Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 02.03.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. mars 1995 - DAGUR - 7 Yfírlit yfír trjá- plöntun sumarið 1994 - landgræðsluskógar, Skógræktarfélag Húsavíkur og fl. Ár Landgræðsluskógur Skógr.fél. Hú. PI. samlals 1990 40.000 5.000 45.000 1991 91.000 5.000 96.000 1992 225.500 10.000 235.500 1993 180.000 23.000 203.000 1994 134.593 14.640 150.233 671.093 57.640 728.733 Nú er orðið ljóst að búið er að setja niður um 760.000 plöntur frá vor- inu 1990 sem skiptist eins og sést á töflunni hér til hliðar, á milli þess sem landgræðsluskógar hafa látið af plöntum annars vegar og hins vegar aðrir aðilar sem aðallega er Skóg- ræktarfélag Húsavíkur. Auk þessa hefur verið plantað einhverju sem framleitt hefur verið í gróðurhúsunum og sem einstak- lingar og félög önnur en Skógr.fél. Húsavíkur hafa staðið fyrir plöntun á. Um 80 einstaklingar unnu að plöntuninni á sl. sumri og ýmsum öðrum ræktunar- og landgræðslu- störfum s.s. stinga niður rofabörð, bera á og sá bæði lúpínu og gras- fræi og inntu þannig af hendi um 1300 dagsverk. Öll þessi vinna fór fram innan landamerkja Húsavíkur- kaupstaðar. I Fjölriti Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins nr. 9 frá janúar 1995 kemur fram að margt í sam- bandi við gróðursetningu land- græðsluskóga er í samræmi við upprunalegt markmið átaksins eða þ.e. að rækta nýja skóga á gróöur- snauðu landi og trjágróður á við- kvæmu landi til að vemda jarðveg. Algengast var (á þeim 9 svæðum í hverjum landshluta sem úttekt hef- ur farið fram á) að plöntumar væm gróðursettar í fremur rýrt land. Mest var gróðursett af birki, lerki og fum og stóð birkið sig jafnbest en fura einna síst. Notkun fum jókst mikið á kostnað birkis 1991-1992 m.v. 1990, en í fjölritinu er það tal- in óheppileg þróun, því furan virð- ist þurfa mun betri vaxtarskilyrði en birkið. Fræðsla um gildi þess að velja gróðursetningarstaði fyrir einstaka plöntu virðist hafa skilað nokkmm árangri. Orðrétt segir í skýrslunni: „Það er óheppileg stefna að leggja meg- ináherslu á að gróðursetja sem flest- ar plöntur, ef landrýmið býður ekki uppá þann plöntufjölda og ef það er á kostnað vandaðra vinnubragða. Fremur ætti að leggja áherslu á aó vanda vinnuna til að tryggja að sem flestar plöntur lifi og dafni sem best, því að árangur af gróðursetn- ingu landgræðsluskóga verður ekki metinn að fullu fyrr en eftir mörg ár eða áratugi.“ Og ennfremur: „Hlutfallslega var meira um illa gróðursettar plöntur á þeim svæðum þar sem mikið var gróðursett eins og á Húsavík heldur en þar sem færri plöntur vom settar niður. Þar var einnig yfirleitt gróðursett óþarflega þétt.“ (Best 1000-1600 plöntur pr. ha sem þýðir um 2,5-3,0 m milli Samanlögð affóll (dauðar plöntur) haustið 1993 eru yfirleitt langt und- ir landsmeðaltali hér á Húsavík. plantna). Það em minni líkur á að grisjað verði í landgræðsluskógum en nytjaskógi og er því kostnaðar- samt að setja of þétt, hvemig sem litið er á það mál. (Innskot greinar- höf: meiri vinna seinna sem verður að inna af hendi fyrr en ella og eins þarf fleiri plöntur sem em dýrar í framleiðslu.) Ibætur þar sem bætt var inní eldri gróðursetningu vom í flestum tilfellum ekki nauðsynleg- ar. Töluvert var um þetta á Húsavík og í Seldal. I heildina yfír landið var gróður- setningu ábótavant í 12% tilfella. Algengast var að plöntuhnausamir væm ekki nógu vel ofan í holunum, en einnig var nokkuð um að plönt- umar væm lausar. Þetta skiptir miklu máli því haustið 1993 vom meira en helmingi meiri afföll af plöntum þar sem gróðursetningu var ábótavant en þar sem hún var í lagi. Afföll og toppskemmdir vom meiri hjá þeim plöntum sem gróð- ursettar vom í þúfnakolla en þeim sem settar vom á skjólbetri staði og eins var stærri hluti plantnanna kal- inn uppá þúfnakollunum en skjól- betri stöðum. Um fjórðungur plantna frá 1991 hafði lyfst vegna frosts vorið 1992 en mun minna haustið 1993. Frost- lyfting var minnst í vel grónu landi og mest í ógrónu (s.s. melum, flög- um og grámosa). Frostlyfting var mun minni hjá fum en birki og lerki, en það stafar fyrst og fremst af því að furan var venjulega sett í gróið land á Húsavík. Það er því Ijóst að góð verk- stjóm, áhersla á vönduð vinnubrögð þ.e. að gróðursetja ekki of þétt, velja gróðursetningarstaði af kost- gæfni, setja plöntumar vel ofan í holumar og þjappa vel ásamt því að haga áburðargjöf þannig að áburð- urinn nýtist plöntunum sem best án þess að hann skemmi þær em þeir áhersluþættir sem nauðsynlegt er að brýna stöðugt fyrir fólki sem vinnur að plöntun landgræðsluskóga. Samanlögð afföll (dauðar plönt- ur) haustið 1993 em yfirleitt langt undir landsmeðaltali hér á Húsavík. Afföll á plöntunum frá 1992 vom 0-7% haustið 1993, en meðal afföll það ár jukust mjög milli 1992 og 1993 einkum á plöntum frá 1991 eða um 30% á lerki, en ekki nema 5% á Húsavík. Bendir það til þess aö veturinn 1992-1993 hafi verið erfiður einnig fyrir eldri plöntur. í úttekt vorið 1992 vom 40% lif- andi lerkis og 65% birkis í Húsa- víkurlandi sem gróðursett var 1991 með toppskemmdir og 55% lerkis og 65% birkis haustið 1993. Haust- ið 1992 vom 30% birkisins á Húsa vík lifandi með toppskemmdir e 75% í úttektinni haustið 1993 o 55% lerkisins. í úttektum 1992 o 1993 vom merkjanleg áburðaráhri á Húsavík hjá 87% birkis og 709 lerkis (flestar í lyngmóa) sem gróð ursett var 1991. Um 80% birki plantna sem vom gróðursettar 199, og fengu búfjáráburð töldust þrótt miklar vorið 1992 á meðan sam- bærilegt hlutfall var 70% þeirra serr fengu tilbúinn áburð og um 25% þeirra sem ekkert var borið á. Kal hjá birki sem fékk búfjáráburð var innan við 15% en um 60% hjá öðr- um plöntum. Þá var frostlyfting hjá plöntum sem borið var á mun minni en hjá óábomum plöntum; einkum var frostlyfting lítil þar sem búfjár- áburður var notaður. Tekið saman í febrúar 1995 Benedikt Björnsson. Höfundur er garðyrkjustjóri á Húsavík. SIEMENS-BÚÐIN í nýtt húsnæði Ljósgjafinn hf. á Akureyri hefur opnað verslun sína „SIEMENS-BÚÐIN“ í nýju og glæsilegu húsnæði að Glerárgötu 34. Verslunin var áður til húsa að Ráðhústorgi 7. Helstu vörur verslunarinnar eru hin þekktu og vönduðu hcimilis- tæki frá Siemens, auk mikils úrvals ljósa og ýmiskonar smávöru. Öll starfsemi Ljósgjafans hf. er nú komin undir sama þak, þ.e. verslun og rafmagnsverkstæði. Þessar breytingar koma til með að styrkja enn frekar alla þjónustu við viðskiptavini. A myndinni eru Randver K. Karlsson, verslunarstjóri og Inga L. Ólafsdóttir, afgreiðslumaður, fyr- ir utan verslunina að Glerárgötu 34. Mynd: Robyn íbúð óskast! við leitum að 3ja herb. íbúð eða stærri til leigu fyrir hönnuð okkar. Upplýsingar í síma 21900. ^jiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii!iiiiiiiiiiiiiiiiini!±' | Pilsaþytur út með Firði - j | V-listinn á ferð | Frambjóðendur Kvennalistans kynna, með ívafi, 1 | helstu stefnumál sín í Gamla skóla á Grenivík | 1 föstudaginn 3. mars kl. 20.30 | Brekku í Hrísey laugardaginn 4. mars kl. 14.30. | | Pizza 67 á Dalvík sunnudaginn 5. mars kl. 15. 1 Siscobar á Ólafsfirði sunnudaginn kl. 20.30. I Allir eru velkomnir. Gamla Lundi Simar 27822 og 23384. SÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ?.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.