Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 3
FRÉTTiR Össur Skarphéðinsson, fráfarandi umhverfisráðherra: Davíð gat ekki náð fram breyt- ingum á eigin ráðherraliði „Meirihluti er meirihluti eins og formaður Alþýðuflokksins hefur sagt. Það liggur alveg ljóst fyrir að allir þingmenn Alþýðuflokks- ins voru tilbúnir að vinna í meirihlutastjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks af heilum hug ef næðist farsæl niðurstaða í stjórnarmyndunarviðræðum. Það reyndi hins vegar aldrei á það, málefnin komu aldrei til umræðu,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, fráfarandi umhverfis- ráðherra, í samtali við Dag í gær. „Þaó er alveg ljóst aö með svona tæpum meirihluta hefði Davíð Oddsson ekki getað náð fram þeim breytingum sem hann bersýnilega vildi gera á sínu ráð- herraliði sem fólust í því að losa um að minnsta kosti tvo ráð- herra." Össur Skarphéðinsson ítrekaði aó Alþýóuflokkurinn hafi gengiö til viðræóna viö Sjálfstæðisflokk- inn „með hreint borð“ og vísaö frá viðræðum við aðra flokka á mcðan á þeim stæði. „Við höfð- um enga ástæöu til að ætla en að það sama gilti um samstarfsflokkinn. En það kom hins vegar í ljós aó það áttu sér stað stjórnarmyndunarviðræður samhliða þessum opinberu við- ræðum okkar og Sjálfstæðis- flokksins og þeim vinnubrögóum er ekki hægt að gefa einkunnina drenglynd vinnubrögð. Upp úr miðri síðustu viku höfðum við veður af því að þaó var ósköp lítil alvara í þessum viðræðum af hálfu Sjálfstæóisflokksins." Össur segir að þrátt fyrir þessa atburðarás séu kratar ckki sárir. „Nei, það erum við ekki. Menn geta búist við hverju sem er í stjómmálum og fyrir okkur eftir útkomu kosninganna blöstu eink- um við tveir kostir. Annars vegar töldum við það skyldu okkar að reyna til þrautar hvort þetta stjóm- arsamstarf myndi ganga vegna þess að vió álitum aö ferill fráfar- andi ríkisstjómar hefði verið sterkur. Hinn kosturinn sem blasti við okkur var sá að endumýja okkur í gegnum þróttmikla stjóm- arandstöóu. Við erum búnir að vera átta ár í ríkisstjóm og það gefur augaleið að það er ekki ófýsilegur kostur aó fara í stjóm- arandstöðu annað slagið. Síðan má ekki gleyma því að sporin hræða, Alþýðuflokkurinn fór herfilega út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn á viðreisnarárun- um og það má kannski segja að svipuð þróun hafi verið komin af stað,“ sagði Össur Skarphéðins- son. óþh Skagaströnd: •• Arnar og Orvar á Arnar HU-1 og Örvar HU-21, frystitogarar Skagstrendings hf. á Skagaströnd, hafa verið á grá- lúðuveiðum að undanförnu fyrir sunnan land og aflað sæmilega. Örvar HU kemur til löndunar í heimahöfn í dag og er aflaverð- mæti 37 milljónir króna. Arnar HU-1 kemur svo væntan- lega til löndunar í byrjun maímán- aóar. Amar II HU- 101 er í sínum öörum veiðitúr eftir að skipiö öðl- ast aó nýju rétt til veiða í íslenskri landhelgi. Eftir fyrstu veiðiferóina landaði skipið 60 tonnum, aðallega karfa og blálöngu, í gáma til út- grálúðu flutnings í Þorlákshöfn og var afla- verðmætið um 6 milljónir króna. Amar II HU er nú fyrir austan land á grálúöu, karfa- og blálönguveið- um og mun einnig landa þeim afla í gáma til útflutnings. GG ii • • wwnniii h iTiiiiiiiwi*iiiiiwww»i>w»>wMrw»w—wiiw—wwi—ww BSA varahlutir Olíusíur - Loftsíur Mazda * Ford * Suzuki * Benz Laufásgötu 9, Akureyri • Símar 26300 & 23809 GARÐYRKJUFÉLAG AKUREYRAR Félagsmenn í Garð- yrkjufélagi Akureyrar Garðyrkjufélag Akureyrar heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 20. apríl nk., sumardaginn fyrsta, kl. 20.00 í kaffistofu gömlu Gróðrarstöðvarinnar við Drottningarbraut. (Gengið inn að sunnan). Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða lögð drög að sumarstarfinu. Miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00 mun Dr. Hörður Kristinsson flytja fyrirlestur í máli og myndum um Villtar íslenskar jurtir. Fyrirlesturimi verður á sarna stað í kaffi- stofu gömlu Gróðrarstöðvarinnar við Drottningarbraut. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn Garðyrkjufélags Akureyrar. Harður árekstur við Fiskitanga á Akureyri Mikill ferðamannastraumur lá að venju til Akureyrar um páskana, og tengdist það fyrst og fremst skíðaferðum og ferm- ingum að sögn lögreglunnar. Töluverður mannsöfnuður var í miðbænum allar næturnar og gekk það áfallaiaust að mestu ef frá er taldar óspektir tveggja manna á Ráðhústorgi sem lík- lega vildu mótmæla með þessu háttarlagi lokunartíma vínveit- ingarstaða. Lögreglan varð að grípa til tár- agasnotkunar til skakka leikinn eftir að annar þeirra haíði ráóist á lögregluþjón og fengu þeir að gista fangageymslur lögreglunnar. A skírdag varö allharður árekstur tveggja bíla í Ljósavatns- skarói og var þrennt fiutt á slysa- varósstofu en fengu aö fara heim að lokinni skoðun. Fjórir voru fluttir á FSA eftir harðan árekstur á mótum Fiskitanga og Hjalteyrar- götu síðdegis í gær. Nokkuð var um smávægilega árekstra. GG Norðurland eystra: Atvinnuástandið versnar á milli mánaða í síðasta mánuði var meðalQöldi atvinnulausra á Norðurlandi eystra 921, sem jafgildir 7,6% af áætlum mannafla á vinnumark- aði í kjördæminu. Atvinnuleysið í febrúar var 7,1% og hefur því versnað milli mánaða, en batn- aði hins vegar örlítið miðað við sama tíma í fyrra. A landsvísu var atvinnuleysi mest í prósent- um talið á Norðurlandi eystra og á Austfjörðum í marsmánuði. 1 mars versnaói atvinnuástand eitthvað víða á svæðinu, en þó langmest á Akureyri, þar sem fjölgaði um 67 manns eða um 13%. I nokkrum sveitarfélögum í S- Þingeyjarsýslu var nokkur fækkun á atvinnuleysiskrá, fækk- un um 8 manns á Húsavík, 5 á Raufarhöfn og 4 í Mývatnssveit. Á Akureyri voru 590 skráðir atvinnulausir að meðaltali, 143 í S-Þingeyjarsýslu, þar af 59 á Húsavík og 32 í Mývatnssveit, 32 voru í Ólafsfirði, 44 á Dalvík, 29 í Eyjaljarðarsveit, 19 í Svalbarðs- strandarhreppi og 17 í Amames- hreppi. Á Akureyri voru 64% þeirra sem skráðir voru atvinnu- lausir í kjördæminu, en í öðrum sveitarfélögum er alls staðar minna en 7% af heildar fjöldan- um. Atvinnulausum körlum fjölgaði um 28 að meðaltali í mars og var atvinnuleysi í þeirra hópi 7,7%, en var 7,3% í febrúar. Atvinnulaus- um konum fjölgaði um 33 aó meóaltali, atvinnuleysi hjá þeim var 7,6% í mars en 6,9% í febrúar. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.