Dagur - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 01.02.1995, Blaðsíða 11
Mióvikudagur 1. febrúar 1995 - DAGUR - 11 Dúett í Deiglunni efnisval spannar verulegt tímabil í tónlistarsögunni og gaf skemmti- lega mynd af verkum tónskáld- anna þriggja á þessu sviði. Flutn- ingur söngkvennanna tveggja var öruggur að flestu leyti. Samhæf- ing þeirra í innkomum og styrk al- mennt í góðu lagi og styrkur og stuðningur undirleiksins einnig. Það, sem einna helst lýtti, var það, að raddir þeirra Agústu Sig- rúnar og Hörpu falla tæplega nógu vel saman. Þær eru talsvert ólíks eðlis og hafa um margt blæ, sem er nokkru um of sérkennandi fyrir hvora fyrir sig. Rödd Agústu Sig- rúnar er allbjört og tónfar hennar slétt og til þess að gera laust við víbrató, þar sem rödd Hörpu er talsverðu dekkri og á tóni hennar umtalsvert víbrató, sem skapar streitu við tón Agústu Sigrúnar. Af leiðir, aö nokkur órói er í flutn- ingi og ekki sú samhæfing í áferð dúettsöngsins, sem æskileg er. Þrátt fyrir þetta tókust ýmis verkanna dável í flutningi. Þannig var túlkun dúettsins Sound the Trumpet eftir Purcell á flestan veg skemmtileg. í þessum dúett var þó undirleikur miklu of harður og há- vær, sem spillti talsvert. Þá var Das Glúck eftir Schumann fjör- lega flutt. Best tókust í þessum hluta efnisskrárinnar dúettinn eftir J. Brahms: Die Schwestem, sem söngkonunum tókst vel að gæða þeim kómíska blæ, sem vió hæfi er, og dúettar Brittens; The Ride- by-nights, The Rainbow og The Ship of Rio. Raddir féllu betur saman í tveim þeim síðastnefndu en í fyrri lögum og undirleikur í The Ride- by-Night var með ágæt- um. Eftir hlé skiptust nokkuð á dú- ettar og sóló. Dúettar liðu flestir nokkuð fyrir það, hve ósamkynja Laugardaginn 28. janúar efndu söngkonumar Agústa Sigrún Agústsdóttir, sópran, og Harpa Harðardóttir, sópran, til tónleika í Deiglunni í Grófargili á Akureyri. Undirleikari þeirra á píanó var Kolbrún Sæmundsdóttir. Fyrri hluti efnisskrárinnar byggðist á dúettum eingöngu. Fyrst fluttu söngkonumar þrjá dú- etta eftir Henry Purcell, síðan tvo eftir Robert Schumann, einn eftir Johannes Brahms og loks þrjá dú- etta eftir Benjamin Britten. Þetta Dúettasöngkonurnar Ágústa Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir. MINNINC Foreldrar Friðgeirs eru Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir og Sumar- liði Amar Hrólfsson. Friðgeir ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Pétri Olafs- syni. Friðgeir var þrióji elstur tíu systkina. Systkini hans eru Olöf, Guðrún, Hrólfur, Gísli, Finnbogi, Pétur, Rúnar, Karen og Birgir. Friðgeir kynntist fyrri konu sinni Helgu Gunnarsdóttur, f. 10. október 1967, árið 1983 og giftu þau sig 1984. Þau eignuðust eina dóttur, Sigrúnu Þórönnu, f. 24. september 1985. Þau slitu sam- vistum árið 1988. Friðgeir giftist seinni konu sinni 1992, Sigurveigu M. Ingva- dóttur, f. 1962 og eignuðust þau einn son, Veigar, f. 3. apríl 1993. Þau slitu samvistum 1994. Utför Friðgeirs hefur farið fram. Hann er farinn frá mér, elsku pabbi minn. Hann pabbi minn sem var mér allt. Mig langar aó skrifa þér nokkr- ar línur og þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Það var hringt í okkur mömmu snemma morguns einn kaldan dag í janúar og okkur sögð sú harmafregn að þú værir farinn. Þetta var ekki það sem við vildum fá að heyra. Þeir deyja ungir sem guðimir elska, en ég veit að þó frakkinn sem þú barst sé farinn þá fórst þú ekki langt því þú ákvaðst aó taka þér bústað í hjarta mér og það er mér mikil huggun að þar ætlir þú að búa þangað til við hitttumst aftur, pabbi minn. Þú varst nýbúinn að koma til okkar á Akureyri og varst með okkur þrjá dásamlega sólarhringa og gafst mér þar með heimsins bestu jólagjöf, en aldrei datt mér í hug að það væri í síðasta sinn sem við sæjum þig, elsku pabbi minn. En þó þú sért ekki fyrir augunum á mér ertu og veróur alltaf með stórt pláss í hjarta mér. Ég bið þess, elsku pabbi minn, aó Drott- inn Guð þig vemdi þangað til við sjáumst aftur. Ég veit það, elsku pabbi minn, að þú ert í þeim bestu höndum og þar líður þér vel. Hún mamma mín sendir þér ástar- kveðjur og þakkar þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Þú gafst okkur mikið og við vitum að við gáfum þér líka mikið og því lofa ég, elsku pabbi minn, að þeim stundum gleymum vió aldrei. Ástarkveðja, þín dóttir, Þóranna. Ég vildi ég œtti orð sem sefa sorgir orð sem vekja bros í augum þér orð sem byggja œvintýraborgir orð sem bera þig að brjósti mér orð sem scetta auðugan og snauðan orð sem scetta lífið sjálft við dauðann orð sem alla efa eyðast láta orð sem vekja birtu, lífog yl orð sem láta grjót og sanda gráta afgleði yfir því að vera til. (Höf. Óli Þórðar 68.) Sorg Eg laut þar yfir rósina, svo enginn annarsá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hcetti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. (Höf. Davíó Stefánsson.) Kær kveója, Helga. raddir söngkvennanna eru. Þó tók- ust allvel dúettinn Anything you can do eftir Irvin Berlin, sem var fjörlega fluttur, og Kossavísur eft- ir Pál Isólfsson, sem fékk fjörleg- an og kímilegan blæ í túlkun söngkvennanna tveggja. I ein- TÓNLIST HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR söngslögum sínum naut Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sín vel í La Diva de l’Empire eftir E. Satie og nýtti þar lipurt, leikrænt fas til áherslu líflegri túlkun sinni á þessu sönghallarlega lagi. Harpa Harðardóttir náði góðu flugi í flutningi sínum á Spjallað við spóa eftir Karl O. Runólfsson, og brá fyrir sig leikrænu fasi, sem lyfti túlkun hennar mjög. Efnisskrá tónleikanna lauk á dúettinum Islenskt ástarljóð eftir Sigfús Halldórsson. I þessu fal- lega lagi náðu söngkonumar góð- um blæ í útsetningunni, sem er dá- lítið og þægilega spunakennd á köflum. Undirleikur Kolbrúnar Sæ- mundsdóttur var almennt góður og traustur. Hún var greinilega á heimavelli í lögum hinna klass- ísku tónskálda. Hins vegar varð blær undirleiksins um of kantaður og nómagildisbundinn, þegar kom að lögum, sem æskilegt hefði ver- ið að sveifluðust dálítið. Svo var til dæmis meó lögin Ljúflingshóll eftir Jónas Ámason, sem Harpa Haróardóttir söng, og Brúnaljósin brúnu eftir Jenna Jónsson, sem var eitt einsöngslaga Ágústu Sigrúnar Ágústsdóttur. Dúetttónleikamir í Deiglunni voru vel sóttir. Yfir þeim var létt- ur blær, sem bar vitni flutnings- gleði tónlistarmannanna þriggja, sem fram komu. Sú gleði smitaði og létti lund í hinu kalda og snævi þrungna skammdegi og var sann- arlega kærkomin. Kristján Kristjáns- son með fyrirlest- ur í Deiglunni Dr. Kristján Kristjánsson heldur fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og tengist fyrirlesturinn „heitum fimmtudögum í Deigl- unni“ sem byrjað var að halda sl. haust og þóttu takast vel. Fyrirlesturinn nefnist: „Af tvennu illu; um klípusögur, nytja- stefnu og dygóafræði.“ Um þær kringumstæður sem flestir kannast við af eigin reynslu að standa viö siðferðilega ákvörðun frammi fyr- ir tveim slæmum kostum og vita ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga. Heimspekingar hafa samiö ýmsar hugvitssamlegar dæmisög- ur, svokallaðar klípusögur, um slíkar aðstæður. Kristján rekur nokkrar slíkar og spyr í framhald- inu hvaóa burði tvær þekktustu siðferðikenningar nútímans, svo- kölluð „dygðafræði“ annars vegar og nytjastefna hins vegar, hafi til þess að leysa úr slíkum klípum, þ.e.a.s. ráð okkur heilt um rétta breytni við slíkar aðstæður. Kristján er doktor í siðfræði frá háskólanum í St. Andrew og lekt- or við Háskólann á Akureyri. Hann hefur skrifað bókina Þroska- kosti og ýmsar ritgeróir um sið- ferði og stjómmál í innlend og er- lend rit. Allt áhugafólk er velkomió og er aðgangur ókeypis. Vitni vantar Sunnudaginn 22. janúar var ekió á bifreið af gerðinni Honda Accord á bílastæói við Smárahlíð 1 á Ak- ureyri eða við félagsheimilið Hlíóarbæ. Vitni óskast að þessum atburói en Hondabifreiðin er nokkuö skemmd á hægra fram- bretti og ljós brotið. Oskað er eftir að þeir sem hafa upplýsingar um þennan atburð snúi sér til lögreglunnar á Akur- eyri. JÓH Oskum eftir starfsmanni í tímabundið verkefni, (ca. 2-3 mán.). Starfið felst í heimsóknum til fyrirtækja og stofnana á Eyjafjarðarsvæðinu til kynningar og sölu á áhugaverðri þjónustu. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Einungis áreiðanlegir aðilar með reynslu af sölu- og kynningarmálum koma til greina. Umsóknir skal senda til afgreiðslu Dags fyrir 6. febrúar merktar: Eyjafj. 001.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.