Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 14.06.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. júní 1994 - DAGUR - 5 441KAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 5.-11. júní voru heild- arviðskipti með hlutabréf 7,9 milljónir króna. Mest voru við- skipti með hlutabréf í íslands- banka hf. eða fyrir 5,7 milljónir króna á genginu 0,90-0,95. Heildarviðskipti með húsbréf voru 125 milljónir, spariskírt- eini ríkissjóðs 94,7 milljónir og ríkisvíxla 2.250 milljónir króna. DRATTARVEXTIR Ma( 14,00% Júní 14,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán maí 10,20% Alm. skuldabr. lán júní 10,20% Verðtryggð lán maí 7,60% Verðtryggð lán júnl 7,70% LÁNSKJARAVÍSITALA Maí 3347 Júnl 3351 SPARISKÍ RTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund Kgengi K áv.kr. 91/1D5 1,4039 4,82% 92/1D5 1,2442 4,82% 93/1D5 1,1610 4,82% 93/2D5 1,0974 4,82% 94/1 D5 1,0053 4,82% HÚSBRÉF Flokkur K gengi 1,1713 K áv.kr. 93/2 4,96% 93/3 1,0405 4,96% 94/1 1,0004 4,96% 94/2 0,9832 4,96% VERÐBREFASJÓÐIR Avðxtun 1. jan umfr. verðbólgu siðustu: (%) Kaupg. Sðlug. 6mán. 12 mán. Fjárfestingarfélagið Skandia hl. Kjarabrél 5,223 5,385 8,9 10,3 Markbréf 2,840 2,928 12,7 11,7 Tekjubréi 1,563 1,611 14,5 14,0 Skyndibrél 2,094 2,094 52 5,3 Fjölþjúðasjódur 1.407 1,451 Kaupþing hf. Einiigabrél 1 7,132 7,263 4,5 4,9 Einingabréf 2 4,159 4,180 8,5 10,1 Einingabrél 3 4,683 4,769 4,5 5,0 Skammtímabréf 2,537 2,537 8,3 8,8 Einingabréf 6 1,147 1,182 6,0 20,5 Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,525 3,543 6,7 5,8 Sj. 2 Tekjusj. 2,000 2,030 15,5 122 Sj. 3 Skamml. 2,428 Sj.4Langl.$j. 1,670 Sj. 5 Eignask.lrj. 1,644 1,660 23,3 16,0 Sj. 6 island 861 904 12 5.0 Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. Vaxlarbr. 2,4802 67 5,8 Valbr. 2,3248 67 5,8 Landsbréf hf. íslandsbrét 1,567 1,596 82 8.3 Fjórðungsbréf 1,221 1,238 132 10,8 Þingbréf 1,839 1,863 26,8 21,6 Öndvegisbréf 1,686 1,708 202 14,9 Sýslubréf 1,516 1,537 14,6 7,3 Reiðubréf 1,515 1,515 6,1 6,9 Launabrél 1,062 1,077 20,5 14,8 Heimsbrél 1,472 1,516 •0,2 15,1 HLUTABREF Sölu- og kaupgeng á Verðbréfaþingi íslands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Eimskip 4,25 4,25 4,28 Flugleiðir 1,15 1,10 1,25 Grandi hl. 1,93 1,90 1,95 islandsbanki hf. 0,95 0,90 0,95 Olis 2,12 2,15 2,18 Útgerðarfélag Ak. 2,85 2,75 2,82 Hlutabréfasj. VÍB UO 1,13 1,19 ísl. hlutabréfasj. 1,10 1,11 1,16 Auðlindarbréf 1,03 1,05 1,11 Jarðboranir hf. 1,79 1,74 1,79 Hampiðjan 1,38 1,38 1,40 Hlutabréfasjóð. 1,06 1,06 1,12 Kaupfélag Eyf. 2,10 2,10 2,35 Marel hf. 2,69 2,60 2,72 Skagstrendingur hf. 1,22 1,40 1,74 Sæplast 2,60 2,61 2,95 Þormóður rammi hf. 1,72 1,74 1,74 Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Alm. hlutabr.sj. hl. 0,88 0,88 0,91 Ármannsíell hf. 0,90 0,50 0,95 Árnes hf. 1,85 Bifreiðaskoðun isl. 2,15 1,20 1,95 Eignfél. Alþýðub. 0,80 0,81 1,15 Haraldur Böðv. 2,20 1,80 2,20 Hiutabréfasj. Norðurl. 1,12 1,13 1,19 Hraðfrystihús Eskifjarðar 2,50 isl. sjávarafurðir 1,10 1,10 isl. útvarpsfél. 2,80 Kðgun hf. 4,20 Oliufélagið hf. 5,40 5,27 Pharmaco 8,25 7,95 Samskip hf. 1,12 Samein. verktakar hf. 6,50 6,50 6,70 Sölusamb. Isl. liskframl. 0,60 0,40 0,70 Síldarvinnslan hf. 2,65 2,60 Sjóvá-Almennar hf. 5,40 4,77 5,70 Skeljungur hf. 4,04 4,00 425 Softis hf. 3,00 Tangi Tollvörug. hf. 1,10 1,00 126 Tryggingarmiðst. hf. 4,80 Tæknival hf. 1,00 Tðlvusamskipti hf. 2,50 3,00 Þróunarfélag islands hf. 1,30 1,30 Frá fermíngu til lögræðis - ávarp Haraldar Bessasonar, rektors Háskólans á Akureyri, á háskólahátíð 11. júní sl. Fyrir um það bil tveimur árum flutti Páll Skúlason heimspekingur fyrirlestur við Háskólann á Akur- eyri, skyggndist víða um og gat sér þess til að á þroskaferli sínum væri mannkyn að nálgast ferming- araldur. Tilgáta Páls er allrar athygli verð, ekki síst vegna þess að í hcnni er fólgin sú bjartsýni að ferntingaraldurinn, sem mér virð- ist Páll hafa notað í mannfræði- legri merkingu í áðurnefndum fyr- irlestri, sé ekki lokaáfangi. Enn ntá láta sér detta í hug að einhverj- ir úr þeim fjölmenna hópi sem notið hafa þeirra forréttinda að stunda nám við æðstu mennta- stofnanir hljóti aö hafa kafað nægilega djúpt í sitt Helgakver til þess að ná þeim þroskastigum sem ætla má að búi fermingu að baki og hafi jafnvel haldið eitthvað lengra áleiöis. Uppsprettulindir íslenskrar tungu og menningar I því sambandi er rétt að svipast ögn um á okkar séríslenska sviði. Það er að vísu fremur þröngt í landfræðilegum skilningi, en þó heimkynni Iangrar og furðu þrótt- mikillar menningar sem við flest þekkjum að einhverju leyti. Ég leyfi mér að nefna bókmenntir ís- lensku þjóðarinnar sem dæmi. Bókmenning og verkmenning eru þó naumast aðgreinileg sviö, hvorugt getur án hins þrifist. Þó má taka svo til orða að í bók- menntum sé mannshugurinn til- tölulega óbundinn af flóknum kerfum og sköpunargáfu gefinn laus taumur. Hugsanir verða þó ekki til án kerfisbundinnar leið- sagnar, hver svo sem uppruni hennar kann að vera. Ég bendi á tvö dæmi um uppsprettulindir ís- lenskrar tungu og menningar sem eru í raun nátengd og hafa dugað þessari þjóð allt frá fornöld til nú- tíðar, og er báðurn jafnan gerð all- rækileg skil í kennslubókum. Önnur er sagan um skáldamjöðinn þar sem fimlega er rakin þróun frá lægsta stigi mannlegrar viðleitni upp á hæsta tindinn þar sem við blasa guðdómleg snilld og eilífur andi. Hin cr myndmál íslenskrar tungu og þá sérstaklega kenningar skáldanna þar sem vegvísar benda leitendum fram eftir vegi sem liggur frá dauða til eilífðar. Má í þessum tvcini tilvikum greina mjög haglegt kerfi sem þjónar leitandi hugsun eins og henni sæmir og umlykur kjarna allra ís- lenskra hugverka frá upphafi, það er aö segja þcirra sem einhver veigur er í. Þau eiga það cinnig öll sammerkt aó vera samin úr ís- lenskum þáttum með erlendu ívafi. Að hátindi fræða Meó nokkrum sanni rná segja aó hér sé á ferðinni íslcnskur háskóli af þeirri gerð sent Halldór Lax- ness eitt sinn kenndi við Stephan G. Stephansson skáld. Benedikt á Auðnunt gekk líka í slíkan há- skóla, cins og nýlega var óbeint tekió frant í sögu hans. Vitaskuld endurreisunt við ekki nú undir lok 20. aldar háskóla þeirra Stephans G. og Benedikts. Ög rétt að gera hér nokkurt uppihald á oröaleik því aldrei gengu þessir mcnn á há- skóla, ekki einu sinni á barna- skóla. Sitt hvoru megin á jarð- kringlunni tókst þeim engu að síö- ur að nýta sér áðurgreint kerfi til þess að ná hátindi í menntum. Varla cr ofmælt, ef við höfum í huga notkun Páls Skúlasonar á orðinu fcrming um tiltekinn áfanga á þróunarskciði ntannsins, Frá háskólahátíðinni. að báðir hafi þeir félagar einnig lokið þeim áfanga sem hefst um fermingu og lýkur í námunda við lögaldur, og rúmlega það. Háskólar stefna því fólki sem þangað sækir að hátindi þeirra fræða sem þar eru í boði. Sú er skylda þeirra og hlutverk. Þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því aö nýta sér kerfið sem áður var vikið að og sem hefur verið mannsandanum til stuðnings og styrktar í þroskaleit hans á öllum öldum. Kerfi þetta á sér enga sér- staka höfunda, en rætur þess liggja þó ugglaust hið innra meó hverjum einstaklingi. Það þarfnast ekki skilgreiningar, er hafið yfir lof og last, en er engu að síóur sú ósýnilega máttarstoð sem aldrei bregst, sé á hana treyst. Virðist ekki út í hött að hvetja starfsfólk og nemendur við Háskólann á Ak- ureyri að beina þangað athygli. Lögin hafa dugað Háskólanum vel Liggur þá næst fyrir að hugleiða fáein atriöi sem varóa háskólastarf eins og það blasir við bæði hér á Akureyri og í öðrum stöóum. Há- skólum er ætlað að starfa meó lýóræðislcgum hætti í samræmi við lög. Lögin mæla fyrir um ráðningu hæfs starfsfólks sem sjái nemendum fyrir staógóðri mennt- un, komi þeim til þroska og starfi jafnframt að rannsóknum á vett- vangi vísinda og fræða. Þctta er andi laganna og óskynsamlegt aó beita hann gagnrýni. Vil ég aðeins skjóta því inn í meginmál að andi laganna hefur dugað Háskólanum á Akureyri vel. Hingað hefur ráó- ist gott starfsfólk sem hefur stutt nemendur meó ráðum og dáð og getið háskólanum góðan orðstír. Rétt er þó að benda á að víóa um lönd hci'ur samstarf æðri mennta- stolnana við þennan anda laganna, sem þó á sér rætur í göfugri hugs- un og lýðræðislegri hcfð, stundum reynst fiókið og þungt í vöfurn. Lög fæóa af sér reglugerðir, sem krefjast endalausra vióauka og fyrirntæla unt þaö hversu stjórna skuli, hversu dæma skuli og þar fram eftir götunum. Með öðrum orðum er stundum ekki annað sýnna en að kerfi af þessurn toga taki að lifa sínu eigin lífi og færi síðan út kvíarnar án þcss að nokk- ur fái rönd við rcist og hneppi að lokum skapandi hugsun t fjötra. Háskólinn á Akureyri án fjötra Háskólinn á Akureyri hefur ckki verið hnepptur í fjötra, cn honum ber að fylgjast með þróun há- skólastarfs bæði hér heinta og er- lendis og halda þannig vöku sinni. Efnilegu og hæi'u fólki sem hing- að ræðst til starfa er hollt að hugsa til kollega sinna í öórurn löndurn sem hafa látið til sín heyra um þann vanda sem þeir stundum tclja að kerfið baki sér. Ég las til Mynd: Robyn. að mynda fyrir sköntmu greinar- gerð tveggja ungra erlendra vís- indamanna sem sögðu upp störf- um við tiltekinn háskóla, einfald- lega vegna þess að stjórnhættir þeirrar stofnunar hefðu gert þeim með öllu ókleift aó gegna eðlileg- um skyldum við kennslu og rann- sóknir. Eftir glæsilegan námsferil höfðu báðir þessir menn verið dæmdir hæfir til þess að kenna við háskóla og hugðust láta þcgar til skarar skríða, en þá tóku óboðin ljón aó birtast á veginum. Fyrsta kennsluárið urðu þeir að gera ná- kvæma skýrslu um störf sín í hverjum mánuði, sern þcim var síóan gert að verja á fundi niats- nefndar sem skipuð var sjö spurul- um kollegum. Þar nteð var ekki nema hálf sagan sögð. Sjálfir voru þessir menn þegar skipaðir í fimm matsnefndir hvor urn sig til þess aó rannsaka og dæma störf koll- ega sinna. Vitanlega var þcssum starfsháttum ætlað að tryggja það að fólk rækti kennslu og rann- sóknir af kostgæfni. En sam- kvæmt greinargerð tvímcnning- anna varð þó raunin sú aö skipti þeirra við „rannsóknarréttinn", svo að notuð sé bein ívitnun, gáfu þeirn lítió sem ekkert svigrúm til þess að inna af hendi skapandi rannsóknarstörf, hvað þá að undir- búa fyrirlestra nteð vióunandi hætti. Höfðu þeir jafnvel neyðst til þess að alboóa kennslu sakir að- kallandi fundarstarfa. Þetta töldu þeir hafa skapaó mikinn vanda sem hcfði vaxið deild þeirra gjör- samlega yfir höfuð. Dómstörlln sögðu þeir krefjast svo mikillar hugarorku að sjállt stjórnkerfið sem þau væru hluti al' yrði að telj- ast fjandsamlegt þeim markmið- um sem því væri þó ætlað aó þjóna, fiest vötn rynnu því önd- vert og upp í mót. Viö slíkar aö- stæður yrði eftirlit og krölugerð í vitund fólks að fjötrum scm hvcr smíðaði öðrurn og þá líklcga ör- skammt í sali Goðntundar kon- ungs á Glæsivöllum þar sent gagnkvæm mannvíg voru unnin „í góósemi". Þessi dæntisaga fjallar ckki um ný vandantál og hún er staðbund- in. Vil ég því forðast að nota ntér öfgarnar sem hún lætur að liggja til alhæfingar um menntastofnan- ir. Engu að síóur þekkjum við þess dænti á okkar tíð að fólk hafi ánetjast kerfunt í blindni og með skelfilegum afleiðingum. Að þekkja vörðurnar Næstu árin munu innlendar menntastofnanir, eins og löngum fyrr, sníða störf sín að erlendri fyrirmynd, en þó með kerfis- bundnara hætti en áóur vegna aukinnar samstööu þjóða í menn- ingarmálum. Við trúum því og treystum að sú samstaða verði í raun það kerfi sem geri manns- andanum kleift að breyta gömlum hernaðarbandalögum í varanleg grióamál. Skipist málin á þann veg mun háskóli okkar, rétt sem aðrar sambærilegar stofnanir, ekki þurfa að bera kvíðboga fyrir kom- andi tíð. Ekki ætla ég mér þá dul að boða á þessari stundu afturhvarf til fortíðar. Mér eru þeir Stephan G. Stcphansson og Benedikt á Auðnum mjög hugstæðir. Veit þó mæta vel að hvorugur verður kvaddur til starfa við þcnnan há- skóla í hefðbundnum skilningi. Báðir cru þeir löngu komnir úr kallfæri. Hins vegar nefni ég nöfn þeirra af ráónum hug. Þeir voru báóir rammíslenskir heimsborgar- ar, fylgJu menntakerfi þar sem hvergi ikeikaði urn hlutföll og kunnu i bókstaflegri merkingu að aka sc; lum eftir vindi. Slíkum einstaki.ngum hljóta íslenskar mcnntastofnanir að gefa nokkurn gaurn. Leióarmörkin kann ég ekki aó skilgreina í smáatriðum. Þó þykist ég vita að meóal þeirra sé að finna hófsemd og heilbrigða skynsemi, og aó samanlögö varði þau veginn, ekki einungis að því þroskastigi sem prófessor Páll Skúlason hefur í líkingamáli sínu kennt við fermingaraldurinn held- ur næsta áfangann sent ég, að dæmi Páls, leyfi mér að kenna við lögaldurinn, sem vitaskuld yrði þó ckki lokaáfangi. Er það ósk mín Háskólanum á Akurcyri til handa aö hann bcri gæfu til þess aó þekkja vörðurnar sem fyrir löngu voru reistar til þess að forða vegfarendum frá því að villast út á auðnir og ófærur. Þcini scm brautskrást frá háskól- anum flyt ég sömu ósk. Millifyrirsagnir eru bluósins. Akureyri: Nonnasýning í Deiglunni Dagana 15.-19. júní verður sýning í Deiglunni á vegum Zontaklúbbs Akureyrar. Þar verða til sýnis ýmsir munir, myndir og bækur sem tengdar eru minningu Jóns Sveinssonar, Nonna. Margt af þessum munum hefur ekki áður verið til sýnis á Akur- eyri. Þar á meðal er biblía, sem móðir Nonna gaf honum þcgar hann hélt út í heint 12 ára gamall. Einnig má nefna 3 Akureyrar- myndir eftir Collingwood sem notaðar eru í Nonnabókum og teikningar Arngríms Gíslasonar af Manna og Sveini Þóararinssyni. Þá mun Jón Hjaltason, sagn- Sveinsson (Nonni). fræðingur, kynna bók sína unt Nonna og Nonnahús. Sýningin er ókeypis. Nonnahús er opió eftir opin frá kl. 14-22 og er aðgangur sem áóur alla daga frá kl. 10-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.