Dagur


Dagur - 11.11.1994, Qupperneq 2

Dagur - 11.11.1994, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 11. nóvember 1994 FRÉTTIR Hugmyndir um flutning Háskólans á Akureyri í Sólborgarhúsið strax á næsta ári: Hentar Háskólanum ágætlega - aö mati Framkvæmdasýsiu og Hagsýslu ríkisins Fyrir liggur ítarleg skýrsla sem Framkvæmdasýsla og Hagsýsla ríkisins hafa tekið saman að beiðni ráðuneyta fjármála og menntamála um mat á kostum þess að Háskólinn á Akureyri fái húseignir Sólborgar til afnota fyrir starfsemi sína. Niðurstaða skýrslunnar er í stórum dráttum sú að húsnæði Sólborgar geti hentað Háskólanum ágætlega, en hins vegar er lagt til að áður en endanleg ákvörðun verði tekin, sé gert deiliskipulag af lóð Sól- borgar samkvæmt hugmyndum Háskólans um byggingu rann- sóknahúss, kennsluhúss, fyrir- lestrasalar og bókasafns. Þá verði gerð áætlun um kostnað og fram- kvæmdatíma. Starfsemin á mörgum stöðum Rétt er að rifja upp að Háskólinn á Akureyri er til húsa á fjórum stöð- um í bænum. Drjúgur hluti af starf- semi heilbrigðisdeildar og kenn- aradeildar fer fram í gamla Iðn- skólahúsinu við Þingvallastræti, aðalbyggingu Háskólans, auk þess sem þar er yfirstjórn og skrifstofur þessara deilda. Rekstrardeild og sjávarútvegs- deild, skrifstofur kennara og útibú Hafrannsóknastofnunar, Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnunar eru til húsa í Glerárgötu 36. Þá hefur skólinn af- not af 150 fermetra rými í Glerár- götu 34. Auk þess hefur Háskólinn aðgang í nokkrar kennslustundir á viku að kennslustofu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu og hann leigir einnig fyrirlestrasal fyrir kennaradeild í húsi Oddfellowreglunnar á Akur- eyri. íbúar á Sólborg á sambýli Sólborgarlóóin er 4,6 hektarar aó stæró og hún gefur góóa mögu- leika fyrir stækkun Háskólans á Akureyri í framtíðinni. Styrktarfé- lag vangefinna fékk úthlutað þess- ari lóð árið 1966 fyrir 30 manna vistheimili ásamt dagheimili og starfsmannabústöóum. Arið 1984 ákváðu stjórnir Vistheimilisins Sólborgar og Styrktarfélags van- gefinna á Norðurlandi aó afhenda félagsmálaráðuneytinu fyrir hönd ríkissjóðs stofnunina með „öllum þess eignum og skuldum“. A undanförnum misserum hefur þeirri stefnumörkun verið fylgt í málefnum fatlaóra að færa fatlaða af sólarhringsstofnunum á sambýli og í samræmi við þá stefnu hefur íbúum Sólborgar fækkaó og er ráð- Hluti byggingar Sólborgar á Akureyri, í þokunni í gær. Mynd: Robyn gert að flytja síðustu íbúa Sólborg- ar á næsta ári út á sambýli. Flutningur strax á næsta ári? Fyrr á þessu ári skrifaði fjármála- ráóuneytið menntamálaráðuneyt- inu bréf og spurðist fyrir um hvort menntamálaráóuneytið heföi áhuga á að leysa húseign Sólborgar til sín fyrir einhverja starfsemi á þess vegum. Þá kom strax upp sú hug- mynd að Háskólinn á Akureyri Bflasala • Bflaskípti Isuzu Pickup ’91, ek. 16 þ. V. 1.050.000,- MMC Space Wagon 4x4 ’86, ek. 93 þ. V. 650.000,- Toyota Corolla 1600 XL ’93, ek. 32 þ. V. 1.070.000,- Bflasala • Bflaskipti MMC Lancer 4x4 ST ’93, ek. 24 þ. Suzuki Fox Long/ö7, ek. 87 þ. V. 1.500.000,- V. 750.000,- Subaru Legacy Sedan ’90, ek. 76 þ. V. 1.170.000,- Bflasala • Bflaskipti Ford Bronco II XL ’88, ek. 26 þ. km. V. 1.100.000,- Toyota Corolla 4x4 XL ’89, ek. 107 þ. V. 860.000,- Skidoo MXZ-X ’94, ek. 1600 km. V. 760.000,- Erum byrjaðir að undirbúa VÉLSLEÐAMARKAÐ vetrarins H jRÍLASALINN öldur hf. B í L A S A L A við Hvannavelli Símar 24119 & 24170 fengi húsnæóió til umráóa og framtíðarsvæði skólans yrói á lóð Sólborgar. Ahugi á málinu var staófestur í háskólanefnd í maí sl. Síðan hefur verið unnið að mál- inu og nú hefur komist góður skriður á þaö og bendir ýmislegt til þess að af flutningum Háskólans í Sólborgarhúsið geti oróið strax á næsta ári. Til að byrja meö flytjist m.a. skrifstofur og hluti af kennslu, sem komió verði fyrir í hluta af nú- verandi húsakynnum Sólborgar til bráðabirgða. Síðan flytjist starf- semin stig af stigi eftir því sem kennslurými verói byggt við nú- vcrandi hús á Sólborg. Kostir Eins og áöur segir þykir Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Hagsýslu ríkisins að flutningur Háskólans á Akureyri á Sólborgarsvæðið sé að mörgu leyti álitlegur kostur. Kem- ur þar margt til; - svæðið henti skólanum vel til framtíðaruppbygginga’r - núverandi húsnæói á Sólborg henti skólanum vel fyrir stjóm- sýslu hans, skrifstofur kennara, bókasafn, mötuneyti, fundi og minni námshópa - húsin á Sólborg séu í góðu ásigkomulagi - núverandi húsa- skipan muni geta haldið sér að mestu þótt húsin verði nýtt sam- kvæmt hugmyndum skólans - staósetning skólans á Sólborg- arsvæðinu sé góö - þar sé skólinn staósettur á stærsta opna svæði á Akureyri sem þó sé inni í byggð- inni miðri - með flutningi Háskólans á Sólborgarsvæðió sé verið aó nýta þetta húsnæði ríkisins sem væntan- lega myndi ekki seljast nema fyrir brot af nýbyggingarkostnaói. Kennsluhúsnæði verði byggt Þaö liggur ljóst fyrir að núverandi húsnæði á Sólborg dugar engan veginn fyrir alla starfsemi Háskól- ans og þess vegna þarf að byggja á Sólborgarsvæóinu kennsluhúsnæði og síðar fyrirlestrasal, rannsókna- hús og bókasafn. Verói af flutningi Háskólans í húsnæói Sólborgar strax á næsta ári þarf strax aó ráö- ast í nauðsynlegar úrbætur á hús- unum og samkvæmt lauslegri kostnaóaráætlun Verkfræóiskrif- stofu Siguröar Thoroddsen er áætl- að að þær kosti 80-100 milljónir króna. Samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum yrði síóan ráöist í byggingu fyrsta áfanga kennslu- húsnæóis á árinu 1996, annan áfanga 1997 og fyrirlestrasalur yrði byggður árið 1998. Rétt er að taka fram að í fyrirl iggjandi hugmynd- um er gert ráó fyrir aó sundlaugin á Sólborg verði áfram nýtt af Svæð- isstjórn um málefni fatlaðra, en hins vegar þykir nauósynlegt að út- færa nýja aókomu að lauginni. Stuðningur á ýmsum stöðum Forráðamenn Háskólans á Akur- eyri hafa lagt á þaó áherslu að ekki veröi tekin ákvöróun um flutning á Sólborgarsvæðið nema fyrir liggi nákvæm áætlun um upppbyggingu skólans mörg næstu ár. Eins og áður segir bendir margt til þess að af flutningi Háskólans á Akureyri í húsnæöi Sólborgar verði. Það ræðst þó vitaskuld af af- stöðu fjárveitingavaldsins og ekki má gleyma því aó Akureyrarbær kemur aó málinu með ýmsum hætti, m.a. hvaö varóar umferóar- og skipulagsmál, en þaö er ljóst aó aðkomuna að Sólborg þarf aö bæta. Rætt hefur verið í þessu sam- bandi að flýta lagningu Borgar- brautar og þar með að brúa Glerá. Þingmenn kjördæmisins hafa kynnt sér þetta mál vel og þeir eru því hlynntir. Sama má segja um embættismenn í fjármála- og menntamálaráóuneyti og sjálfan menntamálaráðherra. Þá hefur þessari úrlausn í húsnæóismálum Háskólans á Akureyri vaxið fylgi innan veggja skólans. óþh „Þá mun enginn skuggi vera til“: Aukasýning í kvöld Vegna mikillar aðsóknar á „Þá mun enginn skuggi vera til“ í Deiglunni á Akureyri í gærkvöld hefur verið ákveðið að efna til aukasýningar í kvöld kl. 20.30 í Deiglunni. Um er að ræóa áhrifamikinn leikþátt um sifjaspell og afieiðing- ar þcss. Höfundar eru þær Björg Gísladóttir og Kolbrún Erna Pct- ursdóttir en leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Leikari er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Áður en leikþátturinn hefst lesa leikkonurnar Þórey Aðalsteins- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Bergljót Arnalds Ijóð sem tengjast efni sýningarinnar, m.a. eftir þol- endur sifjaspella. Miðapantanir í síma Gilfélags- ins 12609 og er aógangscyrir kr. 800. FrsstroslA FM 98,7 • Sími 27687 TðíTUOttúÍHVðlO BALL í BEINNI ÚTSENDINGU FYRIR ÞIGÁ1929

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.