Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 19
MINNINO Miðvikudagur 25. maí 1994 - DAGUR - 19 fr* Ingólfiir Armannsson Fæddur 16. september 1912 - Dáinn 16. maí 1994 Þann 16. mars lést á Fjóróungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Ingólfur Armannsson á áttugasta og ööru aldursári. Af honum hef cg heyrt þá sögu aö liann hafi rölt á öðru ári út í túnfótinn að Víðivöllum í Fnjóskadal og skreiðst á bak hesti, sem þar lá í varpanum og kippti sér ekki upp við reiðmanninn. Hugur Ingólfs stóð því snemma til þeirrar listar, sem hann iðkaði svo vel síð- ar. Rciðlistin var í ættinni, faðir hans Armann Tómasson, var einn af þessum snjöllu tamningamönn- um scm fundu fullkomnunina í því að láta verkin tala, cn töldu óvið- cigandi að ræða mikið um l'ræðin. Þá var bróðir Armanns, Jón Tóm- asson, rnikill hestamaður og hefur hæfilcikinn crfst hjá an<omendum bcggja. Ingólfur var traustur maður og mikiö prúðmenni. Kom það fram hvar scm hann tók til hcndinni. Hcf ég aldrei svo hitt mann að hafi lagt Ingólfi annað cn gott til. Hann átti langa starfsævi, lcngst af scm bíl- stjóri hjá Bifröst og síðar starfs- maður Mjólkursamlags KEA á Ak- urcyri. Hann starfaði tiltölulcga lá ár viö búskap að Fjósatungu. En fátt átti stcrkari ítök í honum cn bú- skapur og skcpnuhald. Þótt þcir Ingólfur og Armann faðir hans l'lyttu á mölina, cins og það hcitir, voru þcir innst inni Fnjóskdælir og bændur alla tíð. Að Hrafnagils- stræti 22 rcisti Ingólfur fjölskyíd- unni myndarlcgt hús. Var húsið á æskuárum mínum í útjaðri bæjarins og að húsabaki stóð hcsthús Ar- manns. Það var gaman að hcim- sækja þctta frændfólk mitt. Þar var svcitahcimili í þéttbýlinu miðju, myndarskapur mikill, mcnn cinarð- ir í skoöunum og tungutak mcð al'- brigðum skcmmtilcgt. Fór þar sam- an yfirvcgun og launfyndni hús- bóndans og fjörmikil frásagnarlist og kímnigáfa konu hans, Báru As- bjarnardóttur. Eg var svo hólpinn að njóta mikilla samvista við Ingólf í um tíu ár. Hann skaut skjólshúsi yl'ir hcsta mína og urðum viö lclagar í hcsta- mcnnsku í áratug. Viö áttum skap saman og uröum miklir vinir, þótt aldursmunur væri nokkur og við ólíkir á margan máta. Lærði ég margt af þcssum frænda mínum bæöi í viöskiptum viö mcnn og mállcysingja. Ingóll'ur var mikil! hólscmdarmaður og hógvær að cðl- isfari. Ekki lcll honum vcl mis- brúkun áfcngis. Einstaka sinnum lckkst hann til að þiggja áfcngar vcitingar, cinkum cl' honum fannst hann ckki komast hjá því lyrir kurt- cisis sakir og alltal' mcö scmingi. Þótt hann væri alls staðar aul'úsu- gcstur, lór hann gjarnan hjá garði sakir hlédrægni. Var raunar næsta crfitt að koma þcssurn særndar- manni inn á hcimili frænda okkar og vina vcgna þcss að honum fannst jafnan að hann væri að troða saklausu fólki um tær. Leið okkar lá gjarnan til Fnjóskadals, cn þar fórum viö sjaldan um án þcss að koma við að Stcinkirkju hjá þeim Lovísu Sigurbjörnsdóttur og Ingólfi Hallsyni. Þar, öðrum stöðum frcm- ur, l'annst Ingólfi hann vcra cins og hcima hjá sér. Hann var traustur vinunt sínurn og trúr, jafn raungóð- ur og honum var ósýnt um að ræða cinkamál sín cða tilfinningar. í þcirn miklu crfiðlcikum scm Bára varð að þola á cfri árurn vcgna vcikinda sinna, rcyndist Ingólfur hcnni afar vel og sinnti hcnni af mikilli alúð. Um hestamcnnsku Ingólfs og tamningalist verður ekki farið mörgum orðum hér þótt tilefnið sé ærið. Eg ætla þó að geta þess að hann taldi það vcra sérstaklega verðugt vcrkefni að taka við hest- um, sem af einhverjum ástæðum vantreystu manninum eða höfðu kvekkst af samskiptum við menn. Var Ingólfur óþreytandi við að vinna traust þeirra og laða fram það sem í þeim bjó. Þann tíma sem við vorum saman í hestamennskunni, rcið hann gjarnan bleikálóttum hestL sem þannig hafði veriö ástatt um. Eg hygg að þar hafi ckki farið mikið cl'ni, cn Ingólfur gcrði úr honum snotran rciðhcst og hélt upp á hann fyrir vikið. I virðingu Ingólfs Armannsson- ar l'yrir hcstum fólst ákveöið við- horf í umhverfismálum, scm scnni- lcga cr l'omt mcð þcssari þjóð. Atti það viðhorf ckkcrt skylt við þessa kjölturakkavæmni, scm sumir um- hvcrfisfirrtir þéttbýl isbúar cru haldnir og llokka gjaman undir umhverfisstcfnu. lngólfur dáóist af cðlisfari hcstsins, styrklcika hans, viðkvæmni og fíngcrðum næmlcika hrossins fyrir náttúrunni. En hann ætlaðist líka til þcss að hcsturinn tæki sitt hlutvcrk alvarlcga, væri dyggur, fótviss og öruggur þjónn mannsins. Sambands hans viö hross var aldrei ncitt kærulcysis- samband. Eg mct mikils kynni mín og vin- áttu viö Ingólf Armannsson. Við fráfall þcssa frænda míns, scndi ég konu hans, sonum og aðstandcnd- um öllum samúðarkvcöjur. Tómas Ingi Olricli. lig licld þann ríúa úr hlaöinu bcst scm liannar cngir svafa. Hamingjan fylgir honum á hcst, hcldur í tauminn gafa. Jón Arason. Mig langar að kvcðja afa minn mcð nokkrum fátæklcgum orðum. Það lyrsta scm cg man úr minni barnæsku cr úr Hrafnagilsstrætinu hjá ömrnu Báru og afa Inga. Þang- að var svo gott að korna og var mikiö um að vcra þcgar við l'rænd- systkinin vorum mörg þar. Bökun- arlykt úr cldhúsinu, lcikir í garðin- um scm var alltaf svo vcl hirtur hjá önimu, ránsfcrðir í rifsbcrjarunnana og svo var hápunkturinn þcgar afi kom hcim í mat úr mjólkursamlag- inu. Afi lagði sig á bcddann cl'tir matinn cn þaö var nú lítiö unt hvíld því viö klifruðum uppí til hans þar scm hann söng og trallaði mcð okkur. Al'i átti alltal' auðvclt mcð að umgangast börti og til fjölda ára var hann starfsmaður Æskulýðsráðs Akurcyrar á sumrin þar scm hann kcnndi í rciöskólanum krökkum á öllum aldri. Þaö cru sjálfsagt marg- ir scm hann kom al' stað í hcsta- mcnnskunni. Hann unni Ijóðlist og las mikið en aldrci kom sama blik- iö í augun hans cins og þegar talað var um hesta. Þeir voru hans líf og yndi og allt fram á síóasta dag fylgdist hann rncð öllu varðandi hcstana hjá sonum sínum og sonar- syni. Þrátt l'yrir háan aldur kcyrði afi Buickinn sinn og fór í sund á hvcrjum morgni, þar sem hann spjallaði við nokkra mektarmcnn um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar amma vciktist l'yrir mörg- um árum tók afi við rekstri hcimil- isins og stóð við hlið hcnnar á hverju sem gckk. Ég hcld að ég gcti sagt að hann skilji eftir í hjört- um okkar allra kærleik, virðingu fyrir mönnum og dýrum og ekki síst ósnortinni náttúru. Maður sem gctur skilið eitthvað svo mikilvægt cftir sig hefur vcrið ríkur af því sjálfur. Elsku afi við söknum þín sárt cn minning þín mun lifa. Megi Guð gefa okkur öllum styrk í sorginni. Inga Bára Gunnlaugsdóttir. í dag, 25. maí, veróur til moldar borinn tengdafaðir minn, Ingólfur Armannsson. Hann fæddist á Akur- cyri og bjó þar lengst af. Hann gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni Báru Asbjamardóttur árið 1940 og hófu þau búskap við Eyrarlandsveg á Akureyri, cn lluttu sig austur í Fnjóskadal, nánar tiltekið í Fjósa- tungu, og bjuggu þar í nokkur ár. Arið 1948 fluttu þau al'tur til Akurcyrar og byggðu sitt framtíð- arhcimili í Hrafnagilsstræti 22 á Akurcyri. Þau cignuðust þrjá syni, þá Sigþór Armann, Gunnlaug As- björn og Ragnar Þráinn scm allir cru búscttir á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrstu kynni mín af Ingólfi cru mér mjög minnisstæð, cn það var árið 1965 að ég kom í fyrsta skipti á heimili hans. Þcgar ég kom að garðshliðinu tók ég cftir manni scm var að bjástra citthvað úti viö, cn korn strax á móti okkur cr liann varð okkar var. Ég var mcð litla dóttur niína mcð mcr og hann bauð okkur vclkomnar og tók í liönd hcnnar og lciddi hana inn. Þar með var hann oröinn afi í Hrafnagils- stræti í augum hcnnar. Svona var honurn bcst lýst, því hann laðaði mjög að sér börn og dætur mínar ciga allar mjög góðar minningar um afa sinn, scm sýndi þcim óþrjótandi þolinmæði og hlýju. Á milli okkar bar margt á góma og Ingólfur hafði lifandi áhuga á sam- lclagi sínu og umhvcrfi. Oft var hann búinn að bcra saman Akurcyri á árununi 1930-1940 og Akurcyri nútímans. Hann sagði mér ýmsar skcmmtilcgar sögur frá þcim tím- um, þcgar við sátum cin í boröstof- unni hcima. Ingólfur hafði mjög prúöa og þægilcga framkomu og lagði sjálf- stætt mat á mcnn og málcfni og tók afstöðu samkvæmt því. Hann virti skoöanir annarra og var ávallt rciöubúinn aö taka tillit til þcirra innan rnarka cigin sannfæringar cnda maöur l'riðar. Ég kvcð tcngda- föður minn mcð þakklæti fyrirgóð- ar samvcrustundir. Guð blcssi minningu hans. Fctr þú í friöi friður guðs þig blessi hctfðu þökk fyrir allt og allt. V.Briem. Elsku Bára mín ég votta þér innilcga samúð. Hjördís Sigfúsdóttir. Við systurnar cigum crfitt mcð að trúa því að afi sé dáinn og söknuó- urinn cr sár. Báöar höfum viö búiö hjá honum og ömmu yfir vctrartím- ann mcöan við vorum í framhalds- skóla á Akurcyri. Við munurn el'tir því þcgar við vorum litlar að það var alltaf gam- an og gott að koma í hcimsókn til afa og ömmu. Oftar cn ckki feng- um við ís hjá þeim og afi tók okkur í kjöltu sér og söng fyrir okkur lag scm við bamabörnin könnumst öll við „í bcrjamó er gaman“. Hann hafði alltaf mikið dálæti á yngri bamabömum sínum og hló hann oft rnikið að uppátækjum Ingu Báru og Skarphéðins, systkina okk- ar í svcitinni. Hcstar og hestamcnnnska voru hans líf og yndi. Allt frá því í bam- æsku voru hestar hluti af lífi hans og starfaði hann alla tíð mikið með hesta. Afi var m.a. einn af stofn- endum rciðskólans á Akureyri og var fyrsti reiðskólakcnnarinn þar. Hafði hann mjög gaman af því starfi sem hann gegndi í mörg ár. Við okkur bamabömin talaði hann oft um hesta og miðlaði reynslu sinni til okkar. Hann hvatti okkur mikið til að stunda hesta- mennskuna og sjálfur reið hann út fram á áttræðis aldur. Afi var þekktur fyrir það hvað hann var mikið snyrtimcnni. Alltaf voru öll hans rciðtygi mjúk og glönsuðu af leðurfciti. Bíllinn hans sem hann dundaði sér rnikið við lít- ur nú út cins og hann sé nýr, þó svo aö hann sé oröinn 13 ára gamall. Þcgar við systurnar fórum í skóla á Akurcyri var ckkcrt annað cn sjállsagt að viö myndum búa hjá honum og ömmu. Þar vorum við umluktar ástúð og umhyggju l'yrir vcllcrð okkar. Hafði afi alltal’ miklu meiri áhyggjur af því að við næðum ekki prófunum heldur en við höfðum sjálfar. Eftir að amma veiktist þá hætti afi alveg störfum uppi í mjólkur- samlagi, þá orðinn 67 ára. Hann tók þá viö heimilisstörfunum og sá um ömmu og er það aðdáunuarvert hversu vel honum tókst upp. Hann sem hafði aldrei komið nálægt eldamennsku eða öðru sem til- heyrði húsverkunum tók allt upp á sína arrna. Þegar við vorum hjá þeim eldaði hann alltaf og var hinn besti kokkur hvort sem það var sunnudagssteikin cða hversdags- maturinn. Við eigum eftir að sakna afa mjög mikið. Einnig Inga Bára sem þótti svo vænt um afa og Skarphéð- inn sem oft spyr okkur hvenær afi fari nú að koma í heimsókn. Hann cr ot' ungur til að skilja að afi er l'arinn frá okkur. Við erum þakklátar fyrir að hafa fcngið að kynnast afa svona vel og munum hugsa til lians með miklum hlýhug. Elsku amma. Mcgi guó styrkja þig við þcnnan mikla missi. Blcssuð sé minning hans. Hildur Rós og Guðbjörg Elísabet. Glæsibæjarhreppur Kjörfundur vegna hreppsnefnarkosninga veróur haldinn að þingstaó hreppsins - Hlíðarbæ - laug- ardaginn, 28. maí og hefst kl. 10. Kosning er óbundin. Eiríkur Sigfússon, Sílastöó- um hefur tilkynnt aó hann taki ek d endurkjöri í hreppsnefnd. Jafnframt fer fram skoóanakönnun meöal bænda um sameiningu bændasamtakanna Þess er vænst að kjörfundi verði lok :ð kl. 20. Kjörstjórnin. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi INGÓLFUR ÁRMANNSSON, Furulundi 1d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mióvikudaginn 25. maí kl. 13.30 Bára Ásbjarnardóttir, Sigþór Á. Ingólfsson, Guðlaug Jóhannsdóttir Gunnlaugur Á. Ingólfsson, Ragnar Ingólfsson., Elísabet Skarphéðinsdóttir börn og barnabörn Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúó og vinarhug við andlát og útför, ÍDU KAMILLU ÞÓRARINSDÓTTUR, frá Gautsstöðum, Tjarnarlundi 16c, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Erla Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Slgurður Kristinsson, Svandís Stefánsdóttir, Einar Fr. Malmquíst, Elsa Stefánsdóttir, Jóhann Friðgeirsson, og fjölskyldur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.