Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 2. mars 1995 2.-5. mars Flúx gólfbón 750 ml kr. 268.- WC pappír Nemli 16 rúllur kr. 279.- KEA hvítlauksbrauð kr. 75.- FRÉTTIR Skeljungur vill hætta rekstri Hótels Olafsfjarðar: „Einhver auglýsingabrella að hótelið sé lokað" - segir Haukur Sigurðsson, formaður Ferðamálaráðs Ólafsfjarðar Rekstri Hótels Ólafsfjarðar verð- ur hætt á næstunni finnist ekki aðrir rekstraraðilar að hótelinu en Skeljungur hf., eigandi hótelsins, hyggst hætta rekstrin- um. Þremur starfsmönnum hótelsins hefur verið sagt upp störfum. Ólafsfirðingar bera sér- stakan kvíðboga fyrir því að ekki fáist rekstraraðili að hótel- inu fyrir komandi sumar en það myndi hafa alvarleg áhrif á alla kynningu á Ólafsfjarðarbæ sem ferðamannabæ, ekki síst á þessu sumri þegar fyrirhugað er að fagna 50 ára afmæli kaupstaðar- réttinda með sérstakri hátíðar- dagskrá. Auk Skeljungs hf. hafa Sigur- jón Magnússon hjá Múlatindi hf. og Lúðvík Matthíasson í Reykja- vík séð um rekstur söluskála Skeljungs sem er áfastur hótelinu, en rekstur hans heldur áfram auk þess sem boðið verður upp á mat fyrir hópa og eins verður hægt aö halda veislur í hótelinu meó einhverjum fyrirvara. Sigurjón segir aó Ferðamála- ráði Ólafsfjarðar hafi í júnímánuði 1994 verið falið að funda með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um framtíð hótelsins en sá fundur hafi ekki enn verið haldinn. Haukur Sigurðsson, formaður Ferðamálaráðs, segir að fundaó hafi verið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu, m.a. með hesta- mönnum, íþróttafélaginu o.fl. en engar tillögur hafi enn borist frá þeim. Upphaflega hafi Skeljungur ætlað að senda inn tillögur um framtíðarrekstur hótelsins en þær hafi ekki skilaó sér og segir Hauk- ur að Ferðamálaráð sé hálfgert bit- bein milli Sigurjóns Magnússonar og forsvarsmanna Skeljungs í þessu máli. Annað kvöld mun Leikklúbbur- inn á Kópaskeri frumsýna leik- ritið 19. júní eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri er Oktavía Stefánsdóttir og um tónlist sér Hólmgeir Sturla Þór- steinsson. Sýningar verða í grunnskólanum á Kópaskeri. Leikklúbburinn á Kópskeri var stofnaður fyrir sjö árum og hefur „Það er hins vegar staðreynd að hótelið er alls ekki lokað og þar er hægt að fá gistingu hvenær sem er svo hér er um einhverja auglýs- ingabrellu að ræða. Eg hef hins vegar ekki trú á því að bærinn konii inn í þennan rekstur en það er verulega alvarlegt mál fyrir bæ- inn ef hér er ekki starfrækt hótel. Kannski verður hótelið rekið eins og stefnt var að í upphafi, þ.e. á hluta neöri hæðarinnar býr hótel- stjórinn og þannig verður þetta rekið sem gistiheimili um leið og verulegur spamaður fæst í starfs- mannahaldi,“ segir Haukur Sig- urðsson. GG starfið eflst ár frá ári. Fjögur síð- ustu ár hafa til að mynda verið sett upp metnaðarfull verk í fullri lengd á hverju ári. Að sögn Iðunn- ar Antonsdóttur, skólastjóra grunnskólans, eru níu leikarar sem koma við sögu að þessu sinni og er talsvert byggt á söng og tónlist- arflutningi. HA Leikklúbburinn á Kópaskeri: Frumsýnir á föstudaginn Hrísgrjón 500 gr. kr. 66.- Ópal kúlur 500 gr. kr. 189.- Kínakál kr. 189.- pcr kg DIB: Lambahryggur kr. 498.- DIB: Lambalæri Oskudagurinn á Akureyri: Hóparnir verða alltaf famennari og fámennari Veðurguðirnir voru ekkert allt of hliðhollir akureyrsku ösku- dagsbömunum í gær en þau létu það ekkert á sig fá og þrömm- uðu af stað í bæinn fyrir allar aldir. í seinni tíð hefur það gerst að sönghóparnir verða alltaf fá- mennari og fámennari og sam- kvæmt því sem Dagur kemst næst er ástæðan í mörgum til- fellum sú að með því fær hver meðlimur meira í sinn hlut af því sælgæti sem safnast yfir daginn. Þetta er hins vegar þró- un sem mörgum bæjarbúum og þá sérstaklega þeim eldri, finnst heldur slæm. „Þegar ég og aðrir Eyrarpúkar vorum saman í öskudagsliði, fyrir mörgum árum og kílóum síðan, voru hóparnir miklu stærri og ég man að eitt árið voru 48 böm í okkar hópi. Þegar svo foringjarnir sáu hversu erfitt var að halda utan um hópinn, var ákveðið aó skipta honum upp í tvo 24 bama hópa og vorum við hreinlega meó móral á eftir, því okkur fannst hópamir svo skammarlega litlir," sagði Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar. „í dag eru þetta 3-6 böm í hverjum hópi og því eru hóparnir allt of margir fyrir vikið. Þessu þarf að breyta og krakkamir þurfa að hafa hópana sem stærsta og þau mega einnig leggja meira í sönginn, þó auðvitað séu til und- antekningar. Söngur okkur í gamla daga var kannski ekkert betri en hann er í dag en við vor- um alla vega háværari." Ragnar sagði jafnframt aó áður fyrr hafi undirbúningur hafist þetta mánuði fyrir öskudag og söngæfingar verið reglulega tvisv- ar í viku. Þá hófst dagurinn á því að kötturinn var sleginn úr tunn- unni og voru hópamir í bænum hver með sína keppni. Ragnar sagði einnig að þegar faðir hans var ungur, hafi aðeins verið tveir hópar í bænum. Þá hafi sam- keppnin verið mikil og það gerst að í brýnu sló á milli hópanna. KK kr. 529.- DIB: Lambasúpukjöt kr. 298.- íslenskar eldhúsrúllur „Ny/ 4 í pk. kr. 158. \ Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18.30 Laugardaga kl. 10-16 - Sunnudaga kl. 13-17 / Þessa mynd tók Brynjólfur Brynjólfsson, ó öskudaginn á Akureyri fyrir um 40 árum síðan. Hún er tekin í Hafnar- stræti og eins og sést eru búningar barnanna mjög fjölbreyttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.