Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 6
6-DAGUR-Þriðjudagur 14. júní 1994 Molar úr sögu flugs á Akureyrí Mynd: Magnús Ólafsson. vélamönnum og reynsluflogiö þann 31. maí. Allt gekk aö óskum. Þann 4. júní áriö 1928 var farið meö póst frá Reykjavík til Isa- fjarðar, Siglufjaróar og Akureyrar. Mikil eftirvænting var á Akureyri eins og glöggt má sjá af Akureyr- arblöðunum frá þessum tíma. Flugvélin Súlan, en það nafn bar þýska Junkers flugvélin, lenti á Akureyrarpolli um kl. 19.30, þann 4. júní árið 1928 og var þaó í fyrsta skipti sem flugvél kom til Akureyrar. Súlan sigldi að landi nálægt þeim stað sem B.S.O. stendur nú. Múgur og margmenni kom til að horfa á og fylgjast meó flugvélinni. Daginn eftir voru þeir Súlu-menn veðurtepptir á Akur- cyri fram el'tir degi og hélt Bæjar- stjórn Akureyrar þeim því mió- degisboð að Hótel Gullfossi, með ræðuhöldum og árnaðaróskum. M.a. talaði þáverandi bæjarstjóri Jón Sveinsson og minntist þessa merkisatburðar í sögu Akureyrar. Undir kvöld þann 5. júní var svo lagt af stað til Reykjavíkur aftur, en flugvélin varð að nauðlenda við Akraós á Mýrurn vegna vélarbil- unar og þaðan var hún dregin til Reykjavíkur af vélbáti. Þann 11. júní árið 1928 hófst reglulegt farþegaflug milli Reykja- víkur og Akureyrar. Þennan dag var einnig flogið fram og til baka frá Reykjavík til Akureyrar í fyrsta sinn. Að vísu varö að skilja cinn farþega af fjórum eftir í Reykjavík þar sem flugtak tókst ekki í fyrstu tilraun. Flugmenn kenndu um lé- legu bensíni. Nokkrar orðahnipp- ingar urðu milli B.P., sem sá flug- vélinni fyrir bensíni, og Shell, sem hélt sínu eldsneyti fram. Aætlunarflug var auglýst til Siglufjarðar og Akureyrar mánu- daga og þriðjudaga og afgreiðslu flugvélarinnar tók Jakob Karlsson að sér. Flugi var haldið uppi til 7. sept- ember haustið 1928 og gekk það ágæta vel. M.a. voru farin sjúkra- flug og stundað síldarleitarflug við Norðurland. Nú var flugvélin tekin’ í sundur og send til Kaupmanna- hafnar þar sem hún var sett saman og flogið heim til Þýskalands. Vegna fyrirsjáanlegrar aukn- ingar í fluginu ákváóu forráða- menn flugfélagsins, með Dr. Alex- ander í fylkingarbrjósti, að taka tvær flugvélar á leigu frá Luft- hansa sumarið 1929. Þær voru báóar af sömu geró og Súlan, þ.e. Junkers F-13 sjóflugvélar. Flug- vélarnar hlutu nöfnin Súlan og Veiðibjallan, en báru þýsk skrá- setningarnúmer. Flugmenn voru þýskir en vélamenn íslenskir, þeir Gunnar Jónasson, Bjöm M. Olsen og Jóhann Þorláksson. Stjórnvöld sýndu nú tlugmálum rneiri áhuga en áður og var Flugfé- lagi íslands veitt einkaleyfi til flugs og Alþingi samþykkti ný lög um loftferðir. I tilefni ílugdags á Akureyri 25. júní nk. hef ég fallist á að taka saman nokkra fróðleiksmola sem tengjast flugi á íslandi og Akureyri sérstaklega. Hér verður ekki um sagnfræðilega ritun að ræða.enda hvorki staður né stund til þess. Saga flugs á Islandi verður ekki rituð nema gera hlut Akureyrar þar í mikinn, svo mikinn að ég Ieyfí mér að kalla Akureyri vöggu flugsins á landi hér. Þessi full- yrðing verður rökstudd í næstu grein. Á undanfömum árum hefur margt skínandi gott verið skrifað um ís- lenska flugsögu, má þar nefna Annála íslenskra flugmála, sem sex bindi eru komin af, Fimmtíu flogin ár, atvinnuflugsaga íslands í tveimur bindum, ásamt ævisögum frumherja á borð við Sigurð Jóns- son, „Sigga flug“, Agnar Kofoed Hansen og Jóhannes Snorrason. Einnig gefur Flugsögufélagið út vandaó rit, Flugsöguna. Margt annað væri vert að nefna, en verð- ur ekki gert að sinni. Stuðst er við ofantöld rit að hluta, ásamt blöð- unum frá þeim tíma sem greinarn- ar fjalla um. Fyrsta greinin er um upphaf flugs á Islandi fram til þess aó Flugfélag Islands, hió annað í röðinni, er lagt niður. Síðan verður sögó saga flugs á Akureyri í tveimur eóa þremur greinum. Upphafíð Draumur mannsins um að svífa um loftin blá, frjáls sem fuglinn, er ævafom og höfum við margar sög- ur og sagnir þar um. Frægust er sagan um listasmióinn Dedalus og son hans Ikarus, sem geróu sér fjaðrahami, samansaumaða og vaxlímda. Hamina ætluóu þeir að nota á flótta frá eyjunni Krít. Son- urinn flaug of hátt og hiti sólar bræddi vaxið og í kjölfarið fylgdi fyrsta hrap flugsögunnar. Ekki vorum við Islendingar eft- irbátar neinna í þessum efnum. Gísli Oddsson, Skálholtsbiskup, sá stórmerki en allt of skammlífi fræðimaður, segir í bók sinni Um furóur Islands (Dc Mirabilitus Is- landiae)) 1638, aó hann hafi heyrt getið manns sent flaug í fjaðraham yfir Hvítá í Borgarfirói. Gísli tekur sérstaklega fram að þar hafi engir galdrar eða fjölkynngi verið í tafli. Flciri sagnir í þessum dúr cru til, t.d. segir Brynjólfur frá Minna- Núpi slíka sögu sem gerast átti yfir Hvítá við Skálholt. Víkur þá sögunni langt fram í tímann eða til 22. júní 1917, en þann dag birtíst grein í Islendingi á Akureyri sem hét: Eru flugvjelar notandi hjer á landi? Höfundur er nær örugglega Þorkell Þorkelsson kennari, seinna veðurstofustjóri. I greininni kemst höfundur að þeirri nióurstöðu aó flugvélin ætti mjög mikla framtíð fyrir sér hér á landi til farþega- og póstllutninga. Enn er Þorkell á síðum Islendings á Akureyri tæpu ári seinna þar sem hann lýsir nákvæmlega póstflutn- ingum með flugvélum. í kjölfarið fylgdi mikill áhugi á flugi hér á landi, enda hafði fyrri heimsstyrjöldin fleygt fluginu geysimikið fram. Merkilegt má þaó teljast aó árið 1903 flaug vél- knúin flugvél í fyrsta sinn í Banda- ríkjum Norður- Ameríku en Fiug- félag Island hið fyrsta var stofnað þann 28. mars 1919 eftir allmikinn undirbúning og blaðaskrif í Reykjavík. Flugfélagið festi kaup á enskri flugvél af geróirmi AVRO-504, sem gat flutt einn far- þega auk flugmanns. Smíði þess- arar tegundar flugvéla niá rekja til styrjaldarinnar miklu þar sem hún reyndist sérstaklega vel í bardög- um við flugvélar þýska flughers- ins. Hingað kom endurbætt gerð þessarar flugvélar og flugmaður var ráöinn Cecil Faber, fyrrum flughermaður. Flugvélin sem var landflugvél kom hingaó ósamsett með skipi og var sett hér saman af enskum vélamanni, sem fylgdi flugvélinni. Síðdegis þann 3. sept- ember árið 1919 hóf flugvélin sig til flugs í fyrsta sinn af Briems- túninu í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þaóan sem flugvélar nútímans hefja sig enn til flugs. AVRO-504 flugvélin flaug víöa um Suðurland þessa haustdaga ár- ið 1919 og þóttust menn nú sjá aö flugvélar væru hió mesta þing. Ekkert var flogið um veturinn, en þráðurinn var tekinn upp aftur sumarið 1920 og gekk flugió vel undir stjórn Franks Fredricksson- ar, sem var af vestur-íslensku bergi brotinn. Að vísu varð fyrsta banaslys í sambandi viö flug hér á landi þetta sumar, en lítil telpa hljóp í veg fyrir flugvélina á flug- sýningu sunnudaginn 27. júní. I sumarlok var flugvélin tekin í sundur og seld úr landi. Fjárhags- legur ábati af fluginu varó enginn þó félagið ætti flugvélina og flug- skýlið skuldlaust. Ekki tókst að út- vega fé til áframhaldandi reksturs og ýmsar orsakir hjálpuðust að, t.d. eldsneytisskortur, svo Flugfé- lag Islands hið fyrsta í röðinni hætti rekstri. Liggur nú flug á Is- landi nióri um hríð. Erlendir flugkappar gerðu sér alltíðförult um Island á þessum ár- um. Fyrsta erlenda flugvélin lenti á Hornafirði þann 2. ágúst árið 1924 og rauf þannig einangrun Is- lands í lofti. Þessi flugvél sem var af Douglas gerð, var úr bandarísk- AVRO-504 flugvélin í Reykjavík. Dr. Alexander Jóhanneson, síðar rektor Háskóla Islands, var um ára- bil driffjöður í flugmálum Islend- inga og hann var formaður Flugfé- lags íslands, sem var stofnað 1. maí 1928. Súlan á Oddeyrartanga á Akureyri. Mynd: Úr myndasafni Haróar Geirssonar á Akureyri. um leiðangri á leið utnhverfís jöróina. Ymsir aðrir erlendir gestir komu fljúgandi til landsins, t.d. 24 ítalskir flugbátar í heimsflugi í júli árió 1933. Flugfélag íslands hið annað Eftir lok Flugfélags Islands hins fyrsta var undarlega lítið rætt og ritað um flugmál hér á landi, helst birtu blöðin fréttir af flugafrekum í útlöndum, svo og flugslysum sem voru tíð. En nú kemur fram á svióió sá maöur sem órjúfanlega verður tengdur flugi á Islandi um ókomin ár. Þessi maður var Dr. Alexander Jóhannesson, málfræðingur, síðar rektor Háskóla íslands. Dr. Alexander hafði kynnst flugi af eigin raun í útiöndum og sannfærst um aó flugið væri ferða- máti framtíðar á Islandi. Lét hann þessar skoðanir sínar óspart í ljós bæói í ræðu og riti. Arið 1926 komust á viðræður fyrir milligöngu Dr. Alexanders milli þýska Lufthansa og Islcndinga urn þátttöku Þjóðverja í flugrekstri hér á landi. Alþingi var tregt í taumi, en þó kom formlegt boð frá þýska Lufthansa um að annast flug á ís- landi sumarið 1927 á leiðunum Reykjavík-Vestmannaeyjar og Reykjavík-Akureyri. Þjóðverjamir buðust til aó senda hingað til lands flugvél af geróinni Junkers F-13 eða Domier Merkur. Samgöngu- nefnd Alþingis taldi þetta tilboð óaögengilegt með öllu og hafnaði því afdráttarlaust, einkum vegna kostnaðar sem tilboðinu fylgdi. Dr. Alexander gafst ekki upp og sumarið 1927 fór hann til Þýskalands til viðræðna vió þar- lenda ráðamenn. Árangurinn lét ekki á sér standa, Þjóðverjar lof- uóu að stunda flug á eigin kostnað um fjögurra mánaða skeið sumarið 1928. Árið 1928 er því stórmerkilegt ár í flugsögu Islands, en þá var þann 1. maí stofnað Flugfélag ís- lands hið annað í röðinni. Nú var mikill hugur í mönnum að þessi tilraun tækist vel. Flugvélin sem var sjóflugvél, kom ósamsett með skipi til Reykjavíkur þann 30. maí árið 1928. Hún var strax sett sam- an af þýskurn flugmönnum og Súlan annaðist einkum farþega- flug en Veiðibjallan síldarleit fyrir Norðurlandi. En aukin verkefni dugóu ekki til þess aó reka Flugfé- lag Islands hallalaust og halla- rekstur varó mikill sumarió 1929 og leita varð aóstoðar ríkisins og sveitarfélaga og aukið hlutafé boð- ið til kaups en árangur lítill. Vorið 1930 var tekin ákvöröun um að kaupa tvær flugvélar af Lufthansa. Vélarnar voru sem fyrr af Junkers geró, önnur F-13 og bar 4 farþega, en hin W-33 og bar sex farþega. Fyrri flugvélin kom til landsins 16. júní árið 1930 og hlaut nafnið Veiðibjallan og skrá- setningamúmerið-Island 2- en sú síðari kom til landsins þann 25. júní og hlaut nafnið Súlan og skrá- setningarnúmerið-ísland 1-. Þær komu með skipi sem fyrr, greið- lega gekk aö setja vélamar saman og hófu nú störf hjá Flugfélagi Is- lands hinu öðru í röðinni. Sigurður Jónsson, „Siggi flug“, fyrsti ís- lenski atvinnuflugmaóurinn. Fram til þessa hafði Flugfélagið verió á hrakhólum með aósetur, en urn- sókn var hafnað um aðsetur í Örfi- risey. Samt veitir Borgarstjórn Reykjavíkur styrk og leyfi til byggingar flugskýlis og flughafnar í Vatnagöróum. Ákaflega dýrt reyndist að koma upp aðstöðunni í Vatnagörðum og Reykjavíkurborg neitaði um frekari styrk. Flugið gekk vel sumarió 1930, m.a. var mikið flogið til Þingvalla í tengslum viö Alþingishátíðina og enn var síldarleitin snar þáttur í rekstri Flugfélagsins. Flugi var haldió áfram um veturinn þegar ótrygg íslensk veðrátta leyfði. Vorið 1931 geróust örlagaríkir atburóir, sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Flugfélagi Islands bauðst að fljúga með vistir til bresks Grænlandsleióangurs sem var í nauðurn á jöklinum. Ákveðió var að senda Veiðibjölluna í þenn- an leiöangur og var flugvélin flutt meó varóskipi að ísröndinni við Grænland. Dr. Alexander Jóhann- esson stjórnaói leiðangrinum lyrir hönd Flugfélagsins. Þegar til átti að taka varð ekki af fluginu vegna bilunar í llugvélinni. Ágreiningur var uppi mcóal leiðangursmanna og hann olli því hversu fór. Þetta átti el’tir aó hafa töluveró eftirmál og skaóa Flugfélag Islands veru- lega, eins og áóur var vikið aö. Fleiri áföll fylgdu í kjölfarið, Veiðibjöllunni hvolfdi viö Reykja- vík í júní árið 1931 og fékk Flug- félag íslands Junkers F-13 flugvél í staðinn og hlaut hún nafnió Álft- in. Þessi flugvél átti að sjá urn síldarleitarllugið. Þann 3. ágúst 1931 hvolfdi Súl- unni á Akureyrarhöfn og skemmd- ist hún mikið. Forráðamenn Flug- félagsins l'engu að finna til te- vatnsins í blöðunum fyrir aó hafa ekki lært af reynslunni og gengið tryggilegar frá flugvélinni. Þessi óhöpp urðu til þess að nú hallaði fljótt undan fæti hjá Flugfélagi ís- lands og þann 10. september árió 1931 var öllu starfsfólki félagsins sagt upp störfum, og þann 22. október urn haustið var tekin ákvörðun um að slíta Flugfélag- inu. Skuldir væru geysimiklar og ekki tókust samningar milli ríkis- ins og Lufthansa um kaup á flug- vélunum og voru þær því sendar úr landi, þ.e. Súlan og Álftin, haustið 1932. Hér lauk öðrum þætti íslensks atvinnuflugs með Dr. Alexander Jóhannesson í broddi fylkingar, en hann gafst ekki upp og var áfram fullur bjartsýni. I næsta þætti verður fjallað um Akureyri, Agnar Kofoed-Hansen og Flugfélag Akureyrar. Slg. Eggert Davíösson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.