Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 19. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Iðnaðurinn úr öskustónni Iðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja hér á landi á undanförnum árum. Mikill samdráttur hefur orðið í ýmsum hefðbundnum iðngreinum og aðrar nánast horfið af sjónarsviðinu. Má þar meðal annars nefna húsgagnaiðnað, sem var öflugur hér á árum áður en er nú aðeins svipur hjá sjón. Sömu sögu er að segja um ullariðnaðinn og skinnaiðnaður hefur átt á brattann að sækja. Þá hefur skipaiðnaðurinn stöðugt verið að dragast saman með tilheyrandi samdrætti í öðrum járniðnaði. Byggingariðnaðurinn stendur einnig á tímamótum. Mikið hefur verið byggt - sérstaklega á síðasta áratug og ljóst að minni þörf verður fyrir nýbyggingar á næstu árum en um langan tíma. Einnig hefur gengið erfiðlega að þróa nýjar iðngreinar og skapa þeim viðunandi rekstrarskilyrði. Hugmyndir um hátækniiðnað eru að miklu leyti á umræðustigi enn sem komið er þótt einstökum aðilum hafi orðið vel ágengt í því efni. Um stóriðju þarf ekki að fjölyrða. Sökum efnahagslægðar á Vesturlöndum og mikils framboðs af áh á heimsmarkaði hefur ekki tekist að fá erlenda fjárfesta hingað til lands í því skyni að efna til stór- iðjuframkvæmda þótt mjög hafi verið reynt. Að margra dómi hefur ekki verið gefinn nægilegur gaumur að menntun iðnaðarmanna. Megináhersla hafi verið lögð á bóknámsgreinar á meðan verkmennt- un hafi setið á hakanum. í grein sem Páll Skúlason, heimspekingur, ritaði í tilefni af 60 ára afmæh Lands- sambands iðnaðarmanna á síðasta ári, segir hann meðal annars að löngu sé tímabært að auka veg verk- vits og siðvits og bylta skólakerfinu í því sambandi. En til að svo megi verða þurfi að meta bæði verkspeki og siðspeki til jafns við bókspekina, sem hingað til hafi haft óæskilegan forgang umfram verkmenningu. Páll lætur ennfremur þá skoðun í ljósi að bókvitið hafi í raun hðið fyrir að verkmenningu hafi ekki verið sinnt sem skyldi hér á landi. Skólakerfið hampi bókvitinu og skili frá sér nemendum sem ekki kunni að þroska bók- vit sitt - heldur misbeiti því og spilli. Tómt mál sé að tala um menningu ef fólk hafi ekki lært að bera virð- ingu fyrir góðu handverki jafnt sem hugverki. Ef íslendingar ætla ekki að dragast verulega aftur úr öðrum þjóðum hvað þróun iðnaðar varðar þurfa ákveðnar hugarfarsbreytingar að eiga sér stað. Ann- ars vegar þarf að auka vægi iðnmenntunar í skólakerf- inu og skapa aukna virðingu fyrir þeim störfum er byggja á handverki. Hins vegar verður að skapa þeim atvinnugreinum, er á handverkinu byggja, skilyrði til að þróast og dafna. Þær verða að búa við sambærileg starfsskilyrði og gerist í öðrum löndum og íslensk iðnaðarframleiðsla þannig að verða samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Nú er langt frá að svo sé og má benda á skipaiðnaðinn sem skýrt dæmi í því sam- bandi. Ljóst er að íslenska þjóðin getur ekki haldið þeim lífsskilyrðum og lífsstíl, sem hún hefur skapað sér án þess að hefja nýsköpun í atvinnulífinu og leita eftir nýjum vaxtarbroddum. Með hliðsjón af samdrætti í hefðbundnum atvinnugreinum verða augun að bein- ast að ýmsum iðngreinum í meira mæli en verið hefur. Sofandaháttur gagnvart endurreisn iðnaðarins verður að hverfa. Þjóðin á mikið undir því að hann verði reist- ur úr öskustónni. ÞI Fokdreifar ÞyrlumáMð Rúm 5 ár eru nú liðin frá því að fyrst var lögð fram á Alþingi til- laga um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir íslendinga. Þrátt fyrir það hefur engin þyrla verið keypt enn! í nýjasta tölublaði „Gæslutíð- inda“, fréttablaði Landhelgis- gæslu íslands, fjallar Benóný Ásgrímsson um núverandi stöðu „þyrlukaupamálsins“. Grein hans fer hér á eftir. „í þessari stuttu grein minni ætla ég að lýsa stöðu þyrlukaupa- málsins eins og það lítur út frá mínum sjónarhóli í dag. Það var árið 1987, sem fram var lagt á Alþingi tillaga um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyr- ir íslendinga. I framhaldi af því hafa síðastliðin 5 ár verið stans- lausar umræður um þessi þyrlu- kaupamál með tilheyrandi fjölda nefnda, sem hver af annari hafa skilað áliti sínu til ríkisstjórnar- innar. Sammerkt með niðurstöðum allra nefndanna var, að kaupa þyrfti björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. Þrátt fyrir þetta og að varla séu til þau sjómanna- samtök, björgunarsveitir, ferða- klúbbar og mér liggur við að segja saumaklúbbar í landinu, sem ekki hafa ályktað þessu máli til stuðnings, stöndum við í dag, 5 árum síðar, án ákvörðunar í þessu máli. Það var á vordögum 1991 er við, sem barist höfum fyrir þessu máli, töldum það komið í höfn með samþykkt Alþingis íslend- inga á þingsályktunartillögu þess efnis að keypt yrði fullkomin björgunarþyrla fyrir íslendinga á árinu 1991. Það er nú svo þegar stjórn- málamenn, fyrir kosningar, eru að lofa kjósendum hinu og þessu, þá kærum við okkur kollótt og ætlumst jafnvel ekki til þess að þeir standi við þau loforð. En þegar Alþingi Islendinga sam- þykkir eitthvað þá viljum við staldra við og ætlumst til að fram- kvæmdavaldið fari eftir þeim samþykktum. Þingsályktunartil- lagan sem samþykkt var vorið 1991 var skýr og einföld og hljóð- aði á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á fullkom- inni björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna.“ í framhaldi af þessari sam- þykkt skipaði dómsmálaráðherra nefnd, sem átti eins og kom fram í fréttatilkynningu, að undirbúa málið. Þó að mörgum hafi þótt samsetning nefndarinnar nokkuð sérkennileg trúðu menn því að hún færi eftir fyrirmælum dóms- málaráðherra. Það er að segja að undirbúa kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna. Þessi nefnd var að störfum í 6 mánuði. Niðurstaða nefndarinn- ar var: Nefndin leggur til að formlegur viðræður verði hafnar við bandarísk stjórnvöld um framtíðarskipan björgunarstarf- semi varnarliðsins á Islandi. Ja, þvílík niðurstaða nefndar sem var 6 mánuði að störfum til að undir- búa kaup á fullkominni björgun- arþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Næst gerist það í málinu að hafnar eru viðræður við Banda- ríkjamenn í framhaldi af niður- stöðum nefndarinnar, sem end- uðu eftir nokkurra mánaða við- ræður, án sýnilegs árangurs. Enn á ný var skipuð nefnd og nú skyldi í eitt skipti fyrir öll komast að niðurstöðu hvaða teg- und björgunarþyrlna væri heppi- legast að velja til björgunarstarfa hér á landi. Niðurstaðan úr þeirri nefnd kom ekki mörgum á óvart. „SUPER PUMA“ var það eins og mælt hafði verið með síðastlið- in 5 ár. Stjórnmálamenn og aðrir hafa skírskotað til erfiðs árferðis og að þyrlur séu dýrar. Vissulega er hvorttveggja rétt, en þetta hefur ætíð verið svona. Það var ekki verið að tala um að menn þyrftu að veiða hér upp úr vasanum í fyrramálið eða eftir hádegi 600 milljónir. Það er verið að tala um svipaðar fjárhagslegar skuldbind- ingar fyrir ríkissjóð, eins og það mundi kosta fjölskyldu að kaupa sér eina ryksugu á 20-30 þúsund krónur og borga hana á 10 til 15 árum. Að lokum: Eins og fram hefur komið tekur allt að lVi ár frá pöntun, þar til afhending á nýrri „Super Pumu“ þyrlu gæti orðið samkvæmt upplýsingum umboðs- manns „Super Puma“ þyrlna á íslandi. Eru söluaðilar tilbúnir að samþykkja að engar greiðslur þurfi að inna af hendi við pöntun þyrlunnar eða við afhendingu. Ekki þyrfti að greiða fyrir afborg- un fyrr en eftir að þyrlan væri búin að vera í 1 ár í rekstri hér á landi. Enginn rekstrarkostnaður yrði af þesari vél á fjárlögum fyrir árið 1993 og ekki þyrfti að nota heimild, sem nú er í lánsfjárlög- um. Með vísan til ofanritaðs eru að mínu mati engin efnahagsleg rök lengur fyrir því að slá þessu langþráða máli frekar á frest.“ Benóný Ásgrímsson. Þyrla af gerðinni Super Puma AS 332. Teikninguna gerði Jón Gunnar Egils- son og birtist hún með grein Benónýs i „Gæslutíðindum“. Spurningin er sú favort iíða muni önnur fimm ár eða meira þar til íslendingar eignast björgun- arþyrlu af fullkominni gerð. Lesendahornið Fylliríslæti reykvískra gesta hörmuð - svar við lesendabréfi Ég vitna til þeirra ummæla Brynjólfs Brynjólfssonar, sem birt voru í Degi 13. janúar sl., þar sem hann mótmælir þeim áformum að taka eitt íbúðarhúsa á Kristnesi undir orlofsíbúðir fyr- ir starfsfólk ríkisspítala. Orðrétt segir Brynjólfur: „Ég get ekki til þess hugsað að Reykvíkingar geti komið og skvett úr klaufunum þarna og verið með fylliríslæti Mörg blaðaburðarbörn hafa undanfarna daga lent í vandræð- um við að koma blöðunum til skila vegna mikils fannfergis í heimtröðum húsa. Af gefnu tilefni er þeim vinsam- eins og þeir eru með í orlofsíbúð- unum hérna á Akureyri.“ í ljósi þess að ég er bæði Reyk- víkingur og bý nú sem stendur í húsnæði, sem orðað er við hugs- anlega orlofsíbúð hér á Kristnesi, vil ég taka eftirfarandi fram: Ég harma opinberlega öll þau fylliríslæti, sem ég og reykvískir gestir mínir hafa haft í frammi það tæpa ár, sem ég hef búið á legu tilmælum því beint til hús- ráðenda að þeir „geri hreint fyrir sínum dyrum“ í snjónum, þ.e. hreinsi snjónn frá aðaldyrunum og moki gangveginn að híbýlum sínum þannig að sæmilega greið- fært sé fyrir fótgangandi. Kristnesi. Sérstaklega er ég mið- ur mín að hafa ölvaður heimsótt nágranna minn aðfaranótt 1. janúar sl., fjölskyldu hans og gestum, sem allir voru Norðlend- ingar, til sárra ama og leiðinda. Aðeins eitt hef ég mér það til málsbóta, að ég hyggst flytja mig og mína fjölskyldu aftur suður til Reykjavíkur innan fárra vikna. Ég hefi engin áform uppi um það að hrella Brynjólf Brynjólfsson, nágranna mína, né aðra Norð- lendinga með nærveru minni framar. En Brynjólf Brynjólfsson vil ég bjóða sérstaklega og hjart- anlega velkominn til orlofsdvalar í Reykjavík, eða annarrar þeirrar dvalar, sem hann kann að kjósa sér þar syðra. Megi sú dvöl koma honum til nokkurs þroska. Börkur Gunnarsson, Reykvíkingur, Kristnes 11, 601 Akureyri. Mokið gangvegiim! - tilmæli frá blaðburðarbömum til húsráðenda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.