru áætlaðar kr. 15.000.000 en rekstargjöld 14.767.000. ■ Bæjarráð samþykkti á sama fundi að veita aukafjár- veitingu til fjárhagsaðstoðar kr. 1.200.000, í framhaldi af bréfi frá deildarstjóra ráðgjaf- ardeildar, þar sem óskað var eftir slíkri fjárveitingu. ■ Bæjarráð hefur samþykkt nýja gjaldskrá fyrir Strætis- vagna Ákureyrar. Einstök far- gjöld fullorðinna hækka úr kr. 70 í kr. 75 og einstök fargjöld barna úr kr. 27 í kr. 28. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að þjónustugjaldskrá Akureyrarhafnar hækki um 3% frá og með 1. janúar sl. Þá hefur borist staðfesting frá Samgönguráðuneytingu á 3% hækkun samræmdrar gjald- skrár fyrir hafnir og tók hún gildi frá sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.