Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 20.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 20. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fjármunum Akureyrar- bæjar kastað á glæ í blaðinu í dag er birt svar frá Jóni Björnssyni, fé- lagsmálastjóra Akureyrarbæjar, við fyrirspurn Pét- urs Jósefssonar, fasteignasala á Akureyri. Fyrir- spurn Péturs var á þá leið hvort til væru í fórum bæjarins fullbúnar byggingateikningar af dagvist- arstofnun; teikningar sem hefðu aldrei verið not- aðar. í svari Jóns kemur fram að fyrirspurn Péturs á við rök að styðjast. Sagan sem að baki liggur er í senn merkileg og lærdómsrík og verður rakin hér í stuttu máli, samkvæmt svari félagsmálastjóra: Fyrir tæpum 12 árum ákvað félagsmálaráð Ak- ureyrarbæjar að reisa dagvistarheimili vestan Þór- unnarstrætis. Þar sem fyrirhugað byggingarstæði var og er áberandi í bæjarmyndinni, ákvað félags- málaráð að vanda til byggingarinnar að öllu leyti. Með því fororði fól félagsmálaráð Valdísi Bjarna- dóttur arkitekt það verkefni að hanna og teikna dagvistarheimilið, „og það var að ég held mat allra sem kynntu sér, að hún hefði hannað af- burðahúsakynni fyrir þessa starfsemi," segir fé- lagsmálastjóri í svargrein sinni. En skömmu síðar virðist hafa komið babb í bátinn. Þeir sem að framkvæmdinni stóðu, þ.e. bæjaryfirvöld, vöknuðu allt í einu upp við þann vonda draum að fyrirhug- uð bygging yrði væntanlega mun dýrari en dag- vistarstofnun með „hefðbundnu yfirbragði". Þegar bæjaryfirvöldum varð sú staðreynd ljós, var snar- lega hætt við að hefja framkvæmdir. í svari félags- málastjóra kemur fram að félagsmálaráð hafi ítrek- að lagt það til við bæjarstjórn Akureyrar að hafist yrði handa við bygginguna, síðast á árinu 1987, en án árangurs. Að lokum hafi ráðið gefist upp við að leggja þetta til og farið aðrar leiðir. í títtnefndri svargrein Jóns Björnssonar félags- málastjóra kemur fram að hér var og er um að ræða fullbúnar byggingarteikningar, ásamt burðar- þols- og frárennslisteikningum að „fjögurra deilda dagvist". Með þessar teikningar var sem sagt aldrei gert annað en að deila um hvort byggja ætti eftir þeim! Líklegt má telja að það hafi kostað Ak- ureyrarbæ 5-6 milljónir króna að eignast þessar teikningar. Hér er því um umtalsverða sóun á fjár- munum bæjarbúa að ræða. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það stjórn- kerfi er gott sem leyfir mistök af þessari stærðar- gráðu. Bæjarbúar hljóta að spyrja hvort bæjaryfir- völdum hafi ekki verið það ljóst þegar í upphafi að umrædd bygging yrði í dýrari kantinum. Ljóst er að ef hliðstæð atburðarás hefði átt sér stað annars staðar en „hjá hinu opinbera", eins og stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga eru gjarnan nefnd, er fullvíst að einhver hefði þurft að gjalda fyrir mistök sín. Ekki verður séð að nokkur aðili innan stjórnkerfis Akureyrarbæjar hafi fengið svo mikið sem tiltal þótt nokkrum milljónum króna af takmörkuðu ráð- stöfunarfé bæjarins hafi verið kastað á glæ með þeim hætti, sem rakinn hefur verið. Sú staðreynd er umhugsunarverð, ekki síður en þetta mál í heild sinni. BB. Búvörulagabreytingiii Mikil umræða hefur farið fram að undanfömu um breytingu á bú- vörulögum sem var til umfjöll- unnar á Alþingi nú á vordögum. Að stofni til var málið stjómar- frumvarp en eftir að landbúnaóar- nefnd hafði fjallað um málið og gert við það nokkrar breytingatil- lögur vildu nokkrir ráðherrar rík- isstjómarinnar ekki kannast við það og neituðu að standa að af- greiðslu þess. Þar fóru fremstir í flokki utanríkisráðherra, sem hót- aði stjómarslitum ef málið næði fram að ganga, og fjármálaráð- herra, sem taldi að meó breytinga- tillögunum væri gengið á verksvió sitt. Um hvað snýst málið? I því frumvarpi sem lagt var fram í upphafi var kveðið á um það að allur innflutningur á búvörum, unnum sem óunnum og tilsvar- andi vörum, væri háður samþykki landbúnaðarráðherra. Þá var ákvæði þess efnis að þrátt fyrir fyrrgreind ákvæði geti ráðherra heimilað innflutning í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Island er aðili að. í þessu sambandi er vert að geta þess að þetta mál varðar ekki einungis samninginn um EES. Til að mynda eru engin ný ákvæði í honum varðandi inn- flutning á unnum kjötvörum. Þær unnu kjötvörur sem nú eru fluttar inn, með allt að 20% kjötinni- haldi, eru fluttar inn samkvæmt veru okkar í EFTA og bókun 6, sem er sá vióskiptasamningur sem við höfum nú við EB. Það var því margra hluta vegna afar brýnt að setja um þaó skýr ákvæði í lög að það væri landbúnaðarráðherra sem færi með þessi mál. Breytingar landbúnaðar- nefndar Landbúnaóarnefnd Alþingis, þar sem sá er þetta skrifar á sæti, lagði mikla vinnu í málið. Meðal annars var kallaður til ráðgjafar sá lög- fræðingur sem væntanlega þekkir búvörulögin hvað best af starfandi lögfræðingum í dag. Þá voru kall- aðir til viðtals fulltrúar utanríkis-, landbúnaðar-, viðskipta- og fjár- málaráðuneyta ásamt fulltrúum frá búnaðarsamtökum og Fram- leiósluráði landbúnaðarins. A grundvelli þessarar vinnu byggði nefndin síðan tillögur sín- ar, en helstu breytingamar eru eft- irfarandi: 1. Við innflutning á vörulíkjum innlendra búvara þarf samþykki landbúnaðarráðherra. 2. Ráðherra getur kveðið á um leyfilegan sölutíma á kartöflum, nýju grænmeti, sveppum og blóm- um í þeim tilfellum þegar þessar vörur eru undanþegnar leyfisveit- ingu vegna þess að innlend fram- leiðsla er ekki til staðar. Þetta er gert til þess að innflytjendur geti ekki safnað birgðum sem endast langt fram á þann tíma að innlend framleiðsla er komin á markaðinn. 3. Kveðió er á um að það sé landbúnaðarráðherra sem ákvarði töku jöfnunargjalda við innflutn- ing samkvæmt samningum sem við höfum gert. 4. Landbúnaðarráðherra getur ákveðið meó reglugerð af hvaða hráefnum úr landbúnaði skuli vera heimilt að endurgreióa verðjöfn- unargjöld við útílutning. Nánari útfærsla Með þessum breytingum var nefndin fyrst og fremst að útfæra Jóhannes Geir Sigurgeirsson. nánar þaö sem hún taldi vera and- ann í frumvarpinu eins og það lá fyrir. Sú ákvörðun lá áður fyrir í tollalögum að fjármálaráðherra legði á jöfnunargjöld við innflutn- ing. í tillögunum er lagt til að það verði gert í samráði við landbún- aðarráðherra. Hann ákveði út- færslu á gjaldtökunni og sam- þykki ekki innflutning nema heimildum um töku jöfnunar- gjalda sé beitt. Hér ber að taka það skýrt fram að ráðherra hefur ekki sjálfdæmi um gjaldtökuna. Það fer eftir ákvæóum í þeim samningum sem um er að ræða hverju sinni. Þá er sett í lagatexta það ákvæði í samningnum aö heimild- ir til töku jöfnunargjalda eru tví- virk; þ.e.a.s. aó einnig er heimilt að beita þeim við útflutning á vör- um með landbúnaðarhráefnum þannig að samkeppnisstöðu sé ekki raskað vegna mismunandi verðs á þeim þætti framleiðslunn- ar. Þetta ákvæði er algjört grund- vallaratriði ef menn meina eitt- hvað með tali um að vió munum í framtíðinni geta flutt út unnar matvörur úr landbúnaðarhráefn- um. Afstaða Framsóknar- flokksins Við fulltrúar Framsóknarflokksins í landbúnaðamefnd tókum í upp- hafí þá afstöðu að vinna að fram- gangi málsins á Alþingi og geta með því haft áhrif á þær breyting- ar sem gerðar væru á málinu í meðferð nefndarinnar. Það var okkar mat að með framgangi málsins væri verið að tryggja eftir föngum að staðið væri á rétti ís- lensks landbúnaðar við fram- kvæmd milliríkjasamninga, bæði þeirra sem gerðir hafa verið á liðnum árum og einnig þess sem við stöndum nú frammi fyrir, samningnum um EES. Við skrif- uðum því undir nefndarálit með meirihluta nefndarinnar þar sem lagt var til að það væri samþykkt með fyrirliggjandi breytingatillög- um. Ánægjuleg sinnaskipti í grein í dagblaðinu Dcgi um síð- ustu áramót gerði Steingrímur J. Sigfússon grein fyrir afstöðu sinni til EES. Hann hóf greinina með því að lýsa yfir undrun sinni á af- stöðu okkar tveggja þingmanna kjördæmisins sem sátum hjá við atkvæðagreiðslu um málið. Jafn- framt baðst hann undan því að þessi athugasemd hans yrði gerð aö frekara umræðuefni í fjölmiðl- um. Ég varð við þeim tilmælum en nú hlýt ég hins vegar aö lýsa undrun minni yfir afstöóu Al- þýðubandalagsins í því máli sem hér er til umræðu. Fulltrúar þess vildu ekkert af málinu vita. Töldu það bæði óþarft og ótímabært og lýstu því yfir í nefndaráliti að þeir ætluðu að sitja hjá við afgreiðslu þess. Það var síðan á síðasta degi þingsins sem Alþýðubandalagið breytti afstöðu sinni og kvaðst mundu styðja málið og gerðust meira að segja hörðustu talsmenn þess að það fengi afgreiðslu. Ekki dettur mér í hug aó halda því fram að það hafi verið í nokkrum tengslum við það hve viökvæmt málið var orðið innan ríkisstjóm- arinnar á þeim tíma. Að lokum um þennan þátt málsins, rétt eins og Steingrímur í sinni áramótagrein, þá ætlast ég ekki til þess að þessi orð mín verði tilefni frekari blaða- skrifa um málið. Eftirleikurinn Tæknilega séó má segja þaó skipti ekki öllu máli hvort þetta mál var afgreitt nú í vor eða hvort þaó bíð- ur til haustsins. Hitt er jafn ljóst aó út frá pólitísku sjónarmiði verður mun erfiðara að eiga við það þá. Þegar mál eru komin á þaó stig að ráðherrar eru farnir að gera þau upp sín á milli í fjölmiðl- um er sjaldnast von á farsælli lausn. Ég mun hins vegar ekki skorast úr leik ef tilmæli koma til land- búnaðamefndar um að flytja mál- ið aftur í haust, komi ríkisstjómin sér ekki saman um það. Hér er á ferðinni mál scm er þaó mikil- vægt, mál sem ekkert síður snertir þá sem vinna við úrvinnslugreinar landbúnaðarins í þéttbýlinu en sveitafólkið og einnig möguleika okkar til frekari þróunar á því sviði. Meðal annars til útflutnings. Meirihlutinn fái að koma fram Málið snýst auk þess um grund- vallaratriði varðandi framkvæmd á viðskiptasamningum. Hvort við nýtum þá möguleika sem þar eru til þess að skapa innlendri fram- leiðslu sem eðlilegust samkeppn- isskilyrði eða til handahófskennds niðurrifs eins og viróist vera stefna þeirra ráðherra sem mest hafa beitt sér á móti málinu. Það er því nauðsynlegt að sá meirihluti sem sannanlega er fyrir málinu á Alþingi fái að koma fram og ekki mun ég gráta það þó að ríkis- stjómin falli í leiðinni. íslenskir bændur og vinnslu- stöðvar þeirra hafa verið aó lækka verð umtalsvert til neytenda á síð- ustu árum. Frá árinu 1989 hefur búvöruverð nánast staðið í stað á sama tíma og framfærsluvísitalan hefur hækkaó um 20%. Bændur eru einnig búnir að samþykkja að lækka verð enn frekar. Það er skoðun mín að þegar upp verður staðið hafí hér átt sér stað ein mesta framleiðniaukning sem þekkist á jafn stuttum tíma í at- vinnusögu okkar. Við þessar aðstæður eiga bú- vöruframleiðendur siðferðilega kröfu á að stjómvöld standi við bakið á þeim varðandi fram- kvæmd innflutnings í tengslum við milliríkjasamninga. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur er þingmaóur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.