Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 14. janúar 1994 FRÉTTIR Hjúkrunarfræðingar sameinast: Félag íslenskra hjúkrunar- lagsins tekið orðalagsbreytingum. Nú er tilgangur félagsins, „að stuóla að menningar- og líknar- málum og styrkja elliheimili bæj- arins á Akureyri og í Skjaldarvík.“ Nú eru félagskonur í Framtíó- inni 70 talsins, félagsfundir eru haldnir að jafnaði 6-7 á hverjum vetri, en auk þess eru farnar leik- húsferðir og skógræktarferðir og sitthvað fleira gert til skemmtunar, menningarauka og eflingar félags- lífinu. Atján konur hafa verið kjörnir heióursfélagar Framtíðarinnar og eru þrjár þeirra á lífi, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir og Sigríður Gísladótt- ir. Annað kvöld verður efnt til veglegs fagnaóar á Hótel KEA í tilefni aldarafmælisins. óþh Framtíðar-konur hafa ætíð lagt ríka áherslu á aó styrkja umönnun aldraðra á Akureyri og til marks um hug þcirra gáfu þær 1 milljón króna við vígslu Elliheimilis Ak- ureyrar árið 1962. Auk stuðnings við öldrunar- þjónustu í bænum hafa konur í Framtíðinni stutt dyggilega upp- byggingu sjúkrahússþjónustu á Akureyri. Eftir að stærstu baráttumál fé- lagsins, elliheimilis- og sjúkrahús- málin, komust í höfn, hafa lög fé- Kvenfélagið Framtíðin á Akur- eyri fagnaði í gær 100 ára af- mæli. A afmælisdaginn kom út veglegt rit eftir Sverri Pálsson, fyrrv. skólastjóra, og Steindór Steindórsson, fyrrv. skólameist- ara, um sögu Framtíðarinnar. Saga Framtíðarinnar frá 1894- 1944, sem Steindór ritaði, kom út á 50 ára afmæli félagsins og er hún birt óbreytt í fyrri hluta bókarinnar. í síðari hluta bók- arinnar ritar Sverrir sögu Framtíðarinnar frá 1944 til 1994. I ritnefnd voru Margrét Kröyer, formaður Framtíðar- innar, Hlín Gunnarsdóttir og Kristín Ilalldórsdóttir. Kvenfélagið Framtíðin er lang- elsta kvenfélag á Akureyri og eftir því sem næst verður komist er það þriðja elsta kvenfélag landsins. I elstu lögum félagsins segir aó aðaltilgangur félagsins hafi verið „að gjöra gott fátækum börnum og styrkja bágstadda í Akureyrarbæ.“ tilefni afmælisins og útgáfu aidarsögu Framtíðarinnar í gær gerðu kvenfélagskonur sér glaðan dag og að sjáifsögðu voru vcglegar og gómsætar tertur á borðum. Sjálft afmæiishóf Framtíðarinnar verður síðan á Hótei KEA annað kvöld. Mynd: Robyn. fræðinga stoftiað Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga verður formlega stofnað á morgun, laugardag, við hátíð- lega athöfn í Borgarleikhúsinu í Stefiiir í langt sjómannaverkfall? Sjómannadeilan hefur nú staðið í réttan hálfan mánuð og þegar þessar línur eru skrifaðar eru fá teikn á lofti um það að hún sé að leysast. En hver er hugur sjó- manna til þessarar kjaradeilu? Standa þeir einhuga að baki for- ystumönnum sínum? Hvaða skoðun hafa þeir á hugsanlegum afskiptum ríkisvaldsins af deil- unni í formi lagasetningar? Blaðamaður tók nokkra sjó- menn tali í gær. Andrés Aðalbergsson, sjómaður á Svalbak: Viðsemjendur okkar verið óbilgjamir „Það var algjör einhugur meðal sjómanna á Svalbak um að fara í verkfall ef ekki gengi neitt að semja og ná þannig fram þeim kjarabót- um sem rætt hefur verið um. Sjómenn eru hins vegar misjafnlega vel í stakk búnir til að fara í verkfall en á undan- förnum árum hefur ekki oft komið til verkfalls á íslandi án þess að gripið hafi verió til setningar bráðabirgðalaga. Davíð forsætis- ráðherra er nú að senda okkur tón- inn og því óttast ég hió versta. Viðsemjendur okkar hafa veriö mjög óbilgjamir og þeirra samn- ingsvilji ekki verið mikill. Það hefur ekki verið gerður kjara- santningur við sjómenn síðan 1987 og þar er fjöldamargt orðið úrelt auk nýjunga, sem ekki er stafkrókur um eins og partrolls- veiðar og síldveióar í troll.“ GG Pétur Pálmason á Víði EA: Samstaða mjög almenn „Samstaða er mjög almenn meöal sjómanna í þessari kjara- deilu um allt land. Mér finnst það hins vegar mjög dapurt ef ríkisstjórnin ætl- ar að grípa inn í þessa deilu með lagasetningu, en ef sett verða á okkur lög getum við ekki annað en farið á sjó þó það sé okkur ekki ljúft. Flestir okkar hafi engin efni á því að fara í verkfall en við erum að berjast fyrir okkar réttindamálum. Við höfum ekki orðið fyrir því aö þurfa að taka þátt í kvótakaupum en við stöndum heilshugar meó þeim sem fyrir því hafa orðið. Mín tilfinning er sú að lausn þess- ara kjaradeilu geti dregist á lang- inn.“ GG Knútur Eiðsson, sjd- maður á Harðbak: Trúi ekki að verkfallið verðilangt „Eg veit ekki nema ríkis- stjómin eigi aö hafa bein af- skipti af kvóta- braskinu ef við fengjum svo að semja um aðra þætti kjarasamn- ings í framhaldi af því, t.d. launaliði. Þótt ríkis- stjórnin skipti sér ekki af þessari deilu þá trúi ég því ekki að verk- fallió veröi langt. Langt verkfall mun auk þess koma illa við marga sjómenn fjárhagslega. Ef nú fynd- ist loðna munu útgerðarmenn loðnubáta auk þess þrýsta á um að gengið verði til samninga." GG Hallddr Óttarsson, skipverji á Kaldbak: Aldrei sáttir við að fara í verkfall „Sjómenn eru aldrei sáttir við þaó að fara í verkfall og við hefðum frekar viljað ná samn- ingum án verk- falls, en eins og málin þróuðust var ekki um annað að ræða og þegar á reyndi var samtakamátturinn mikill. Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra, sagði þegar hann hleypti þinginu í jólafrí að hann myndi ekki setja bráðabirgðalög í deilunni og ég vil ekki trúa því að hann gangi þann- ig á bak orða sinna þótt annaó sé kannski að heyra á hans málflutn- ingi nú. Eg trú því að þegar vinnu- veitendaforystan sér hversu sam- staðan er mikil, setjist hún niður og tali við okkur eins og menn. Hún hcfur hins vegar komið af fundum meó okkur og rangtúlkað allt sem þar hefur verið sagt. Sjó- menn eru ekkert betur í stakk bún- ir að fara í verkfall en aórir laun- þegar í landinu, þeirra fjárhags- staóa cr ekkert betri. Undanfarin 20 ár höfum vió ekki komið okkar I samningum í gegn og núgildandi samningar eiginlega orðnir hreinn brandari.“ GG Gunnar Geirsson, gjaldkeri SFE: Mimum hlíta lagasetningu „Ég gerði aldrei ráð fyrir löngu verkfalli vegna ástandsins í þjóðarbúinu, en hitt er svo annað mál að venjan er að leysa kjara- dcilur mcð lög- um. Reynslan hefur hins vegar kennt mér að ekkert er að gera meö yfirlýsingar sjávarútvegs- og forsætisráðherra. Við munum hlíta því ef á okkur verða sett lög, enda er það helst LÍU sem getur brotið landslög eóa hunsaó úrskurði Félagsdóms. Meðan LÍU viðurkennir ekki aó kvótabrask eigi sér stað geta þeir ekki leyst vandamál sem þcir viö- urkenna ekki að eigi sér stað. Þetta er hægt að segja vegna þess að menn eru hræddir um plássin sín og njóta ekki þeirrar verndar sem þeir ættu að njóta. Vinnulög- gjöfin er gengin sér til húðar eins og allt annaö í þcssu þjóðfélagi. Kjararýrnun hefur hvergi orðið eins mikil eins og hjá sjómönnunt vegna kvótaskeróingar og sölu sem allir eru látnir taka þátt í. Því rniður hcfur samkundan við Kirkjustræti aldrei koniiö í gegn neinum lögum, sem ekki hefur verið hægt að túlka aó geðþótta.'" GG Reykjavík. Hið nýja félag sam- einar Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkr- unarfélag íslands. AUs eru 2.700 hjúkrunarfræðingar í landinu. Um margra ára skeið hefur ver- ið rætt um mögulega sameiningu hjúkrunarfélaganna í landinu meó- al hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fé- lagsmanna beggja félaga á árinu 1990, bentu eindregið til þess að íslenskir hjúkrunarfræöingar vildu starfa saman í einu félagi. Síóan hafa félögin unnið mark- visst að því að þetta mætti verða að vcruleika. A haustmánuðum 1993 var undirbúningur kominn á þaó stig að ákveðið var að efna til allshcrjaratkvæðagreiðslu meóal félagsmanna, hvort leggja ætti fé- lögin tvö niður í þeim tilgangi að stofna nýtt félag allra íslenskra hjúkrunarfræðinga. Eins og komið hefur frani, tóku 75% hjúkrunarlræðinga þátt í at- kvæðagrciðslunni og varð niður- staðan sú að 95% þeirra sem tóku afstöóu samþykktu tillöguna. KK Háskólinn á Akureyri: Tvær umsóknir - um stöður forstöðu- manna rekstrar- og heilbrigðisdeildar Umsóknarfrestur um stöður forstöðumanna heilbrigðis- og rekstrardeildar Háskólans á Akureyri rann út 10. janúar sl. Ein umsókn barst um hvora stöðu. Stefán G. Jónsson, forstöðu- maður rekstrardeildar, er í ársleyfi til að sinna rannsóknarstörfum, en staðgengill hans er Þorsteinn Sig- urðsson. Þorsteinn hefur sótt um stöðu forstöóumanns rekstrar- deildar og Sigríður Halldórsdóttir er cini umsækjandinn um stöðu forstöðumanns heilbrigðisdeildar en hún gcgnir þeirri stöðu nú. Dómncfnd mun fjalla urn hæfi umsækjenda, en dómnefndin er skipuð þrentur mönnunt, einum frá Háskólanefnd, öörum frá Há- skóla Islands og þcim þriðja frá menntamálaráóuneytinu. Fyrsti fundur um málið veróur í Há- skólanefnd nk. mánudag og verður reynt að hraóa afgreiöslu ntálsins eins og kostur er. GG Hundrað ár að bakí hjá Framtíðinm - veglegt afmælisrit gefið út í gær og efnt til afmælisfagnaðar annað kvöld á Hótel KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.