Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 20. maí 1993 Fréttir Húsnæðismál í brennidepli á aðalfundi Auknu fjármagni verði varið til viðhalds og endurbóta á húsnæði Aðalfundur Meistara- og verk- takasambands byggingar- manna, sem eru samtök at- vinnurekenda í byggingariðn- aði, var haldinn á Hótel KEA sl. laugardag. A fundinum voru lagðar fram ályktanir um at- vinnu- og húsnæðismál, um rétt- indamál og breytingar á stefnu- skrá sambandsins og ræddar voru tillögur að uppbyggingu og skipulagi Samtaka iðnaðarins, sem væntanlega verða stofnuð á næstunni. MVB er aðili að Landssambandi iðnaðarmanna, sem væntanlega mun ganga í Samtök iðnaðarins, en ákvörð- un þess efnis kemur til kasta Iðnþings, sem haldið verður í Reykjavík um komandi helgi. I ályktun um atvinnu- og hús- næðismál segir m.a.: „Varanleg raunvaxtalækkun er forsenda þess að úrbætur í atvinnumálum skili árangri og til að bæta afkomu heimila og fyrirtækja. Stöðugleika í verðlagsmálum þarf að tryggja til þess að atvinnulíf geti hagrætt og endurskipulagt rekstur sinn. Stöðugleiki á vinnumarkaði er á sama hátt grundvallarforsenda fyr- ir nýrri atvinnuuppbyggingu. Til að svo megi verða þarf að vera vissa fyrir hvað sé framundan á vinnumarkaði, þannig að launþeg- ar og fyrirtæki geti tekió til hönd- unum saman um uppbyggingu og nýsköpun“. I niðurlagi ályktunar- innar segir svo: „Framkvæmdir vió viðhald og endurbætur á hús- næði er vaxandi þáttur í bygging- ariónaói. Aðgangur húseigenda að lánsfjármagni til slíkra verkefna hefur verið takmarkaður. Mikil- vægt er að lífeyrissjóðir lands- manna beiti sér fyrir því að aukið fjármagn verði tryggt til þessa lánaflokks. Lækka þarf heimild til útgáfu húsbréfa vegna viðgerða- og endurbótaverkefna til að koma til móts við fjármögnunarþörf meóalstórra viðgerðarverkefna. A fundinum var samþykkt til- laga framkvæmdastjórnar þess efnis aö stjórninni verði heimilt aö vinna að stofnun og inngöngu í Samtök iðnaðarins fyrir hönd þeirra aðildarfélaga sem áhuga hafa á því. Það er mál hvers og eins aðildarfélags fyrir sig en Grásleppuvika dagana 17. til 23. maí 1993: Fleira er fiskur en soðin ýsa að hann er ágætis matfiskur. Til- gangur grásleppuvikunnar er því fyrst og fremst sá að vekja athygli á þessum físki og því að fleira sé fiskur en soðin ýsa. Að sjálfsögöu er einnig stefnt að því aó vinna þennan fisk til útflutnings því þar gæti verið um mikil verðmæti aó ræða fyrir. þjóðarbúió,“ segir Hall- dór Þórarinsson, verkefnisstjóri. Þeir sem takja þátt í átakinu, fyrir utan Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Landssamband smá- bátaeigenda, eru Aflanýtinga- nefnd, verslunin Hagkaup og veit- ingastaöirnir Þrír frakkar, Við tjörnina, Hótel Stykkishólmur og Fiðlarinn á Akureyri. Þessa viku munu veitingastaðirnir hafa á boó- stólum ýmsa gómsæta rétti úr grá- sleppu. I öllum verslunum Hag- kaups verður grásleppa til sölu og kynningarbæklingi með ýmsum fróðleik um fiskinn og gómsætum uppskriftum verður dreift. ój Undanfarin tvö ár hefur Lands- samband smábátaeigenda og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins unnið að verkefni sem nefn- ist „Betri nýting hrognkelsa“ og er markmið þess, eins og nafnið bendir til, að finna leiðir til að nýta þennan fisk betur. Verk- efnið þetta er styrkt af Rann- sóknaráði ríkisins. Sl. mánudag var formleg opnun á grásleppu- vikunni á veitingastaðnum Fiðl- aranum á Akureyri, sem og á veitingastaðnum Þremur frökk- um í Reykjavík og á Hótel Stykkishólmi. Að sögn aðstandenda „grá- sleppuvikunnar“ eru hrognkelsi fyrst og fremst nýtt vegna hrogn- anna, en rauðmagi er einnig veiddur til matar. Síóastliðin tutt- ugu ár hafa verið framleidd að meðaltali, um 12.000 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum á vertíð hverri. Til þess að geta framleitt þetta magn þarf að veiða um 6800 tonn af grásleppu. Af þessu magni eru um 5000 tonn eftir þegar búið er aó hirða hrogn- in. Lítill hluti þessa afla er nýttur til söltunar eða látinn síga en bróðurpartinum er hent. „Einn lið- ur í því átaki að nýta betur hrogn- kelsi er því að vekja athygli fólks á þessum fiski og þeirri staóreynd Þessa viku munu veitingastaðirnir hafa á boðstólum ýmsa gómsæta rétti úr gráslcppu. Mynd ój meirihluti fundarmanna sýndi áhuga á að ganga í Samtök iðnað- arins. Aðild að samtökunum geta orðið fyrirtæki og sjálfstæðir at- vinnurekendur sem starfa í fram- leiðslu- og þjónustuiðnaði eða skyldum greinum. Samtökin veróa sem ein heild aðili að Vinnuveit- endasambandi Islands takist samningar um samskipti, verka- skiptingu og félagsgjöld. Á fundinum var Ingvar H. Guðmundsson, málarameistari á Kjalamesi, endurkjörinn formað- ur. GG Á aðalfundi Meistara- og verktakasambands byggingarmanna að Hótel KEA var Ingvar H. Guðmundsson, málarameistari endurkjörinn formaður. Húsavík: Atvinnuástand eldri framhaldskólanema gott - en mjög slæmar horfur fyrir’77 árganginn Verkalýðsfélögin á Húsavík hafa gert könnun á atvinnuhorf- um framhaldsskólanema í bæn- um í sumar. Alls tóku 138 nem- endur þátt í könnuninni eða 77 % af nemendum skólans. Nið- urstaðan er að 70% hafa fengið vinnu í sumar og af þeim 91% fulla vinnu. Elstu árangarnir koma vel út hvað sumarvinnu varðar, árgangur ’76 kemur þokkalega út en árgangur ’77 kemur mjög illa út. Af nemendum sem fæddir eru ’73 eða fyrr hafa 85% fengið vinnu í sumar, 88% þeirra sem fæddir eru ’74, 89% árgangs ’75, en 64% árgangs ’76 og aðeins 32% árgangs '11. Verkalýðsfélögin segja í skýrslu sinni aó samkvæmt þess- ari könnun séu atvinnuhorfur eldri árganganna mun betri en menn áttu von á, og verði þær að teljast góðar. Slæmt atvinnuástand virð- ist ekki hafa mikil áhrif á atvinnu- möguleika þessara hópa. Nokkur óvissa er sögð ríkja með árgang '16. Síðan segir í skýrslunni: „At- vinnuhorfur nema sem fæddir eru '11 eru mjög slæmar. Aóeins 32% hafa fengið örugga vinnu í sumar. Þessir unglingar hafa ekki rétt á vinnu í Vinnuskóla Húsavíkur. í þessum árgangi eru 36 nemendur, þar af hafa um 20 nemar ekki fengið vinnu. Ljóst er að nú þegar verður að taka á þessu máli og grípa til aðgerða, til að útvega þeim unglingum vinnu sem ekki hafa fengið loforð um vinnu í sumar.“ IM 45. Iðnþing íslendinga: Iðnaður gegn atvinnuleysi - er kjörorð þingsins að þessu sinni Iðnþing Islendinga, hið 45. í röðinni, verður haldið föstudag- inn 21. og laugardaginn 22. maí nk. á Hótel Sögu í Reykjavík. Rúmlega 300 fulltrúar og gestir munu sitja þingið og eru margir þeirra komnir um langan veg, bæði utan af landsbyggðinni og frá systursamtökum Landssam- Skák Skákfélag Akureyrar: Uppskeruhátíð á sunnudaginn Uppskeruhátíð Skákfélags Ak- ureyrar fyrir tímabilið janúar- maí verður haldin í skákheimil- inu við Þingvallastræti næst- komandi sunnudag og hefst kl. 14. Að sögn Þórs Valtýssonar, for- manns SA, verða veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur í mótum á þessu tímabili. Kaffiveit- ingar verða á boðstólum og efnt veróur til bændaglímu í lok hátíð- arinnar. Aðalfundur Skáksambands ís- lands veróur haldinn á laugardag- inn og þangað fara fjórir fulltrúar frá Skákfélagi Akureyrar. SS „Öldungamót“: Þór hlutskarpastur Skákfélag Akureyrar hélt svo- kallað öldungamót fyrir skemmstu og leiddu þar saman hesta sína „rosknir“ skákmenn, 45 ára og eldri. Leikar fóru þannig að Þór Val- týsson, formaður Skákfélags Ak- ureyrar, fékk 7,5 v. af 9 möguleg- um og hreppti fyrsta sætið. Annar varð Haraldur Olafsson með 7 v. og þriðji Haki Jóhannesson með 6 vinninga. Eitthvað er ráðgert að tefla í sumar en vetrarstarfinu er nú að Ijúka hjá Skákfélagi Akureyrar. SS bands iðnaðarmanna erlendis. Landsamband iðnaóarmanna eru samtök atvinnurekenda í iðn- aði. Innan vébanda þeirra eru um 3.200 félagar, allt frá einyrkjum upp í nálega 200 manna fyrirtæki. Æðsta stofnun sambandsins er Iðnþing Islendinga, sem haldið er á tveggja ára fresti. Kjörorð þings- ins að þessu sinni er: Iðnaóur gegn atvinnuleysi. Á þinginu ræðst niðurstaða viðræðna sem átt hafa sér staó að undanförnu um sameinginu samtaka iðnaðarins. Þá verður tekist á um mikil- vægari mál en oft áður, bæði þau er lúta að innra skipulagi sam- bandsins sem og afstöðu til ytri breytinga í málefnum íslensks iðnaðar. Síðastliðið ár hafa staðið yfir viðræður milli Landssambands iðnaðarmanna, Félags íslenskra iðnrekenda, Hins íslenska prent- arafélags og Verktakasambands Islands um sameiningu þessara samtaka í ein heildarsamtök. Oll samtökin, utan Landssambands iðnaðarmanna, hafa nú þegar sam- þykkt slíka sameiningu. Samein- ingarmálin verða til umræóu á þinginu og endanlega afstaða til þeiira tekin þar. Á meðal ræðumanna á þinginu eru Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, Svein- björn Bjömsson, háskólarektor og Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri. KK Akureyrarbær: voru í skriflegu svari félagsmála- stjóra Akureyrarbæjar til Péturs Jósefssonar, sem birt er í blaðinu í dag, kemur fram að hjá Akureyrarbæ eru til teikningar að dagvist sem gerðar voru á síðasta áratug en aldrei voru notað- ar. Þessar teikningar eru metnar á 5-6 milljónir króna. Um er að ræða teikningar að Hamarkoti, fjöguna dcilda dagvist scnt á sínum tíma var áformað aó byggja á lóó vcstan Þórunnarstrætis. Valdís Bjarnadóttir, arkítekt, var feng- in til að teikna húsið og vann hún að verkinu í nokkurn tíma. Hins vegar náðist aldrei sam- staóa í bæjarstjórn um aó byggja húsið þrátt fyrir að fé- lagsmálaráö bæjarins legðí þaö ítrekað til. Síöast ítrekaði ráöið þetta viö bæjaryfirvöld árió 1987. Sú vinna og þcir fjár- munir scm lagöir voru í tcikn- ingamar hafa því ekki nýst og teikningamar liggja hjá Akur- eyrarbæ. Sjá nánar grein Jóns Bjöms- sonar, tclagsinálastjóra, á bls 5 í dag. JÓH Grænlandsgangan: Skíðagöngumennirnir á Grænlandsjökli fara hratt yf- ir niður í móti og eiga nú inn- an við 200 km eftir. Það niá því jafnvel búast við að þeir komist til byggða í lok næstu viku. Fréttir bárust af þeim sl. þriðjudag og þá voru 2/3 leið- arinnar að baki og því um 200 km eftir til Syðri-Straumfjarð- ar. Aö sögn Sigurðar Aóal- steinssonar sækist ferðin mjög vel en jökullinn er reyndar nokkuð sprunginn og gæti tafiö för þeirra. Þá sagði Sigurður að göngu- mennirnir kæmu niður í dal þar sem jörð væri væntanlega snjó- laus og þeir yrðu því að fara fótgangandi síðustu kílómetr- ana til Syöri-Straumfjarðar með allan farangurinn. Þetta gæti verið um 30 km lcið og hugsanlegt aö þeir þyrftu að fara nokkrar ferðir fram og til baka til aö komast með allan farangurinn til byggða. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.